Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
29.12.2009 | 15:46
15 milljarða jólagjöf Jóhönnu og Steingríms
Skattahækkanir ríkisstjórnarinnar á árinu hækka höfuðstól verðtryggðra skulda heimilanna um 15 milljarða. Þannig gefur ríkisstjórnin fjármagnseigendum 15 milljarða. Verðtryggingin er djöfullegasta lánakerfi sem fundið hefur verið upp. Þegar skattar hækka og fólk á minni peninga hækka lánin. Þó engin virðisauki sé í þjóðfélaginu eða jafnvel neikvæður eins og hjá okkur þá hækka verðtryggðu lánin samt. Þau hækkuðu líka þegar íslenska krónan var í hæstu hæðum. Kerfið er nefnilega galið.
Var það skjaldborg um fjármagnseigendur, banka og lánastofnanir sem Jóhanna ætlaði að slá upp?
Svona ranglæti má ekki þrífast lengur. Ríkisstjórnin verður að koma á eðlilegu lánakerfi strax, sambærilegu við það sem er í okkar heimshluta. Jóhanna Sigurðardóttir var einu sinni á móti verðtryggingu. Nú hefur hún völdin. Ætlar hún að standa með skoðunum sínum eða eru það aðrir hagsmunir sem ráða?
Höfuðstólsleiðrétting lána og eðlilegt lánakerfi er mikilvægast.
26.12.2009 | 23:37
Löstur er ekki glæpur
Danir vilja virða lesti reykingarfólks og gefa því kost á að eiga sitt griðland. Danir hafa heimilað kráareigendum á krám sem eru 40 fermetrar eða minna að leyfa reykingar í sínum veitingahúsum. Nú sýna skoðanakannanir að meiri hluti Dana vill virða þennan sjálfsákvörðunarrétt og heimila reykingarfólki löst sinn án algers banns.
Við ættum að hugleiða þessa leið líka. Það er óneitanlega ankannalegt að sjá fólk norpa í vetrarkulda eða sumarrigningum fyrir utan veitingastaði. Annað sem væri þó betra að mínu mati og ég lagði til á þingi í fyrra, að heimila uppsetningu á sérstökum reykherbergjum.
Löstur er ekki glæpur og það verða rétttrúnaðarþjóðfélög ríkisafskipta af einstaklingunum að virða. Ég er persónulega algerlega á móti reykingum en get ekki og á ekki að stjórna því fyrir aðra svo fremi það trufli ekki þá sem ekki reykja. Það hefði verið betra að við hefðum tileinkað okkur meira af dönsku umburðarlyndi.
22.12.2009 | 11:41
99 milljarða fjárlagahalli
Ríkisstjórn sem afgreiðir fjárlög með 99 milljarða fjárlagahalla hefur gefist upp við að reyna að stjórna með vitrænum hætti.
21.12.2009 | 16:45
Forseti ASÍ gefur leiðbeiningar.
Getur það verið rétt að forseti ASÍ hafi gefið stjórnvöldum þær opinberu leiðbeiningar að rétt sé að afskrifa milljarða skuldir á Bónusfeðga af því að þeir væru með fyrirtæki í rekstri en rangt að gefa skattaafslátt á fyrirtæki vegna þess að það væri að hluta í eigu Björgólfs Þórs?
Getur einhver verið svo vænn að skýra fyrir mér hvaða vitræn glóra getur verið í svona málflutningi verkalýðsforustunnar.
Launafólk í landinu þarf greinilega engu að kvíða með forustu sem fer fram á milljarðaafskriftir opinberra banka á skuldum útrásarvíkinga.
20.12.2009 | 23:10
Kaldhæðni náttúruaflanna
Er það ekki með ólíkindum að þegar trúboðar hnattrænu hlýnunarinnar sem setið hafa á rökstólum í Kaupmannahöfn í heila viku til að velta upp hugmyndum um með hvaða hætti menn geti takmarkað hlýnun jarðar við 2 gráður að þá skuli þeir Gordon Brown og Sarkozy koma heim þar sem lestarsamgöngur á milli landanna eru frosnar og meiri kuldi en mælst hefur í langan tíma.
Obama Bandaríkjaforseti snýr til höfuðborgar sinnar Washington DC þar sem snjór er nú meiri en elstu menn muna.
Hvernig skyldu trúboðar hnattrænu hlýnunarinnar skýra þetta?
Verður jörðin ekki bara vistvænni ef það hlýnar um 2 gráður eða rúmlega það?
Hvað svo sem hin pólitíska veðurfræði segir um það þá held ég að við höfum ekkert eða sára sára lítið með það að gera.
Hitt er svo annað mál að við eigum að takmarka óþverra og óþrif sem mest og þess vegna eigum við að gæta að okkur og sýna náttúrunni sem mesta tillitsemi, en ekki með því að setja á kvótakerfi losunar eða borga einræðisherrum eða spilltum stjórnvöldum út og suður milljarða á altari trúarbragðanna um hnattrænu hlýnunina.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
16.12.2009 | 21:58
Svínaflensan ógurlega
Nú er komið í ljós að svínaflensan svokallaða er mildasti heimsfaraldur sem sögur fara af. Í byrjun maí mátti skilja á fréttamiðlum að þvílíkt fár væri í uppsiglingu þar sem svínaflensan var að Spánska veikin sem gekk yfir 1918 væri barnaleikur miðað við það sem nú væri í vændum. Ég var staddur erlendis á þessum tíma og dag eftir dag snérust heilu fréttatímar heimsféttamiðlana um þá ógn sem mannkyni öllu stafaði af svínaflensunni. Ferðir milli landa voru takmarkaðar og ferðamannaiðnaður Mexícó lagður í rúst.
Svo reyndist þetta ægilega fár geisa fyrst og fremst í fjölmiðlum. Samt sem áður dugði það til að æra fólk og ríkisstjórnir þannig að milljarðar skiptu um hendur vegna fjölmiðlaógnarinnar. Nokkru áður komu fjölmiðlar á þeirri ógnarspá að fuglaflensa mundi verða ægilegasti faraldur allra tíma. Afleiðing þess var að milljónum fugla var slátrað og menn veltu því fyrir sér hér á landi hvaða varnarviðbúnað yrði að setja upp til að farfuglarnir kæmu ekki hingað ósótthreinsaðir. Svo hvarf sú vá.
Það er alltaf verið að finna upp nýja og nýja váboða. Stefnulausir stjórnmálamenn eru fljótir að renna í fjölmiðlaslóðina til að freista þess að slá sig til riddara sem baráttufólk gegn vánni. Þeir krefjst þess að gripið verði til dýrra aðgerða og það án tafar á kostnað almennings. Þannig hefur það verið með svínaflensuna og fuglaflensuna.
Sama gildir e.t.v. um loftslagsbreytingarflensuna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2009 | 08:27
Athyglisvert
Ögmundur Jónasson upplýsti það í viðtali í morgunútvarpi Rásar 2 áðan að skrifað hafi verið undir Icesave samninginn í vor þó vitað væri að ekki væri þingmeirihluti fyrir málinu eins og hann orðaði það.
Óneitanlega kom þessi yfirlýsing Ögmundar á óvart. Sennilega er einsdæmi í lýðveldissögunni að skrifað hafi verið upp á milliríkjasamning sem vitað var að ekki var þingmeirihluti fyrir. Auk þess að sýna Alþingi lítilsvirðingu þá sýnir þetta mikla léttúð og ábyrgðarleysi í meðferð opinbers valds.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2009 | 11:39
Atvinnuleysi
Atvinnulausir eru um átta þúsund og mun fara fjölgandi næstu mánuði því miður. Hér á landi hefur atvinnuleysi sem betur fer verið sjaldgæfur vágestur. Því miður bendir ýmislegt til að atvinnuleysið sé komið til að vera.
Atvinnuleysi dregur mátt úr fólki og margir sem hafa verið atvinnulausir lýsa því með hvaða hætti smám saman dró mátt úr þeim. Þannig er það með fólk sem er fullt af lífslöngun og krafti.
Í gær hitti ég menn sem reka mismunandi fyrirtæki sem þó eiga það sammerkt að þjónusta atvinnuvegina. Þeir sögðu mér hver sína sögu um gríðarlegan samdrátt í sölu fyrirtækja sinna. Allt að 70% samdráttur var hjá einu góðu gömlu og grónu fyrirtæki. Af hverju? Það eru engin verk að fara af stað sagði verslunarstjórinn.
Eitt af því mikilvægasta sem stjórnvöld geta gert er að reyna eftir mætti að koma í veg fyrir atvinnuleysi. Það er hægt að gera með því að haga skattheimtu þannig að ekki dragi mátt úr framkvæmdaraðilum. Við búum í þannig landi að það er fullt af tækifærum. Það þarf hugrekki, þor og jákvæðar kringumstæður til að virkja fólk til athafna. Þá má ríkið ekki þvælast fyrir. Því miður þá sýnist mér þó svo komið að þannig sé það með ofursköttum og fyrirfarandi tálmunum umhverfisráðherra.
10.12.2009 | 09:17
Ofurlaun
Sýnt hefur verið fram á með ágætum rökum að svipaðar aðstæður sköpuðust í ýmsu fyrir efnahagshrunið 1929 og fyrir efnahagshrunið 2008. Hvað mest sláandi er þróun launa. Í báðum tilvikum fóru laun bankastjórnenda í himinhæðir. Stjórnmálamenn gerðu því miður ekkert í því. Að því leyti má segja að stjórnmálastétt heimsins hafi brugðist.
Nú hafa forsætisráðherra Bretlands og forseti Frakklands náð samkomulagi um að berjast fyrir því að settar verði alþjóðlegar reglur um sérstaka skattlagningu ofurlauna eins og bankamenn skömmtuðu sér. Vandinn er sá í þessum löndum að þrátt fyrir að teknar hafi verið trilljónir króna til að halda föllnum bönkum á lífi þá halda stjórnendur þeirra áfram að skammta sér hundruði milljóna kaupauka og ofurlaun.
Væri ekki ráð að við gengjum á undan og mótuðum strax skýrar lagareglur í þessu sambandi varðandi raunveruleg ofurlaun í stað þess að búa til skattahásléttu fyrir fólk með meðaltekjur. Það er oft betra að bregðast við áður en vandinn hefur knúið dyra.
9.12.2009 | 09:19
Hvar eru mótmælendur nú?
Í fréttum er greint frá því að fjöldi lögreglumanna hafi hlotið alvarleg líkamleg meiðsl eftir óeirðir svonefndra mótmælenda við Alþingishúsið og Stjórnarráðið í fyrra. Skríl eins og þann sem veitti lögreglumönnunum þessi líkamsmeiðsl á að sækja til saka. Yfirstjórn lögreglunnar stóð því miður ekki nægjanlega með sínu fólki þegar óeirðirnar gengu yfir með því að handtaka og láta þá sæta refsiábyrgð sem unnið höfðu til þess.
Áður en átökin urðu hörð höfðu Steingrímur J. Össur og Ögmundur lagt á ráðin um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Nú hefur byltingin étið fyrsta barnið sitt Ögmund Jónasson sem rekinn var úr ríkisstjórninni.
Hvernig stóð á því að óeirðirnar fóru gjörsamlega úr böndum eftir samkomulag þremenningana?
Sumir segja að þar hafi óeirðaöflin í VG undir forustu heilbrigðisráðherra og skrímsladeildin í Samfylkingunni undir forustu utanríkisráðherra skipulagt aðför að sitjandi stjórnvöldum til að ná fram samstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar.
Nú ári síðar er ástandið alvarlegra en það var í janúar 2008. Ekkert hefur verið gert varðandi skuldavanda heimilanna sem skiptir máli. Sömu athafnamennirnir sitja við völd í fyrirtækjunum sínum með örfáum undantekningum. Enginn hefur verið lögsóttur og ríkisstjórnin er ónýt og úrræðalaus.
Samt sem áður mætir óeirðafólkið ekki lengur niður á Austurvöll. Af hverju ekki?
Var eina raunverulega markmið skipuleggjenda óeirðanna að fella sitjandi ríkisstjórn og koma á þeirri sem nú situr?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 196
- Sl. sólarhring: 835
- Sl. viku: 4017
- Frá upphafi: 2427817
Annað
- Innlit í dag: 183
- Innlit sl. viku: 3719
- Gestir í dag: 181
- IP-tölur í dag: 177
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson