Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
30.12.2008 | 11:27
Atvinna fyrir alla.
Ísland hefur verið blessunarlega laust við atvinnuleysi í langan tíma og það hafa verið meðal helstu kosta okkar þjóðfélags. Vinnufúsar hendur hafa átt tækifæri til að vinna oft á tíðum eins mikið og hver hefur viljað.
Ég hef stundum sagt að þegar ég var ungur maður þá hafi Ísland verið land tækifæranna vegna þess að það var mikil vinna og þegar síldin hvarf gat þjóðin unnið sig út úr þeim erfiðleikum. Þegar síldin hvarf þurrkaðist út álíka mikið hlutfallslega af þjóðartekjum og nú með bankahruninu. Munurinn er þó sá að síldin hvarf og mannvirki voru nónýtt sem og sérhfæft vinnuafl. Með bankahruninu þá þurfum við að taka á okkur skuldir, sem við vitum ekki enn hvað verða miklar. En það veldur mestu óvissunni nún um hver raunveruleg staða okkar verður.
Atvinnuleysi hefur verið að aukast og það er jákvætt að heldur hafi dregið úr því í bili en hætt er við að það aukist aftur þegar kemur fram á næsta ár. Vinna er almennt meiri í desember en aðrar vetrarmánuði og uppsagnir sem mörg fyrirtæki gripu til fyrir áramót koma fram í byrjun næsta árs.
Fyrir tveim og hálfu ári og æ síðan varaði ég við því hvernig íslenskur vinnumarkaðar væri að þróast og þau hættumerki sem væru fólgin í því að flytja inn þúsundur erlends verkafólks. Það olli aukinni þennslu og brengjaði myndina að mörgu leyti. Nú sitjum við uppi með afleiðingarnar. Samdrátt og atvinnuleysi.
Ríkisstjórnir áranna 2006 til þessa dags bera ábyrgð á því að þennslan skyldi fara úr böndum með þeim afleiðingum að við þurfum nú að þola verri samdrátt á vinnumarkaðnum en ella hefði verið. En það þýðir ekki að vandræðast með það fyrr en í næstu kosningum. Nú er viðfangsefnið að móta nýja atvinnustefnu til að tryggja atvinnu fyrir alla. Það er brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna í dag.
Í því sambandi má ekki gleyma að stjórnmálamenn eru ekki besti aðilarnir til að standa fyrir nýsköpun og fjölgun starfa. Þeir geta hins vegar sett reglur og mótað framlög til að styðja við sprotafyrirtæki og framleiðslufyrirtæki í landinu til að tryggja aukinn vöxt og aukna arðsköpun.
Það á að heimila meiri veiðar. Margir hafa gagnrýnt þá stefnu okkar Frjálslyndra en staðreyndin er sú að ríkisstjórnin og sérfræðistofnun hennar og sérfræðingar hafa í raun sagt að það sé í lagi og ekki verði gengið of nærri fiskistofnunum með því. Það kemur fram með frumvarpi ríkisstjórnarinnar um að heimila kvótaeigendum að geyma kvóta milli ára. Fyrst það er hægt að haga veiðum þannig að geyma megi allt að þriðjungi leyfðra aflaheimilda þá hlítur líka að vera hægt að auka aflaheimildir núna þegar versta kreppan ríður yfir um þriðjung. Það mundi gjörbreyta atvinnuástandi og arðsköpun í landinu.
Mér finnst líka mikilvægt að stjórnvöld skipi aðila til að fylgjast náið með vinnumarkaðnum og móta tilllögur sem fyrst um leiðir sem gætu leitt til fjölgunnar arðskapandi starfa í landinu.
Vinna verður gegn atvinnuleysinu með öllum skynsamlegum ráðum.
Færri skrá sig án atvinnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2008 | 17:39
Flugeldar og björgunarsveitir.
Í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun kom til tals hvað fólk gæti sparað. Lára Ómarsdóttir sem var með mér í þættinum dró upp kver sem að eiginmaður hennar hafði útbúið með tilvísunum í sparnaðarráð Láru. Mér fannst það gott hjá honum að taka saman sparnaðarráðin.
Í framhaldi af því nefndi ég í dæmaskyni atriði sem fólk gæti verið án. Ég nefndi flugelda og sprengiefni og ég nefndi gosdrykki. Ég stend við það að fólk getur auðveldlega látið hvorutveggja á móti sér. Ég amast hins vegar ekki við því að fólk kaupi sér flugelda og gosdrykki það er val hvers og eins.
Formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sér ástæðu til að gera athugasemd við þessar ráðleggingar mínar að fólk láti á móti sér að kaupa flugelda. Sjá nánar hér:
Ég get vel skilið það að aðili sem hefur tekjur af því að selja flugelda skuli vera á móti því að fólki sé ráðlagt að spara við sig flugeldakaup. Talsmenn Vífilfells hafa hins vegar ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir.
Af gefnu tilefni þá vil ég taka fram að ég tel björgunarsveitirnar og slysavarnarfélögin vinna mikið, nauðsynlegt og óeigingjarnt starf. Ég vil líka taka það fram að mér finnst að hið opinbera hafi ekki stutt þetta nauðsynlega hjálparstarf sem skyldi. Ég er tilbúinn til að leggja mitt að mörkum til að aðstoða Kristinn Ólafsson formann Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og aðra félaga þar eftir því sem ég hef getu til af því að mér finnst þeir vinna þarft starf og allt of oft vanmetið. Á sama tíma og ég met starf þeirra mikils þá tel ég heppilegra að aðrar fjáröflunarleiðir verði skoðaðar en flugeldasala og/eða samhliða henni.
Í dæmaskyni fyrir Kristinn og félaga hans þá bendi ég á að ég starfa innan SÁÁ og legg þeim samtökum það til sem ég get og er beðinn um. Það geri ég af því að ég tel SÁÁ vinna lífsnauðsynlegt starf. Það breytir þó ekki því að ég get ekki samþykkt eða talið það heppilegt að SÁÁ hafi tekjur af spilafíkn. Mér finnst það óeðlilegt. Hins vegar tek ég undir það sparnaðarráð Kristins að fólk spari við sig áfengiskaup.
28.12.2008 | 00:43
Alþjóðasamfélagið verður að binda enda á ógnarstjórn Ísrael.
Ég tek undir ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra þar sem hún segir að hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna séu óverjandi. Aðgerðir Ísrael eru hræðilegt hermdarverk. Munurinn á Ísrael og öfgamönnum á Gasaströndinni sem skjóta flugskeytum á Ísrael er sá að ríkisstjórn Ísrael er ríkisstjórn skipulagðs ríkis sem nýtur viðurkenningar á alþjóðavettvangi. Ísraelsstjórn heldur íbúum á Gasaströndinni innilokuðum. Þeir eru sviptir ferðafrelsi. Ríkisstjórn Ísrael ber ábyrgð á öryggi þessa fólks sem og Palestínu Araba á Vesturbakkanum.
Ísraelsmenn hafa misboðið þeim íbúum Palestínu sem ekki eru Ísraelsmenn um langa hríð. Morð, fangelsanir án dóms og laga og margvísleg mannréttindabrot eru framin af stjórn Ísrael gagnvart því fólki sem ekki tilheyrir "Guðs útvalinni þjóð" Gyðingunum.
Alþjóðasamfélagið batt enda á Apartheid stefnu hvítra manna í Suður Afríku. Stjórn Ísraelsmanna gagnvart Palestínufólkinu er verra en Apartheid stefna stjórnar Suður Afríku. Hugmyndafræðin á bak við apartheid stefnu Ísraelsmanna er ekki geðfelldari en sú í Suður Afríku á sínum tíma. Það sem meira er. Stjórn Suður Afríku framdi aldrei viðlíka hermdarverk gagnvart íbúum eigin ríkis og Ísraelsmenn gera gagnvart Palestínufólkinu í því landi sem þeir hafa stjórn yfir.
Bandaríkjamenn og raunar fleiri hafa ekki áttað sig á að virkasta aðgerðin gegn Al Qaida og öfgafólki í röðum Múslima er að Bandaríkin og ríki Evrópu komi í veg fyrir að Ísraelsmenn haldi áfram hermdarverkum gagnvart þeim hluta íbúa sinna sem telst ekki til "Guðs útvalinnar þjóðar".
Óverjandi aðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2008 | 17:08
Ísland er áhrifalaus útkjálki.
Það er athyglivert að fylgjast með deilum í Sjálfstæðisflokknum um hvort sækja beri um aðild að Evrópusambandinu. Sá merki fjölmiðlamaður Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins er mikið á móti því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og segir í grein um fyrstu drög utanríkis- og varnarmálahóps Sjálfstæðisflokksins að Ísland yrði áhrifalaus útkjálki ef til aðildar kæmi.
Heimsýn fólks er mismunandi og eðlilegt að fólk smíði sér rök í samræmi við hana. Staðreyndin er sú að því miður þá er Ísland í dag áhrifalaus útkjálki. Sennilega hefur Ísland aldrei frá lýðveldisstofnun árið 1944 verið eins áhrifalaus útkjálki og landið er í dag. Á árum áður höfðum við mun meira vægi innan NATO en við höfum í dag. Við höfum svipaða stöðu í Norðurlandaráði og hjá Sameinuðu þjóðunum og áður en við erum utangátta í Evrópu af því að við erum EES þjóð en ekki í Evrópusambandinu. Við erum þjóð sem tekur við stórum hluta af löggjöf sinni í bögglapósti frá Brussel af því að við erum í EES og höfum ekkert með lagasetningu Evrópusambandsins að gera.
Hefur það nokkru sinni verið þannig að lítilmagninn tapi frekar áhrifum á því að vera í félagi heldur en standa einn? Hvað með smáríki Evrópu eru þau áhrifalaus. Hvað með lönd eins og t.d. Luxembourg og Írland. Eru þau áhrifalaus. Luxembourg verður seint útkjálki staðsett í miðri Evrópu en landið hefur verið eitt áhrifamesta land Evrópusambandsins þrátt fyrir smæð sína. Af hverju? Af því að þeir hafa verið með og virkir í Evrópusambandinu frá upphafi. Misstu þeir fullveldið við það. Nei svo var ekki.
Hvað með okkar stoltu frændþjóð Íra. Hafa þeir verið áhrifalaus útkjálki í Evrópusambandinu. Ég hygg að fáir Írar mundu samþykkja að svo hafi verið. Voru það ekki þeir sem stöðvuðu samþykkt Lissabon sáttmála Evrópusambandsins. Litli "áhrifalausi" útkjálkinn sem var búin að missa fullveldi sitt samkvæmt kokkabókum Evrópuandstæðinga.
Þessi heimsýn Styrmis Gunnarssonar stenst ekki rökræna skoðun. Hitt er annað mál að það kann að henta okkur af ýmsum öðrum ástæðum að standa utan Evrópusambandsins en áhrifalausari verðum við ekki innan þess en við erum og verðum utan þess.
Ísland áhrifalaus útkjálki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (54)
26.12.2008 | 12:39
Bestu jólakveðjur
Sendi mínar bestu jólakveðjur og vona að allir sem þetta lesa hafi haft góða jólahátíð það sem liðið er. Ég var ánægður að heyra það að kirkjusókn hefði verið sú mesta á landinu á aðfangadagskvöld. Það sýnir eitt með öðru hvað kristin kirkja gegnir miklu hlutverki í lífi flestra Íslendinga.
Á sama tíma finnst mér leiðinlegt að lesa um það að innbrotum skuli fjölga mikið á höfuðborgarsvæðinu. Ég spyr hvað veldur. Ekki er það í samræmi við boðskap jólanna að taka frá öðrum ófrjálsri hendi. Vonandi tekst að koma lögum yfir þá sem að þessu standa og leiða þá á réttar brautir í lífinu.
Það skiptir miklu að muna eftir boðskap jólanna. Friður, fyrirgefning og kærleikur. Við ættum að minnast þess um jólin og raunar alltaf að það er inntak kristinnar boðunnar. Í þeim anda eigum við að starfa eftir því sem okkur er unnt hverju og einu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.12.2008 | 18:20
Afnám verðtryggingar er óhjákvæmileg.
Sama dag og neyðarlögin svonefndu voru sett átti ríkisstjórin að leggja fram lagafrumvarp um tímabundið afnám verðtryggingar. Frysting eins og Gylfi Magnússon leggur til er í sjálfu sér betra en ekkert en það er ekki nóg. Það er ekki ásættanlegt að þegar þjóðin genur í gegn um efnahagshrun að þá sé ekki tekin upp ný vinnubrögð til að við getum sameiginlega unnið okkur út úr vandanum. Eins og nú horfir verður þúsundum fjölskyldna steypt í skuldaklafa sem fólk ræður ekki við.
Seðlabankastjóri talaði um að þjóðfélagið ætti ekki að borga skuldir óreiðumanna. Í gær samþykkti meirihluti Alþingis að ábyrgjast erlendar innistæður íslensku bankanna. Hugsanlega þurfa íslenskir skattgreiðendur að greiða hundruðir milljarða vegna þessa. Þegar þetta er haft í huga má ekki setja í forgang að hugsa um möguleika reiðufólks sem hefur alltaf staðið í skilum en gert sínar fjárfestingar á grundvelli allt annarra skilyrða en nú ´ríkja.
Er það ekki tilvinnandi fyrir framtíð þjóðfélagsins að hugsa um hagsmuni fólks svo það geti sjálft átt þak yfir höfuðið. Hvað varð að stefnu Sjálfstæðisflokksins um "eign handa öllum". "Frá fátækt til bjargálna". Er ekki einmitt nú mikilvægt að fylgja slíkri stefnu eftir.
Frysting jafnvel óhjákvæmileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2008 | 14:56
Forsætisráðherra svíkur fyrirheit um samráð.
Forsætisráðherra lofaði að hafa víðtækt samráð við stjórnarandstöðuna þegar neyðarlögin voru sett 4. október. Eina samráðið sem hann hefur haft er að hjala við formenn stjórnarandstöðuflokkanna nokkru fyrir boðaða blaðamannafundi til að segja þeim frá því sem hann segir síðan á blaðamannafundunum. Samráðið hefur nánst ekki verið neitt annað.
Ítrekað hafa þingfundir verið boðaðir með stuttum fyrirvara seinni part dags eða að kvöldi dags og lögð fram stjórnarfrumvörp sem stjórnarflokkarnir krefjast að verði afgreidd þegar í stað. Lítið tillit er tekið til stjórnarandstöðunnar og iðulega ekkert.
Í gær voru kynntar hugmyndir um aðstoð við fyrirtæki. Athygli vakti að auk nokkurra ráðherra sem sátu í nefndinni við að móta tillögur um þessa aðstoð þá sátu 3 þingmenn stjórnarflokkanna og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Stjórnarandstöðunni var hinsvegar ekki boðið að þessu borði. Ekki frekar en varðandi mótun tillagna um aðstoð við skuldsettar fjölskyldur eða hvað annað sem gera hefur þurft vegna strandsiglingar Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.
Stjórnarandstaðan hefur greitt fyrir öllum málum sem ríkisstjórnin hefur sett fram, sem ætlað er að bæta úr því ástandi sem ríkir. Lengur verður ekki við það unað að ríkisstjórnin viðhafi þau vinnubrögð sem hún gerir. Stjórnarandstaðan getur ekki lengur tekið það sem að henni er rétt og greitt fyrir afgreiðslu meðan ekkert raunhæft samráð er við hana haft eða henni er boðið til mótunnar tillagna til úrbóta.
Ríkisstjórnin er því miður búin að stýra samstarfi við stjórnarandstöðu í vondan farveg eins og öðru.
3.12.2008 | 09:30
Gott orðspor eyðilagt tímabundið.
Ég velti því fyrir mér á sínum tíma þegar íslenskir fjármálamenn keyptu hvert fyrirtækið af öðru í Danmörku og víðar hvort verið væri að troða heimamönnum um tær. Nú liggur það fyrir þegar grein fyrrum ritstjóra í Danmörku er lesin að honum hefur gjörsamlega ofboðið framferði og framkoma þeirra Íslendinga sem fóru fram af miklum móði við kaup og rekstur fyrirtækja erlendis og þeirra stjórnmálamanna sem fylgdu í kjölfarið og nefnir ritstjórinn sérstaklega forseta Íslands í því sambandi og forsætisráðherra.
Mér fannst skrýtið þegar hrunið varð hér í byrjun október að engin af okkar venjulegu vinaþjóðum var tilbúin til að rétta okkur hjálparhönd. Fljótlega kom í ljós að helstu forustumenn í íslenskum stjórnmálum, forseti, forsætisráðherra og utanríkisráðherra höfðu greinilega gengið fram af erlendum vinum okkar ásamt þeim fjárfestum sem öllum mátti vera ljóst að væru að leika Matador leiki en voru ekki í ábyrgum rekstri.
Eftir hrunið hafa forseti og forsætisráðherra bætt gráu ofan í svart með því að hafa uppi svigurmæli um vinaþjóðir okkar og skuldbindingar Íslands.
Nú þurfum við að byggja upp vináttu við þessar þjóðir á nýjan leik. Við þurfum að leiðrétta þann misskilning að við séum óábyrgt fjárglæfrafólk. Við þurfum að gera Norðurlandaþjóðum grein fyrir því að okkur þyki góð vinátta þeirra og við óskum eftir henni.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde segjast vera í björgunarleiðangri og afsaka það að ríkisstjórnin sitji áfram með því að þau geti ekki hlaupist frá. En væri nokkur skaði skeður. Er þessu fólki treyst erlendis. Mér er það stórlega til efs að æðstu embættismennirnir okkar njóti í dag nægjanlegrar virðingar helstu nágrannaþjóða okkar. Alla vega bendir grein Ufe Riis Sörensen ekki til þess að forseti eða forsætisráðherra geri það.
Það er ekki úr vegi að rifja það upp að það var gjafakvótakerfið sem var upphaf þessarar helfarar íslenska efnahagslífsins. Búin voru til verðmæti með gjafakvótanum, sem voru gefin fáum útvöldum síðan rúllaði bolinn áfram og stjórnmálamenn héldu áfram að gefa eða lána íslenskar auðlindir og fyrrum ríkisfyrirtæki.
Er ekki kominn tími til að endurskoða spillingu kerfisins sem á upphaf sitt í gjafakvótakerfinu og móta eðlilegar leikreglur í íslensku samfélagi til að við getum búið við sömu kjör og viðmiðanir og nágrannaþjóðir okkar.
Hvernig væri að innkalla veiðiheimildirnar til þjóðarinnar
Afnema verðtryggingu
Lækka stýrivexti niður í 1%
Þá gætum við e.t.v. þróað þjóðfélag sem fer fram af ábyrgð í sátt við vinaþjóðir sínar og aflar sér virðingar þeirra.
Frekja og hroki aðgangsorð íslenska helvítisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 23:22
Hræðslan við lýðræðið
Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins sagði á fundi Evrópuandstæðinga í dag að úrslitabaráttan um aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi ráðast á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þetta er rangt. Úrslitaorrustan mun ráðast í þjóðaratkvæðagreiðslu um þá skilmála sem kunna að vera í boði eftir samningaviðræður í kjölfar aðildarumsóknar Íslands.
Í dag lýsti formaður þingflokks Vinstri Grænna, Ögmundur Jónasson því yfir að hann teldi eðlilegt að þjóðin kysi um þetta mál. Hann sagðist jafnframt hafa miklar efasemdir um Evrópusambandið og þær efasemdir hefðu aukist. Þannig mátti skilja Ögmund að hann væri á móti því að Ísland gengi í Evrópusambandið en hann teldi að lýðræðið yrði að ráða og leggja þyrfti málið undir þjóðina. Þrátt fyrir að VG mælist nú sem stærsti stjórnmálaflokkur Íslands í skoðanakönnun þá dettur Ögmundi ekki í hug að segja að mikilvæg þjóðmál muni ráðast á landsfundi Vinstri Grænna.
Ég er sammála Ögmundi ég vil að lýðræðið fái að ráða. Ég hef um árabil haldið því fram að við ættum að sækja um aðild að Evrópusambandinu til að fá úr því skorið hvaða kostir væru í stöðunni og síðan ætti þjóðin að kjósa um aðild eða hafna aðild. Það segir hins vegar ekkert til um það hvort ég muni telja æskilegt að við göngum í Evrópusambandið. Það fer allt eftir köldu mati á þjóðarhagsmunum þegar aðildarviðræðum er lokið.
Nú hefur fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins stigið fram og sagt það sama og formaður þingflokks VG. Ljóst er að mikill stuðningur er við það í Framsóknarflokknum að fara þessa leið. Það virðist því ljóst að taki Sjálfstæðisflokkurinn þá ákvörðun að hafna lýðræðinu þá mun hann samt ekki endalaust koma í veg fyrir að það nái fram að ganga.
Styrmir Gunnarsson er talsmaður gamla valdakjarnans í Sjálfstæðisflokknum sem er búinn að vera svo lengi við stjórn að þeir eru farnir að hugsa eins og arfakonungar á fyrri öldum sem sögðu þegar talað var um að kanna hug þjóða þeirra. "Vér einir vitum". Þá þurfti ekki frekari vitnanna við hin eina rétta ákvörðun hafði verið tekin.
Nú reynir á hvort það eru enn það margir í Sjálfstæðisflokknum sem kannast við þann uppruna flokksins sem var fyrir tíma Davíðs:
Að flokkurinn væri frjálslyndur og víðsýnn umbótaflokkur.
Að flokkurinn berðist fyrir lýðræði
Staðreyndin er sú að eftir 17 ára þrásetu í valdastólum hefur Davíð Oddssyni tekist að gera Sjálfstæðisflokkinn að hugmyndafræðilegu þrotabúi sem skilur eftir sig efnahagshrun, fjöldaatvinnuleysi, heimsmet í aukningu ríkisbáknsins og landi þar sem dýrast er fyrir venjulegt fólk að taka lán.
Er kominn tími til þess að hinn þögli meirihluti Sjálfstæðismanna myndi nú breiðfylkingu um frjálslynd viðhorf og lýðræðisleg, utan Sjálfstæðisflokksins?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
1.12.2008 | 11:10
Til hamingju með daginn.
Í dag eru 90 ár liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki í konungssambandi við Danmörku.
Mér finnst þessi dagur merkasti dagurinn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Þá var fullveldi þjóðarinnar staðfest. Við réðum málum okkar en kusum að láta Dani sjá um ákveðin mál fyrir okkar hönd tímabundið sem var skynsamlegt á þeim tíma. Allt gekk það samstarf með ágætum.
Eins slæmt og það er að vera seldur undir aðra þjóð þá megum við Íslendingar þakka fyrir að Danir skyldu vera okkar nýlenduherrar því hætt er við að fáar aðrar þjóðir hefðu gefið okkur frelsi og fullveldi.
Við ættum að minnast þess í dag hvað íslenska þjóðin hefur þurft að glíma við á þeim árum sem liðin eru frá því að við fengum fullveldið. Jafnframt að huga að því hvaða skyldur við berum við nútímann og komandi kynslóðir við að tryggja sjálfstæði, framfarir og mannsæmandi lífskjör í landinu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 105
- Sl. sólarhring: 1282
- Sl. viku: 5247
- Frá upphafi: 2469631
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 4805
- Gestir í dag: 97
- IP-tölur í dag: 97
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson