Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
29.11.2008 | 17:18
Rödd skynseminnar í Sjálfstæðisflokknum.
Athyglivert að loksins skuli vera farið að rofa til í heilabúi nokkurra forustumanna Sjálfstæðisflokksins varðandi Ísland og Evrópusambandið. Friðrik Sóphusson hefur oft verið helsta rödd skynseminnar innan Sjálfstæðisflokksins og er það greinilega ennþá
Friðrik Sóphusson fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins í meir en áratug segir það skyldu Sjálfstæðisflokksins að greiða fyrir því að fólk geti kosið á milli tveggja kosta í Evrópumálum og flokkurinn verði að fallast á að aðildarviðræður fari fram.
Ég tel nokkuð ljóst að fyrst Friðrik Sóphusson velur það að gefa þessa yfirlýsingu núna þá sé sterk hreyfing í Sjálfstæðisflokknum fyrir því að farið verði í aðildarviðræður. Það verður spennandi að sjá hvort sú verður niðurstaðan að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki það á Landsfundi sínum í janúar að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusambandið.
Satt að segja hef ég aldrei skilið hvað getur verið hættulegt við að fara í aðildarviðræður. Spurning er alltaf í milliríkjaviðskiptum hvað er í boði með hvaða kostum og ókostum. Það er ekki hægt að taka upplýsta afstöðu fyrr en það liggur fyrir.
Mikið er ég ánægður með að minn gamli vinur og baráttubróðir Friðrik Sóphusson skuli hafa komið auga á þessi sannindi.
En skyldi Davíð vita af þessu?
Þjóðin fái að kjósa um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.11.2008 | 15:28
Afturhvarf til fortíðar.
Í nótt voru samþykkt lög á Alþingi sem kveða á um víðtæk gjaldeyrishöft. Það er afturhvarf um 50 ár aftur í tímann.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sagði í málefnasamningi sínum að hún væri frjálslynd umbótastjórn. Hvílíkt öfugmæli. Ríkisstjórnin er hafta og skömmtunarstjórn.
Verst er þó að verða þess betur og betur áskynja að ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn. Engin framtíðarstefna eða skammtímastefna er mótuð. Það er látið nægja að stjórna frá degi til dags.
Nú þegar genginu er handstýrt þá má lækka stýrivexti niður undir 0. Það er það sem fólk og fyrirtæki þurfa á að halda. Síðan verður að 0 stilla verðbótavísitöluna og gefa upp á nýtt án verðtryggingar. Fólk og fyrirtæki verða að búa við svipuð kjör á lánamarkaði og gerist annars staðar í okkar heimshluta.
26.11.2008 | 10:45
Verðbólgan étur upp eignir fólksins í landinu.
Verðbólgumarkmið Seðlabankans eru að verðbólga sé innan við 2.5% á ári. Til þess að ná því takmarki hækkaði Seðlabankinn stýrivexti aftur og aftur og setti Evrópumet í háum stýrivöxtum. Afleiðingarnar voru bullgengi á krónunni, sem orsakaði miklar lántökur í erlendum gjaldmiðlum sem varð þess síðan valdandi að þenslan fór úr böndunum með þeim afleiðingum að verðbólga jókst og allt fór að lokum úr böndunum vegna þess að innistæður í krónum voru aldrei til staðar fyrir því sem tekið var að láni meðan Seðlabankinn hagaði málum þannig að erlendur gjaldmiðill væri á útsölu.
Afleiðingarnar af rangri efnahagsstefnu Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar hafa verið að koma í ljós ein af annarri. Óðaverðbólga nú 17.1%, hrun á gengi íslensku krónunnar, lækkun fasteignaverðs á meðan verðtryggðu lánin hækka og hækka.
Þessi efnahagsóstjórn sem Seðlabankinn ber höfuðábyrgð á ásamt ríkisstjórninni étur upp eignir fólksins í landinu og ógnar stöðugleika og afkomugrundvelli fyrritækja.
Svona verðbólga þýðir það að maður sem tekur 10 milljón króna lán verðtryggt til 40 ára með núgildandi vöxtum á verðtryggðum lánum mundi þurfa að borga rúman milljarð til baka vegna 10 milljón króna lánsins á lánstímanum. Verðtryggingin er óréttlát og hún rænir eignum fólks.
Verkalýðsforustan og ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu með því að ætla að viðhalda verðtryggingunni.
Við verðum að fá alvöru gjaldmiðil strax og afnema verðtrygginguna.
Við getum ekki búið fólkinu í landinu allt önnur og verri lánakjör en gerist annars staðar í okkar heimshluta.
Verðtryggingarfurstarnir verða að víkja. Hagsmunir fólksins í landinu krefjast þess
Verðbólgan nú 17,1% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
25.11.2008 | 10:01
Nýir tímar. Gamlar hugmyndir.
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar athygliverða grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann dustar rykið af gömlum hugmyndum um breytingar á stjórnskipun landsins. Flestum sem hafa þekkingu á íslenska stjórnkerfinu er ljóst að nauðsyn er á breytingum.
Í greininni bendir Jón Baldvin á að forsetaembættið sé pjattrófuembætti eins og hann kýs að kalla það, sem þjóni engum tilgangi. Velt er upp þeirri hugmynd að forseti verði kosinn beint og myndi ríkisstjórn í lílkingu við það sem er í Frakklandi og Bandaríkjunum. Þá fjallar Jón Baldvin um Alþingi og hugsanlegar breytingar á hlutverki þess.
Mikilvægt er að skilja betur á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Ég er meðflutningsmaður á frumvarpi Siv Friðleifsdóttur til breytinga á stjórnarskránni þess efnis að verði þingmaður ráðherra þá segi hann af sér sem þingmaður. Það mundi tryggja betur skil milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Mun betra væri að fara þá leið að skilja alveg á milli þannig að forseti væri í leið forsætisráðherra eins og í Bandaríkjunum og Frakklandi.
Alþingi er í dag afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn. Stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar á þingi eru 44 en stjórnarandstæðingar eru einungis 19. Við slíkar aðstæður kemur ósjálfstæði þingsins vel í ljós. Ítrekað eru lögð stjórnarfrumvörp fyrir þingið sem eru afgreidd samdægurs án nauðsynlegrar þinglegrar skoðunar. Stjórnarþingmennirnir greiða samviskusamlega atkvæði þó manni sé nær að halda að sumir þeirra hafi jafnvel ekki lesið yfir frumvörpin sem þeir eru að samþykkja.
Nú eru þeir tímar að full ástæða er til að taka fram gamlar góðar hugmyndir eins og þær sem Jón Baldvin rifjar upp í grein sinni og Vilmundur Gylfason heitinn setti fram fyrir margt löngu.
Það er nauðsynlegt að breyta kosningakerfinu og taka upp persónukjör t.d. með sama hætti og Írar gera það eða þá með frönsku aðferðinni þar sem frambjóðandi verður að fá meirihluta atkvæða annars er kosið milli þeirra sem flest atkvæði fengu í annarri umferð eða þá þýska kerfið þar sem helmingur þingmanna er kosinn persónukjöri en helmingur með svipuðum hætti og kosið er til Alþingis nú.
Alla vega verður að brjóta upp það stjórnkerfi sem við búum við í dag og skilja í raun á milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Alþingi veldur ekki hlutverki sínu og nýtur ekki virðingar og á ekki að njóta virðingar meðan alþingismenn bera ekki meiri virðingu fyrri sjálfum sér en kokgleypa allt sem frá ríkisstjórn kemur en hafa takmarkað frumkvæði að öðru leyti.
23.11.2008 | 19:47
Fjölmiðlar í hafti?
Gömlu flokksblöðin höfðu þann kost að lesendur þeirra gátu áttað sig á hvaða hagsmuni blaðið hafði og hvaða fréttum væri varlegt að treysta. Síðar þegar flokksfjölmiðlarnir gáfust upp og í stað þeirra komu svonefndir "frjálsir fjölmiðlar" áttaði fólk sig síður á þeim hagsmunatengslum sem girtu stundum fyrir eðlilega umfjöllun.
Í Morgunblaðinu í dag, sem kemur út seinni part laugardags er úttekt Agnesar Bragadóttur á vægast sagt vafasömum og óeðlilegum lánveitingum Glitnis banka til fyrirtækja tengdum bankanum. Svo bregður við að þrátt fyrir að sumir eigi erfitt með að fá greinar sínar birtar þá njóta eigendur annars hagræðis. Í Fréttablaðinu í morgun birtist svar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar við umfjöllun Agnesar við hlið leiðara blaðsins. Snögg viðbrögð það.
Annars er þetta svar Jóns Ásgeirs og umfjöllun hans í fréttum merkilegt fyrir það að þeim atriðum sem Agnes veltir upp er ekki svarað til hlítar og eftir situr óneitanlega rökstuddur grunur um verulega misnotkun eigenda bankans og félaga þeim tengdum svo og æðstu stjórnenda bankans á gamla Glitni. Það mál verður að rannsaka til hlítar þegar í stað. Hér er um svo grafalvarlegt mál að ræða. Sé það rétt sem Jón Ásgeir vill halda fram að grein Agnesar Bragadóttir sé í helstu efnisatriðum röng, þá hlítur hann og Hannes Smárason að hafa af því verulega hagsmuni að hið sanna verði leitt í ljós.
Annars á Agnes sögu sem áreiðanlegur innanbúðarmaður í bankakerfinu frá þeim tíma að Sverrir Hermannsson var bankastjóri í Landsbankanum og Agnes gerði ákveðna úttekt á stöðu ákveðins viðskiptavinar þar. Miðað við reynslu af úttektum Agnesar þá og síðar þá verður þeim ekki vippað út af borðinu með orðagjálfri einu.
Þessir atburðir vekja óneitanlega upp þá spurningu hvort það sé samræmanlegt lýðræðislegri umfjöllun um mikilvægustu mál samtímans að Jón Ásgeir Jóhannesson og aðilar honum tengdir eigi alla aðra fjölmiðla en ríkisfjölmiðlana að Útvarpi Sögu einni undanskilinni.
Um nokrra hríð hefur verið ljóst að mönnum, flokkum og málefnum hefur verið mismunað og hinir svonefndu frjálsu fjölmiðlar hafa iðulega útilokað þá sem hafa ekki verið þóknanlegir hagsmunum eigendanna.
Þannig höfum við í Frjálslynda flokknum iðulega mátt finna fyrir því hvað útgerðarhagsmunirnir vega þungt hjá fjölmiðlunum. Kvótagreifarnir og bankaveldið sem byggði skýjaborgirnar á kvótakerfinu hafa reynt að útiloka andstæðinga kvótakerfisins sem mest frá almennri stjórnmálaumræðu. Þá staðreynd höfum við mátt kynnast.
Björn: Fjölmiðlar marklausir við núverandi aðstæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2008 | 09:14
Tími til breytinga?
Taka má undir það með Jóni Gunnarssyni að það er afar óheppilegt að ráðherrar skuli gefa yfirlýsingar eins og þær sem Björgvin G. Sigurðsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir gáfu í gær meðan stjórnarandstaðan og nokkrir stjórnarþingmenn ræddu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um heimild til lántöku frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Eðlilegra hefði verið að ráðherrarnir hefðu tekið þátt í umræðum á Alþingi og fjallað þar um framtíðaráform ríkisstjórnarinnar. Það gerðu þeir ekki og sáust ekki nema annar við lítinn hluta umræðunnar.
Fram kom í umræðunni á Alþingi í gær að verulegir brestir eru í stjórnarliðinu. Með það í huga og þá yfirlýsingu sem þessir ráðherrar Samfylkingarinnar gáfu í gær þá er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort forsenda sé fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi.
Vilji Samfylking og Sjálfstæðisflokkur halda áfram að vinna saman í ríkisstjórn þá gera flokkarnir það og þurfa ekki nýtt umboð því að umboð hafa þeir til næstu ára. Sé hins vegar ekki samstaða innan ríkisstjórnarinnar um leið út úr vandanum þá gerir ríkisstjórnin þjóðinni þann besta greiða að segja af sér.
Stóra spurningin er hvort ríkisstjórnin hafi þann innri styrk og samtöðu sem afsakar það að hún haldi áfram störfum.
Gagnrýnir Björgvin og Þórunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 12:53
Foringinn farinn.
Brotthvarf Guðna Ágústssonar sem formanns Framsóknarflokksins og þingmanns flokksins er alvarlegt áfall fyrir Framsóknarflokkinn. Guðni Ágústsson er fylginn sér, frábær ræðumaður, stefnufastur og hefur frábæra kímnigáfu. Að mínu mati var Guðni í hópi 5 sterkustu ræðumanna þingsins.
Framsóknarflokkurinn hefur nú misst tvo þingmenn á stuttum tíma og formann sinn. Vandamál flokksins eru því augljóslega mikil. Það verður hins vegar að skoða það að líklegt er í framhaldi af efnahagshruninu muni verða veruleg uppstokkun í íslenska flokkakerfinu.
Flokkar sem hafa ákveðna og afdráttarlausa skynsama stefnu eiga því frekara erindi við kjósendur en margir aðrir. Spurning er hvort að Framsóknarflokkurinn nái nú vopnum sínum eða hvort enn frekari sundrung verður í flokknum.
Hvað sem þeim hugleiðingum líður þá er mikill missir fyrir þing og þjóð að Guðni Ágústsson skuli hafa kosið að hverfa af vettvangi þjóðmálanna.
12.11.2008 | 16:51
Bretar eiga ekki að fá að koma með hertæki sín inn í landið.
Það er með öllu óásættanlegt að utanríkisráðherra og meðreiðarsveinar hennar í ríkisstjórn skuli ætla að kalla herlið Breta yfir þjóðina til að stunda gagnslaust loftrýmiseftirlit á kostnað íslensku þjóðarinnar.
Bretar hafa farið gegn íslenskum hagsmunum með mjög alvarlegum hætti og sótt að okkur harðar en nokkur önnur þjóð hefur áður gert. Þeir hafa ekkert að gera hér. Mér er satt að segja ofboðið að ríkisstjórnin skuli fara sínu fram í þessu þrátt fyrir að skýr vilji þingmanna hafi komið fram gegn þessu Bretadekri á Alþingi í gær.
Það er eitt að klippa ekki á öll bönd við Breta eftir það níðhögg sem þeir greiddu okkur. En að kalla þá til að sinna vörnum landins er að leggjast flatur fyrir ofbeldinu.
Þetta var ljóta ákvörðunin Ingibjörg Sólrún
Kostnaðurinn 25 milljónir - ekki 50 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2008 | 00:14
Hryllingsbúðunum í Guantanamo lokað.
Nýkjörinn forseti Bandaríkjanna Barack Obama hefur lýst því yfir að hann muni láta loka óþverra fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Þessar fangabúðir hafa verið fleinn í holdi allra sem unna réttlæti og virða alþjóðalög. Stjórn Bush hefur þverbrotið samskiptareglur og alþjóðalög með ýmsum hætti t.d. innrásinni í Írak og þessum alræmdu fangabúðum þar sem fangar sem að eru aðallega unglingar og krakkar hafa þurft að sæta óásættanlegri meðferð án þess að mál þeirra væru tekin fyrir og réttað í málum þeirra.
Ríki sem segist og er að meginstefnu til réttarríki getur ekki látið svona viðgangast.
Ég átti von á því að Obama mundi sníða versta óþverran af bandaríska stjórnkerfinu. Það að lýsa yfir lokun Guantanamobúðanna lofar góðu.
11.11.2008 | 19:23
Bjarni Harðarson
Mér finnst miður að Bjarni Harðarson skuli hafa sagt af sér þingmennsku.
Við Bjarni vorum ósammála í mörgu. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Bjarni var góður þingmaður og fylginn sér og einkar skemmtilegur. Hann átti iðulega snarpa og skemmtilega spretti í ræðustól Alþingis. Þá hafði hann ákveðnar skoðanir. Í sumum tilvikum skoðanir sem engir eða afar fáir deila með honum en það kom ekki í veg fyrir að Bjarni beitti sér í samræmi við skoðanir sínar.
Ég óska Bjarna allra heilla í framtíðinni. Það var hans ákvörðun að segja af sér þingmennsku. Hann er ekki minni maður fyrir að gera það.
Samt finnst mér spurning hvort ástæða hafi verið til þess af hans hálfu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 106
- Sl. sólarhring: 1283
- Sl. viku: 5248
- Frá upphafi: 2469632
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 4806
- Gestir í dag: 98
- IP-tölur í dag: 98
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson