Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
9.5.2008 | 09:24
Sumarlokanir á tímum loftrýmiseftirlits
Í fréttum í dag er sagt frá því að loka eigi öldrunaríbúðum á Þingeyri yfir sumartímann og flytja þá sem þar búa á Ísafjörð. Fljótlega sjáum við fréttir um sumarlokanir sjúkradeilda og aðrar sparnaðarráðstafanir vegna sumarleyfa. Skert þjónusta er óumflýjanleg segja forstöðumennirnir vegna þess að við höfum ekki peninga til annars. Sjálfsagt allt rétt.
En hvað með peningana í óþarfa loftrýmiseftirlit. Loftrýmiseftirlit sem felst í því að fá hingað krakka frá hinum ýmsu NATO þjóðum með dýru herþoturnar sínar til að æfa sig á kostnað skattgreiðenda á Íslandi. Væri ekki nær að spara þann pening og tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld eins og Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa lengi haft á stefnuskrá sinni.
Er loftrýmiseftirlit ef til vill mikilvægara en vellíðan aldraðra og öryrkja í núinu?
8.5.2008 | 12:06
Almenningur er lúbarinn aftur og aftur.
Upplýsingar úr uppgjörum bankanna fyrir fyrsta fjórðung ársins sýna gengishagnað þeirra á þeim ársfjórðungi upp á 85.6 milljarða íslenskra króna.
Hvað þýðir það? Bankarnir keyptu erlenda gjaldmiðla fyrir krónur á þessu tímabili og ollu að verulegum hluta miklu gengisfalli íslensku krónunnar. Vegna þessara aðgerða bankanna gerðist m.a. eftirfarandi:
1. Bankarnir gátu sýnt góðan hagnað á ársfjórðungnum vegna gengismunarins.
2. Þeir lækkuðu gengi krónunnar verulega
3. Þeir hækkuðu með þessu gengisbundin lán.
4. Þeir hækkuðu með þessu lán bundin vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.
5. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti.
Skuldirnar þínar hækkuðu og vaxtakjörin versnuðu vegna þess að stóru leikendurnir gátu gert það sem þeir vildu á þinn kostnað. Þeir eru ekki þeir einu. Það eru fleiri stórir aðilar sem geta gert þetta og ráðið genginu innan dagsins og tekið mikinn hagnað út úr kerfinu.
Ég hef gagnrýnt þetta frá því að krónan var sett á flot markaðsgengis. Það er fráleitt að minnsta myntsvæði í heimi standi gjörsamlega óvarið gagnvart öllum stórum aðilum eins og við látum viðgangast hjá okkur varðandi krónuna.
Nú sést að hluta hvaða þýðingu þetta kerfi getur haft fyrir fólkið í landinu.
Það er gjörsamlega óásættanlegt að við skulum hafa stjórnvöld sem sætta sig við og stuðla að því að almenningur í landinu skuli þurfa að sæta þeim afarkjörum sem aðilar á fjármálamarkaði og spekúlantar geta búið til vegna vitlausrar stefnu í gengismálum og algjörs ábyrgðarleysis stjórnvalda varðandi gengisskráningu krónunnar.
7.5.2008 | 23:21
Elliheimilum lokað en loftrýmið er varið stundum.
Í sumar á að loka öldrunarheimilinu á Þingeyri og vafalaust fleiri öldrunarheimilum. Væntanlega hefur verið gerð áætlun um að loka deildum á sjúkrahúsum vegna þess að peningar fást ekki til að halda uppi fullri þjónustu yfir sumarmánuðina.
Á meðan borgum við fyrir erlendar flugsveitir NATO ríkjanna sem hér dveljast stundum við heræfingar sem heitir loftrýmiseftirlit. Þrátt fyrir þetta loftrýmiseftirlit er loftrýmið blessað óvarið meiri hluta ársins. Gildi loftrýmiseftirlitsins eins og það er skipulagt miðast við það að hugsanlega gætu einhverjir fávitar viljað gera eitthvað af sér í loftrými Íslands. Sæmilega skynsamur árásaraðili mundi eðlilega bíða þangað til ekkert lofrtýmiseftirlit er fyrir hendi. Þetta fyrirkomulag getur ekki verið annað en aðhlátursefni út frá herfræðilegum og húmorískum sjónarmiðum.
Það er hins vegar ekkert gamanmál og getur kostað mannslíf að forgangsraða vitlaust eins og nú er gert. Loftrýmiseftirlitið skal kosta en loka á þjónustu fyrir sjúklinga og aldraða að hluta.
7.5.2008 | 11:03
Vill Sjálfstæðisflokkurinn nýja ríkisútgerð?
Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur eðlilegt að skoða það hvort stofna eigi til nýrrar ríkisútgerðar eða eyða skattfé til að styrkja strandsiglingar. Þingmaðurinn komst að þessari niðurstöðu eftir að samgönguráðherra sagði honum að ein ferð flutningabíls með tengivagn orsakaði jafn mikið slit á vegum og ferðir 12.000 fólksbíla. Þetta svar ráðherra er raunar með öllu glórulaust en það er annað mál. Þó við gefum okkur það að flutningabílarnir valdi svona miklu sliti þá er það ekki þar með sagt eðlilegt ályktun að stefna skuli að ríkisstyrktum flutningum á sjó. Vandamálið er vegakerfið en ekki flutningabílarnir.
Hvort sem mér, samgönguráðherra eða þeim þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem vill framkvæma frjálshyggju með sósíalisma líkar betur eða verr þá eru flutningar stórra vöruflutningabifreiða komnir til að vera. Vandamálið eru ekki stóru flutningabílarnir heldur lélegir vegir. Í vegamálum hafa menn hugsað allt of skammt og dregið rangar ályktanir af gefnum forsendum eins og þingmaðurinn sem vill nýja ríkisútgerð.
Við eigum að gera stórátak í samgöngumálum og búa til raunverulega varanlega vegi og mun breiðari en nú er. Vegirnir eru víðast svo mjóir að venjulegum ökumönnum finnst oft óþægilegt að mæta stórum flutningabílum þó þeir víki vel út í kant sem raunar gerist ekki alltaf.
Ríkisútgerð er afturhvarf til fortíðar og sýnir á hvaða hugmyndafræðilegu villigötum Sjálfstæðisflokkurinn er.
6.5.2008 | 09:26
Stríðsleikir á kostnað skattgreiðenda.
Franskir krakkar eru hér á landi á kostnað skattgreiðenda við að prófa og æfa sig á fínu leikföngin sín, herþoturnar. Þetta heitir á fínu máli loftrýmiseftirlit.
Í Morgunblaðinu í dag er sagt frá því að rússneskar herflugvélar hringsóli í kring um landið. Spurning er hvort við getum ekki fengið Rússa til að annast um loftrýmiseftirlitið? Fyrst þeir eru á annað borð að hringsóla þetta í kring um landið hvort heldur er.
Stafar okkur einhver hætta af Rússum ? Eru þeir ekki vinaþjóð okkar?
Væri ekki best að herþjóðirnar fengju leyfi til að sýna og monta sig af flottu græjunum sínum, herþotum og öðru tilheyrandi á eigin kostnað. Við gætum selt þeim þjónustu en stríðsleikir á kostnað skattgreiðenda eiga ekki að koma okkur við. Við erum herlaus þjóð. Er einhver sem ógnar okkur?
5.5.2008 | 17:16
Skipulagsmál í ógöngum.
Skipulagsmál Vatnsmýrarinnar eru í ógöngum. Valin var verðlaunatillaga. Sú tillaga er að mínu mati óheppileg. Hrafn Gunnlaugsson sýndi fram á með einföldum hætti hvaða vandamál fylgja tillögunni. Ég er ánægður að sjá að borgarstjóri skuli alla vega hafa alvarlegar efasemdir um gildi tillögunnar.
Skipulag Vatnsmýrarinnar er í ógöngum hvað sem öðru líður. Þegar ákvörðun var tekin um að Háskólinn í Reykjavík skyldi vara í vesturjaðri Öskjuhlíðarinnar var ljóst að það mundi þrengja mjög að flugvellinum og raunar fannst mér það skipulag benda til þess að ákvörðun hefði verið tekin um að láta hann fara. Ég get ekki séð að borgaryfirvöld hafi leyst mál sem lúta að umferð um svæðið eða að og frá því eftir að Háskólinn í Reykjavík tekur til starfa á svæðinu. Þá verður ekki séð að nýju skipulagstillögurnar um Vatnsmýrina leysi samgöngumálin. Að mörgu leyti virtist þessi verðlaunatillaga dæmigerð fyrir tillögur sem líta vel út við fyrsta augnakast en duga ekki sem skipulag í borg.
Spurningin er hvað Sjálfstæðismenn segja um yfirlýsingar borgarstjóra.
En vandamálið er miklu stærra miðborgin er vandamál meðan ekki er tekin ákvörðun um heildarskipulag miðborgarinnar sem heimilar eðlilega nýtingu fasteigna á miðborgarsvæðinu. Það má gera án þess að heildarmyndinni verði raskað. Eða miklu frekar til að fá ákveðna heildarmynd í staðinn fyrir þá hryggðarmynd sem miðborgin er í dag.
![]() |
Vilja umræðu um Vatnsmýrina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2008 | 18:32
Frost á fasteignamarkaði.
Formaður félags Fasteignasala talaði á fundi hjá landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum í hádeginu og gerði grein fyrir þeim vanda sem við er að etja á fasteignamarkaðnum og í þjóðfélaginu.
Vanda sem að hluta til má rekja fyrir aðgerða- og úrræðaleysis ríkisstjórnarinnar.
Ríkisstjórnin lagði fram frumvarp um að fella niður stimipilgjald við kaup á fyrstu íbúð sem taki gildi í sumar. Af hverju ekki strax og af hverju ekki að fella niður stimpilgjald af öllum fasteignakaupum?
Það er alvarlegt ef byggingariðnaðurinn á höfuðborgarsvæðinu dregst verulega saman. Byggingariðnaðurinn er stóriðja höfuðborgarsvæðisins.
Nú bíða allir eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahags- og lánamálum meðan beðið er ríkir frost á fasteignamarkaði og ofurvextirnir og verðtryggingin vega að velferð unga fólksins í landinu.
Ég hef stundum velt því fyrir mér af hverju Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum ráðamönnum dettur bara í hug að taka dýr lán á kostnað skattgreiðenda til að standa undir gjaldmiðlinum og einkafyrirtækjum í fjármálastarfsemi en huga ekkert að því að stöðva lánaokrið gagnvart fólkinu í landinu.
Seðlabankinn telur það verðbólguhvetjandi að almenningur á Íslandi búi við svipuð lánakjör og almenningur á hinum Norðurlöndunum. Sýnir það ekki vandann í hnotskurn?
Fólkið í landinu getur ekki sætt sig við og má ekki sætta sig við okursamfélagið.
3.5.2008 | 09:58
Flott Félagskvöld Fylkis
Húsfyllir var á félagskvöldi Fylkis í gærkvöldi þar sem meistaraflokkur kvenna og karla voru m.a. kynnt til leiks. Verði árangur Fylkis í samræmi við það þann áhuga sem var í gærkvöldi og breiðum stuðningi við liðin þá ætti Fylkisfólk að vera í góðum málum. Ég veit ekki hvort það eru margar knattspyrnudeildir sem státa af því að hafa konu sem formann en knattspyrnudeild Fylkis nýtur dugnaðar og atorku Sigrúnar Jónssonar formanns knattspyrnudeildarinnar. Þar er rétt kona á réttum stað.
Ég vonast til að fara sem oftast ánægður af vellinum í sumar eftir sigur Fylkis.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2008 | 12:54
Alvarleg staða.
Sú alvarlega staða sem komin er upp í þjóðfélaginu vegna vandamála í efnahagslífinu er enn alvarlegri fyrir þá sök að ríkisstjórnin heldur að sér höndum og ráðherrar tala með ýmsu móti um vandann. Vandræðagangur ríkisstjórnarinnar leiðir til aukinnar óvissu og erfiðleika atvinnufyrirtækjanna.
Nú þegar lífskjör hafa versnað og skuldabyrði almennings vaxið vegna verðbólgu og gengisfellingar er brýn þörf á því að ríkisstjórnin láti alla vega vita hvert hún stefnir. Óvissan og hringlandahátturinn kemur öllum í koll.
Full atvinna er fogagnsatriði. Til þess þurfa hjól atvinnulífsins að geta snúist en það geta þau ekki meðan stýrivextir eru skrúfaðir upp úr öllu valdi og ríkissjóður ætlar sér að halda öllu sínu og liðka hvergi til eða lina á skattaokrinu.
![]() |
Bankastarfsmenn uggandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 301
- Sl. sólarhring: 734
- Sl. viku: 2319
- Frá upphafi: 2505747
Annað
- Innlit í dag: 281
- Innlit sl. viku: 2176
- Gestir í dag: 267
- IP-tölur í dag: 259
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson