Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
8.1.2008 | 17:30
Pólitísk óþrif.
Ég minnist þess að hafa setið við fótskör Bjarna Benediktssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins þar sem hann talaði um þau óþrif sem pólitískar stöðuveitingar væru á Íslandi það ætti að ráða fólk á faglegum grundvelli. Ég man að Bjarni sagði það þarf að þvo þessi óþrif af þjóðinni.
Nú er öldin önnur og líðin tæp 40 ár. Þessa dagana og um áramótin voru ráðherrar iðnir við póitískar mannaráðningar. Árni Mathiesen féll á prófinu þegar hann skipaði Þorstein Davíðsson
Nú fellur Össur Skarphéðinsson á prófinu. Hann og flokksmenn hans eru raunar þekktir fyrir að misnota vald í þessum tilgangi þegar þeim hentar og þeir hafa tækifæri til.
Mér finnst ansi langt í að draumsýn farsælasta og framsýnasta stjórnmálaleiðtoga okkar á 20. öldinni Bjarna Benediktssonar rætist en að því verða allir réttsýnir menn að vinna. Við verðum að gera þær kröfur til stjórnvalda að þau afgreiði málin faglega en rugli ekki í biðröðinni eftir flokkslínum eða frændgarði.
7.1.2008 | 18:22
Bragð er að þá Kratar finna.
Einn helsti eðalkrati þjóðarinnar Björgvin Guðmundsson fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins hefur verið iðinn við að kveða sér hljóðs og skrifað m.a. fjölda greina í dagblöð. í Morgunblaðinu 2. janúar birtist grein eftir Björgvin undir heitinu "Aðgerðarlítil ríkisstjórn". Þar spyr þessi fyrrum forustumaður Alþýðuflokksins hvort Samfylkingin hafi sett svip sinn á ríkisstjórnina? Hefur þess orðið vart að jafnaðarmenn eigi sæti í ríkisstjórn Íslands? og hann svarar: "Þess hefur lítt orðið vart".
Björgvin bendir á að ekki sé talað um kvótakerfið síðan talar hann um nauðusyn þess að afnema skerðingar tryggingarbóta, hækka skattleysismörkin og hækka lífeyri aldraðra.
Það er rétt hjá Björgvin Guðmunssyni að ríkisstjórnin hefur verið aðgerðarlítil og hann bendir réttilega á brýn þjóðfélagsmál sem frjálslynd umbótastjórn mundi taka á þegar í stað.
Það vill hins vegar þannig til að öll þau mál sem að Björgvin Guðmundsson ber svo mjög fyrir brjósti og bendir á í grein sinni eru þjóðfélagsmál sem Frjálslyndi flokkurinn hefur mótað tillögur um og flutti frumvörp á Alþingi við þingbyrjun í haust varðandi þau mál sem Björgvin nefnir sérstaklega. Er ekki ljóst að Börgvin Guðmundsson og þeir sem hafa svipaðar skoðanir og hann eiga því mun frekar samleið með Frjálslynda flokknum en Samfylkingunni?
6.1.2008 | 17:13
Samfylkingin hækja Íhalddsins?
Flokksformenn fara misjafnlega að þegar þeir tjá sig um flokka sína. Þannig talar formaður Samfylkingarinnar um það í Morgunblaðinu 31. desember s.l. að Samfylkingin sé orðin burðarstoð í íslenskum stjórnmálum. Það vakti athygli mína að formaðurinn sagði ekki að Samfylkingin væri burðarás heldur burðarstoð. Samkvæmt mínum málskilningi er þarna reginmunur á. Stoð er notuð til að styðja við eitthvað og mér kom þá í hug hvort að enn ein sönnun kenninga Sigmund Freud sálkönnuðar hefði komið fram með því hverngi Ingibjörg Sólrún hagar ummælum sínum um Samfylkinguna. Spurning er hvort henni finnist sjálfri að Samfylkingi gegni því meginhlutverki í ríkisstjórninni að vera hækja fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Þessi orð sem formaður Samfylkingarinnar notar eru einkar athygliverð þegar það er skoðað að formaður Sjálfstæðisflokksins forsætisráðherra segir í sama blaði að ekki hafi verið erfitt að mynda ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og munurinn ekki reynst mikill þrátt fyrir það sem sagt var í kosningarbaráttunni. Ber að skilja þau ummæli þannig í samhengi við áður tilvitnuð orð formanns Samfylkingarinar að í raun hafi Samfylkingin ekki sett nein fyrirfarandi skilyrði fyirr samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn því svo mikið hafi þeim legið á að verða hækja íhaldsins.
5.1.2008 | 20:04
Stjórnmálafundur á Kanaríeyjum.
Framsóknarflokkurinn var með stjórnmálafund á svonefndum Klörubar á Kanaríeyjum í dag. Þar var frummælandi Bjarni Harðarson alþingismaður en einnig var á fundinum Halldór Ásgrímsson sem eit sinn var í forustu fyrir Framsóknarflokkinn og lét til sín taka á fundinum.
Þrátt fyrir að ég væri boðflenna á fundinum var mér boðið að taka til máls sem ég gerði að sjálfsögðu en umræður voru fjörugar á fundinum þrátt fyrir að úti fyrir væri 30 stiga hiti og glampandi sól.
Þetta var skemmtileg uppákoma af hálfu þeirra Framsóknarmanna. Ljóst var að ég var ekki eina boðflennan á fundinn. Greinilegt var að það voru þarna allra flokka fólk en á þaðs skorti samt að stjórnarsinnar létu til sín taka á fundinum. Ef til vill fer þeim svna mikið fækkandi?
4.1.2008 | 10:04
Glæsilegur sigur Obama.
Yfirburðasigur Obama í forkosningum Demókrata í Iowa kemur nokkuð á þægilega á óvart. Skoðanakannanir rétt fyrir kosningarnar sýndu að mjótt yrði á mununum milli Hillary Clinton, John Edwards og Barack Obama. Niðurstaðan var hins vegar yfirburðasigur Obama.
Það er athyglivert að Hillary Clinton skuli vera í þriðja sæti í forkosningunum þrátt fyrir alla þá peninga og skipulag sem að kosningabarátta hennar hefur. Hennar tími gæti þó koimð þó úrslitin í Iowa bendi til að svo muni ekki verða.
Iowa er miðvesturríki í Bandaríkjunum sem byggt er að stærstum hluta hvítu fólki. Það hefur greinilega ekki fordóma gagnvart Obama eins og úrslitin sýna. Obama hefur fengið mikinn vind í seglinn með þessum úrslitum.
Fyrir Bandaríkin þá er spurningin hvaða forseti er líklegur til að bæta þann skaða sem George W. Bush jr. hefur valdið. Ég get ekki séð að fulltrúi gömlu viðhorfanna Hillary Clinton geti gert það í röðum Demókrata finnst mér það helst vera Obama og í röðum Repúblíkna John McCain sem hefur fordæmt pyntingar á föngum og verið frjálslynda skynsemisröddin innan Repúblikanaflokksins á tímum þeirra hremminga sem George W. Bush jr. hefur fært yfir flokkinn og Bandaríikin
![]() |
Huckabee og Obama sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar og hækkar með þeim afleiðingum að verð á bensíni og olíum til neytenda á Íslandi hækkar og hækkar. Sverasti olíufurstinn á Íslandi er ríkissjóður sem tekur stóran hluta af verði á bensíni og olíum í ríkissjóð. Þeim mun meira sem olía hækkar í verði þeim mun hærri verða álögur ríkisins af því að þær reiknast hlutfallslega af útsöluverði.
Hækkun á olíum og bensíni á síðasta ári var 25% sú hækkun hækkar vísitölu nesysluverðs til verðtryggingar. Þar með hækka vísitölubundin lán. Ríkissjóður getur verið fullsæmdur af því að taka þá krónutölu af olíum og bensíni sem hann tók áður en heimsmarkaðsverð á olíu fór að hækka. Með því að halda óbreyttum hlutfallslegum álögum á bensín og olíur er ríkissjóður í raun að hækka skatta og hækka skuldir fólksins í landinu.
Með því að gera ekkert til að draga úr skattheimtu og vinna gegn verðbólgu leggur ríkisstjórnin grunn að því að erfiðleikar verði meiri í efnahagskerfinu en þeir þurfa að vera. Hvaða tilgangi þjónar það eiginlega hjá ríkisstjórninni að stuðla að þessum ofurhækkunum á nauðsynjavöru eins og bensíni og olíum. Markaðshyggjuríkisstjórn mundi ekki haga sér með þessum hætti. Frjálslynd umbótastjórn mundi þegar í stað draga úr álögum sínum til að tryggja hagsmuni borgaranna og koma í veg fyrir að ríkissjóður taki stöðugt hærra hlutfall til sín af þjóðarframleiðsslunni.
Það er ekki hægt að vinna gegn verðbólgu á Íslandi af nokkru viti með stýrivaxtahækkunum eingöngu. Mun mikilvægara í því sambandi er aðhaldssöm stefna ríkisstjórnar í ríkisfjámálum. Því miður þá ætlar ríkisstjórnin að fara þveröfuga leið. Það er alvarlegt mál og ógnar stöðugleika í þjóðfélaginu og lífskjörum almennings.
![]() |
Eldsneytisverð hefur hækkað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
2.1.2008 | 18:11
Spennandi forkosningar í Bandaríkjunum.
Forkosningar í Iowa í Bandaríkjunum á morgun eru afar spennandi sérsstaklega hjá Demókrötum. Allar líkur eru á því að Demókrati verði næsti forseti Bandaríkjanna. Barack Obama er tvímælalaust mest spennandi af frambjóðendum Demókrata. Framtíðarsýn Barack Obama er athygliverð en Hillary Clinton finnst mér vera dæmigerður frambjóðandi gamla tímans. Ég vona að Barack Obama vinni góðan sigur í forkosningunum í Iowa.
Frambjóðendur Repúblikana eru ekki spennandi þó með þeirri undantekningu að John McCain Öldungadeilarþingmaður frá Nevada er merkilegur stjórnmálamaður og byggir líka á framtíðarsýn vonar eins og Barack Obama. Ég vona að þeir John Mc Cain og Barack Obama verði frambjóðendur stóru flokkana. Þá er líklegt að við fáum þolanlegan forseta í Bandaríkjunum og er virkilega mál til komið.
1.1.2008 | 20:04
Gleðilegt ár 2008
Ég óska landsmönnum öllum gleðilegs ár og þakka það liðna.
Árið 2007 var gott að flestu leyti. Velmegun og næg atvinna héldust allt árið. Vonandi verður nýja árið ekki síðra en það sem nú er nýliðið. Það eru að vísu ýmsar blikur á lofti. Minnkandi veiði vegna kvótaskerðingar og hætt er við að helsti vaxtabroddurinn í íslensku atvinnulífi, fjármálastarfsemin, muni ekki skiila jafn mikilli aukningu á nýja árinu og undanfarin ár.
Þrátt fyrir að óveðursský séu á fjármálahimninum í Bandaríkjunum og Bretlandi þá þarf það ekki að koma alvarlega við okkur ef ríkisstjórnin verður vakandi og bregst við fyrirfram en ekki eftir á.
En það á eftir að koma í ljós. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka þeim fjölmörgu sem hafa notað sér bloggsíðuna mína og þeim sem hafa sent málefnalegar athugasemdir þó þeir séu ekki sammála því sem skrifað er. Ég vonast til að á bloggsíðunni geti verið lifandi umræða á nýja árinu
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 676
- Sl. sólarhring: 697
- Sl. viku: 2163
- Frá upphafi: 2504810
Annað
- Innlit í dag: 644
- Innlit sl. viku: 2035
- Gestir í dag: 617
- IP-tölur í dag: 605
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson