Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
19.3.2010 | 10:06
Úrræði eða úrræðaleysi
Ríkisstjórnin birti í vikunni aðgerðaráætlun til aðstoðar skuldsettu fólki. Athygli vekur að ekkert í aðgerðunum nýtist venjulegu fólki sem horfir fram á vaxandi skuldabyrði og meiri greiðsluerfiðleika vegna hruns krónunnar og þar af leiðandi stökkbreytta höfuðstóla verð- og gengistryggðra lána.
Þjóðfélagsúrræði verða að miða að því að taka á sértækum vanda venjulegs fólks vegna hruns gjaldmiðils með tilheyrandi verðbólgu sem hefur stökkbreytt höfuðstólum lána. Ekkert í nýjasta aðgerðarleysispakka ríkisstjórnarinnar sem heitir aðgerðarpakki gerir neitt í þeim málum. Er það furða þó fólk sé orðið uppgefið á úrræðalausri ríkisstjórn.
Áfram skal haldið að innheimta að fullu stökkbreyttu höfuðstóla húsnæðislána svo lengi sem hægt er að kreista nokkuð blóð undan nöglum skuldara. Þegar það er ekki lengur hægt þá býður ríkisstjórnin upp á tímabundinn aðgerðarpakka við nauðungaruppboð, gjaldþrot eða greiðsluaðlögun. Skuldarar hljóta síðan að fagna því að stofna á nýtt embætti umboðsmanns skuldara þar sem einn Samfylkingarfursti í viðbót verður settur á spenann.
Aðgerðarpakki ríkisstjórnarinnar sem heitir "Umfangsmiklar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna" er athygliverð lesning. Samantekt, efnisyfirlit og lýsing á því sem gert hefur verið tekur 6 blaðsíður af 12 og megin hluti þess sem síðan er talið eru hlutir sem stefnt er að því að gera einhvern tíma í framtíðinni.
Í hvert skipti sem ríkisstjórnin kynnir aðgerðir til aðstoðar skuldsettu fólki þá er ég svo einfaldur að halda að nú muni ríkisstjórnin ætla að gera eitthvað að viti en verð eilíft og ævinlega fyrir vonbrigðum við að sjá stefnu-úrræða- og getuleysi þessa fólks.
Ríkisstjórnin þyrlar upp reykskýí og gefur fyrirheit en þegar rykið sest þá blasir áfram við endalaus sandauðnin og tilboðið er aðeins um áframhaldandi eyðimerkurgöngu í boði ríkisstjórnarinnar.
18.3.2010 | 09:14
Upplýsingaleki?
Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður heldur því fram að hann hafi séð hluta af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þrátt fyrir allt dramað sem nefndin hefur haldið fram um leyndina og lögregluvörð við prentun skýrslunnar þá hefur fólk út í bæ eins og Sigurður G er í þessu tilviki séð nógu mikið af skýrslunni til að gera sér grein fyrir því sem máli skiptir að hans mati.
Nú er eðlilegt að rannsóknarnefndin geri grein fyrir því hvernig stóð á því að Sigurður G fékk að lesa úr skýrslunni og hvort það var með vitund og vilja rannsóknarnefndarinnar eða einstakra nefndarmanna.
Þá er líka athyglivert það sem Sigurður G segir um skýrsluna, efnistök og líkleg áhrif hennar á landsmenn. Líklega er það rétt hjá Sigurði að tárfellingarstuðull þjóðarinnar er annar en umboðsmanns Alþingis.
Annars eru þessi vinnubrögði rannsóknarnefndarinnar við vinnslu og birtingu skýrslunnar óeðlileg. Fyrst skýrslan er til þá á að birta hana án tafar í stað þess að fáir útvaldir eins og Sigurður G. Guðjónsson hafi aðgang að henni. Af hverju er skýrslan ekki prentuð á einum sólarhring og sett í dreifingu og birt á netinu. Hvað veldur þessum töfum?
11.3.2010 | 13:20
Auðkýfinga á heimsmælikvarða eigum við enga
Enginn íslendingur er lengur á lista Forbes yfir þá í heiminum sem eiga einn milljarð Bandaríkjadala eða meira. Sú var tíðin að við áttum nokkra á þessum lista en nú er engin eftir.
Óneitanlega hef ég velt því fyrir mér hvernig á því stendur að engin Íslendingur skuli nokkru sinni hafa komist á þenan lista Forbes vegna uppfinninga eða nýunga t.d. í sjávarútvegi og fiskvinnslu. Ef til vill er það vegna þess að við höfum haldið þessari atvinnugrein of lengi í viðjum ráðstjórnar með vafasamri gengisskráningu krónunnar og kvótakerfi.
Hingað til höfum við bara átt pappírsbaróna á listanum en hvorki uppfinningamenn né dugandi rekstrarmenn framleiðslufyrirtækja. Það eru þó bara þeir síðarnefndu sem stuðla í raun að varanlegri velferð fólks, héraða og þjóða.
8.3.2010 | 23:01
Samningar
Ég hef alltaf verið talsmaður samninga um Icesave og er enn. Það er hins vegar ekki hægt að samþykkja vonda samninga og þeim var þjóðin að hafna í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn. Það er síðan misskilningur að okkur liggi reiðarinnar ósköp á eins og Svavar Getsson lét í veðri vaka í fyrra þegar hann þurfti að klára samningana fyrir sumarleyfi.
Nú hefur verið upplýst að áður en Steingrímur J. Sigfússon undirritaði Svavarssamninginn í sumar þá var honum ljóst að ekki var þingmeirihluti fyrir málinu en samt undirritaði hann samninginn. Hvað gekk manninum eiginlega til? Steingrímur stóð síðan að öðrum samningi sem þjóðin hefur nú lýst andstöðu sinni við.
Getur þessi sami Steingrímur haft forustu um nýja samninga um málið?
Vissulega eigum við að standa við fjölþjóðlegar skuldbindingar okkar en hvað með að Bretar geri það lika og verði látnir svara á sama tíma fyrir aðgerðir sínar gegn Íslandi og íslenskum hagsmunum sem felldi a.m.k. tvö íslensk fjármálafyrirtæki erlendis og kostaði okkur gríðarlega fjármuni. Þarf ekki að taka tillit til þeirra hagsmuna líka í samningum við þá?
Loks verður ekki séð að það þurfi endilega að gera samninga samtímis við Hollendinga og Breta eða á sömu forsendum. Af hverju ekki einbeita sér að Hollendingum?
6.3.2010 | 23:06
Til hamingju Ísland
Til hamingju kæru landsmenn. Um 98% þeirra sem afstöðu taka í þjóðaratkvæðagreiðslunni sögðu nei. Yfirgnæfandi meiri hluti hafnaði samningum Steingríms og Jóhönnu.
Þrátt fyrir að þjóðin hafi talað með afgerandi hætti þá láta Steingrímur og Jóhanna eins og ekkert hafi í skorist. Það er rangt. Bæði reyndu þau að fá fólk til að mæta ekki á kjörstað og hvorugt þeirra kaus. Í annan stað voru lögin sem þau þvinguðu í gegn um Alþingi kolfelld af þjóðinni.
Vandamálin sem hafa skapast í kring um þetta mál eru fyrst og fremst á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar sem tók málið strax eftir kosningar úr farvegi og setti það í flokkspólitíska forsjá vina og vopnabræðra þeirra Svavars Gestssonar og Indriða Þorlákssonar.
Hvaða rökræn glóra er í því, að fjármálaráðherra sem hefur sett mál í þann farveg sem þjóðin hafnar með svo afgerandi hætti, sitji áfram sem ráðherra? Í öðrum lýðræðisríkjum mundi Steingrímur J. Sigfússon biðjast lausnar fyrir hádegi á mánudaginn og axla þar með pólitíska ábyrgð á Icesave samningsklúðrinu sem hann ber ábyrgð á.
5.3.2010 | 21:27
Nei
Nú skiptir máli að sem flestir mæti á kjörstað og sýni samstöðu þjóðarinnar um að hafna ólögum.
Við skulum sýna með ótvíræðum hætti hver er vilji íslensku þjóðarinnar. Látum ekki Steingrím og Jóhönnu villa okkur sýn þegar þau halda því fram að það skipti engu máli hvernig þjóðaratkvæða- greiðslan fari. Hún skiptir miklu máli.
Í fyrsta lagi skiptir hún máli til að sýna heiminum fram á samstöðu þjóðarinnar gegn erlendu valdi.
Í öðru lagi skiptir hún máli til að sýna fram á að þjóðin sættir sig ekki við ólögin ríkisstjórnarinnar.
Í þriðja lagi til að nýta mannréttindi frjálsborins fólks í lýðræðisríki.
Mætum öll og kjósum með frelsi gegn helsi.
Við segjum NEI.
5.3.2010 | 11:04
Forsætisráðherra, lýðræðið og þjóðin
Forsætisráðherra lýsti því yfir í gær að hún ætlaði ekki að nýta lýðræðisleg réttindi sín og kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Forsætisráðhera ætlar að sitja heima og fara hvergi á kjörstað. Með því gefur forsætisráðherra ákveðin skilaboð til þjóðarinnar. Hún er á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og getur ekki mætt á kjörstað til að nýta sér þá þrjá valkosti sem eru í boði. Það að segja já, nei eða sitja hjá.
Staðreyndin er raunar sú að forsætisráðherra og fjármálaráðherra börðust fyrir samþykki þeirra laga sem nú verða borin undir þjóðaratkvæði og sögðu ítrekaða í þringræðum að mikilvægt væri að samþykkja lögin. Nú þegar lögin eru borin undir þjóðina þá treystir forsætisráðherra sér ekki til að kjósa með sínum eigin lögum og óvíst hvort fjármálaráðherra gerir það. ´
Hvað hefur breyst? Gilda ekki sömu rök og sjónarmið núna og í desember s.l. þegar ríkisstjórnin fékk þingmeirihluta sinn og Þráinn Bertelsson sérstakan sérfræðing um andlegt hæfi þjóðarinnar til að greiða atkvæði með lögunum? Af hverju þorir þetta fólk ekki að standa við eigin gerðir lengur?
Miðað við yfirlýsingu forsætisráðherra og tvíátta yfirlýsingar fjármálaráðherra að teknu tilliti til þess sem gerðist við umræður um málið í kjölfar neitunar forseta á því að samþykkja lögin þá verður ekki hjá því komist að líta á það sem vantraust á verk ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu segi meiri hluti þjóðarinnar nei í kosninguum á morgun.
Nú er þjóðinni gefin kostur á beinu milliliðalausu lýðræði og að sjálfsögðu á þjóðin að notfæra sér þau lýðréttindi og mæta á kjörstað og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni. Leyfum forsætisráðherra og öðrum sem vilja ekki að þjóðin njóti beins og milliliðalauss lýðræðis þegar þeir ráða að sitja heima. Yfirlýsing Jóhönnu um að neita sér um að nýta lýðréttindi sín eru sennilega einsdæmi um forsætisráherra í lýðfrjálsu landi.
4.3.2010 | 10:11
Hrun VBS á ábyrgð Steingríms fjármálaráðherra?
Fyrir ári síðan tók fjármálaráðherra með blessun ríkisstjórnarinnar þá geðþóttaákvörðun að veita VBS fjárfestingafélagi og Saga Capital tuga milljarða lán úr ríkissjóði. Þetta var eftir bankahrun og allar kennitölur í rekstri fyrirtækjanna ljósar þegar ákvörðunin um að veita tugum milljarða af almannafé til fyrirtækjanna. Um var að ræða fjármálafyrirtæki sem skiptu engu máli varðandi fjármálastarfsemina almennt í landinu. Samt sem áður veitti Steingrímur þeim tuga milljarða fyrirgreiðslu á niðurgreiddum vöxtum allt í boði skattgreiðenda.
Nú er rekstur VBS kominn í þrot þrátt fyrir að hafa fengið 26 milljarða vildarlán frá Steingrími J. fyrir ári síðan.
Hremmingar VBS er ekki eftirskjálfti af bankahruninu eins og forstjóri Fjármálaeftirlitsins heldur fram. Þetta er allt annað og sjálfstætt mál og allar niðurstöður varðandi VBS lágu fyrir þegar Steingrímur J. ákvað að veita þeim 26 milljarða lán á Bónus vöxtum frá skattgreiðendum.
Ætlar Steingrímur J að axla ábyrgð af því að hafa misfarið með almannafé?
Hefur Steingrímur J. þá afsökun að honum hafi verið veittar rangar upplýsingar. Var e.t.v ekki gætt nægjanlega að framvindu mála og starfsemi VBS eftir lánveitingu Steingríms? Hverjir eru það þá sem eiga að axla ábyrgð efþað er ekki Steingrímur J?
Eðlilegt er að fram fari opinber rannsókn á þessum milljarðafyrirgreiðslum Steingríms J. og með hvaða hætti staðið var að málum það eina ár sem tók síðan að stýra fyrirtækinu í þrot. Rannsóknarskýrsla gæti verið tilbúin 1. maí á hátíðisdegi verkalýðsins til upplýsingar um það með hvaða hætti fjármálaráðherra "fólksins" misfer með fjármuni alþýðunnar í þeirri viðleitni sinni að standa við bakið á þeim kapítalistum sem honum eru hugnanlegir.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 14
- Sl. sólarhring: 426
- Sl. viku: 4230
- Frá upphafi: 2449928
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 3941
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson