Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2008

Mismunandi verđmćtamat.

Svo eru menn ađ býsnast yfir ţví ađ ţađ sé hátt verđ hundrađ milljónir fyrir góđan stóđhest á hestamannamóti ţjóđarinnar međan málverk seljast á hundruđir milljóna.
mbl.is Ţrjár teikningar Goya seldar á 610 milljónir króna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Friđur í Afghanistan?

NATO blandađi sér illu heilli í átökin í Afghanistan. Ţrátt fyrir verulega ađstođ Vesturlanda til stjórnar Hamid Karsai og fjölmennt herliđ frá NATO ţá gengur hvorki né rekur ađ koma á eđlilegu ástandi í landinu. Spurning er hvort ţađ sé hlutverk NATO ríkjanna og hvort ţađ sé afsakanlegt ađ senda ungt fólk frá Evrópu og Norđur Ameríku til ađ vera skotmörk vígasveita og hermdarverkamanna.

Í gćrkvöldi barst sú frétt ađ flugvélar NATO hefđu sprengt brúđkaup í Afghanistan í loft upp. Ţađ er ţá ekki í fyrsta skipti sem svo er. Fyrstu viđbrögđ frá NATO var ađ ţetta hefđu veriđ Talibanar. Karsai forseti sagđi ađ ţetta yrđi rannsakađ. Hvađ sem ţví líđur ţá sýna atburđir eins og ţessi hvađ ţađ er varhugavert fyrir NATO ađ blanda sér í átök sem bandalaginu koma í raun ekkert viđ.

Nú hafa Bandaríkin og NATO ríkin veriđ lengur í Afghanistan međ liđ undir vopnum en sem nemur ţeim tíma sem seinni heimstyrjöldin tók.  Ţađ hlítur ađ vera mikiđ ađ og nauđsynlegt ađ endurskođa hvort hafa eigi liđ í Afghanistan eđa ekki.


mbl.is 41 látinn í Kabul
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skipta réttindi kvenna formann kvennréttindafélagsins ekki máli?

Ég las í dag viđtal viđ Margréti Sverrisdóttur formann Kvennréttindafélags Íslands í 24 stundum. Ţar segir hún frá för sinni til Íran.  Á tveim myndum sem fylgja viđtalinu er formađurinn međ handklćđi um höfuđiđ, tákni kvennakúgunar og ófrelsis. Formanni Kvennréttindafélagsins finnst ţađ greinilega ekkert mál ađ sveipa höfuđ sitt í handklćđi ađ hćtti kúgađra kvenna í Íran.

Annađ kom mér einnig á óvart í viđtalinu er haft eftir fromanninum eftirfarandi:

"Almennt er fólk frjálslegt í fasi en ţó er mikill munur á stöđu kynjanna, ţar sem konurnar fara halloka. Samkvćmt lögum ber ţeim ađ ganga međ höfuđklúta og klćđast svörtum fötum, síđbuxum og síđum jakka. Mjög margar sveipa um sig svörtum kuflum (sjador). Konur ganga inn í strćtisvagninn ađ aftan en karlar ađ framan og víđa á opinberum stöđum er sérinngangur ćtlađur hvoru kyni fyrir sig."

Ţannig lýsir formađur íslenska kvennréttindafélagsins kvennakúguninni í Íran. Ég átti von á ađ formađurinn hefđi eitthvađ um máliđ ađ segja og fordćmdi karlaveldiđ og kvennakúgunina í Íran og hvetti fólk til ađ ađstođa konur í Íran til ađ ná rétti sínum. En svo var ekki.  Formađurinn hafđi almennt ţetta um máiđ ađ segja í framhaldi af ofangreindri lýsingu: " Ađkomufólki finnst líka óneitanlega sérkennilegt ađ sjá ađ í ţessu sannkallađa sólarlandi skuli enginn njóta sólarinnar á ţann hátt sem venja er í suđrćnum löndum." Meira var ţađ ekki.

Ég velti fyrir mér eftir ađ hafa lesiđ viđtaliđ viđ Margréti Sverrisdóttur formann Kvennréttindafélags Íslands hvort hún hefđi engan áhuga á kvennabaráttu í raun. Hvort hún gćti haft pólitísk hamskipti í ţeim efnum eins og hún hefur sýnt í svo mörgum öđrum málum.?

Konur á Íslandi hafa náđ langt í réttindabaráttu sinni og ţađ er gott. Viđ eigum ađ stefna ađ fullri jafnstöđu karla og kvenna.   En baráttan fyrir mannréttindum er ekki bara bundin viđ túnfótinn hjá okkur. Kvennakúgun er gríđarleg undir klerkastjórninni í Íran.  Ţađ er til skammar fyrir formann Kvennréttindafélags Íslands ađ setja upp handklćđi tákn kvennakúgunar og rćđa um kvennakúgunina í Íran eins og ţađ sé sjálfsagt mál.

Hefđi ekki veriđ eđlilegt ađ kona sem á ađ berjast fyrir réttindum kvenna hefđi alla vega vikiđ einhverjum orđum ađ ţví í viđtalinu ađ mikilvćgt vćri ađ hjálpa írönskum konum ađ njóta almennra mannréttinda? 

Kemur íslenskum baráttukonum fyrir réttindum kvenna ekkert viđ réttindaleysi og barátta kvenna í Múhameđstrúarlöndunum? Svo virđist ekki vera miđađ viđ viđtaliđ og myndirnar af formanni Kvennréttindafélags Íslands.


Mugabe bođinn velkominn.

Róbert Mugabe hefur látiđ myrđa, nauđga og misţyrma pólitískum andstćđingum sínum. Simbabwe var áđur en hann tók viđ völdum í landinu matarforđabúr suđur hluta Afríku. Nú hefur fjórđungur landsmanna flúiđ land vegna hungurs og harđstjórnar Mugabes.

Mugabe tókst ađ halda völdum međ ţví ađ láta herinn sinn beita pólitíska andstćđinga hvers kyns nauđung sem hćgt er ađ hugsa sér auk ţess sem tćplega 100 af framáfólki í stjórnarandstöđunni var drepiđ af böđlum Mugabes í kosningabaráttunni.

Mánudaginn 30. júní var haldinn leiđtogafundur Afríkuríkja í Egyptalandi og ţar var böđullinn frá Simbabwe, Róbert Mugabe bođinn velkominn og hlýlega tekiđ sem nýendurkjörnum ţjóđhöfđingja lands síns. Nokkrir leiđtoganna gagnrýndu ţó Mugabe, en ţeir voru fleiri sem létu eins og allt vćri í fínasta lagi.  Skrýtiđ ađ hvorki Mbeki forsćtisráđherra Suđur Afríku né Nelson Mandela skuli hafa komiđ fram og fordćmt ógnarstjórnina í Simbabwe. Ţađ ćtti ţó ađ standa ţeim nálćgt ţar sem ađ meir en milljón Simbabwe búa hafa flúiđ tli Suđur Afríku og ţar hafa ţeir sćtt ofsóknum og drápum og orđiđ ađ flýja frá Suđur Afríku vegna ţess ađ stjórnvöld hafa ekki gćtt réttinda ţeirra.

Eru mannréttindabrot gegn svörtum afsakanleg ţegar svartir framkvćma ţau? Manni dettur ţađ helst í hug miđađ viđ hvernig ţjóđarleiđtogar Afríku láta sér fátt um finnast ţó ađ milljónir séu hraktar á flótta og ógnarstjórnin myrđi drepi og nauđgi borgurum í Simbabwe sem hafa ađra skođun en leiđtoginn eđa eru af öđrum litarhćtti en hann.

Ćttum viđ ekki ađ slíta nú ţegar stjórnmálasambandi viđ Simbabwe til samrćmis viđ afstöđu okkar á sínum tíma til Suđur Afríku ţegar apartheid stefnan ríkti ţar?


Dregur Kárahnjúkavirkjun ađ sér ferđamenn?

Ţađ var athyglivert ađ lesa um ţađ í Fréttablađinu í vikunni ađ Kárahnjúkavirkjun hafi jákvćđ áhrif á ferđaţjónustu á Austurlandi.  Sagt er frá ţví ađ Kárahnjúkavirkjun sé orđin ađ vinsćlum áfangastađ ferđamanna innlendra sem erlendra.  Ţá er haft eftir ferđamálafrömuđum á Austurlandi ađ erlendir ferđamenn fari líka töluvert til ađ skođa Álveriđ í Reyđafirđi. 

Ţví var ekki spáđ ađ Kárahnjúkavirkjun eđa Álveriđ í Reyđafirđi yrđi ađdráttarafl fyrir ferđamenn.  Hvađ veldur ađ ferđamann vilja skođa virkjun og álver? 

Ţađ er gaman ađ skođa mannvirkin viđ Kárahnjúka hvort heldur fólk er međ eđa móti.   Ţessi umfjöllun bendir ţó til ađ ţeir sem hafa haldiđ ţví fram ađ virkjunin og álveriđ fyrir austan hafi haft rangt fyrir sér. Ferđamennska og stóriđja virđist geta fariđ saman. 

Vafalaust eru einhverjir sem hafa heyrt af neikvćđum áróđri gegn virkjun og álvinnslu og vilja sjá af eigin raun hvort veriđ er ađ drekkja landinu eins og Steingrímur J. Sigfússon hefur haldiđ fram. Sjón er sögu ríkari og ţeir sem fara og sjá mannvirkin fyrir austan sjá ađ flest sjónarmiđ og rök harđasta andspyrnufólksins geng virkjun og vinnslu eiga ekki viđ rök ađ styđjast.

Annars man ég ekki eftir raforkuveri eđa stóriđjuframkvćmd sem ađ hefur ekki mćtt mikilli andstöđu hefđbundinna vinstri mótmćlenda.

Hvađ međ Blöndulón? Er ţađ til mikils skađa í náttúrunni eđa varđ sá hluti landsins sem var grćddur upp í tengslum viđ Blönduvirkjun og lóniđ til aukinnar prýđi eđa til skađa? Hvort skyldu nú koma fleiri ferđamenn núna á ţann stađ og til ađ skođa Blöndulóniđ en fóru ţarna um áđur en virkjunin var reist?


Stjórnmálaskörungurinn Mogens Glistrup látinn.

glistrupMogens Glistrup var athyglisverđur mađur. Hann var talinn einn besti lögmađur Dana og sérhćfđi sig í skattarétti og benti á veikleika í skattakerfinu. Hann var međ tekjuhćstu lögmönnum í Danmörku ţgar hann snéri sér ađ stjórnmálum. Ţegar Mogens Glistrup snéri sér ađ stjórnmálum ţá lagđi hann megináherslu á lćkkun ríkisútgjalda og lćkkun skatta.

Mogens Glistrup stofnađi Framfaraflokkinn danska og var formađur hans lengi vel en lenti í ţví ađ ţurfa ađ gjalda skođana sinna og var ákćrđur og sakfelldur fyrir skattsvik. Ţar varđ hann ađ gjalda fyrir skođanir sínar. Mogens Glistrup hafđi bent á hvađ vćri auđvelt ađ nýta sér veikleika skattakerfisins einkum hvađ varđar undanţágur. Ţessi atriđi urđu til ţess ađ skattayfirvöld í Danmörku fóru í lúsarleit hjá Glistrup og uppskáru ađ koma Mogens Glistrup út úr pólitík um nokkurt skeođ. Eftir ţađ náđi Mogens Glistrup sér aldrei á strik aftur í pólitík ţví miđur.

Ég átti ţess kost fyrir margt löngu ađ hitta Mogens Glistrup í matsal danska ţjóđţingsins og eiga viđ hann orđastađ í rúma klukkustund. Ţá var hann á sínu fyrsta kjörtímabili. Mogens Glistrup var einstaklega skemmtilegur mađur. Hann reitti af sér brandaranna og var greinilega vel heima í mjög mörgum hlutum. Mogens Glistrup er einn athyglisverđasti stjórnmálamađur sem ég hef hitt.  Ţví miđur hafa sjónarmiđ hans um minni ríkisumsvif og minni skattheimtu ekki náđ fram ađ ganga ennţá.

En ađ ţví verđur ađ vinna.


Hakakross og hamar og sigđ.

Hakakrossinn tákn nasistanna hefur veriđ bannađur í mörgum löndum  frá stríđslokum. Nú hefur ţing Litháen bannađ sovésk tákn eins og hamarinn og sigđina og sovésku kommúnistastjörnuna.

Hvađ á ađ ganga langt í ađ banna? Mörgum kann ađ finnast meira spennandi ađ nota tákn sem eru bönnuđ. Ţađ er líka spurning um önnur merki og tákn hvort ekki eigi ađ banna ţau eđa taka úr umferđ.

Ofan á Alţingishúsinu trónir merki dansks arfakonungs. Ekki er vilji til ađ taka ţađ niđur og setja íslenska skjaldarmerkiđ í stađinn. Ţessi danski arfakonungur var andsnúinn ţingrćđi merki hans er tákn um ófrelsi Íslands. Samt höldum viđ í ţađ. 

Ég velti fyrir mér hvort ţađ sé eđlilegt ađ banna merki eins og ţessi og afmá spor sögunnar.  Hver tími verđur ađ hafa frelsi til ađ ađlaga hlutina ađ eigin veruleika. Ţess vegna vil ég losna viđ merki danska arfakonungsins af Alţingishúsinu. Ţađ má ţó nota annarsstađar.

Hin merkin sem minna á ófrelsi, mannhatur og ógnarstjórnir hafa gildi til ađ minna okkur á. Er rétt ađ banna hakakrossinn og hamarinn og sigđina?


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 673
  • Sl. sólarhring: 924
  • Sl. viku: 6409
  • Frá upphafi: 2473079

Annađ

  • Innlit í dag: 610
  • Innlit sl. viku: 5838
  • Gestir í dag: 585
  • IP-tölur í dag: 572

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband