Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
29.5.2008 | 19:57
Ríkisstjórnin brýtur rétt á borgurum sínum.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna úrskurðaði á síðasta ári að íslenska fiskveiðistjórnarkerfið bryti í bág við 26. gr. sáttmálans um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Um er að ræða sáttmála sem Ísland hefur undirritað og fullgilt. Mannréttindanefndin gaf íslenskum stjórnvöldum 180 daga frest til að bregðast við og leggja tillögur um umbætur fyrir nefndina.
Nú eru 14 dagar eftir af frestinum og sjávarútvegsráðherra upplýsti á Alþingi í dag að hann mundi ekki leggja neinar tillögur fyrir til að koma í veg fyrir áframhaldandi mannréttindabrot og taldi auk heldur spurningu um hvort að við værum bundin af þjóðarrétti af áliti mannréttindanefndarinnar.
Í mínum huga er engin spurning um að við erum bundin að þjóðarrétti. Benda má á að um fullgildan alþjóðasamning er að ræða og við höfum skuldbundið okkur til að fara eftir honum. Þá tók íslenska ríkið til varna og véfengdi ekki hæfi nefndarinnar meðan málsmeðferð stóð gegn Íslandi.
Við þingmenn Frjálslyndra og vinstri grænna lögðum fram þingsályktunartillögu í janúar þar sem lagt var til að Alþingi ályktaði að farið skyldi að niðurstöðum mannréttindanefndarinnar. Sú tillaga fékk við umræður á Alþingi stuðning allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins en fæst ekki afgreidd úr sjávarútvegsnefnd þingsins. Þannig kemur annar ríkisstjórnarflokkurinn í veg fyrir að vilji Alþingis í málinu komi skýrt og ótvírætt fram.
Þetta er atlaga að þingræðinu og virðingu Alþingis. Við munum ekki gefast upp við að koma málinu á dagskrá þegar þing kemur saman í haust.
Það kemur ekki til greina að Ísland haldi áfram að brjóta mannréttindi á borgurum sínum.
28.5.2008 | 21:56
Átti dómsmálaráðherra að biðjast afsökunar?
Rætt var um símahleranir á tímum kalda stríðsins á Alþingi í dag. Um er að ræða áratuga gömul mál. Ljóst er að farið var lagalega rétt að í öllum tilvikum og beiðnir um símahleranir lagðar fyrir dómara til að úrskurða. Ekki eru dæmi svo vitað sé um að hlerað hafi verið án fullnægjandi heimilda skv lögum.
Farið var fram á að dómsmálaráðherra bæðist afsökunar á hlerununum. Að sjálfsögðu kom það ekki til mála. Á hverju átti hann að biðjast afsökunar. Á því að tilefni þótti til að grípa til sérstakra öryggisráðstafana?
Það má ekki gleyma því að fullveldi landsins stafaði hætta af heimskommúnismanum á sínum tíma og sporgöngumenn "Sovét Íslands óskalandsins" geta ekki amast við því að lýðræðislega kjörin stjórnvöld hafi gripið til þeirra varúðarráðstafana sem þau töldu nauðsynleg til að verja sjálfstæði og fullveldi Íslands.
Er einhver sem telur að dómsmálaráðherra hefði átt að biðjast afsökunar á símahlerununum og sé svo á hverju átti hann þá að biðjast afsökunar?
28.5.2008 | 15:21
Blindir fá sýn og spádómsgáfu eða hvað?
Greiningardeild Glitnis kynnir nýja þjóðhagsspá og spáir því að hafið sé tveggja ára stöðnunarskeið í íslensku efnahagslífi. Því miður má gera ráð fyrir að þessi spá sé rétt en að sjálfsögðu er alltaf óvissa í svona spám og spurja má af hverju sáu greiningardeildir bankanna og aðrar greiningardeildir ekki nokkra mánuði fram í tímann fyrir tæpu ári.
Stöðnunarskeið og framfaraskeið í efnahagslífinu er komið undir mörgum atriðum og eitt af því sem miklu skiptir er hvað og hvernig ríkisstjórnin ætlar að koma að málum. Því miður er ástæða til að vera svartsýnn um framvinduna í íslensku efnahagslífi vegna þess að Samfylkingin ætlar sér að koma í veg fyrir nýja framfarasókn á grundvelli trúarsetninga hugmyndafræðinnar sem þeir Samfylkingarmenn gáfu heitið "Fagra Ísland".
Ástæða er til að óttast að samdráttarskeið og stöðnun vari lengur en greiningardeildin spáir í íslenska efnahagslífinu. Það er undir því komið hvort Samfylkingin verður áfram í ríkisstjórn og hvort Samfylkingin ætlar að láta rómantíska stefnumótun velmegunaráranna koma í veg fyrir nýja framfarasókn þjóðarinnar í efnahags- og atvinnumálum.
Tveggja ára stöðnunarskeið hafið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 16:31
Flóttafólk og stefna Frjálslynda flokksins
Frjálslyndi flokkurinn markaði sér þá stefnu á flokksþingi sínu fyrir nokkrum árum í málefnum flóttafólks að Ísland ætti ekki að skorast undan ábyrgð á málefnum flóttafólks. Einnig beri Íslendingum að taka þátt í mannúðar- og hjálparstarfi áerlendum vettvangi. Stefna flokksins mætti vera ítarlegri en væntanlega verður við því brugðist á næsta flokksþingi flokksins í janúar næstkomandi.
Ég tel nauðsynlegt að Ísland reki myndarlegt hjálparstarf og hvað flóttamenn varðar þá ber að leggja áherslu á að mesta og besta hjálpin sem hægt er að veita flóttamönnum er að hjálpin eigi sér stað á þeim menningarsvæðum sem eru næst viðkomandi flóttamönnum hverju sinni. Jafnframt skiptir máli að flóttamenn fái aðstoð og móttöku sem næst þeim landssvæðum sem þeir koma frá svo fremi að þau svæði séu örugg og svipuð að menningu. Spurning er alltaf með hvaða hætti getum við hjálpað sem flestum. Hvernig nýtum við peningana sem við veitum til hjálparstarfs sem best. Ég tel að við eigum að einbeita okkur að því að hjálpa flóttafólki á þeim svæðum sem það býr eða getur dvalist við öryggi. Það er gríðarleg neyð í Suður Afríku, Súdan, Sómalíu, Írak, Jórdaníu, og áfram og áfram gæti ég talið. Það kostar meira að taka flóttafólk inn í landið og með því að nota peningana okkar með þeim hætti þá hjálpum við mun færri en við gætum gert ella með þeim fjármunum sem við verjum til hjálparstarfs. Ég tel afar mikilvægt að við miðum við að hjálpa jafnan sem flestum og peningarnir nýtist sem best og leggjum áherslu á það sem skiptir máli en stöndum ekki í sýndaraðgerðum sem litlu máli skipta.
Af þessum ástæðum mun ég leggja til og vænti þess að þingflokkur Frjálslynda flokksins standi að tillögugerð með mér um að stórauka framlag þjóðarinnar til aðstoðar við flóttafólk og til mannúðarstarfs.
Á undanförnum vikum hefur verið deilt um móttöku flóttamanna frá Írak til Akraness. Talað er um að 30 manna hópur flóttafólks úr Al-Waleed flóttamannabúðunum í Írak komi til landsins og fái vist á Akranesi. Þá er einnig talað um að 30 til viðbótar komi síðar þannig að alls komi um 60 manns. Talað hefur verið um að þarna sé um að ræða einstæðar mæður og börn þeirra en í raun liggur ekki alveg ljóst fyrir hvernig hópurinn verði samsettur.
Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins gerði athugsemdir sem formaður Félagsmálaráðs Akraness við það hvernig staðið væri að málinu af hálfu ríkisstjórnarinnar og vísaði til þess í vandaðri greinargerð sem hann gekk frá af gefnu þessu tilefni. Strax og greinargerð Magnúsar Þórs kom fram mátti hann þola að á honum dyndu vammir og skammir. Hann var sakaður um rasisma. Hann var sakaður um að vilja ekki bregðst við og hjálpa fólki í neyð. Þá var hann sakaður um að vera á móti Palestínumönnum auk margs annars. Allar þessar ásakanir eru rangar. Magnús Þór Hafsteinsson hefur ítrekað tjáð sig um málefni Palestínumanna og lagði málstað þeirra lið með virkum hætti meðan hann átti sæti á Alþingi. Það er því rangt og rógburður að saka hann um rasisma eða að vera á móti Palestínumönnum eða hagsmunum þeirra. Orð hans og gerðir vitna um annað.
En taka verður undir þær efasemdir sem koma fram hjá Magnúsi um að rétt sé að málum staðið og við séum að nýta fjármunina sem best með því að taka við 30 flóttamönnum frá Al-Waleed búðunum.
Þeir sem eru í Al-Waleed búðunum eru í sárri neyð. Fólkið þarf á virkri aðstoð að halda. Þessar flóttamannabúðir eru á einskismannslandi í eyðimörkinni í Írak. Alls munu búa rúmlega 2000 manns í þessum flóttamannabúðum. Ekki hefur verið ákveðið hverjir úr þessum 2000 manna hópi verði valdir til að fá að koma hingað til landins. En svo tölfræðin sé notuð þá er verið að tala um 1.5% þeirra sem eru í búðunum. Hjálpin sem veitt er með þessu er því vægast sagt afar takmörkuð og nánast eingöngu táknræn. Fjármunirnir sem fara til að velja fólki sem á að koma og til móttöku og aðlögunar í íslensku samfélagi eru hins vegar miklir og þá fjármuni hefði mátt nota til að koma öllum í Al-Waleed flóttamannabúðunum til virkrar hjálpar. Fólkið í þessum búðum er misjafnlega statt. Þeir sem valdir verða til að koma hingað til lands eru þeir sem best eru settir í flóttamannabúðunum. Þeir sem velja hverjir koma gera það á grundvelli mats á því hversu líklegir þeir eru til að geta spjarað sig í íslensku samfélagi.
Örkumla fólk og geðfatlaðir kemur ekki til greina við það val miðað við hvaða venjur hafa skapast í þessu efni. Þeir fulltrúar sem koma í búðirnar og velja flóttafólki velur það ekki út frá þeim sjónarmiðum hverjir séu í brýnustu þörfinni. Nei valið fer fram á öðrum grundvelli.
Þegar þetta er haft í huga þá finnst mér vandlæting þeirra sem hafa talað niður til Magnúsar Þórs og gagnrýnt hann fyrir að vilja að fram fari ítarleg umræða og undirbúningur í málinu vera hræsni. Þá er það óréttlætanlegt yfirvarp að við séum að gera eitthvað sem skiptir máli fyrir fólkið í Al-Waleed flóttamannabúðunum með því að taka rúmt eitt prósent sem þar eru þá sem best eru settir til að flytja í gjörólíkt og framandi umhverfi. Með betra skipulagi hefði mátt gera miklu betur og nýta penigana þannig að þeir kæmu fólkinu í þessum flóttamanabúðum öllum til góða.
Af hverju tökum við ekki frekar skynsamlega ákvörðun sem felur í sér raunverulega mannúðarstarfsemi og tökum að okkur flóttamannabúðirnar í Al-Waleed og sendum hjálparstarfsmenn, lyf og búnað til að veita öllum í þeim búðum virka hjálp. Það er mannúðarstarf sem nýtist þeim sem verst eru settir og skiptir máli í mannúðarstarfi og mun meiru en verið er að gera nú með því að taka þá sem best eru settir í búðunum rúmt eitt prósent íbúana og flytja þá í framandi land í ólíkan menningarheim.
Eigum við ekki að taka þessa umræðu öfgalaust og með hagsmuni þeirra sem við getum hjálpaðp í huga í stað þess að vera í sýndaraðgerðum eins og utanríkisráðuneytið stendur fyrir í málefnum flóttamannanna í Al-Waleed búðunum. Satt best að segja varð ég undrandi þegar ég kynnti mér málið af hverju utanríkisráðuneytði telur það virkustu hjálpina við fólkið að hjálpa rúmu einu prósenti íbúana en gera ekkert fyrir rúm 98% íbúana sem þó eru verr settir en þeir sem valdir verða.
Af hverju ræðum við það ekki í alvöru hvernig við eigum að reka alvöru mannúðarstarfsemi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (55)
23.5.2008 | 14:57
Vonandi dregur úr verðbólgu.
Vonandi hefur greiningardeild Landsbankans rétt fyrir sér hvað það varðar að verulega muni draga úr verðbólgu á næstunni. Ég tel raunar að verðbólgumælingin sé ekki alls kostar rétt eins og nú háttar til.
Mjög fáar fasteignir hafa selst undanfarin misseri og raunverðlækkun fasteigna er því ekki komin fram í vísitölunni. Mér finnst líklegt að fasteignir hækki ekki í krónutölu á næstunni og stærri eignir muni jafnvel lækka en það hefur mikil áhrif ti lað draga úr verðbólgunni.
Gengisþróunin skiptir miklu máli. Meðan við erum með krónu sem er ein óstöðugasta myntin í dag þá gætir því miður mikillar óvissu um verðbólgu framtíðarinnar. Veiking krónunnar mun valda verðbólguskoti á sama tíma og styrking hennar ætti að draga úr verðbólgunni. Nú er eðlilegt að neytendur og eftirlitsaðilar fylgist með því að seljendur lækki verð jafn hratt vegna sterkari krónu eins og þeir hækkuðu verð þegar krónan veiktist.
Vonandi stenst spá greiningardeildarinnar um að það dragi úr verðbólgu á næstunni.
Spáir því að verðbólga hjaðni hratt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.5.2008 | 00:23
Ársafmæli ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin á eins árs afmæli í dag. Eðlilegt er að óska stjórnarliðum til hamingju með daginn. Þjóðin hefur hins vegar ekki yfir miklu að gleðjast. Eða er það svo?
Hverju hefur ríkisstjórnin áorkað á valdatíma sínum?
Jú ákveðnir ráðherrar hafa staðið sig með ágætum. Félagsmálaráðherra hefur komið ýmsum umbótum fram fyrir aldraða og öryrkja í góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna. Viðskiptaráðherra hefur einnig komið ýmsum góðum málum fram einnig í góðu samstarfi við stjórnarandstöðuna.
En stendur eitthvað annað uppr úr.
Með hvaða hætti hefur ríkisstjórnin brugðist við þeirri efnahagsvá sem fyrir hefur legið frá því s.l. haust að mundi skella á þjóðinni? Því miður er lítið um aðgerðir. Þess vegna er fasteignamarkaðurinn hruninn. Þess vegna hefur gengi krónunnar fallið um rúm 20%. Þess vegna er atvinnuleysi að aukast og þess vegna sjá margar ungar fjölskyldur fram á slæma tíma og skert lífsgæði vegna þess að unga fólkið í landinu þarf að greiða hærri vexti og verðtryggingu af lánunum sínum. Ríkisstjórnin sér ekki ástæðu til að koma lánamálum fólksins í landinu í sama horf og er í nágrannalöndum okkar.
Við erum með dýrasta mat í Evrópu og dýrustu lánin. Finnst stjórnarliðum það vera ásættanlegur árángur eftir eitt ár við stjórnvölin?
22.5.2008 | 16:38
Ótrúlegt bruðl.
Ríkisstjórnin á eins árs afmæli og þess vegna er ekki úr vegi að segja frá því hvað ráðherrarnir hafa eytt í utanlandsferðir á árinu. Það kemur ekki á óvart að ferðakostnaður utanríkisráðherra sé hæstur, sér í lagi þar sem hún berst fyrir kjöri fulltrúa okkar í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna. En ferðakostnaður hinna ráðherranna er með ólíkindum hár.
Svo virðist sem sumir valdamenn þjóðarinnar séu rofnir út eðlilegum tengslum við sparsemi og ráðdeild á eigum hins opinbera.
Sögðu menn svo að einkaþotuferðirnar kostuðu ekki neitt.
Ferðir ráðherra hafa kostað 95 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2008 | 10:24
Stýrivextir hefðu átt að lækka.
Stýrivextir Seðlabankans eru of háir. Þeir virka lamandi á atvinnulífið í landinu. Sú þennsla sem að Seðlabankinn vildi vinna gegn með því að hækka stýrivexti umfram allt eðlilegt er ekki lengur fyrir hendi. Nú skiptir máli að örva atvinnulífið í landinu sérstaklega framleiðsluatvinnustarfsemina og efla fjármálafyrirtækin. Háir stýrivextir eru ekki leiðin til þess.
Seðlabankinn hefur aldrei náð verðbólgumarkmiðum sínum með beitingu stýrivaxta. Eins og margoft hefur verið bent á þá hefði bankinn átt að beita mun víðtækari aðgerðum en stýrivöxtunum. Færa má rök fyrir því að háhæð stýrivaxta Seðlabankans hafi valdið efnahagslegu ójafnvægi sem mun taka okkur langan tíma að vinna úr.
Stýrivextir áfram 15,50% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.5.2008 | 18:53
Hvað lækkar?
Krónan styrktist um 1,12% í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.5.2008 | 12:14
Rúmlega 17 milljarða tap á Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveita Reykjavíkur tapaði rúmum 17 milljörðum á fyrstu 3 mánuðum ársins. Tapið þessa fyrstu þrjá mánuði nemur rúmlega 9 mánaða heildarrekstrartekjum fyrirtækisins.
Forsvarsmenn Orkuveitu Reykjavíkur segja að óhagstæð gengisþróun valdi því að tapið sé svona mikið. Skuldsetning fyrirtækisins í erlendri mynt er þá greinilega of mikil.
Sættir borgarstjórn Reykjavíkur sig við þessar skýringar á þessu gríðarlega tapi? Auðvelt er að reka Orkuveitu Reykjavíkur með góðum hagnaði. Fyrirtækinu hefur því miður verið illa stjórnað í langan tíma og ráðist í gæluverkefni lokaða borgarstjórnarklúbbsins sem fyrirtækinu koma ekki við. Þar liggur hinn raunverulegi hundur grafinn.
Svona tap hefði aldrei orðið hefði Orkuveitan einbeitt sér að því verkefni að þjónustu viðskiptavini sían á þeim sviðum sem Orkuveitan á að gera.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 26
- Sl. sólarhring: 819
- Sl. viku: 5762
- Frá upphafi: 2472432
Annað
- Innlit í dag: 22
- Innlit sl. viku: 5250
- Gestir í dag: 21
- IP-tölur í dag: 21
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson