Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
29.6.2007 | 14:56
Hvað skyldi sjávarútvegsráðherra hafa sagt?
Skyldi sjávarútvegsráðherra hafa sagt samstarfsráðherrum sínum á Norðurlöndunum að fiskveiðistjórnunin á Íslandi hefði gjörsamlega brugðist. Að við eftir vísindalega takmörkun veiða í aldarfjórðung stöndum frammi fyrir mun alvarlega ástandi þorskstofnsins en fyrr skv niðurstöðu Hafrannsóknarstofnunar.
Skyldi sjávarútvegsráðherra hafa sagt samráðherrum sínum að kvótakerið hafi Halldór Ásgrímsson klæðskearsniðiði í samráði við LÍÚ og farið á bak við formann sinn Steingrím Hermannsson. Steingrímur segir það alla vega í ævisögu sinni. Fiskveiðistjórnunarkerfið var sniðið að hagsmunum stórútgerðarinnar.
Skyldi sjávarútvegsráðherra hafa sagt að afleiðingar kvótakerfisins væru að byggð við sjávarsíðuna væri víða að fara í eyði. Skyldi hann hafa sagt að formaður sjávarútvegsnefndar teldi það helst til varnar að takmarka veiði gríðarlega og láta ríkið standa fyrir atvinnubótavinnu?
Skyldi nokkur af fiskveiðiráðherrum Norðurlanda hafa orðað það að nauðsynlegt væri að breyta til þar sem kvótastýrðar fiskveiðar í því formi sem þær eru hér hafa hvergi skilað árangri?
Rætt um fiskveiðistjórnun, kosti hennar og galla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
28.6.2007 | 10:20
Blair hættir.
Tony Blair tókst að færa stirðnaðan sósíalistaflokk að markaðshyggjuhugmyndum eftir að hann varð formaður Verkamannaflokksins enska. Á sama tíma var Íhaldsflokkurinn orðinn þreyttur ríkishyggjuflokkur. Blair vann sigur og var forsætisráðherra í 10 ár.
Þann tíma sem Blair hefur verið forsætisráðherra hefur verið uppgangur í ensku efnahagslífi og Blair hefur verið lipur stjórnmálamaður. Stóru mistökin í stjórnmálalífi Blair var að ana út í ólögmæta innrás í Írak með vini sínum George W. Bush jr. Eftir það átti Blair erfitt uppdráttar. Bretar hafa verið í erfiðleikum með sjálfa sig og Evrópusambandið. Þess vegna hafa þeir aldrei verið ráðandi afl í Evrópusambandinu. Talið var að Blair væri því hlynntur að taka upp Evru en aðrir voru á móti og af því varð ekki. Blair ætlaði sér greinilega stóra hluti innan Evrópusambandsins og það hefði að ýmsu leyti orðið til góðs hefði honum tekist að koma ýmsu af því fram sem hann barðist fyrir eins og t.d. að draga úr styrkjum til landbúnaðar.
Gordon Brown sem nú tekur við að Blair er járnkarl og ég tók eftir því í fyrstu kosningabaráttunni sem þeir háðu saman Blair og Brown sem forustumenn í Verkamannaflokknum að það var mikið spunnið í Brown og hugmyndarfræðilega var hann ákveðnari og öruggari en Blair. Brown er hins vegar lengra til vinstri og nú verður fróðlegt að sjá hvort hann lætur vinstri villu heltaka sig og stýrir með því í áratuga stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins.
22.6.2007 | 13:33
Hvað fá landsliðskonur fyrir landsleik?
Mér datt það í hug á baráttudegi kvenna 19 júní hvort ekki yrði á ný vakin athygli á því og spurt hvort að selpurnar okkar sem spila í lkvennaandsliðinu í fótbolta fái sömu greiðslur frá KSÍ og strákarnir okkar sem spila í karlalandsliðinu í fótbolta. Ég sá engan velta þessari spurningu upp.
Nú spyr ég fá stelpurnar okkar sama fyrir að spila landsleiki og strákarnir okkar? Ef ekki þá af hverju?
Rökin gegn því að greiða stelpunum það sama geta ekki verið önnur en hefðbundin sjónarmið fyrir því að viðhalda launa- og aðstöðumun kynjana eða hvað?
19.6.2007 | 09:23
Réttindabarátta kvenna.
Baráttudagur fyrir réttindum kvenna minnir á að konur hafa ekki enn náð jafnstöðu við karla í reynd þó að konur njóti jafnréttis í lagalegu tilliti. Það þarf viðhorfsbreytingu. Kvenréttindabarátta er í raun mannréttindabarátta. Barátta fyrir því að allir borgarar samfélagsins séu metnir og njóti sömu réttinda.
Dagurinn í dag á að minna okkur á nauðsyn þess að konur nái jafnstöðu í samfélaginu. Dagurinn á líka að minna okkur á hvað staða kvenna víðast hvar í heiminum er bágborin. Hundruð þúsunda kvenna eru seldar mannsali á hverju ári í heiminum í dag. Sumsstaðar fá konur ekki að vinna, þær fá ekki að fara í skóla og þær fá jafnvel ekki að aka bíl. Dagurinn í dag á einnig að minna okkur á nauðsyn þess að siðaðar þjóðir beiti öllu afli til að koma í veg fyrir mannsal og kvennakúgun hvar sem er í heiminum.
Við megum ekki afsaka kvennakúgun á grundvelli "virðingar" fyrir trúarbrögðum eða siðvenjum annarra menningarheima. Kúgun er kúgun óháð því hvaða aðferðir karlaveldið hefur til að viðhalda henni. Við megum aldrei misvirða rétt einstaklingsins til að fá notið mannréttinda eða afsaka árás á einstaklingsbundinn rétt fólks með því að siðvenjur leyfi slíka óhæfu.
17.6.2007 | 12:48
Í tilefni þjóðhátíðar.
Forsætisráðherra ræddi um þann vanda sem við erum í vegna fyrirsjáanlegs samdráttar þorskafla. Hans ráð er að standa við bakið á þeirri ákvörðun sem sjávarútvegsráðherra tekur um minni aflaheimilidir. Engin fyrirheit eða hugmyndir eru um að breyta kerfinu. Kvótakerfið fyrir stórútgerðirnar er trúaratriði hjá Sjálfstæðisflokknum. Samt sem áður þá hefur markmið kvótakerfisins ekki náðst. Nú er minni afla að fá en þegar kerfið var sett á fyrir aldarfjórðungi.
Kvótakerfi eins og okkar í sjávarútvegi hafa leitt til hruns veiðistofna.
Forsætisráðherra hefði getað gefið þjóðinni þá þjóðhátíðargjöf að tala um nauðsyn þess að endurskoða kerfið með tilliti til hagsmuna þjóðarinnar í heild. Höfum við ekki reynt þetta fyrirkomulag nógu lengi?
15.6.2007 | 15:16
Abbas forseti rak ríkisstjórnina í Palestínu.
Vinstri grænir lögðu fram tillögu til þingsályktunar um að Alþingi samþykkti að beina því til ríkisstjórnarinnar að hún viðurkenndi ríkisstjórn Hamas í Palestínu. Þingmenn allra flokka nema Frjálslynda flokksins tóku undir þessa tillögu og mæltu með henni.
Okkur í þingflokki Frjálslynda flokksins fannt nauðsynlegt að skoða málið til hlítar m.a. með tilliti til þess að Hamas hreyfingin eru skráð sem hryðjuverkasamtök bæði hjá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum og á stefnuskrá samtakanna er að koma á klerkaveldi eins og í Íran og má Ísralesríki af yfirborði jarðar. Fleira þarf að skoða. Þess vegna vorum við ekki tilbúnir til að taka þátt í pópúlisma í þessa veru frekar en í öðrum málum.
Nú þegar tillaga vinstri grænna hafði verið rædd einu sinni á Alþingi og þingmenn allra flokka nema Frjálslyndra lýst stuðningi við að viðurkenna ríkisstjórn Hamas þá gerði Abbas forseti Palestínuaraba sér lítið fyrir og rak ríkisstjórnina.
Hefði ekki verið betra að skoða málin betur og leggja frekar fram tillögu um stuðning við velferðarstarf og uppbyggingu í Palestínu. Palstínumenn hafa þjáðst of lengi. Það þarf raunhæfar tillögur og stuðning til að hjálpa þeim frá því að verða leiksoppar öfga- og hryðjuverkasamtaka.
14.6.2007 | 23:05
Við erum enn í hópi hinna viljugu þjóða.
Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hittu varautanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag. Honum var kynnt að nýja ríkisstjórnin harmaði stríðið í Írak. Blessaður varautanríkisráðherra horfði eðlilega stórum augum á þau skötuhjúin og sagði gera það ekki allir. George W. Bush jr. Bandaríkjaforseti harmar stríðið í Írak. Spurningin er ekki um það. Spurningin er um það hvort fólk harmar innrásina í Írak og hvort það telur hana réttlætanlega og löglega.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylkingin sögðust ætla að taka okkur af lista yfir hin viljugu ríki sem tóku siðferðilega þátt í ólögmætri innrás í Írak. Nú er það ekki á dagskrá. Samfylkingin getur auðveldlega svikið það kosningaloforð eins og svo mörg önnur. Nú harma þau stríðið en það er ekki minnst á lista hinna viljugu og löglausa innrás andstæða reglum Sameinuðu þjóðanna.
Á sama tíma og undirlægjurnar tvær sem hittu varautanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag brostu breitt og samþykktu allt sem varautanríkisráðherrann sagði þá var ritstjóri breska læknablaðsins Lancet að fordæma innrásina í Írak og segja frá því að innrásin hefði verið lagalega og siðferðilega röng. Hann benti líka á að fjöldi fallina í Írak væru mun fleiri en ætlað hefði verið og skiptu a.m.k. mörgum tugum þúsunda. Ritstjóri Lancet talaði tæpitungulaust um það sem máli skiptir. Merg málsins. Það gerðu íslensku ráðherrarnir ekki og hafa nú samsamað sig þeirri ógæfustefnu í utanríkismálum þjóðarinnar sem Davíð og Halldór tóku upp þegar við vorum sett á lista yfir hinar viljugu þjóðir
Ekkert minna en að harma löglausa innrás í Írak, taka okkur af lista hinna viljugu þjóða og lýsa því yfir að við tökum ekki þátt í hernaðarátökum eins og var stefna Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins kemur til greina til að hreinsa þá hneisu af okkur sem siðferðileg samstaða með Bandaríkjunum í löglausri innrás kostar okkur. Mér finnst slæmt að Ingíbjörg Sólrún skyldi ekki hafa meiri hugsjónastyrk en þann að samþykkja hernaðarstefnu Bandaríkjanna.
10.6.2007 | 13:22
Frábær ferð.
Kvennahreyfing Frjálslynda flokksins stóð fyrir ferð um Suðurnes í gær og ferðinni lauk með lokahófi í Vitanum í Sandgerði. Það var gaman að sjá hvað margar konur tóku þátt í ferðinni og verða var við þann baráttuanda og ánægju sem var ríkjandi.
Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Kvennahreyfingarinnar á heiður skilinn fyrir frábært skipulag og stjórnun.
Það var ánægjulegt að eiga þess kost að taka þátt í lokahófinu og sjá hvað mikil gróska er í starfseminni.
7.6.2007 | 08:02
Krafa um ritskoðun?
Sérkennileg utandagskrárumræða fór fram á Alþingi í gær. Umræðuna hóf Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins og kveinkaði sér yfir sérstakri útgáfu DV fyrir kosningar en það tölublað taldi hann vega að Framsóknarflokknum. Formaður Framsóknarflokksins taldi þetta vera andstætt hugmyndum á bak við lög um fjárreiður stjórnmálaflokka. Formaður Sjálfstæðisflokksins, forsætisráðherra var til andsvara tók undir þetta að hluta og taldi þetta blað hafa verið sérstaklega vinsamlegt stjórnarandstöðunni.
Það má fallast á það með formanni Framsóknarflokksins að það var sótt að Framsóknarflokknum í fjölmiðlum fyrir kosningar vegna aðgerða í ríkisstjórn. Um hinn ríkisstjórnarflokkinn Sjálfstæðisflokkinn var ekki fjallað með jafn neikvæðum hætti þó full ástæða hefði verið til. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur þar blaðamanna, þáttastjórnenda og ritstjóra sem styðja flokkinn.
Við í Frjálslynda flokknum máttum þola mjög neikvæða og óréttmæta umfjöllun í fjölmiðlum meginhluta vetrar. Reynt var af ákveðnum fjölmiðlum að stuðla að því að kljúfa flokkinn. Við náðum vopnum okkar og héldum fylginu þó að okkur væri sótt með þessum hætti.
Meginatriðið er þó ekki hvort fjölmiðlar sækja að stjórnmálamönnum og flokkum og þá hverjum. Það er þeirra hlutverk í lýðfrjálsu landi. Stjórnmálamenn þurfa iðulega að sætta sig við óvægna umfjöllun og stundum ranga. Það er hluti af þeirri þjóðfélagsgerð sem við búum við. Sama er um auglýsingar frá auðmönnum en þeir hafa fullan lýðræðislegan rétt á að nýta peningana sína með þeim hætti.
Þess vegna voru þeir Geir Haarde og Guðni Ágústsson á vitlausri leið þegar þeir nánast gerðust talsmenn ritskoðunar. Rétta leiðin er að efla fjölmiðlun í landinu og gera kröfur til þeirra. Það tölublað DV sem var ástæða umræðunnar var venjuleg eðlileg blaðamennska og betri en meginhlutinn af þeirri blaðamennsku sem þjóðinni var boðið upp á fyrir kosningar.
Foringjar lýðræðisflokka geta ekki og mega ekki gerast talsmenn ritskoðunar eða skerts tjáningarfrelsis en það var það sem mátti lesa út úr máli þeirra formanns Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
3.6.2007 | 12:34
Svartur sjómannadagur.
Ég óska sjómönnum til hamingju með hátíðisdag sinn. Þar sem ég ólst upp á Akranesi þá var sjómannadagurinn helsti hátíðisdagurinn og féllu önnur hátíðarhöld í skuggann. Sjómannadagurinn hefur þess vegna alltaf skipað ákveðinn sess í mínum huga sem hátíðisdagur þeirra sem umfram aðra hafa skapað þjóðarauðinn.
Kolsvört skýrsla Hafrannsóknarstofnunar var birt daginn fyrir sjómannadaginn og varpar skugga á hann. Spurning er nú hvernig á að bregðast við. Þessar niðurstöður staðfesta það sem við Frjálslynd höfum haldið fram. Ég hef spurt hvort kvótastýrðar fiskveiðar hafi nokkursstaðar í heiminum skilað árangri. Þá er ljóst að ástandið er það alvarlegt að óhjákvæmilegt er að leita víðtækustu ráðgjafar sem unnt er og leita og nýrra leiða til að afrakstur af Íslandsmiðum geti aukist.
Við Frjálslynd gætum barið okkur á brjóst og slegið pólitískar keilur en þjóðarhagur skiptir meira máli. Hvernig nálgumst við það vandamál sem við er að eiga og hvaða úrlausn er best fallin til að koma okkur úr því ástandi sem við nú erum í. Afrakstur á Íslandsmiðum var um 500 þúsunda tonna jafnstöðuafla af þorski um 50 ára skeið á árunum 1920-1970. Helmingi meira en heimilt hefur verið að veiða þá áratugi sem kvótakerfið hefur verið við lýði. Ráðgjöfin nú er að einungis verði veitt um 25% þess sem var veitt á um 50 ára tímabili fyrir kvótastýrðar fiskveiðar.
Þetta eru ekki meðmæli með kerfinu. Liggur ekki fyrir að það verður að bregðast við og breyta um stefnu?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 179
- Sl. sólarhring: 834
- Sl. viku: 4000
- Frá upphafi: 2427800
Annað
- Innlit í dag: 167
- Innlit sl. viku: 3703
- Gestir í dag: 166
- IP-tölur í dag: 163
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson