Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
16.7.2008 | 10:12
Burt með þá
Samtökin Saving Iceland hafa um nokkurra ára skeið mótmælt því að byggð yrðu vistvæn orkuver á Íslandi. Aðallega hafa mótmælin beinst gegn byggingu Kárahnjúkavirkjunar en nú einnig að jarðvarmaveitunni á Hellisheiði. Samtökin leggja sérstaka rækt við að mótmæla vistvænustu orkuverum í veröldinni. Þá hafa samtökin mótmælt stóriðjustefnu. Félagar í samtökunum hafa sama rétt og aðrir til að halda fram skoðunum sínum og mótmæla í lýðfrjálsu landi. Samt sem áður verða mótmælin að vera innan þeirra marka sem lög heimila. Vandamál við mótmæli Saving Iceland hafa komið til vegna þess að félagar og/eða áhangendur samtakanna hafa iðulega farið langt út fyrir eðlileg mörk í mótmælum og staðið fyrir skemmdarverkum og lögbrotum. Nefna má í því sambandi skemmdarverk sem unnið var hjá ræðismanni Íslands í Edinborg en einnig má benda á að lögregluyfirvöld hafa oft þurft að hafa afskipti af mótmælum samtakanna. Árið 2006 voru 14 félagar í samtökunum kærðir og dæmdir fyrir að standa í skemmdarverkum og fara ekki að tilmælum lögreglu svo dæmi séu tekin. Þegar þetta er skrifað hafa mótmæli samtakanna við Hellisheiðarvirkjun verið friðsamleg. íslensk sumarrigning er meira en margir mótmælendurnir gátu þolað og urðu því að sækja sér aðstoð og hlýju frá þeim orkuverum sem mótmæli þeirra beinast gegn.
Þó á þessum inngangi megi skilja að ég er ekki sérstakur aðdáandi samtakanna Saving Iceland, þá hækkuðu þau verulega í áliti hjá mér í dag. Vistvæni varaformaður Orkuveitu Reykjavíkur Ásta Þorleifsdóttir úr Íslandshreyfingunni segist í frétt dást að hugsjón samtakanna Saving Iceland. Hún bauð samtökunum óformlega að sækja um styrk hjá fyrirtækinu. Varaformaður Orkuveitunnar vildi hlutast til um að mótælasamtökin, hvers félagar eru margdæmdir fyrir óhlýðni og skemmdarverk, fengju styrk af almannafé frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í sjálfu sér kom mér þessi hugsun Ástu Þorleifsdóttur umhverfisverndarsinna ekki á óvart. Hún er greinilega vön að vasast þannig með opinbert fé að henni finnst eðlilegt að því megi eyða eftir hentugleikum. Þá hefur hún vafalaust einnig haft í huga þegar Landsvirkjun af gjafmildi sinni styrkti formann Íslandshreyfingarinnar um margar milljónir vegna mótmæla hans við Kárahnjúkavirkjun. Formanninum fannst eðlilegt að taka við styrknum frá Landsvirkjun og hvers vegna þá ekki Saving Iceland.. Nú brá svo við að hugsjónafólkið í Saving Iceland sagði nei takk við Ástu Þorleifsdóttur. Því fannst ekki eðlilegt að þiggja styrk úr hendi þeirra sem mótmæli þeirra beinast gegn. Ég tek ofan fyrir þessari afstöðu félaga Saving Iceland. Afstaða nefndardrottningar Reykjavíkur er hins vegar dæmigerð fyrir þann fáránleika sem einkennir meirihlutann í Reykjavík. Í sama dagblaði og lesa mátti frétt um að Saving Iceland hefði kurteislega afþakkað boð Ástu Þorleifsdóttur varaformanns Orkuveitunnar, var frétt þar sem Ásta, sem fær yfir hálfa milljón á mánuði fyrir nefndarsetur og önnur viðvik hjá Reykjavíkurborg, kvartar yfir því að þurfa að borga símkostnað og akstur fyrir REI. Það er raunar með ólíkindum að milljarðafyrirtækið REI skuli gera svona illa við stjórnarmann sinn. Ásta upplýsir að hún fái 125 þúsund á mánuði fyrir stjórnarsetu hjá REI en það er ekki nóg því að engir aksturspeningar fylgja og símann sinn verður hún að borga sjálf. Stjórn Orkuveitunnar gæti e.t.v.hlutast til um að veita Ástu styrkinn sem Saving Iceland hafnaði. Þá gæti þessi umhverfissinni sem er varaformaður Orkuveitunnar haldið áfram að nota bílinn sinn til hins ítrasta auk símans. Það er engin ástæða til þess að umhverfisverndarsinnar í orði noti vistvæn farartæki. Eða hvað?
Af orðum og afstöðu nefndardrottningar Reykjavíkurborgar Ástu Þorleifsdóttur að dæma, virðist brýnna að sérgróða liðinu í stjórn Reykjavíkurborgar verði vikið burt en félögum úr Saving Iceland.
Greín í 24 stundum miðvikudag 16.7.2008.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.7.2008 | 16:15
Réttmæt gagnrýni Obama á George Bush.
Barack Obama var á móti innrásinni í Írak á sínum tíma. Hann gagnrýnir Bush forseta fyrir það hvernig hann hefur haldið á málum í baráttunni við hryðjuverk. Gagnrýni Obama er réttmæt. Bush og félagar hafa því miður gert hræðileg mistök. Innrásin í Írak var mikil mistök. Hernaðarafskipti í Afghanistan árum saman eru ekki til þess fallinn að skila tilætluðum árangri. Nú hefur hernaður Bandaríkjanna bæði í Írak og Afghanistan staðið lengur en sá tími sem þeir börðust í síðari heimstyrjöld
Vandinn er sá að með innrásinni í Írak hafa Bandaríkjamenn valdið meiri vanda en þann sem þeir leystu. Minni hlutahópar eins og kristnir íbúar Írak búa við miklar ógnir. Margir hafa flúið og margir verið myrtir. Milljónir hafa flúið landið og fjölmörg grimmdarverk hafa verið unnin af þeim sem tóku við stjórn í skjóli bandarískra vopna. Mannfall NATO og Bandaríkjanna eykst og skærur eru um allt land. Talað er um að þrátt fyrir gríðarlega hernaðaraðstoð og mikla fjárhagsaðstoð þá stjórni ríkisstjórn Hamid Karsai ekki einu sinni höfuðborginni Kabúl af öryggi. John Mc Cain mun ekki gera grundvallarbreytingar á hernaðarstefnu Bandaríkjanna.
Ég vona hins vegar að Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna því að mér sýnist hann geta bætt stöðu Bandaríkjanna og áunnið traust þjóða heims á Bandaríkjunum. Traust sem að George W. Bush jr. forseti hefur eyðilagt. Gagnrýni á Bush á vissulega rétt á sér. Hann hefur verið hræðilegur forseti.
Obama gagnrýnir Bush harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.7.2008 | 15:37
Okurverð á eldsneyti.
Ég tók eftir því þegar ég var staddur í einu Evrulandinu fyrir rúmum 2 vikum síðan að verð á bensíni og díselólíu var töluvert lægra en hér. Þá kostaði bensínlíterinn 0.94 Evrur en líterinn af bensíni kostaði eina Evru. Þá kostaði meira að kaupa Evrur fyrir íslenskar krónur en það kostar í dag. Frá þeim tíma hefur gengi krónunnar hækkað en samt heldur eldsneytið áfram að hækka og hækka.
Ég geri mér grein fyrir því að álögur ríkisins skipta máli við verðlagningu á eldsneyti. Álögur ríkisins á eldsneyti eru of miklar. Við búum í landi þar sem einkabíllinn gegnir mun mikilvægara hlutverki en víðast annars staðar í okkar heimshluta þar sem valmöguleikar á farartækjum t.d. almenningssamgöngum eru miklu betri en hér og veðurlag gerir fýsilegra að nota vistvænni fararskjóta eins og t.d. reiðhjól.
Hátt heimsmarkaðsverð á eldsneyti og takkmörkuð samkeppni á olíumarkaðnum hér réttlætir þá kröfu að ríkið stórlækki gjaldtöku sína af olíum og bensíni. Það tekur tíma fyrir fólk að komast á hagkvæmari fararskjóta hvað eldsneytiseyðslu varðar.
Hvernig væri því að ríkisvaldið lækkaði álögur sínar á bensín og olíur tímabundið í 2 ár og felldi niður öll gjöld nema virðisaukaskatt af farartækjum sem eyða minna en 6 lítrum á hverja hundrað ekna kílómetra?
Eldsneytisverð snarhækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.7.2008 | 12:22
Ofstoparíkisstjórnir eiga það á hættu að fólk hlýði þeim ekki.
Hvað á að gera þegar sjómaður rær kvótalaus? Við höfum lög í landinu um stjórn fiskveiða. Ásmundur er að brjóta gegn ávkæðum þeirra laga. Ásmundur getur hins vegar bent á að þessi lög um stjórn fiskveiða hafa verið úrskurðuð brjóta gegn mannréttindum af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Hann getur bent á að nefndin telur að það gangi ekki að sumir fiskimenn fái ókeypis það sem aðrir þurfa að kaupa.
Íslenska ríkisstjórnin hefur brugðist í þessu máli. Sjávarútvegsráðherra hefur brugðist í þessu máli. Strax og álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna lá fyrir átti sjávarútvegsráðherra að hafa forgöngu um að gerðar yrðu breytingar á kvótakerfinu. Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra var í þeirri einstöku stöðu að geta náð þjóðarsátt um nýtt fiskveiðistjórnarkerfi. En hvorki sjávarútvegsráðherra né ríkisstjórnin kusu að fara að áliti Mannréttindanefndarinnar. Ríkisstjórnin kaus að halda áfram að brjóta mannréttindi á borgurum sínum.
Ríkisstjórnin og sjávarútvegsráðherra ættu að minnast orða Þorgeirs Ljósvetningagoða á Alþingi árið 1000 þegar við trúnni var tekið af lýð þegar hann sagði: "Ef við slítum í sundur lögin þá slítum við í sundur friðinn.
Mótmælir kvótakerfinu með veiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.7.2008 | 16:15
Vanmerktar vörur og íslenskukunnátta.
Það er alvarlegt að varnaðarmerkingar séu ekki á öllum hættulegum efnavörum. Það kemur í ljós við könnun að um 30% af hættulegum efnavörum í byggingarvöruverslunum hafa ekki fullnægjandi varnaðarmerkingar. Þetta er lögbrot. Með þessu eru seljendur að leggja viðskiptavini sína í hættu.
Vandinn er einnig sá að iðulega er litlar leiðbeiningar að fá í verslunum vegna þess að stór hluti af starfsfólki verslana talar iðulega litla sem enga íslensku.
Það verður að gera kröfu til þess að allar hættulegar vörur séu merktar með viðeigandi varnaðarmerkingum eins og krafist er í lögum. Þá verður líka að gera kröfu til þess að í öllum verslunum sé einhver sem geti gefið fullnægjandi svör og lýsingar á hlutum og svarað fyrirspurnum viðskiptavina á íslensku. Við erum jú á Íslandi og minni kröfur er ekki hægt að gera.
Vanmerktar efnavörur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.7.2008 | 15:54
Bankakreppa í Danmörku?
Það er með ólíkindum að danskir bankamenn og greiningaraðilar skuli í meir en ár hafa talað um bankakreppu á Íslandi og vandamál íslensks efnahagslífs á meðan vandamálin hrönnuðust upp fyrir augnum á þeim í dönsku þjóðlífi.
Nú hefur Hróarskeldubankinn neyðst til að taka neyðarlán hjá danska Seðlabankanum og fleiri danskir bankar hafa verið í vandamálum.
Það er alvarlegt að lesa um vandann í dönsku fjármálalífi. Samdráttur, bankakreppa og verðhrun í Danmörku er alvarlegt mál fyrir okkur. Íslenskir fjárfestar hafa fjárfest mikið í Danmörku og niðursveifla þar mun óhjákvæmilega bitna á okkur og sennilega flestum íslenskum fjármálastofnunum ef svo heldur fram sem horfir.
Af hverju skyldi danskt efnahagslíf sigla svona fljótt inn í vandamál?
Eitthvað er rotið í Danaveldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.7.2008 | 11:54
Gjaldþrotin og léttúðin.
Bjarni Harðarson alþingismaður skrifar fróðlega grein í 24 stundir í dag um gjaldþrotin og léttúðina. Þar bendir Bjarni á það með skilmerkilegum hætti að fjárhagslegir erfiðleikar og gjaldþrot bitni oft mest á þeim sem síst eiga það skilið. Þetta er hárrétt greining hjá Bjarna og góðar ábendingar.
Mér hefur fundist undarlegt að hlusta á það hjá ýmsum hvað þeir tala um fjárhagsleg vandamál einstaklinga og fyrirtækja af mikilli léttúð. Þannig brá mér að heyra fulltrúa þeirra sem telja peningana vaxa á trjánum þau Andra Snæ Magnason og talsmann Sjálfstæðisflokksins Jórunni Frímannsdóttur borgarfulltrúa tala um fjárhagsvanda einstaklinga og fyrirtækja eins og það væri lítið mál þó einhverjir færu illa eins og þau gerðu í þættinum í Vikulokin fyrir viku síðan.
Bjarni Harðarsson greinir hlutina réttilega þegar hann segir: "Hirtingin sem fólgin er í gjaldþrotinu hittir yfirleitt alla aðra fyrir en eiga það skilið enda sitja ráðgjafar bankanna, bruðlsamir stjórnendur hins opinbera og alls konar leiðtogar stikkfrí".
Fjárhagslegir erfiðleikar og gjaldþrot fólks og fyrirtækja er alvarlegt mál og það er tími til kominn að um slíkt sé fjallað ekki af léttúð og með því að sletta í góm heldur af alvöru eins og Bjarni Harðarsson gerir í góðri grein sinni.
11.7.2008 | 10:10
Bavíanalýðveldi Árna Johnsen.
Ég gat ekki að mér gert að skella upp úr þegar ég sá grínmynd Halldórs af síðasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í 24 stundum í morgun. En grínmynd er grínmynd en alvaran er annað mál.
Í greinum sem Árni Johnsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur skrifað talar hann að Ísland sé ekki réttarríki og ákveðnir aðilar verði fyrir ofsóknum. Allt beinist þetta með einum eða öðrum hætti að núverandi og fyrrverandi forustufólki Sjálfstæðisflokksins. Skrif og málflutningur Árna Johnsen er svæsnasta árás Sjálfstæðismanns á forustu Sjálfstæðisflokksins.
Þegar blaðamenn spurðu forsætisráðherra og ýmsa þingmenn Sjálfstæðisflokksins um skrif Árna þá sögðust þeir ekki hafa lesið þau. Vægast sagt hlægilegt að heyra. Nú hljóta þeir að vera búnir að lesa og hlusta.
Þá er spurningin. Eru fréttamenn íslenskir búnir að gleyma málinu? Ætla fréttamenn að láta þingmenn, ráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins komast upp með útúrsnúninga og bull í málinu. Ef fréttamenn geta ekki fengið forustu Sjálfstæðisflokksins til að fjalla málefnalega um þetta mál eða þá neita að tjá sig þá eru þeir ekki starfi sínu vaxnir.
Væri ekki heiðarlegra og málefnalegra fyrir forustu Sjálfstæðisflokksins að fjalla málefnalega um þessi sérstæðu skrif þingmanns flokksins.
10.7.2008 | 13:44
Frábær hugmynd hjá Friðrik Sóphussyni
Friðrisk Sóphusson forstjóri Landsvirkjunar skrifar frábæra grein í Morgunblaðið í gær. Í greininni bendir Friðrik á það m.a. að á Íslandi sé stærsta eyðimörk í Evrópu. Þetta er rétt hjá Friðrik. Þessi ábending sýnir hversu galin staðhæfing Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna er um að verið sé að drekkja Íslandi með uppistöðulónum. Þá bendir Friðrik á það að gróðurþekja landsins hafi minnkað öldum saman vegna ágangs manns og náttúru. Friðrik kemur síðan með hugmynd um stórátak í landgræðslu og skógrækt.
Því miður hafa sjálfskiparðir náttúruverndarsinnar og grænir hvort heldur þeir hafa kallað sig hægri eða vinstri séð þá helstu náttúruvá sem fólgin er í byggingu vistvænna og sjálfbærra orkuvera þar sem fallvötn og jarðhiti hafa verið notuð. Ekki hefur verið sinnt því sem skiptir mun meira máli. Málflutningur bæði Vinstri grænna og Íslandshreyfingarinnar hefur því verið holur hvað varðar baráttu fyrir raunverulegri náttúruvernd og betra Íslandi.
Það þarf að gera stórátak í landgræðslu og skógrækt. Það þarf að gera stórátak í borgum ekki síst í Reykjavík til að hreinsa og bæta umhverfið. Reykjavíkurborg sem gæti verið fyrirmynd að öllu leyti sem hrein borg sinnir ekki nauðsynlegum þrifum og m.a. þess vegna fer svifryksmengun ítrekað yfir hættumörk. Ríkisstjórnin gerir ekkert til að hvetja fólk til að aka um á vistvænni ökutækjum. Ég tel að það eigi að afnema öll aðflutningsgjöld og skatta að virðisaukaskatti undanteknum af ökutækjum sem eyða minna en 6 lítrum af bensíni eða díselolíu á hverja hundrað ekna kílómetra.
9.7.2008 | 11:51
Skyldi Geir vita af þessu?
Nú hafa Samfylkingarmenn kastað Sjálfstæðismönnum í bæjarstjórn Grindavíkur frá sér og myndað meiri hluta með Framsókn. Ýmsir Sjálfstæðismenn halda því fram að Samfylkingin bíði færis eftir að losa sig úr stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir benda á að skóflustunga viðskiptaráðherra fyrir álveri í Helguvík og samningur Össurar um álver á Bakka við Húsavík séu hins vegar dæmi um að Samfylkingin vilji halda friðinn og stjórnarsamstarfinu.
Í dag sendir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Árna Matthiesen fjármálaráðherra tóninn. Í gær sendi Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður og helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins meða ungu kynslóðarinnar, Björgvin Sigurðssyni viðskiptaráðherra tóninn. Umhverfisráðherra sendir síðan ríkisstjórninni sem slíkri tóninn. Utanríkisráðherra biður um aðgerðir í máli sem heyrir undir dómsmálaráðherra. Aðgerðir sem að strákarnir í Útlendingastofuninni í Róm eru enn að hlæja að.
Verkstjórinn í ríkisstjórninni Geir H. Haarde virðist láta sig þetta sundurlyndi mill ráðherra sinna engu skipta.
Einu sinni var talið mikilvægt og forsenda góðs ríkisstjórnarsamstarfs að flokkar og einstakir ráðherrar væru samstíga og birtu ekki ágreining sinn opinberlega. Það gildir annað í þessu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.
Verða það örlög Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að vakna við það einn góðan veðurdag að fyrir þeim verði komið eins og Sjálfstæðismönnunum í bæjarstjórn Grindavíkur að vakna upp við það að þeim hefði verið kastað burt, samstarfi slitið en Samfylkingin búin að tryggja sér nýjan meirihluta.
Segir ásakanir um trúnaðarbrest fyrirslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 22
- Sl. sólarhring: 818
- Sl. viku: 5758
- Frá upphafi: 2472428
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 5249
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson