Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
20.5.2008 | 15:47
Dýrasti matur í Evrópu.
Enn einu sinni er það staðfest í samanburðarkönnun að matur og drykkjarvörur eru dýrastar á Íslandi. Birt er samanburður á verðlagi á Íslandi og öðrum Evrópulöndum árið 2003 og árið 2006. Árið 2006 er munurinn sá að matvörur hér eru 64% dýrari en´að meðaltali í ESB ríkjunum. Árið 2003 var munurinn sá að mat- og drykkjarvörur voru 42% dýrari hér en í Evrópusambandslöndunum.
Þetta er óásættanlegur munur. Noregur er með næst dýrustu mat- og drykkjarvörur en þar var maturinn rúmlega 50% dýrari en meðaltal í ESB ríkjunum árið 2006. Af hverju skyldu Ísland sérstaklega og raunar einnig Noregur skera sig úr að því leyti að matur er langdýrastur? Getur það verið vegna þess að við stöndum utan ESB?
Getur íslenskur almenningur sætt sig við að borga 64% meira en Evrópubúar að meðaltali fyrir brýnustu lífsnauðsynjar. Er ekki einhversstaðar vitlaust gefið?
![]() |
Verð á mat 64% hærra en í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
18.5.2008 | 23:42
Órói í þingflokki Sjálfstæðisflokksins?
Morgunblaðið segir í Staksteinum að umtalsverður órói sé í þingflokki Sjálfstæðisflokksins vegna ummæla Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur varaformanns Sjálfstæðisflokksins um Evrópusambandið á fundi með Sjálfstæðismönnum í Kópavogi í síðustu viku. Ég efa ekki að höfundur Staksteina hafi traustar heimildir um ástandið í þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvorst sem er þetta mál eða önnur.
Þorgerður Katrínu opnaði á Evrópusambandsumræðuna þó ekki með öðrum hætti en þeim að tala um að leggja málið undir þjóðaratkvæðagreiðslu og huga að breytingum að stjórnarskrá. Ég varð þess ekki var að Þorgerður Katrín lýsti yfir stuðningi við Evrópusambandið.
Svo vandmeðfarið er Evrópusambandsmálið greinilega fyrir Sjálfstæðisflokkinn að sérfræðingur flokksins í utanríkismálum Björn Bjarnason og formaður Sjálfstæðisflokksins Geir H. Haarde sáu sig tilknúna til að tjá sig sérstaklega um andstöðu við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Varaformaðurinn mátti ekki anda í átt að Evrópusambandinu án þess að reynt sé til hins ítrasta að koma flokkshandjárnunum á umræðuna og dæma ummæli Þorgerðar Katrínar dauð og ómerk.
Staksteinahöfundur sem þekkir vel pólitíska sögu Sjálfstæðisflokksins vísar til að dæmi séu um að varaformaður hafi markað sér sérstöðu í Sjálfstæðisflokknum og vísar í því sambandi til dr. Gunnars Thoroddsen og tekur fram að Þorgerður Katrín þurfi að hafa sterkt pólitískt bakland innan flokksins vilji hún halda þeim lýðræðislega rétti sínum að marka sér pólitíska sérstöðu.
Með öðrum orðum þýðir þetta að það jafngildi klofningi í Sjálfstæðisflokknum að vilja skoða kosti Evrópusambandsaðildar og þeir sem þær skoðanir hafa innan flokksins verði að búa yfir ákveðnum flokksstyrk en ekki er vísað til þess hvað gerist ef slíkur styrkur er ekki fyrir hendi. Hvað er hægt að hugsa sér í því sambandi? Að varaformanninum verði vikið frá á næsta Landsfundi? Að varaformaðurinn teljist ekki lengur hæf til að vera einn helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins?
Sjálfstæðisflokkurinn var sterkastur þegar hann var forustuflokkur þjóðarinnar í utanríkismálum og brautryðjandi í því að koma Íslandi í samfélag þjóðanna. Á þeim tíma var sótt að Sjálfstæðisflokknum fyrir þá afstöðu og honum iðulega brigslað um landráð, landssölu og óþjóðhollustu. Dr. Bjarni Benediktsson sem var helsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma í utanríkismálum hikaði ekki við að berjast fyrir aðild Íslands að Sameinuðu Þjóðunum, NATO og EFTA. Á þeim tíma voru opnar umræður í Sjálfstæðisflokknum um stefnuna í utanríkismálum og blæbrigðamunur á afstöðu manna varð aldrei til þess að þeim væri hótað viðurlögum vegna skoðana sinna.
Margir töldu að þegar Davíð Oddsson hætti sem formaður í Sjálfstæðisflokknum þá mundi hugmyndafræðileg umræða í flokknum og nútímaleg umræða um utanríkismál þar á meðal Evrópusambandið blómstra en hvorutveggja hafði kalið í valdatíð Davíðs.
Viðbrögin við réttmætum áherslum varaformanns Sjálfstæðisflokksins og ábendingum í Evrópumálum benda til að sá hugmyndafræðilegi sífreri sem hefur verið í Sjálfstæðisflokknum frá valdatöku Davíðs Oddssonar hafi ekki náð að bráðna nema örlítið á yfirborðinu.
17.5.2008 | 11:22
Aðgerðir fyrir almenning?
Samkomulag milli Seðlabanka Norðurlanda sem kynnt var í gær var tvímælalaust jákvæð og nauðsynleg aðgerð. Samt sem áður stendur eftir sú spurning hvort við höfum hag af því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil á floti. Varnirnar hafa verið auknar en kostnaðurinn er ærinn. Kostnaðurinn er ekki síst í fjármálalífinu hjá lánastofnunum og aðallega almenningi. Spurning er hvort við eigum að halda í slæman kost ef möguleiki er á betri?
Forsætisráðherra sagði á fundi í Valhöll í dag að ýmislegt væri í vinnslu og mundi fljótt líta dagsins ljós. Spurningin er hvenær? Ráðleysi ríkisstjórnarinnar hefur þegar kostað okkur mikið og valdið erfiðleikum í efnahagslífinu sem hægt hefði verið að komast hjá hefði ríkisstjórnin ekki verið jafn ráðvillt og raun ber vitn. Já hefði ríkisstjórnin skynjað hvað var að gerast áður en hún lenti í snjóflóðinu.
Nú er spurning hvort að ríkisstjórnin gæti þess að hugsa um hagsmuni þeirra sem verst verða úti vegna verðbólgunnar? Hvað á að gera vegna vanda skuldsettra fjölskyldna sem eru með verðtryggð lán sem hækka og hækka vegna óstjórnarinnar í efnahagsmálunum?
Það er athyglivert að forsætisráðherra skuli taka um óprúttna aðila úti í heimi sem sjái sér ávinning í því að setja klærnar í íslenskt efnahagslíf. Hvað með óprúttnu aðilanna hér á landi? Hefur ekki ruglandinn í efnahags- og gengismálum verið klæðskerasniðin fyrir þá?
![]() |
Varnir efnahagslífs styrktar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.5.2008 | 10:54
60 ár frá stofnun Ísraelsríkis.
Í gær voru 60 ár síðan Ísraelsríki var stofnað. Stofnun Ísraelsríkis var í kjölfar síðari heimstyrjaldarinnar þar sem þjóðir vesturlanda voru fullar af skömm vegna þeirra ógna sem Gyðingar í Evrópu höfðu mátt sæta. Þess vegna var ekki gætt sem skyldi að hagsmunum þeirra sem fyrir voru í Palestínu. Ísraelsríki var búið til í samræmi við hugmyndafræði Zíonismans með tilstyrk hinna Sameinuðu þjóða.
Áður en Ísraelsríki var stofnað höfðu ýmis hermdarverk verið unnin sérstaklega af hermdarverkahópum Gyðinga sem vildu losna við Breta sem stjórnuðu landinu. Þeir vildu líka losna við Palestínumenn sem voru og höfðu verið fyrir í landinu. 1946 drápu hermdarverkasamtök Gyðinga 6 breska hermenn þar sem þeir sváfu í rúmum sínum. Hluti hótelsins King David í Jerúsalem var sprengdur upp af hryðjuverkasamtökum Begins sem síðar varð forsætisráðherra í Ísrael og 91 maður lét lífið. Þetta voru þó e.t.v. smámunir á við það þegar palestínska þorpið Deir Yassin sem er nálægt Jerúsalem þar sem 250 karlar, konur og börn voru drepin og líkunum misþyrmt. Í framhaldi af hermdarverkum Gyðinga í Deir Yassin flýðu 750.000 Palestínumenn heimili sitt og land.
Þrátt fyrir þetta þá gættu þeir sem stóðu að stofnun Ísraelsríkis ekki hagsmuna þeirra sem bjuggu í landinu. Palestínumenn eru nú í risastóru fangelsi í Ísrael hvort heldur þeir búa á Vesturbakkanum eða Gasa svæðinu. Þeir geta ekki komið, farið eða selt framleiðslu sína nema með leyfi herrastjórnarinnar í Ísrael sem byggir og stjórnar á grundvelli trúarlegrar apartheid stefnu.
Þessi saga er sorgleg. Sameinuðu þjóðirnar og þar á meðal við Íslendingar sem greiddum atkvæði með stofnun Ísraelsríkis berum ábyrgð á því sem þarna hefur gerst og er að gerast. Við getum ekki liðið það að fólk sé svipt mannréttindum og búi við hörmungar áratugum saman og sé ekki virt sem manneskjur. Við berum ábyrgð á örlögum Palestínumanna og okkur ber skylda til að beita okkur fyrir því að Ísraelsmenn fari að alþjóðalögum og virði mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Á sama hátt þá ber okkur að stuðla að því að reynt verði að leggja grunn að varanlegri uppbyggingu í Palestínu og eðlilegum samskiptum þeirra sem byggja þessi lönd.
Ein forsenda þess er að viðurkenna að allir menn eiga sama rétt og eru jafnmikilvægir og merkilegir.
Vandamál Palestínumanna verða ekki leyst nema þar sem þeir eiga heima. Okkur ber skylda til að leggja stóraukna fjármuni til mannúðarstarfs á þessu svæði. Vandamál Palestínumanna verða ekki leyst nema í Palestínu. Þau verða ekki leyst á Akranesi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
14.5.2008 | 22:38
Skýrar línur í Evrópumálunum hjá varaformanni Sjálfstæðisflokksins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gaf athygliverðar yfirlýsingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hún talar m.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið á næsta kjörtímabili. Orð varaformannsins verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að hún telji tímabært að hefja aðildarviðræður fljótlega. Slíkt gefur auga leið því að hefjist ekki aðildarviðræður á þessu kjörtímabili þá er nær útilokað að þjóðaratkvæðagreiðsla verði um málið á næsta kjörtímabili. Nú bíð ég eftir yfirlýsingu formanns Sjálfstæðisflokksins um málið. Telur hann tímabært að Ísland sæki um aðild og hefji aðildarviðræður að ESB fljótlega?
En ESB var ekki það eina athygliverða í ræðu Þorgerðar með stuðningsmönnum sínum í Kópavogi. Þorgerður lýsti líka áhyggjum sínum af ástandinu í borgarstjórn Reykjavíkur. Þegar varaformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir yfir áhyggjum af borgarstjórn Reykjavíkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í meiri hluta þá er ljóst að varaformaðurinn telur að mikið sé að.
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í Suð Vestur kjördæmi virtust allir vera á fundinum í Kópavogi en það fer ekki sögum af því að þeir hafi tjáð sig með öðrum hætti en varaformaðurinn. Það má því ætla að sjónarmið Þorgerðar Katrínar í Evrópumálum og varðandi borgarstjórn Reykjavíkur njóti stuðnings þeirra.
En hvað segir Geir?
![]() |
Hefur áhyggjur af borgarmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 20:06
Illur fengur illa forgengur.
Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur uppsker samkvæmt þessari skoðanakönnun eins og hann hefur til sáð. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að stela meiri hlutanum með því að setja borgarstjóraembættið á uppboð. Ólafur F. Magnússon hæstbjóðandi átti ekki í vanda með að ganga á grið og eiða við fyrri meiri hluta og líflækni sinn og vin Dag B. Eggertsson.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er í sögulegu lágmarki samkvæmt þessari skoðanakönnun og hlítur að vera Sjálfstæðisfólki umhugsunarefni. Sá draumur sem Sjálfstæðismenn hafa haft um að ná hreinum meiri hluta í Reykjavík verður ekki að veruleika með vinnubrögðum eins og flokkurinn hefur viðhaft í borgarstjórn.
Ólafur F. Magnússon uppsker með sama hætti og Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann hefur til sáð. Verst að margir átta sig ekki á því að hann og helstu sporgöngumenn hans eru gengin úr Frjáslynda flokknum en koma úr Íslandshreyfingunni. Frjálslyndi flokkurinn ber því ekki flokkslega ábyrgð á Ólafi F. Magnússyni eða núverandi meiri hluta.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.5.2008 | 15:31
Hvað segir Ómar um þetta?
Pólitíski spillingafnykurinn leggur af ráðningu Ólafs F. Magnússonar á Jakobi Frímanni.
Ólafur F. Magnússon og Jakob Frímann tengjast traustum pólitískum böndum í Íslandshreyfingunni en Jakob var frambjóðandi þess flokks í Suðvestur kjördæmi við síðustu kosningar og Ólafur F. Magnússon ötull stuðningsmaður.
En þeir Ólafur F. og Jakob F tengjast ekki bara í gegn um Íslandshreyfinguna. Þeir spiluðu saman fótbolta í Val í gamla daga og voru skólabræður í gagnfræðaskóla eins og það hét á þeim tíma.
Í sjálfu sér er ekkert við að athuga að menn séu ráðnir til starfa á grundvelli hæfileika jafnvel þó að yfirmaður eða sá sem sér um ráðningu þekki viðkomandi og tengist honum ákveðnum böndum. Í þessu tilviki var ekki fylgt eðlilegum reglum um ráðningar. Þá er mér til efs að ráða hefði þurft starfsmann í þessa stöðu ekki frekar en í stöðu menningarfulltrúa í London sem Jakob Frímann var ráðinn í á sínum tíma út á pólitíska verðleika þess tíma.
Ég hélt að jafn góður og grandvar maður og Ómar Ragnarsson er mundi leggja áherslu á að flokkur hans færi ekki í fótspor gömlu flokkana í pólitískum mannaráðningum. En hann ræður sjálfsagt ekki við spillingaröflin í flokknum.
11.5.2008 | 23:15
Að sjálfsögðu.
Að sjálfsögðu á að fella eftirlaunalög æðstu embættismanna ríkisins úr gildi. Að sjálfsögðu á líka að afnema áunninn réttindi þeirra sem hafa fengið þau samkvæmt þessum ranglátu eftirlaunalögum.
Vafalaust spyrja margir hvort þeir sem hafi þegar fengið þau réttindi sem kveðið er á um í lögunum geti ekki farið í bótamál verði réttindi þeirra afnumin. Ég segi þá skulum við láta þá einstaklinga sem það kjósa gera það. Láta hvern og einn standa fyrir máli sínu og opinbera sig fyrir þjóðinni. Það væri til afspurnar ef hálaunamennirnir í sendiherra- eða forstjórastöðunum sæktu mál gegn íslenska ríkinu til að geta haldið áfram að vera á tvöföldum launum.
Ingibjörg Sólrún hefur gefið afdráttarlausa yfirlýsingu. Hún er að vísu ekki talsmaður ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Því verður ekki trúað að hún gefi svona yfirlýsingar nema fyrir liggi vilji í ríkisstjórninni til að fella eftirlaunalögin úr gildi.
Nú bíð ég spenntur eftir því hvað talsmaður ríkisstjórnarinnar í þessu máli og svo mörgum öðrum, Geir H. Haarde, hefur um málið að segja. Hann hefði átt að tjá sig um málið fyrstur ekki rétt?
![]() |
Eftirlaunalög Alþingis verða felld úr gildi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.5.2008 | 12:51
Gleðilega hátíð.
Gleðilega Hvítasunnu. Hvítasunnan er haldin hátíðleg til minningar um það að heilagur andi kom yfir lærisveina Jesú og markar þau tímamót að þeir taka að útbreiða fagnaðarerindið.
Uppstigningardagur er nokkru á undan Hvítasunnu og kallaður á dönsku Jesus himmelfartsdag. Þá er minnst þegar Jesú steig upp til himna frá Ólívufjallinu fyrir austan Jerúsalem.
Í fyrrasumar var ég á ferð í Palestínu og átti þess m.a. kost að koma á þann stað þar sem Jesús átti að hafa stigið upp til himna. Sá staður og minningarsúlan á staðnum voru látlaus og báru þess ekki vitni að þarna hefði merkur atburður gerst. Raunar fannst mér að mörgu leyti sem Gyðingar hefðu ekki mikinn áhuga á að gera vegsemd kristninnnar mikla.
10.5.2008 | 18:14
Áfram Jóhanna.
Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra virðist vera eini ráðherrann í ríkisstjórninni sem gerir sér grein fyrir því að stór hluti heimila í landinu standa ekki undir okurvöxtum í íslenska vaxtasamfélagi hæstu stýrivaxta í Evrópu.
Jóhanna talar um að lækka verði dráttarvexti og og skoða aðra vexti. Hér skal tekið heilshugar undir með Jóhönnu. Jóhanna skynjar að höfuðvandinn vegna efnahagslægðarinnar bitnar á venjulegu fólki og það skiptir máli að gæta þess að heimilin í landinu verði ekki keyrð um koll í vaxtafárinu sem ríkir á íslenskum lánamarkaði.
Formaður Samfylkingarinnar boðaði fyrir nokkru að taka ætti stórt dýrt erlent lán til að standa styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands og styrkja íslensku krónuna, sem Ingibjörg hefur raunar sagt að væri ónýt. Síðan talaði hún um að styðja viðskiptabankana með erlendum lántökum. Jóhanna Sigurðardóttir skilur vandann hins vegar þannig að hann sé vandi skuldsettra fjölskyldna í landinu. Vandi þeirra sem lækka í tekjum. Vandi þeirra sem missa vinnuna til lengri eða skemmri tíma. Það er sá vandi sem þarf að huga að nú þegar.
Skyldi Jóhanna vera eini ráðherrann sem skynjar þann vanda sem nú steðjar og mun steðja að venjulegu fólki í landinu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 90
- Sl. sólarhring: 426
- Sl. viku: 2124
- Frá upphafi: 2504911
Annað
- Innlit í dag: 85
- Innlit sl. viku: 2004
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 82
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson