Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009
8.12.2009 | 10:37
Fyrirgreiðsla eða skynsemi
Enn hef ég ekki fengið trúverðugar skýringar á því af hverju viðskiptaráðherra felldi Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis og Straum fjárfestingabanka á sama tíma og Sparísjóður Keflavíkur og Byr eru látnir halda áfram starfsemi. Á þeim tíma eins og nú hafði engin heildarstefna verið mótuð af ríkisstjórninni um það hvernig móta skyldi nýja uppbyggingu bankakerfisins.
Nú er spurning hvað ríkið ætlar sér að gera. Æltar ríkið að reka Landsbankann, Byr og sparisjóðina í semkeppni við tvo stóra viðskiptabanka? Ætlar ríkið að láta Byr fá 11 milljarða til að Byr geti haldið starfsemi sinni áfram og sparisjóðina álíka fjárhæð? Spurning er hvort það sé eðlileg meðferð á almannafé eins og nú háttar til og hvaða hagsmuni verið er að vernda með slíkum fjárgreiðslum úr ríkissjóði ef til kemur.
Ekki verður betur séð en viðskiptaráðherra hafi brugðist þeirri skyldu sinni að móta stefnu í banka- og sparisjóðamálum og það muni kosta þjóðina marga milljarða í aukakostnað. Spurning er hvort ekki er ástæða til að rannsóknarnefnd Alþingis skoði líka aðgerðir og aðgerðarleysi ráðherra í þessari ríkisstjórn og þá sérstaklega afskipti fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra af fjármálafyrirtækjunum. Með hvaða hætti einum var greitt af ríkisins fé á vafasömum forsendum á meðan öðrum var slátrað. Ráðherraábyrgð var ekki aflétt eftir stjórnarskiptin 1.febrúar s.l. Steingrímur og Gylfi ættu að athuga það.
Mergurinn málsins er sá að meðan ríkisvaldið gengur ekki frá sínum málum og tekur ákvörðun um hvað gera skuli og mál eru í óvissu, getur staða Byrs og sparisjóðanna ekki annað en versnað. Það bætist við annan aðgerðarleysiskostnað ríkisstjórnarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2009 | 23:57
Frá hverjum fékk Roger Boyes upplýsingar um hrunið?
Egill Helgason fékk breskan blaðamann í þáttinn sinn í dag. Það var athyglivert að hlusta á sjónarmið hans. Raunar stóð ekki steinn yfir steini af mörgum fullyrðingum hans þegar betur er að gáð.
Í fyrsta lagi þá heldur þessi vinstri sinnaði blaðamaður því fram að ákveðin stjórnmálastefna í anda Margrétar Thatcher og ákveðinn fyrrverandi stjórnmálamaður séu helstu orsakavaldar hrunsins. Þetta stangast á við sjónarmið sem óháðir fræði- og kunnáttumenn hafa sett fram, menn sem voru fengnir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að fjalla um málið. Nægir í því sambandi að nefna þá Karlo Jänneri og Mats Josefsson. Báðir leggja þeir höfuðáhersluna á ábyrgð bankamanna, eigenda bankanna og helstu skuldunauta bankanna.
Í annan stað fullyrðir Boyes að hrunið á Íslandi hafi verið fyrirséð árið 2006 og allir hafi gert sér grein fyrir því nema við Íslendingar. Jafn sannfærandi og blaðamaðurinn var í vel æfðum leikþætti Egils Helgasonar, þá stangast þetta samt á við staðreyndir sem auðvelt er að benda á. Þannig fengu helstu eigendur íslensku bankanna veruleg lán erlendis á árinu 2007, fyrirtæki eins og t.d. Exista, Fl. Group, Milestone og fleiri. Þá voru íslensku bankarnir með besta lánshæfismat (AAA) á árinu 2007 hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum. Þó ekki séu tekin nema þessi dæmi þá sýna þau að ekki er um hlutlæga málefnalega umfjöllun að ræða hjá Boyes.
Við nánari athugun sést að umfjöllun Boyes ber öll merki náins faðmlags vinstri manna á Íslandi og útrásarfurstana. Fróðlegt væri að vita hverjir aðrir en Egill Helgason hafa verið að hvísla í eyru hans við gerð bókarinnar, þannig að hann skyldi komast að þeim furðulegu niðurstöðum sem komu fram í sjónvarpsþættinum í dag.
Það má ekki gleyma því að það varð bankahrun á Írlandi en hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Geir H. Haarde né Davíð Oddsson voru þar við völd. Í Bretlandi hrundu bankar einnig en þar voru og eru sósíalistar við völd. Sama má segja um Spán og halda mætti áfram um hrun sem varð í ýmsum gömlum kommúnistaríkjum, en þau þekkir Boyes betur en margir aðrir. Málflutningur Boyes stenst ekki málefnalega skoðun. Hann er andstæður þeim staðreyndum sem liggja fyrir í mikilvægum atriðum.
En eftir stendur spurningin um hverjir hvísluðu þessum upplýsingum í eyru Boyes?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.12.2009 kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
6.12.2009 | 10:32
Steingrímur situr á gullkistu
Sagt er frá því í Financial Times að Bretar þurfi nú að grípa til mikils niðurskurðar ríkisútgjalda. Sett verður bann á aukningu útgjalda ráðuneyta og stofnana í þrjú ár auk fyrirhugaðrar fækkunar ríkisstarfsmanna. Hér á landi verður sparnaðurinn hjá Steingrími vægast sagt takmarkaður ef hann verður þá nokkur. Þess í stað ætlar Steingrímur að leggja drápsklyfjar skatta á þjóðina.
Ef til vill er þetta munurinn á því sem kallað hefur verið nútímasósíalismi sem Darling fylgir og gamaldagssósíalismi sem Steingrímur fylgir. Þó leið Darling fjármálaráðherra Breta sé skynsamlegri og líklegri til að ná árangri en leið Steingríms þá er vondur þeirra sósíalismi bæði hinn nýji og hinn gamli en sýnu verri þó hinn gamli sem Steingrímur fylgir.
http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/12/06/thung_spor_alistairs_darling/
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2009 | 09:29
Frásagnir af skuldabyrði
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins og þingmaður hreyfingarinnar hafa tjáð sig með þeim hætti um nýjar upplýsingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, að helst mátti skilja að nýtt efnahagshrun yrði að loknum þrettándanum þar sem erlend skuldabyrði yrði þjóðinni ofviða.
Miðað við þá dramatík sem fylgdi orðum þessara þingmanna þá var eðlilegt að einhverjir misstu nætursvefn. En hvaða aukna skuldabyrði er þetta? Aðallega aukin skuldabyrði einstaklinga og félaga en ekki ríkissjóðs eða sveitarfélaga.
Hvaða afleiðingar hafa þessar nýju upplýsinar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum? Í raun ekki neinar aðrar en í fyrsta lagi að við gerum okkur betur grein fyrir hvað skuldsetningin varð geigvænleg þegar við töldum okkur ríkustu þjóð í heimi. Í öðru lagi að afskriftir erlendra kröfuhafa á íslenskum skuldum verða meiri en ráð var fyrir gert. Í þriðja lagi að mikill þungi afborgana vegna erlendra skulda er líkleg til að veikja gengi krónunnar.
Staða okkar er nógu og erfið þó ekki sé verið að hræða fólk að óþörfu og það á sjálfri jólaföstunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2009 kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
2.12.2009 | 17:14
Aðför að tjáningarfrelsinu?
Blaðamannafélög á hinum Norðurlöndunum segja í yfirlýsingu að tjáningarfrelsi á Íslandi sé í hættu. Svo er að skilja að Davíð Oddsson ritstjóri sé sú hin mikla ógn við tjáningarfrelsið.
Það er með miklum ólíkindum að forustufólk blaðamanna á hinum Norðurlöndunum skuli hafa jafn skertan skilning á því hvað átt er við með hugtakinu tjáningarfrelsi og fram kemur í yfirlýsingu þeirra. Því fer að sjálfsögðu fjarri að ráðning Davíðs Oddssonar til starfa sem ritstjóri á Morgunblaðinu hafi nokkuð með tjáningarfrelsið að gera á Íslandi.
Þá hafa uppsagnir blaðamanna hvort sem er á Morgunblaðinu eða annarsstaðar upp á síðkastið ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Blaðamönnunum var ekki sagt upp vegna þess hvernig þeir tjáðu sig. Á sínum tíma var ég með fastar greinar í Fréttablaðinu en var látinn hætta að skrifa í blaðið vegna umfjöllunar minnar um fyrirtæki eins eiganda blaðsins. Tjáningarfrelsi mitt var ekki skert með því þó að þessi fjölmiðill vildi ekki hafa meira með mig að gera.
Blaðamannafélögum hinna Norðurlandanna væri sæmra að taka til skoðunar með hvaða hætti fréttum hefur verið miðlað eða í raun ekki miðlað á Íslandi undanfarin ár. Þá kæmust þessir blaðamenn sennilega að raun um að veikasti þáttur lýðræðislegrar umræðu undanfarin ár hafa verið fjölmiðlar í landinu. ´
Við erum eina landið í heiminum þar sem þeim röngu fullyrðingum var markvisst haldið að fólki og er enn haldið marksvisst að fólki í gegn um ákveðna fjölmiðla að ástæða bankahrunsins á Íslandi sé fyrst og fremst stjórnmálamönnum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti að kenna. Það er gert þó að fyrir liggi óyggjandi upplýsingar um að ábyrgðin er stjórnenda bankanna og stærstu viðskiptavina þeirra sem voru oftar en ekki í hópi eigenda bankanna.
Vandamálið er ekki að fólk sé svipt tjáningarfrelsi heldur hitt að allt of margt fjölmiðlafólk hefur talið hentugra að miðla þeim upplýsingum sem koma sér vel fyrir eigendur viðkomandi fjölmiðils en gleyma hinum. Oft hefur því verið meira tilefni fyrir blaðamenn á Norðurlöndum til að tjá sig um íslenska fjölmiðla en núna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.12.2009 | 11:46
Fæðingarorlofsmet félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason hefur sennilega slegið heimsmet í faglegri stjórnsýslu með öfugum formerkjum. Fyrst kynnir hann tillögur um breytingar á fæðingarorlofinu. Síðan leggur hann fram frumvarp sem felur í sér aðrar breytingar á fæðingarorlofinu en hann hafði áður kynnt. Jafnframt segir hann aðspurður um frumvarpið sem hann leggur fram á Alþingi að það sé ekki nógu gott og því þurfi að breyta. Jafnframt ákallar félagsmálaráðherra Alþingi og biður það um að afstýra þeim ófögnuðu sem samþykkt frumvarps hans gæti leitt af sér.
Fróðlegt væri að vita með hvaða hætti þetta breiðmenni stjórnsýslunnar fjallar um sinn málaflokk á ríkisstjórnar- og þingflokksfundum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 518
- Sl. sólarhring: 779
- Sl. viku: 2005
- Frá upphafi: 2504652
Annað
- Innlit í dag: 500
- Innlit sl. viku: 1891
- Gestir í dag: 487
- IP-tölur í dag: 478
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson