Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
26.4.2007 | 15:35
Ríkisútgjöld hækka. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.
Í riti Seðlabanka Íslands, Peningamál, 1. hefti 2007 segir að hlutfall ríkisútgjalda muni hækka. Á árinu 2006 var hlutfall útgjalda hins opinbera 41.5% af landsframleiðslu.Seðlabankinn spáir að hlutfall útgjalda af landsframleiðslu árið 2009 verði 49% af landsframleiðslu og miðar þá við svipaðri hækkun samneyslu og undanfarin ár en hægari vexti landsframleiðslu.
Þetta er staðan eftir að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að sitja óslitið í ríkisstjórn lengur en yngstu kjósendur muna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mörg góð mál á stefnuskrá sinni og segist berjast fyrir þeim. Eitt þeirra er að draga úr skattheimtu og ríkisútgjöldum. Sem ungur Sjálfstæðismaður tók ég þátt í að móta og berjast fyrir stefnu sem við nefndum "Báknið burt". Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn svikið þessa grunnstefnu sína í tæpa tvo áratugi.
Er ekki kominn tími til að kjósa fólk sem hvikar ekki í þeirri stefnu að draga úr ríkisbákninu og lækka skattana? Verði ég kosinn þingmaður mun ég beita mér fyrir því draga úr ríkisbákninu og lækkun skatta. Draga úr miðstýringu og auka möguleika einstaklinganna til að njóta sín sem frjálst fólk.
Verði sama ríkisstjórn munu launþegar ekki fá útborgaða nema 39 krónur af hverjum 100 því að 49 tekur hið opinbera og 12 krónur taka lífeyrissjóðirnir. Breytum þessu.
X-F er ávísun á betri lífskjör.
26.4.2007 | 09:17
Sjálfstæðisflokkurinn hefur engar lausnir í velferðarmálum.
Í umræðuþætti efstu manna á framboðslistum í Reykjavík Suður kom í ljós í máli formanns Sjálfstæðisflokksins að flokkurinn hefur engar lausnir í velferðarmálum. Staðan er sú að fjöldi öryrkja og aldraðra á ekki fyrir mat út mánuðinn. Formaður Sjálfstæðisflokksins talar um almennar skattalækkanir. Þær skattalækkanir koma vinum hans sem eru með milljón á mánuði helst til góða. Skipta láglaunafólkið minna máli.
Raunhæfustu tillögurnar í velferðarmálum erum við Frjálslynd með. Við viljum hækka skattleysismörk í 150. þúsund og gefa fólki kost á að vinna sér inn milljón á hverju ári án þess að bótagreiðslur skerðist. Að sjálfsögðu eru þetta ekki fastar tölur heldur mundu breytast í takt við það aðrar breytingar í þjóðfélaginu t.d. vegna verð- og tekjubreytinga.
Enginn flokkur sem býður fram við þessar Alþingiskosnignar hefur jafn skýra stefnumörkun og Frjálslyndi flokkurinn. X-F á kjördag er krafa um velferðarstjórn fyrir þá sem á þurfa að halda.
24.4.2007 | 16:02
Verður þetta ástand hér?
Bandaríska hagkerfið hefur verið rekið með miklum viðskiptahalla eins og íslenska hagkerfið. Uppsveiflan í bandarísku efnahagslífi á undanförnum árum hefur verið vegna mikillar einkaneyslu og eyðslu. Sparnaður er miklu minni en í nágrannalöndum okkar. Við höfum farið að með sama hætti og Bandaríkjamenn nema hvað við höfum þvingaðan sparnað í lífeyriskerfinu en erum miklu skuldsettari.
Lækkun fasteignaverðs í Bandaríkjunum hefur verið það mikil undanfarið að veðsetningar standa iðulega ekki undir veðsetningum sem fullnægjandi tryggingar. Um þetta var ítarlega fjallað í ritinu The Economist fyrir nokkrum vikum.
Hvað okkur varðar er spurningin hvað gengur lengi að vera með skuldsetta velmegun og kaupæði vaxandi skuldir heimilanna og vaxandi skuldir við útlönd. Hvað gerist þá í verðtryggða samfélaginu? Af hálfu stjórnvalda hefur verið látið reka á reiðanum og genginu haldið uppi á fölskum forsendum. Okkar staða getur orðið mun alvarlegri eftir nokkra mánuði en það sem fólk er að upplifa núna í Bandaríkjunum.
Þjóðinni liggur á að við næstu Alþingiskosningar verði valið fólk sem veit um hvað það er að tala og hefur lausnir. Atvinna, uppbygging, afnám verðtryggingar á lánum og alvöru gjaldmiðill er forsenda þess að við lendum ekki í efnahagslegum hremmingum.
Bandarísk væntingavísitala lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
23.4.2007 | 15:20
Boris Yeltsin allur
Boris Jeltsín fyrrum Rússlandsforseti látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 14:32
Hrafn Gunnlaugsson hefur lög að mæla. Ekki fara í þykjustuleik.
Eina skynsamlega framsetningin sem ég hef lesið í kjölfar brunans í miðbæ Reykjavíkur kom frá Hrafni Gunnlaugssyni í Fréttablaðinu í dag. Þar bendir Hrafn á að það versta sem menn geti gert sé að fara í einhvern þykjustuleik og reyna að búa þarna til fornminjar. Hrafn segist halda að það sé eitt hallærislegasta sem til er.
Af gefnu tilefni. Af hverju hafa Ítalir ekki endurbyggt miðborg Rómar þannig að ferðamenn geti séð hinn horfna glæsileika. Í þeim tilvikum sem hér ræðir um var ekki um glæsileika að ræða óháð því hvort fólk hafi þótt vænt um gömlu húsin og götumyndina. Lífið verður að halda áfram og taka þeim breytingum sem óhjákvæmilegar eru.
Spurningin er treysta menn ekki nútíma arkitektum til að koma með skemmtilegar tillögur um nýa og skemmtilegri götumynd í staðinn fyrir brunarústirnar sem sumir tala um að endurbyggja.
Er afsakanlegt að Reykjavíkurborg eyði peningum skattborgaranna í uppkaup á lóðum á okurverði í miðbæ Reykjavíkur til að endurbyggja fornminjar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2007 | 13:42
Burt með velferðarhallann.
Nái tillögur Frjálslynda flokksins fram að ganga í velferðarmálum munu margir aldraðir og öryrkjar fá nálægt 30 þúsund krónum meira á hverjum mánuði. Þetta er fólkið sem þarf mest á kjarabót að halda.
Frjálslyndi flokkurinn veit hvað þessi aðgerð kostar og hefur reiknað út að beinn kostnaður ríkissjóðs af tillögum sínum sé um 21 milljarður. Þessar aðgerðir koma þó aldrei til með að kosta ríkissjóð svona mikið því á móti koma ýmis önnur atriði eins og aukinn eyðslueyrir sem skilar sér í auknum tekjum
Sjálfstæðismenn halda því fram að lægri skattar á fyrirtæki og fjármagnseigendur hafi skilað auknum tekjum fyrir ríkissjóð. Gildir eitthvað annað um skattlagningu einstaklinga?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 14:49
Þýska keisaradæmið studdi Lenin.
Þýska keisaradæmið útvegaði Lenín járnbrautarvagn og flutti hann frá Mið-Evrópu til Rússlands til að tryggja að byltingin í Rússlandi mundi heppnast. Þannig varð til ógnarstjórn sem Rússar sátu upp með í 70 ár.
Vilhjálmur 2 Þýskalandskeisari og ráðgjafar hans hugsuðu ekki lengra en að draga mátt úr Rússum og samningurinn við Lenin var um að saminn yrði friður á Austurvígstöðvunum. Það gekk eftir. Lenín samdi frið við Þýskaland.
Í 30 ára stíðinu í Þýskalandi studdu kaþólikar iðulega mótmælendur og öfugt. Það er margt skrýtið í sögunni bæði frá fyrri tíma og nútímanum.
Ég velti því t.d. fyrir mér af hverju Landsvirkjun studdi Ómar Ragnarsson leiðtoga Íslandshreyfingarinnar um 8 milljónir. Hver var hugsunin með því? Þurfti að draga úr fylgi vinstri grænna og Frjálslyndra?
Fæðingardegi Leníns fagnað á Rauða torginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
22.4.2007 | 14:22
Múrinn í Bagdad
Múrinn sem Bandaríkjamenn eru að reisa í Bagdad sýnir að þrátt fyrir 4 ára hersetu í Írak hafa Bandaríkjamenn og stjórnin í Írak ekki einu sinni náð stjórn á höfuðborginni.
Múrar hafa iðulega verið reistir í flestum tilvikum til að loka fólk úti eins og Kínamúrinn og Hadríansmúrinn í Bretlandi. Sama má segja um múrinn sem Ísraelsmenn eru nánast búnir að fullgera utan um byggðir Palestínumanna. Múrinn í Berlín sem Kommúnistastjórnin reisti var til að loka fólk inni loka það frá frelsinu. Þessi múr í Bagdad á að þjóna því hlutverki bæði að loka fólk inni og loka það úti.
Það er dapurlegt að vanhugsuð og ólögmæt innrás í Írak skuli nú 4 árum síðar hafa það í för með sér að íbúar landsins búi við algjört öryggisleysi. Flótti frá landinu er sem aldrei fyrr. Kristnir menn í landinu bjuggu í friði við aðra íbúa landsins þangað til fyrir 4 árum en fara nú flestir huldu höfði sem enn búa í landinu.
Sennilega gera Bandaríkjamönnum íbúum landsins mest gagn með því að fara úr landinu sem fyrst og fá aðra til að annast um að koma friði á í landinu og tryggja öryggi borgaranna.
Fyrir tæpum 4 árum síðan skrifaði ég um nauðsyn þess að Bandaríska herliðið færi og t.d. Egyptar, Jórdanir og Sýrlendingar tækju að sér friðar- og öryggisgæslu. Bandaríkjamenn ráða ekki við það og á þá er litið sem hernámslið sem þeir eru. Slíkt friðargæslulið má ekki vera í landinu nema í skamman tíma og þá verða íbúar að taka við. Annars verður líka litið á friðargæsluliðið sem hernámslið.
Sama verður upp á tengingnum varðandi Afghanistan verði herir Vesturlanda áfram í landinu. Hjálp til að koma á friði og öryggi í erlendu ríki byggist fyrst og fremst á íbúunum sjálfum en ekki aðsendu herliði. Það getur aldrei komið til eða gert gagn nema í skamman tíma.
Reisa fjögurra metra háan múr í Bagdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2007 | 11:49
Athygliverð grein Braga Jósepssonar
Bragi Jósepsson birtir athygliverða grein í Morgunblaðinu í dag um skoðanakannanir og framkvæmd þeirra. Í greininni bendir hann á vanda við framkvæmd skoðanakannana og ekki sé sama hver spyr. Þá bendir hann á augljósar villur í íslenskum skoðanakönnunum frá því að framkvæmd þeirra hófst. Þannig hafi skoðanakannanir alltaf gefið Sjálfstæðisflokknum allt of mikið fylgi en Framsóknarflokknum of lítið.
Ég er sammála Braga um að ólíklegt sé miðað við fyrri reynslu að Framóknarflokkurinn fari mikið niður fyrir 14-16% því miður og mér finnst ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái fylgi umfram 36%. Yrði það niðurstaðan héldi stjórnin meirihluta sínum.
Frjáslyndir hafa fengið minna í skoðanakönnunum en endanlegt fylgi. Fróðlegt verður að sjá hvernig það kemur fram núna. Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið til umræðu innflytjendamál sem hafa verið afflutt og veist að flokknum af miklu offorsi. Algengt er í svipuðum tilvikum að flokkur fái mun meira fylgi þegar upp er staðið en skoðanakannanir mæla. Vonandi verður sú raunin á. Því nú liggur á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2007 | 11:39
Eru úrslitin fyrirséð í forsetakosningunum í Frakklandi.
Skoðanakannanir undanfarnar vikur hafa sýnt Nicolas Sarkozy með yfirburðastöðu og sú sem talin var helsti andstæðingur hans Segolene Royal hefur átt undir högg að sækja. Nú bregður svo við í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar að fylgi þeirra Sarkozy og Royal mælist svipað. Royal mældist á tímabili neðar en frambjóðandi miðflokkana en nú hefur hann dregist aftur úr skv. skoðanakönnunum og líka Le Pen.
Fyrir fjórum árum sögðu skoðanakannanir að Jospin frambjóðandi sósíalista mundi verða í öðru sæti í forkosningum en svo fór að Le Pen varð í öðru sæti og kosið var á milli hans og sitjandi Frakklandsforseta. Skoðanakannanir hafa alltaf gefið Le Pen mun minna fylgi heldur en hann hefur fengið.
Þessi dæmi frá Frakklandi sýna hvað valt er að treysta skoðanakönnunum eða láta þær hafa áhrif á það sem maður ætlar að kjósa.
Það verður spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara í Frakklandi og ég vona að sonur innflytjandans Nicolas Sarkozy hafi þetta og verði í síðari umferð kjörinn. Nicolas Sarkozy hefur í kosningabaráttunni bent á þann vanda sem Frakkland er í verði tvær þjóðir í landinu og innflytjendur aðlagist ekki frönsku samfélagi.
Mikil þátttaka í kosningunum í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 276
- Sl. sólarhring: 362
- Sl. viku: 4492
- Frá upphafi: 2450190
Annað
- Innlit í dag: 250
- Innlit sl. viku: 4179
- Gestir í dag: 241
- IP-tölur í dag: 238
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson