Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
31.10.2008 | 13:35
Stýrivextirnir lama atvinnulífið og eyðileggja fjárhag fólksins.
Daginn eftir að Seðlabanki Íslands tilkynnti ákvörðun sína að hækka stýrivexti í 18% með blessun ríkisstjórnarinnar, ákvað Seðlabanki Bandaríkjanna að lækka stýrivexti sína í 1%. Seðlabanki Bandaríkjanna gaf þá skýringu að þessi vaxtalækkun væri nauðsynlegt til að örva framleiðslu og atvinnuskapandi starfsemi.
Með því að færa stýrivexti í 18% er gerð fálm- og krampakennd tilraun til að styrkja stöðu krónunnar. Enn á að leggja á þau mið að hafa stýrivexti í ofurhæðum til þess að geta pumpað upp krónuna. Stýrivaxtarugl Seðlabankans er þó sennilega einn stærtst orsakavaldur þess efnahagsöngveitis sem við erum lent í. Annar orsakavaldur er skortur á erlendum gjaldeyri sem Seðlabankinn ber líka ábyrgð á og hugsaði ekki fyrir því í tíma að taka lán til að komist yrði hjá gjaldeyriskreppu.
Vandinn nú er að tryggja atvinnu fólksins og hjól atvinnulífsins snúist. Með því að hækka stýrivextina í 18% þegar nauðsyn bar til að lækka þá niður í 5% eða enn lægra, var hrundið af stað hópuppsögnum um allt land. Nú ber ríkisstjórn og Seðlabanki alfarið ábyrgð á því að leggja enn upp í þessa ábyrgðaralusu vegferð til þess eins að reyna að láta krónuna hjarna við óháð því hvað líður atvinnu fólksins, framleiðslunni í landinu og skuldastöðu fólks og fyrirtækja. Þetta er ábyrgðarleysi.
Nú skulda heimilin í landinu rúma 75 milljarða í yfirdráttarlánum. Algengir yfirdráttarvextir eru um 20% en ætla má að þeir hækki í 26%. Það þýðir að heimilin í landinu munu því greiða um 4.5 milljarða meira í vexti en ella væri vegna stýrivaxtahækkunarinnar bara af yfirdráttarlánunum.
Þjóðin hefur ekki efni á svona viltausri hagstjórn.
29.10.2008 | 21:55
Peningarmarkaðssjóðir. Örugg sparnaðarleið?
Bankarnir auglýstu peningamarkaðssjóðina sem örugga sparnaðarleið. Þeir sem vildu ekki spila á hlutabréfamarkaðnum gátu lagt peninga í peningamarkaðssjóði og búið við það öryggi sem fólk almennt telur sig búa við þegar það leggur peningana sína á innlánsreikninga bankanna.
Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hafa lýst því yfir að allir sem eiga innlánasreikninga í þjóðnýttu bönkunum fái inneign sína að fullu. Hvaða rök eru þá fyrir því að láta annað gilda um peningamarkaðssjóðina.
Miðað við það með hvaða hætti peningarmarkaðssjóðirnir voru markaðssettir þá er ekkert sem réttlætir það að fara að með öðrum hætti hvað þá varðar en aðra innlánsreikninga.
Fundað með hagsmunaaðilum vegna taps í peningamarkaðssjóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 23:45
Eindregin niðurstaða.
Kemur sú niðurstaða að 90% aðspurðra vilji Davíð burt úr embætti Seðlabankastjóra á óvart?
En skyldi Geir H. Haarde átta sig á að hann er formaður Sjálfstæðisflokksins en ekki Davíð?
Sé svo liggur þá ekki beint við hvað Geir á að gera?
10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2008 | 21:54
Ísland á mesta samleið með Norðurlöndunum.
Vonandi átta ráðamenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sig á því sem fyrst að Norðurlöndin eru þau lönd sem okkur eru skyldust og við eigum mesta samleið með.
Nú skiptir máli að fá úr því skorið hvort að Norðurlöndin vilja rétta okkur hjálparhönd þegar við þurfum virkilega á að halda. Mestu skiptir að byggja pólitískt og efnahagslegt samstarf við Noreg sem við eigum helst samleið með sem Efta og EES þjóð.
Íslenskum stjórnvöldum mátti vera ljóst að fljótandi gjaldmiðill minnsta myntkerfis í heimi, íslenska krónan gæti aldrei haft stöðugleika í för með sér. Síðan þegar krónan var orðinn að lottógjaldmiðli fjárglæfrafyrirtækja þá hefði augun heldur betur átt að opnast fyrir því að nauðsynlegt væri að haga gjaldmiðilsmálum okkar með öðrum hætti.
Nú er spurning hvort að við getum náð samstarfi við Noreg um að tengjast norsku krónunni. Það er miklu nærtækara en að tengjast Evru án þess að ganga í Evópusambandið. Við eigum sem fyrst að láta reyna á það hvað þétt samstarf getur orðið milli okkar og Norðmanna. Báðar þjóðir hafa ákveðið að standa utan Evrópusambandsins og báðar eiga mikilvæga sameiginlega hagsmuni þegar kemur að flestum samningum við Evrópusambandið. Það skiptir því máli að við myndum sem sterkust tengsl við Noreg. Sér í lagi nú þegar það hefur loksins runnið af þjóðinni og hún áttar sig á því að það skiptir máli að eiga alvöru vini.
Norðurlandaráðsfundurinn nú og fundir ráðherra Norðurlandaþjóðanna hafa aldrei skipt eins miklu fyrir hagsmuni Íslands og nú.
Ráðherrar funda um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 21:38
Rétt ákvörðun Obama
Barack Obama gerði rétt í því að gera hlé á kosningabaráttu sinni fyrir að verða forseti Bandaríkjanna og heimsækja ömmu sína á sjúkrabeð. Amma hans ól hann upp að verulegu leyti og hann bjó metan hluta barnæsku sinnar og unglingsár hjá afa sínum og ömmu. Þegar upp er staðið þá er það ekki hið ytra sem skiptir máli heldur litli heimur hvers og eins, fjölskylda, ættingjar og vinir.
Nokkru áður en Obama flaug til Hawai til að heimsækja ömmu sína réðist hann á skattatillögur andstæðings síns John Mc Cain sem boðar m.a. frekari skattalækkanir í fyrirtæki. Talsmenn Repúblikanaflokksins og sumir talsmenn Sjálfstæðisflokksins hér hafa haldið því fram að með því að lækka skatta á fyrirtæki þá muni skatttekjurnar aukast. Máli sínu til stuðnings hafa þessir aðilar bent á auknar skatttekjur undanfarin ár af fyrirtækjum þrátt fyrir að skattar á þau hafi verið lækkaðir. Hætt er við nú þegar efnahagsbólan er sprungin að minni skatttekjur verði af fyrirtækjunum en nokkru sínni fyrr þannig að kenningin gekk ekki upp nem í útblásnu gervigóðæri.
En meðal annarra orða. Hverjir eru það svo sem borga ofurskattana til að standa undir óreiðunni? Það er venjulegt launafólk í landinu. Ekki pabbírsbarónar, kvótagreifar eða útrásarfurstar.
Talsmenn eftirlitslausu Frjálshyggjunar töluðu gegn þjóðfélagslegri ábyrgð fyrirtækja, töluðu gegn siðlegu aðhaldi að gróðaöflunum og töluðu fyrir því að skattbyrðinni yrði misskipt þannig að launþegar bæru meginhluta skattbyrðarinnar. Það var einu sinni sagt að það versta við rónana væri það að þeir kæmu óorði á brennivínið. Það sama á við með talsmenn eftirlitslausu Frjálshyggjunar er að þeir og lærisveinar þeirra í hópi fyrirtækjarekenda koma óorði á markaðshagkerfið.
Obama heimsækir Hawaii | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2008 | 16:52
Er aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eina færa leiðin?
Nú þegar ríkisstjórnin hefur formlega óskað eftir aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá er það í raun viðurkenning á skipbroti stjórnarstefnunnar í efnahagsmálum.
Þegar efnahagsfárviðrið brast á í byrjun október hafði ríkisstjórnin greinilega ekki mótaða aðgerðaráætlun um hvað bæri að gera og hvað ætti að gera. Eftir setningu neyðarlaganna átti að vera ljóst að þegar í stað yrði að leita eftir samstarfi og aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því miður leið of langur tími þangað til ríkisstjórnin gat komið sér saman um þá einu leið sem fær var.
Fátið og fumið þann tíma sem liðin er frá setningu neyðarlaganna svokölluðu er með nokkrum ólíkindum. Þau vinnubrögð benda sennilega til óeiningar í ríkisstjórninni. Mér finnst ólíklegt að Geir Haarde hafi ekki áttað sig á því þegar í stað að þetta var eina færa leiðin úr því sem komið var eftir setningu neyðarlaganna.
Nú er spurning hvaða stefnu ríkisstjórnin markar til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telji fært að koma að aðstoð við okkur. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð í meginatriðum þó að stjórnarandstaðan hafi formlega ekki fengið það í hendur hvað ríkisstjórnin ætlar sér nákvæmlega að gera.
Leggja verður höfuðáherslu á stöðugleika, eðlileg gjaldeyrisviðskipti, alvöru gjaldmiðil, lága vexti til að tryggja að hjól atvinnulífsins geti snúist og komið verði í veg fyrir fjöldagjaldþrot og gríðarlegt atvinnuleysi. Þá verður að hugsa um hagsmuni venjulegs fólks og afnema verðtryggingu lána en binda verðtryggðu lánin við gjaldmiðilinn sem verður þá að vera tryggur verðmælir í öllum viðskiptum.
Aðgerðir verða jafnt bæði fyrir fólk og fyrirtæki. Annars ganga efnahagsráðstafanir aldrei upp til langframa.
Óska formlega eftir aðstoð IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.10.2008 | 10:47
Þessi spá er varla marktæk.
Spá Hagdeildar ASÍ er að sjálfsögðu byggð á bestu gögnum sem fyrir hendi eru. Hagdeildina vantar hins vegar mikilvæg atriði og upplýsingar til að geta spáð með nokkri vissu um framvindu mála. Eins og er þá er óvissan um framvinduna gríðarleg og nú þegar 17 dagar eru liðnir frá því að Alþingi setti neyðarlögin svonefndu þá liggja marktækar upplýsingar um stöðu bankanna og skuldir þeirra innanlands og utan ekki fyrir. Ekki liggur fyrir hvaða skuldir þjóðin verður að taka á sig og hvaða skuldir borgast ekki. Það skiptir miklu varðandi áframhaldandi vinnu við að koma efnahagslífinu á kjöl að upplýsingar liggi fyrir um stöðuna.
Það er ekki nógu gott að ríkisstjórnin skuli ekki hafa það sem forgangsverkefni að upplýsa þjóðina um raunverulegt umfang vandans.
Vonandi gengur hagspá ASÍ ekki eftir þannig að verðbólga verði minni. En hún gæti því miður orðið miklu meiri.
Spá yfir 20% verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 12:48
Þotuferðir og lúxussnekkjur.
Fjölmiðlar í Bretlandi hafa vakið athygli á því að viðskiptaráðherra Breta þáði boð um rússnesks ólígarka um dvöl í lúxussnekkju hans. Fleiri stjórnmálamenn í Bretlandi dragast inn í málið m.a. forkólfar úr breska íhaldsflokknum. Þá liggur fyrir að ólígarkinn hefur lagt fram gríðarlega fjármuni í kosningasjóði.
Hvernig væri að íslenskir fjölmiðlar öfluðu upplýsinga um það hverjir úr hópi íslenskra stjórnmálamanna og frétta- og blaðamanna ásamt öðrum máttarstólpum þjóðfélagsins hafa á undanförnum árum verið í tíðum boðsferðum í lystisnekkjum íslenskra auðmanna. Einnig hverjir það eru sem hafa þegið utanlandsferðir og dýr boð frá íslenskum auðmönnum undanfarin ár. Síðast en ekki síst að afla upplýsinga um það til hvaða stjórnmálaflokka þessir menn hafa greitt undanfarin ár.
Hvaða fjölmiðlar íslenskir skyldu nú leggja í þá vinnu að afla þessara nauðsynlegu upplýsinga sem þjóðin á rétt á að fá að kynna sér? Gæti það verið að Morgunblaðið og Fréttablaðið séu í þeim tengslum við eigendur sína að þessir fjölmiðlar sinni ekki brýnu rannsóknarhlutverki sínu?
Hvað þá með ríkisfjölmiðilinn? Fréttamenn á RÚV hafa stundum átt góða spretti. Hvernig væri nú að þeir sýndu þjóðinni hvað í þeim býr og flettu ofan af því hvaða stjórnmálamenn og fréttamenn hafa verið tíðir boðsgestir í lúxusferðirnar sem boðnar voru af útrásarvíkingum og bönkum landsins.
Fólkið í landinu á rétt á að fá þessar upplýsingar. Hverjir fóru í boðsferðirnar? Hverjum var boðið?
Var einhverjum stjórnmálamanni boðið sem fór ekki?
Fjölmiðlafár í Bretlandi út af snekkjudvöl stjórnmálamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.10.2008 | 09:16
Áhættusæknir auðmenn.
Sumir blaðamenn Fréttablaðsins virðast ekki gera sér grein fyrir því að þeirra hlutverk er að greina hlutlægt frá fréttum, mönnum og málefnum. Þá virðast sumir blaðamenn þessa blaðs ekki átta sig á því að atvinna þeirra byggist á því að áhættusækinn auðmaður tók blaðið að sér og ákvað að halda áfram útgáfu þess þegar annar áhættusækinn auðmaður hafði ekki náð að gera blaðið arðbært og varð að selja það.
Í Fréttablaðinu í dag er reynt að gera grín að athugasemdum mínum við orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þegar hún talaði um að senda áhættusækna fjármálamenn úr landi. Staðreyndin var sú að ég benti á í umræddri grein að áhættusækni væri undirstaða þess að nýir hlutir gerðust í markaðssamfélagi. Fréttablaðið væri t.d. ekki til ef ekki hefði verið áhættusækinn fjárfestir sem stofnaði blaðið. Skrýtið hvað sumir blaðamenn eru rofnir úr tengslum við söguna þegar þeir vilja koma höggi á einhvern.
Undarlegt að blaðamenn Fréttablaðsins skyldu ekki taka ofangreind ummæli Ingibjargar Sólrúnar og velta upp spurningunni um hvað hún var að segja um útrásina og útrásarvíkinganna á fundum í Danmörku, Englandi og víðar. Þá er nokkuð sérstakt að Fréttablaðið hefur ekkert fjallað um tengsl Ingibjargar Sólrúnar og Samfylkingarinnar við suma af þeim áhættusæknu auðmönnum sem hún gagnrýnir þegar fjarar undan þeim. Það væri vel við hæfi að Fréttablaðið hefði smá sómakennd og færi með nákvæmum hætti í gegn um þann kafla í stjórmálalífi Samfylkingarinnar.
Af hverju fjallar Fréttablaðið ekki um það hverjir fóru í þotuferðirnar með auðmönnum Íslands síðustu árin. Voru þar ef til vill of margir stjórnmálamenn úr Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki, blaðamenn og fréttamenn til þess að slíkar fréttir yrðu taldar það sem engilsaxar tala um sem "political correct" eða stjórnmálalega rétt.
En aftur að tilefninu. Ég held því fram að áhættusæknir einstaklingar séu oft undirstaða framfara í markaðsþjóðfélagi. Sagan segir okkur það. Einstaklingar og þjóðfélög sem taka aldrei áhættu ná aldrei árangri. Velferðarsamfélög vesturlanda byggist á þeirri auðsæld sem áhættusæknir einstaklingar færðu þjóðfélögunum. Þjóðfélög skipulagshyggjunar hafa aldrei getað fært þjóðum sínum sambærilega velsæld. Þess vegna skiptir máli að til séu áhættusæknir fjárfestar og framkvæmdamenn. Þeir eiga hins vegar ekki að ráða ferðinni og þeir eiga að taka áhættu á eigin reikning en ekki annarra, það er grundvöllur markaðssamfélagsins.
Það er annars merkilegt að blaðamenn Fréttablaðsins skuli ekki sjá ástæðu til að birta úr greinum sem ég hef skrifað undanfarin t.d. 5 ár þar sem ég vara við peningamálastefnunni, viðskiptahallanum, verðtryggingunni, lækkun og afnámi bindisskyldu Seðlabanka Íslands, fljótandi gengi o.s.frv. sem voru allt orð sem voru í tíma töluð og við stæðum ekki frammi fyrir þeim þrengingum sem við gerum í dag hefði verið farið að þeim sjónarmiðum og markmiðum sem ég hef haldið fram undanfarin ár. Það er sannleikurinn í málinu. En Fréttablaðið hefur ekki sóst eftir því að leiðrétta mistök sín eða hafa það sem sannara reynist. Það er vegna þess að Fréttablaðið er ekki hlutlægur fréttamiðill.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.10.2008 | 17:09
Gott mál.
Ráðningarsamingur við Friðrik framlengdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 19
- Sl. sólarhring: 430
- Sl. viku: 4235
- Frá upphafi: 2449933
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 3946
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson