Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
31.8.2007 | 11:12
Ísland og Nató
Leiðari Morgunblaðsins í dag sem ber heitið Ísland og Nató er athygliverður. Ég er í öllum aðalatriðum sammála leiðarahöfundi og hef bent á ýmis þau atriði sem þar er fjallað um undanfarið.
Bent er í leiðaranum á ummæli utanríkisráðhera þar sem hún segir að Ísland verði að axla ábyrgð innan Atlantshafsbandalagsins og taka aukinn þátt í verkefnum innan þess. Þessi ummæli verða ekki skilin með öðrum hætti en við eigum í auknum mæli að hafa afskipti af helstu verkefnum bandalagsins en það langstærsta og mannfrekasta nú er hernaður bandalagsins í Afghanistan. Sú spurning er því gild hvort utanríkisráðherra vilji að við höfum frekari afskipti af málum þar?
Ég er þeirrar skoðunar að Atlantshafsbandalagið sé á villigötum. Bandalagið er varnarbandalag. Hluverk þess er að gæta sameiginlegra hagsmuna með því að hafa varnarviðbúnað og aðildarríkin styðja hvort annað þ.e. árás á eitt bandalagsríki er árás á þau öll. Það er inntakið í því sem við sömdum um þegar við gengum í Atlantshafsbandalagið.
Hernaðurinn í Afghanistan er óeðlilegur og við Íslendingar hefðum átt að mæla af öllum krafti gegn því að herlið frá bandalaginu yrði sent til Afghanistan. Við eigum jafnframt að krefjast þess að herlið bandalagsins sé kallað heim og við eigum að kalla þá íslendinga sem eru á vegum hins opinbera heim frá Afghanistan. Við erum vopnlaus þjóð og eigum ekki að taka þátt í stríðsátökum. Við eigum að krefjast þess að Atlantshafsbandalagið verði varnarbandalag sem stuðli að friði og friðsamlegri sambúð en fari ekki með herlið í ríki eða til að styrkja ríkisstjórnir í fjarlægum heimshlutum
Eins og nú háttar til tel ég ekki neinar þær forsendur til að við íslendingar höfum frekari afskipti af málum Atlantshafsbandalagsins sem tengjast stríðsátökum og þess verður að krefjast af utanríkisráðherra að hún skýri orð sín. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum? Hvað á utanríkisráðherra við þegar hún segir að við verðum að taka aukinn þátt í verkefnum Atlantshafsbandalagsins?
29.8.2007 | 21:13
Sjúklingar eiga rétt á lyfjum á lágmarksverði strax.
Heilbrigðisráðherra er vænn maður og vill láta gott af sér leiða. En þá þarf hann að hrista af sér aðferðarfræði stjórnmálamanns í stjórnlyndum valdaþreyttum stjórnmálaflokki. Sem slíkur hefur hann náð að skilgreina að lyf eru á hærra verði á Íslandi en annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu. Í anda sömu aðferðarfræði er leitað til Evrópusambandsins og málið sett í nefnd þar sem ráðherra biður um að staða Íslands verði sérstaklega skoðuð. Allt gott og blessað en við erum hér að tala um ferli sem tekur ekki mánuði heldur nokkur ár.
Nú liggur fyrir að það er hægt að lækka lyfjaverð til sjúklinga strax með því að heimila póstverslun með ákveðnum skilyrðum með lyf. Slík starfsemi var byrjuð en hún var stöðvuð með vísan til ákveðinna lagaheimilda. Heilbrigðisráðherra ber að leggja til breytingar á lögum til að tryggja það strax frá og með haustinu verði póstverslun með lyf heimil. Þá geta sjúklingar fengið lyf allt að þrisvar sinnum ódýrari en þeir eru að fá þau nú.
Það ber að hafa í huga að sjúklingur á ekki val. Hann er ekki venjulegur neytandi sem velur eða hafnar. Sjúklingurinn verður að kaupa ákveðið lyf. Valmöguleikar hans eru því skertir. Þegar honum er líka meinað að kaupa lyf á lágmarksverði og þarf að sæta endalausu okri þá er of langt gengið og stjórnvöld eru ekki að gæta lágmarksskyldu sinnar við veikasta þjóðfélagshópinn. Heibrigðisráðherra þú þarft að lagfæra þetta mál strax og þú hefur vald til að gera það. Vafalaust getur þú fengið víðtækan stuðning í þinginu við að rétta hag sjúklinga strax. Ekki skal standa á mér að styðja þig til allra góðra verka.
Það er ekkert annað að gera en bretta upp ermar og koma þessum málum í viðunandi horf strax. Lyfjaverð hrynur ekki af himnum ofan það er ákveðið af lyfjafyrirtækjunum. Hátt lyfjaverð á Íslandi er vegna þess að samkeppnin virkar ekki. Þá verður hið opinbera að bregðast við og gæta hagsmuna borgaranna.
Heilbrigðisráðherra fundaði um lyfjamál með framkvæmdastjórum ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
29.8.2007 | 09:16
Kemur það á óvart að það sé fjöldi ólöglegra innflytjenda á Íslandi?
Rútubíll fer út af vegi og í ljós kemur að stór hluti farþegana eiga ekki að vera í landinu. Yfirvöld bregðast við og segjast ætla að gera eitthvað í málinu. Datt þetta ofan af himnum gerðu yfirvöld sér ekki grein fyrir ástandinu fyrr en þetta slys varð?
Ég hef í meir en ár bent á það að íslensk stjórnvöld hefðu ekki hugmynd um það hvað margir útlendingar væru hér í landinu við vinnu eða annað. Þá hef ég haldið því fram að stjórnvöld réðu ekki við ástandið. Þessu hefur verið mótmælt kröftuglega af ýmsum forustumönnum Samfylkingarinnar og nokkrum embættismönnum sem hafa haldið því fram að málin væru í besta lagi.
Það er óneitanlega kaldhæðni örlaganna að það þurfi umferðarslys til að stjórnvöld viðurkenni vandann. Þau hafa þó ekki farið lengra en að viðurkenna að það sé fjöldi útlendinga við störf í landinu án trygginga eða félagslegra réttinda. Stjórnvöld hafa hins vegar ekki gert neinar ráðstafanir til að bregðast við þeim mikla fjölda útlendinga sem hingað hafa komið á síðustu 2 og hálfu ári.
Af hverju er ekki fjölgað í lögreglunni. Af hverju eru ekki ráðnir lögreglumenn sem tala slavnesk mál. Af hverju er ekki skoðað hvort ávinningur okkar af Schengen samstarfinu sé minni en sá vandi sem skapast við að vera í Schengen. Á Schengen svæðinu eru milljónir manna týndar. Hvað skyldu margir þeirra vera hér?
Það er slæmt þegar stjórnmálamenn og opinberir starfsmenn berja höfðinu við steininn og segja fólki ekki satt um ástandið. Rútubílaslysið sýnir að það hefur ekki verið gert.
27.8.2007 | 09:05
Var útrásin stöðvuð vegna skammsýni?
Ég las það í morgun í viðskiptablaði Jyllands Posten að Eimskip sé í útrás á Eystrasalti. Eftir að hafa verið á ferðalagi og haft takmarkaðar fréttir í tæpa viku þá var það ánægjulegt að sjá þessa sem eina af fyrstu fréttunum.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá vinna tæp 10.000 manns hjá Eimskip þar af um 1.000 á Íslandi. Ég velti því fyrri mér þegar ég las þessa frétt um árangur Eimskipafélagsins hvort að útrás Hafskip á sínum tíma hafi verið stöðvuð vegna skammsýni og þess að bankastarfsemin var þá í höndum ríkisins. Þessu til viðbótar fóru stjórnmálamenn þess tíma mikinn og höfðu uppi ýmis brigslyrði gagnvart einstaklingum sem þeim voru til skammar. Getur það verið að pólitísk hjaðningavíg, ríkisvæðing bankanna og skammsýni þáverandi ráðamanna hafi orðið til þess að tefja útrás íslenskra fyrirtækja í 2 áratugi og þar með koma í veg fyrir bætt lifskjör í landinu?
16.8.2007 | 17:59
Það er aldrei á vísan að róa með flotkrónu.
Sá sem vogar miklu getur bæði unnið stórt og tapað miklu. Að vera með minnsta gjaldmiðil í heimi á floti eins og við gerum er áhætta og það hefur verið ljóst frá því að við tókum upp þessa gengisviðmiðun. Seðlabankinn hefur haldið gengi krónunnar uppi með firnaháum stýrivöxtum þrátt fyrir að innistæða hágengisins væri ekki fyrir hendi. Nú er spurningin hvar endar þessi gengislækkunarhrina? Það getur enginn sagt fyrir meðan við höfum myntviðmiðun með þeim hætti sem við gerum.
Það sjá það vafalaust fleiri í dag að það hefði verið heppilegra að taka undir með okkur í Frjálslynda flokknum og binda gengi krónunar veið vegið meðalgengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda okkar með ákveðnum vikmörkum. Það hefði gert viðskipti tryggari og losað okkur við þá hækju sem krónan er studd með í lánaviðskiptum innanlands, vísitala neysluverðs til verðtryggingar. Væri gjaldmiðillinn í lagi þá þyrfti ekki að vera með gervigjaldmiðil frá Hagstofunni eins og verðbótavísitöluna.
Krónan veiktist um tæp þrjú prósent í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2007 | 08:43
Var þetta slys eða er þetta staðan á Íslandi í dag.
Í Blaðinu í dag segir frá því á forsíðu að átta ára stúlka hafi beðið í fjóra mánuði eftir tannaðgerð með svæfingu. Sagt er að hún hafi verið orðin viðþolslaus af verk og hætt að borða. Þetta er ótrúlegt. Er það virkilega þannig að bið eftir aðgerð eins og þessari fyrir börn taki þennan tíma. Er það þannig að börn þurfi að bíða iðulega sárkvalin eftir því að komast í tannaðgerð.
Var þetta einstakt tilfelli eða er langur biðlisti eftir þessum aðgerðum. Við hljótum að spyrja hvort þetta sé það sem fólk megi búast við í þjóðfélaginu eða þetta sé einstakt tilvik.
Hvað segir heilbrigðisráðherra um þetta. Er þetta ásættanlegt?
15.8.2007 | 08:39
Tími til komin að liðin í austurborginni mætist í alvöruleik
Ég var ánægður að sjá að Fjölnir og Fylkir eigi að mætast í undanúrslitaleik í VISA bikarkeppni karla. Ekki vegna þess að ég sjái það sem gallharður Fylkismaður að þarna eigi Fylkir auðvelda leið í úrslit bikarkeppninnnar heldur vegna þess að það var tími til kominn að þessi lið sem eru merkisberar íþrótta austast í borginni mætist í alvöruleik. Fylkir er tiltölulega ungt félag og Fjölnir ennþá yngra. Bæði félögin eru sprottin upp í nýum hverfum mótuð af miklu sjálfboðaliðastarfi. Ég spáði því strax og Fjölnir varð til að það félag ætti glæsilega framtíð.
Fjölnir hefur komist mun lengra í bikarkeppninni en nokkur hefði þorað að spá. Fylkismenn mega því ekki vanmeta andstæðingin. Umfram allt þá vona ég að við fáum góðan leik þar sem þessir grannar takast á þannig að það verði báðum til sóma.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 10:48
Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar vegna ratsjárstöðva.
Forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tók heldur betur aðra afstöðu en Bjarni Benediktsson varðandi rekstur ratsjárstöðva í meintu varnarskyni. Forsætisráðherra telur rétt að við eyðum einum milljarði í rekstur ratstjárstöðvana á þessu ári og næsta án þess að þörfin hafi verið skilgreind. Í frétt Morgunblaðsins nú segir hann að ekki sé útséð um hvernig rekstri ratsjárstöðva hersins verði hagað eftir að Ísland tekur þann rekstur yfir þ.16. ágúst þ.e. ekki á morgun heldur hinn. Lítil fyrirhyggja það og ámælisverður skortur á stefnumótun og afgreiðsllu máls.
William T. Hobbins yfirmaður flughers Bandaríkjanna í Evrópu segir mikilvægt að Bandaríkjamenn geti verið með æfingar hér en ræða eigi mál varðandi varnir Íslands á næstunni. Því er semsagt ekki lokið enn.
Enn vantar svör við þeim spurningum hvaða tilgangi ratsjárstöðvarnar þjóna? Þjóna þær einhverjum tilgangi á ófriðartímum? Þjóna þær tilgangi á friðartímum. Engin viðhlítandi svör hafa fengist við þeim spurningum eða eins og formaður utanríkismálanefndar sagði. "Það er mörgum spurningum ósvarað"
Það skiptir máli hvernig farið er með peninga skattgreiðenda jafnvel þó að ríkissjóður sé rekinn með góðri afkomu vegna þenslu í þjóðfélaginu. Það má gera ýmislegt fyrir einn milljarð króna og sennilega flest skynsamlegra en reka það sem er að öllum líkindum tilgagnslausar ratsjárstöðvar.
Vandræðagangur Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í þessu máli er ófyrirgefanlegur.
En meðal annarra orða er einhver ógn sem að Íslandi stafar úr lofti? Ekkert ríki í okkar heimshluta ógnar okkur og ekki verður séð að breyting verði á því í fyrirsjáanlegri framtíð. Hvaða brýna þörf er þá á loftvörnum. Er ekki mun brýnni þörf á að efla varnarviðbúnað og stuðla að öryggi borgaranna með öðrum og markvissari hætti. T.d. ná stjórn á miðborg Reykjavíkur um helgar.
Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða framtíð ratsjárstöðva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 13:37
Þetta tákn ófrelsisins hrundi sem betur fer
Mér er það ógleymanlegt þegar ég kom að Berlínarmúrnum fyrir tæpum 40 árum og gat horft af útsýnispalli yfir í Austur Berlín þar sem fólki hafði ekki frelsi til að ferðast vestur yfir múrinn. Það var oft svipt því frelsi að fá að hitta ástvini sína. Börn voru skilin frá foreldrum og foreldrar frá börnum. Landamæravörðum var skipað að skjóta alla þá sem reyndu að flýja til frelsisins. Viðbrögð mín við þessari sýn var hryggð. Ég var hryggur að sjá hvernig mannskepnan getur misnotað vald sitt. Með sama hætti var ég eins og sennilega flestir andkommúnistar glaður þegar fólkið í Austur Þýskalandi tók völdin í sínar hendur og múrinn féll og landið var sameinað.
Þannig getur samstillt átak fólks skilað árangri. Þannig er hægt að fella ófrelsið og óréttlætið.
Því miður rísa nýir múrar ófrelsis. Ísraelsmenn hafa reist aðskilnaðarmúr á milli sín og Palestínuaraba og víðar er verið að reisa múra ófrelsis og takmarkana. Frjálslynt fólk verður þess vegna alltaf að vera á varðbergi og vera heiðarlegt í gagnrýni og berjast gegn ófrelsi og óeðlilegum höft í hvaða mynd sem þau birtast.
46 ár frá byggingu Berlínarmúrsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.8.2007 | 09:38
Nýr foringi í Sjálfstæðisflokknum?
Bjarni Benediktsson alþingismaður formaður utanríkismálanefndar talaði skýrar en almennt gerist með ráðandi stjórnmálamenn eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í gær. Rætt hafði verið um ratsjárstöðvar á fundi nefndarinnar og Bjarni sagði að það mætti spyrja til hvers Ísland ætti að halda úti ratsjárstöðvum sem fylgdust með óvinveittum flugvélum sem ekki létu vita af sér. Umræða þyrfti að fara fram um þau mál.
Þessi ummæli formanns utanríkismálanefndar eru einkar athygliverð m.a. í framhaldi af samþykkt fastaráðs Atlantshafsbandalagsins fyrir beiðni utanríkisráðherra og forsætisráðherra um þotuflug til landsins og vilja þeirra til að við tökum að okkur rekstur ratsjárkerfis sem Bandaríkjaher rak áður.
Formaður utanríkismálanefndar sagði líka að líklegt væri að Bandaríkjamenn mundu treysta á eigin ratsjár á hættutímum sem þýðir að við eigum að reka með ærnum tilkostnaði ratsjárkerfi til að hægt sé að halda úti ímynduðum stríðsleikjum fyrir þau Ingibjörgu Sólrúnu og Geir Haarde á friðartímum.
Ekki verður betur séð en formaður utanríkismálanefndar hafi verulegar efasemdir um gildi þess að við tökum að okkur að annast um það sem líklega er úrelt ratsjárkerfi. Ljóst er að hann vill skoða málið og ræða sem er ekki í samræmi við stjórnunarstíl Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem sýndu á sumarþingi vilja til að koma sínu fram strax án samráðs við stjórnarandstöðu og án eðlilegrar skoðunar.
Frá því að Bjarni Benediktsson kvaddi sér hljóðs í íslenskri pólitík hefur mér virst sem þar fari mikið foringjaefni oghann sé líklegur til að leiða Sjálfstæðisflokkinn innan fárra ára standi hugur hans og metnaður til þess. Það væri athyglivert ef þessi ungi forustumaður í Sjálfstæðisflokknum mundi nú berjast fyrir því að tekin yrði upp stefna afabróður hans og nafna, sem á sínum tíma var forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að Ísland væri herlaust land og hefði ekki bein afskipti af hernaðarmálefnum.
Þau ummæli sem vitnað er til benda alla vega til þess að formaður utanríkisnefndar sé ekki tilbúinn til að taka hvað eina sem að honum er rétt og kokgleypa. Það er ánægjuleg nýlunda þingmanns í Sjálfstæðisflokknum og mættu fleiri þingmenn hans taka Bjarna Benediktsson til fyrirmyndar.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 22
- Sl. sólarhring: 432
- Sl. viku: 4238
- Frá upphafi: 2449936
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 3949
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson