Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010
29.12.2010 | 09:16
Verstu viðskipti ársins
Í viðskiptablaði Fréttablaðsins, Markaðnum er gerð úttekt á verstu viðskiptum ársins. Athyglivert er að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra tengist þeim öllum.
Í fyrsta lagi er nefnt sem dæmi um verstu viðskipti ársins þegar ríkið lagði fram tólf milljarða fyrir atbeina Steingríms J. Sigfússonar til Sjóvá-Almennra trygginga. Síðan er rakið hvernig flokksbróðir Steingríms, seðlabankastjórinn eyðilagði nú fyrir nokkru sölu á fyrirtækinu. Ríkið situr því uppi með þann beiska kaleik að eiga og reka tryggingafélag vegna aðgerða Steingríms og aðgerða og aðgerðarleysis Más Seðlabankastjóra
Í annan stað er nefnt af Markaðnum sem dæmi um slæm viðskipti á árinu eru 26 milljarða framlag Ríkisins fyrir atbeina Steingríms J.Sigfússonar til VBS fjárfestingabanka.
Í þriðja lagi nefnir Markaðurinn sem dæmi um verstu viðskipti ársins, yfirtöku Ríkisins á sparisjóðum landsins. Þar er rakið að Ríkið tók yfir rekstur Sparisjóðs Keflavíkur og Byrs, en í blaðinu segir að björgunaraðgerðir Ríkisins kunni að kosta á annan tug milljarða. Steingrímur J. Sigfússon ber einnig höfuðábyrgð á því að farið skuli í þessa vegferð.
Markaðurinn hefði í framhaldi af þessu mati sínu átt að velja versta viðskiptamann ársins, en það hefði þá án vafa orðið maðurinn sem stendur fyrir öllum þessum vondu viðskiptum, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri Grænna.
Steingrímur J. Sigfússon og gjörvallur þingflokkur hans greiddi atkvæði með því í haust að fjórir fyrirverandi ráðherrar yrðu ákærðir og dregnir fyrir Landsdóm. Er ekki rétt að Steingrímur J. Sigfússon sem ber ábyrgð á verstu viðskiptum ársins svari til saka fyrir Landsdómi fyrir þær raunverulegu sakir sem fyrir liggja hvað hann varðar. Það væri mannsbragur að því að þingflokkur Vinstri grænna bæri fram tillöguna til að vera sjálfum sér samkvæmur.
28.12.2010 | 00:31
Stefna og stefnuleysi borgarstjórans
Í drottningarviðtali síðdegisútvarpsins við Jón Gnarr borgarstjóra virtist þess vandlega gætt að tala um allt annað en borgarmál. Jón Gnarr lét móðann mása um eigið ágæti og það að Besti flokkurinn hefði enga stefnu jafnvel þó hann hefði stefnu sem engin vissi hver væri þó hún væri til en væri samt ekki til.
Þó fór svo að Jón Gnarr gerði grein fyrir þeim atriðum sem virðast inntak í pólitískri hugsun hans. Í fyrsta lagi sagði hann nauðsynlegt að losna við markaðsþjóðfélagið eða kapítalsimann. Í annan stað að fá hingað fleiri ferðamenn og í þriðja lagi að friðarsamningar í millum Ísraelsmanna og Palestínumanna færu fram í Höfða. Jón Gnarr segir að forsenda þess að eitthvað sé hægt að gera sé að losna við markaðsþjóðfélagið.
Andstaða við markaðsþjóðfélagið er merkileg pólitísk yfirlýsing sem felur í sér hinn valkostinn að vilja miðstýringu og áætlunarbúskap. Áætlunarbúskap eins og í Norður Kóreu eða eins og það var í Kína og að hluta til á Indlandi. Sjálfsagt veit Jón Gnarr að fjöldi Norður Kóreubúa deyja úr hungri árlega og þannig var það í Kína og Indlandi. En e.t.v. veit hann ekki að eftir að Kína og Indland markaðsvæddust hefur þjóðarframleiðsla og velmegun aukist í stórum stökkum.
Sá sem segir það forsendu góðra hluta í þjóðfélagsbaráttu að kasta markaðskerfinu burt verður að segja hvaða valkosti hann boðar í staðinn. Ekki verður hjá því komist lengur að taka það alvarlega sem stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr segir. Vissulega er það líka nauðsynlegt að fjölmiðlar taki hann sömu tökum og þeir taka aðra stjórnmálamenn og láti hann standa fyrir máli sínu með sama hætti og þeir þurfa að gera.
Meðal annarra orða hefur Jón Gnarr staðið fyrir bættri stjórnun borgarinnar? Hefur hann dregið úr bruðlinu?Hefur hann lækkað laun borgarfulltrúa og varaborgarfulltrúa á krepputímum? Hefur hann fækkað einkabílum og einkabílstjórum borgarfulltrúa á kostnað borgarbúa? Af hverju er hann ekki spurður að þessu af fjölmiðlafólki?
Bullukollaviðtöl eru ekki boðleg þegar stjórnandi stærsta fyrirtækis landsins Jón Gnarr á í hlut eða að talað sé um allt annað en fyrirtækið Reykjavíkurborg, rekstur þess og stjórnun.
27.12.2010 | 12:50
Jólagjafir utanríkisráðherra
Kænasti ráðherra ríkisstjórnarinnar Össur Skarphéðinsson hefur nýtt sér þá hæfileika sína með þeim hætti undanfarin misseri að fólk hefur nánast gleymt því að hann ætti sæti í ríkisstjórninni enda vill hann sem minnst vera við hana kenndur. Með sama hætti stóð hann að skipun þriggja nýrra sendiherra mitt í jólaösinni, þegar þjóðin var upptekin við að syngja Heims um ból og huga að jólasteikinni og jólagjöfum.
Íslenska þjóðin eyðir hlutfallslega meiri peningum en nokkur önnur þjóð í utanríkisþjónustu sína. Á niðurskurðartímum telur ríkisstjórnin samt rétt að fjölga enn sendiherrum.
Óljóst er hvar Össur ætlar að koma nýju sendiherrunum fyrir þar sem þegar er búið að sjá fyrir þesskonar tengslum Íslands og Færeyja og margir íslenskir sendirherrar starfa nú á Rauðarárstígnum í Reykjavík.
Norræna vinstri velferðarstjórnin hlítur að líta á það sem þakkarvert þegar ráðherrar reyna að leysa atvinnuvanda yfirstéttarinnar á kreppu- og niðurskurðartímum.
Hvaða skattar skyldu verða hækkaðir næst á hinum vinnandi stéttum til að halda uppi störfum, launum og styrkjum fyrir vildarvini og afkvæmi ráðherra ríkisstjórnarinnar?
20.12.2010 | 22:00
Staðgöngumæður
Forsjárhyggjan lætur ekki að sér hæða og birtist í mörgum og sérkennilegum myndum. Þannig hefur verið fróðlegt að fylgjast með umræðum um staðgöngumæður undanfarna daga.
Sérfræðingar úr heilbrigðis- siðfræði- og andans stéttum mæta hver af öðrum til umræðunnar og segja að það sé í sjálfu sér allt í lagi með að fá staðgöngumæður en þó megi þessir hlutir ekki vera svona og aðrir hlutir ekki hinseginn. Ég hélt að þetta væri fyrst og fremst spurning um að gengið væri frá málinu með tryggum samningum milli aðila og gætt væri að heilbrigði og jafnræði þeirra aðila sem í hlut eiga.
Eitt flækjustigið er að staðgöngumæður megi ekki græða á að vera staðgöngumæður. Í umræðunni hefur mér fundist þetta taka hvað lengstan tíma. Af hverju skyldu staðgöngumæður ekki mega græða á því að vera staðgöngumæður. Af hverju ættu þær ekki að taka gjald fyrir það. Hverjum kemur það í sjálfu sér við hvort samningar ganga út á það eða ekki svo fremi sem þess sé gætt að jafnræði sé með aðilum og annar aðilinn sé ekki að misnota hinn.
Af hverju þarf að gera einfalda hluti flókna?
20.12.2010 | 09:33
Meiri hluti ríkisstjórnar. Fréttir og ekki fréttir.
Fjölmiðlar slá upp þeirri ekki frétt í dag að varamaður Þráins Bertelssonar styðji ekki ríkisstjórnina. Það er ekki frétt. Afstaða Katrínar Snæhólm hefur legið fyrir frá því að ríkisstjórnin var mynduð. Hins vegar skiptir meira máli varðandi líf og stöðu ríkisstjórnarinnar hvaða afstöðu fríjadrottning Alþingis, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir tekur þegar hún kemur úr nýjasta barneignarfríinu sínu.
Varamaður Guðfríðar Lilju styður sinn formann og ríkisstjórnina. En Guðfríður Lilja fundaði með þremenningunum í þingflokki VG sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna um fjárlögin áður en atkvæði voru greidd. Það bendir til þess að Guðfríður Lilja rói á sama báti og Lilja Móses og félagar. Þar með er meiri hluta stuðningur við ríkisstjórnina ekki fyrir hendi þegar Guðfríður Lilja sest á þing aftur, miðað við skilgreiningu Jóhönnu Sigurðardóttur, Össurar Skarphéðinssonar og Róberts Marshall.´
Sérkennilegt að fjölmiðlar skuli ekki spyrja Guðfríði Lilju um afstöðu hennar m.a. um hjásetu félaga hennar við afgreiðslu fjárlaga. Það væri frétt. Í stað þess er birt hundgömul ekki frétt um varamann þingmannsins sem lét sig hafa það við afgreiðslu fjárlaga að greiða atkvæði með sérstakri styrkveitingu til sjálfs síns.
Þeir eru flottir þingmennirnir hjá Vinstri grænum annað hvort í fríi eða sjálfsmennsku nema skaraður sé eldur að eigin köku á kostnað skattgreiðenda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2010 | 12:49
Egill Helgason réttlætir árásir og skemmdarverk
Egill Helgason starfsmaður Ríkisútvarpsins og Eyjunnar telur réttlætanlegt að ráðast að fólki og skemma eigur þess. Sá er munurinn á Agli Helgasyni og Hallgrími Helgasyni skáldi og rithöfundi, að Hallgrímur réðist að bifreið forsætisráðherra í tímabundinni geðsveiflu og baðst afsökunar og telur það óhæfuverk, en Egill Helgason telur slík verk réttlætanleg.
Í bloggfærslu sinni á Eyjunni þ. 9.12.s.l. réttlætir Egill fólskulegar árásir óeirðamanna á bifreið Karls Bretaprins þegar hann ásamt konu sinni voru á leið í leikhús. Í færslunni segir Egill
" Maður hefur lengi furðað sig á langlundargeði fólks í Bretlandi. Óvíða í Evrópu er jafnmikill ójöfnuður óvíða hefur auðræðið náð slíkum tökum. En nú er ungt fólk farið að mótmæla. Og kannski er einmitt ágætt að hinn gagnslausi prins fái smá málningu á lúxusbílinn."
Fjölmiðlar á Bretlandi, jafnt sem leiðtogar stjórnar og stjórnarandstöðu hafa fordæmt atlöguna að krónprinsinum og talað um hana sem fólskulega og óafsakanlega. En hinn "virti" þáttastjórnandi á Íslandi Egill Helgason telur hins vegar réttlætanlegt að ráðast á fólk m.a. vegna þess að það eigi peninga og sé gagnslaust að hans mati.
Er það virkilega svo að stjórnendur Ríkisútvarpsins telji það eðlilegt að hafa Egil Helgason áfram í vinnu þegar fyrir liggur að hann er andvígur því að virt séu mannréttindi fólks en telur þvert á móti eðlilegt og réttlætanlegt að á fólk eða eigur þess sé ráðist.
Egill Helgason er greinilega ósammála viðmiðunum réttarríkisins um mannréttindi og mannhelgi. Það er því ekki tilviljun hvernig Egill Helgason hefur stjórnað pólitískum viðræðuþætti sínum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2010 kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
11.12.2010 | 11:25
Varnarlínan um Steingrím J.
Samningsdrögin í Icesave málinu eru allt að 300 milljörðum hagstæðari okkur en Icesave samningurinn sem Steingrímur J. og Jóhanna vildu þvinga upp á þjóðina.
Samninganefndin sem Steingrímur J. skipaði undir forustu Svavars Gestssonar var vanhæf. Næsta samninganefnd undir forustu aðstoðarmanns Steingríms var líka vanhæf. Í báðum tilvikum lýsti Steingrímur yfir sérstöku trausti á samningamenn sína. Eftir að alvörusamningamenn voru kallaðir til liggur fyrir að aðgerðir Steingríms í málinu voru í besta falli alvarleg mistök, vanræksla og dómgreindarleysi.
Mistökin,vanræskslan og dómgreindarleysið sem Steingrímur J. hefur gerst sekur um í Icesave málinu mundu í öðrum lýðræðisríkjum leiða til þess að viðkomandi ráðherra segði af sér. Það ætlar Steingrímur ekki að gera og nú er dregin varnarlína í kring um hann.
Jón Baldvin og aðrir sem verja Steingrím vísa til kurteisisorða forustumanns samninganefndar Íslands í Icesave málinu. Slík kurteisisorð heiðursmanns sýna innræti hans en afsakar ekki Steingrím J í nokkru.
Sú síbylja er kyrjuð og markvisst haldið að fólki að þau samningsdrög sem nú liggja fyrir um Icesave séu svona miklu hagstæðari en þau fyrri vegna þess að nú séu aðstæður allt aðrar í heiminum og því hafi í raun ekkert áunnist.
Þegar nær er skoðað sést að þessi varnarlína er þunn og heldur ekki. Kurteisisorð heiðursmanns hafa litla þýðingu við mat á því sem raunverulega gerðist.
Málefnalegar röksemdir varnarlínunnar um Steingrím halda ekki heldur. Mikill órói er í Evrópu og mun meiri en var þegar samninganefndir Steingríms voru að störfum og luku þeim með óskapnaði sínum. Efnahagsástandið í Bretlandi hefur versnað til muna og ríkisstjórnin þar verður að grípa til mun harkalegri niðurskurðar í ríkisútgjöldum en Steingrímur J. gerir þó hann þyrfti þess. Það eru því falsrök að halda því fram að aðstæður séu nú allt aðrar og hagstæðari okkur til að ná hagfelldum samningum um Icesave.
Steingrímur á sér enga málsvörn í Icesave klúðri sínu og ber að segja af sér.
Því má ekki gleyma að Steingrímur J. Sigfússon vildi draga 4 fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm vegna vanrækslu. Nú liggur fyrir að Steingrímur J. hefur gerst sekur um mun alvarlegri hluti sem hefðu getað bakað þjóðinni mun meira raunverulegt tjón, en það meinta tjón sem þeir fjórir ráðherrar sem Steingrímur ákærði áttu að hafa gerst sekir um.
Steingrímur J. verður að axla ábyrgð á gjörðum sínum og segja af sér?
9.12.2010 | 10:54
Afvegaleidd umræða
Smám saman kemur betur í ljós hvað það var sem brást í aðdraganda hrunsins. Sú mynd á eftir að skýrast enn betur þegar Sérstakur Saksóknari fer að láta hendur standa fram úr ermum.
Í fréttum í gær var sagt frá rannsóknarskýrslu erlendra sérfræðinga um meint bókhaldsbrot endurskoðanda og forustumanna Glitnis banka og boðað er að sagt verði frá svipuðum hlutum varðandi sömu aðila í Landsbankanum þegar líður á daginn.
Þó svo að taka verði fréttum með fyrirvara og engin sé sekur þar til sekt hans er sönnuð, þá lá það nokkuð í augum uppi skömmu eftir hrunið að vafningarnir, viðskiptavildin og bullið sem fært var sem eigið fé banka og vogunarsjóða og flestra fyrirtækja í Kauphöllinni, hefði ekki getað verið fært með þeim hætti í bókhald þessara aðila án aðkomu endurskoðenda og æðstu stjórnenda þessara aðila.
Miðað við fréttir í gær þá gat það vart dulist stjórnendum Glitnis banka að hann var hruninn í ársbyrjun 2008. Samt sem áður höfðu helstu leikendur hrunsins sem höfðu markvisst sogið peninga út úr Glitni upp stór orð þegar Glitnir var yfirtekinn í september 2008 og kenndu því um að Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri hefði horn í síðu eigenda bankans.
Síðan þá hefur umræðan verið markvisst afvegaleidd af hrunverjum með aðstoð nytsamra sakleysingja og pólitískra rugludalla. Ráðist var að stjórnmálamönnum og embættismönnum og þeir hraktir úr embættum. Fjölmiðlar spillingaraflanna, ríkisfjölmiðillinn og hluti Háskólasamfélagsins tók þátt í þessari herferð afvegaleiðingarinnar. Þessir aðilar bera mikla ábyrgð á þeirri bullkenndu umræðu sem hefur verið í landinu. Afvegaleiðing háskólasamfélagsins náði hámarki þegar sigurvegari í kosningum til stjórnlagaþings sagði að hrunið væri stjórnarskránni að kenna.
Í allri þeirri auðn pólitískra fúkyrða, öfugsnúninga sem einkennt hefur íslenska pólitík ekki síst fyrir tilverknað þeirra Jóhönnu og Stengríms með hjálp vinstri sinnaða Háskólasamfélagsins, var ánægjulegt að sjá til tilbreytingar vitræna og athyglisverða blaðagrein frá stjórnmálamanni. Þá grein skrifaði formaður Framsóknarflokksins í Morgunblaðið fyirr nokkru. Sú grein var góð tilbreyting frá innihaldsalusum kjaftavaðli og bulli sem einkennir almennt umræðuna. Fleiri forustumenn í íslenskum stjórnmálum ættu að taka formann Framsóknarflokksins sér til fyrirmyndar í þessu efni.
Það er löngu kominn tími til að fólk snúi sér að aðalatriðunum í umræðunni á rökrænan og vitrænan hátt.
6.12.2010 | 23:00
Ein versta fjármálastofnun landsins
Byggðastofnun hefur ítrekað tapað öllu eigin fé sínu og þurft að fá stuðning frá skattgreiðendum aftur og aftur. Stuðning í milljarðavís.
Byggðastofnun er lánastofnun sem ávallt hefur verið í eigu og umsjá ríkisins og nýtur þess vafasama heiðurs að vera sú lánastofnun íslensk sem oftast hefur þurft að bjarga frá gjaldþroti. Í starfi Byggðastofnunar hafa farið saman pólitísk spilling ásamt andvana hugmyndum byggðastefnu síðustu aldar.
Lánastofnanir í eigu ríkisins eru of margar og of miklu af peningum skattgreiðenda hefur verið sóað í gæluverkefni fjármálaráðherra. Tugir milljaða frá skattgreiðendum til VBS, Saga Capital, Sparisjóðanna, Sjóvár-Almennra trygginga og núna skal Byggðastofnun réttur örlítill milljarður svo enn eitt hrun fjármálastofnunar verði ekki að veruleika á vakt þessarar ríkisstjórnar.
Þeir sem tala um gildi opinberra lánastofnana og heimta slíkar ættu að kynna sér starfsemi Byggðastofnunar. Sporin hræða ekki síður en með eftirlitslausar stórar fjármálastofnanir í einkaeigu að stórum hluta á ábyrgð skattgreiðenda. Það er best að vera laus við hvoru tveggja.
6.12.2010 | 08:57
Ekkert
Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund á föstudaginn og skrifaði þar ásamt forustumönnum lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja undir samning um ekki neitt nema þá helst að skattgreiðendur auki niðurgreiðslur vaxta fyrir fjármálafyrirtæki.
Niðurstaðan: Innheimtanlegar skuldir skulu innheimtar af fullri hörku. Ekki skal taka tillit til þess að hundruðir milljarða verðbætur hafa fallið á höfuðstóla verðtryggðra lána frá bankahruninu þó samdráttur hafi verið í þjóðarframleiðslu og eignvarverð hafi lækkað verulega. Þar af hafa lífeyrissjóðirnir fengið í sinn hlut 126 milljarða vegna verðtryggingar frá hruni.
Ríkisstjórnin viðheldur gjaldeyrishöftum til að verja krónuna og fjármálafyrirtækin. Ríkisvaldið ábyrgist allar innistæður fjármálastofnana á kostnað skattgreiðenda. Samt sem áður er viðhaldið gervigjaldmiðli verðtryggingar sem hækkar höfuðstóla lána þrátt fyrir hrun á verði eigna, minnkandi þjóðarframleiðslu og lækkunar launa. Er það virkilega svo að stjórnvöld, stjórnendur lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja átti sig ekki á að það er engin sanngirni í þessu heldur argasta óréttlæti.
Er það virkilega svo að meðan fjármálastofnanirnar eru varðar með gjaldeyrishöftum og ríkisábyrgð að þá sé ekki svigrúm til að fá fulltrúa þeirra til að fallast á afnám verðtryggingar og bakfærslu ránsfengsins. Ef það var ekki hægt þá átti að taka ránsfenginn af þeim. Það hefði verið sanngirni.
Norrænu velferðarstjórninni er sama um sanngirnina og hún hefur enga stefnu í skuldamálum heimilanna.
Staðreyndin er sú að hefði ríkisstjórnin ekkert gert þá væri flækjustigið minna í dag og heimilin betur stödd.
Með síðustu aðgerðum sínum hefur ríkisstjórnin endanlega tekið vonina frá fólki. Hún hefur enn einu sinni sýnt að hún er stefnu- og úrræðalaus og gerir þjóðinni mest gagn með því að segja af sér.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 16
- Sl. sólarhring: 428
- Sl. viku: 4232
- Frá upphafi: 2449930
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 3943
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson