Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
31.5.2010 | 08:40
Farðu heim Guðmundur
Guðmundur Steingrímsson þingmaður Framsóknarflokksins fær rauða spjaldið frá flokksbræðrum sínum í Húnavatnssýslu.
Guðmundur gagnrýndi formann Framsóknarflokksins þegar úrslit lágu fyrir í kosningunum. Sú gagnrýni fór illa í unga og óharðnaða flokksmenn Framsóknarflokksins í Húnavatnssýslu. Þeir sögðu Guðmundi að hann ætti að hætta í Framsóknarflokknum og fara heim.
Þessir ungu Framsóknarmenn norðan Holtavörðuheiðar eru svo slitnir úr samhengi við sögu flokksins að þeir vita ekki að það er frekar regla en undantekning að erjur standi um formanninn. Þær staðreyndir eru hluti af ættarsögu Guðmundur enda voru faðir hans og afi formenn flokksins.
Guðmundur var varaþingmaður Samfylkingarinnar en ákvað að sættist á það óumflýjanlega að framsóknarmennska er genetískur sjúkdómur. Þá bregður svo við að kjósendur hans úr Húnaþingi skynja ekki forsendur og ástæður veru Guðmundar í flokknum.
Vandrötuð verður því heimaganga Guðmundur. Hvert á hann þá að fara?
Úr því sem komið er getur þingmaðurinn tekið undir með skáldinu:
"Og lát mig gleyma að ég á hvergi heima."
30.5.2010 | 10:30
Sjálfstæðisflokkurinn sterkasta þjóðmálaaflið
Niðurstaða kosninganna er ótvírætt að Sjálfstæðisflokkurinn er sterkasta þjóðmálaaflið. Þvert á hrakspár þá fékk Sjálfstæðisflokkurinn mun meira fylgi og sýndi meiri styrk, en ímyndarfræðingar fjölmiðlanna höfðu haldið fram vikum fyrir kosningar. Þá verður ekki annað séð en að frásagnir af dauða fjórflokksins séu stórlega ýktar svo vísað sé til orða Mark Twain þegar hann las andlátsfregn sína í víðlesnu dagblaði.
Sjálfstæðísflokkurinn tapar fylgi í Reykjavík en þó minna fylgi en spáð hafði verið. Þegar rýnt er í tölurnar kemur fram að þeir flokkar sem tapa hlutfallslega mestu í Reykjavík eru Vinstri Grænir og Framsóknarflokkurinn, sem tapa nánast öðrum hvorum kjósanda. Athyglisvert er að hlutfallslega er tap Samfylkingarinnar meira í Reykjavík en Sjálfstæðisflokksins.
Í Hafnarfirði vann Sjálfstæðisflokkurinn góðan sigur og er í með hreinan meiri hluta í Garðabæ, Álftanesi, Seltjarnarnesi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði, Árborg og Vestmannaeyjum.
Hvernig sem ímyndarfræðingarnir og vinstri sinnaðir fjölmiðlamenn vilja snúa málum þá liggur samt fyrir að staða Sjálfstæðisflokksins er sterk og það er engin flokkur sem kemur jafn sterkur út úr þessum sveitarstjórnarkosningum og Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er alltaf þannig í sveitarstjórnarkosningum að gengi hefðbundinna stjórnmálaflokka er misjafnt og þeir tapa sumsstaðar og vinna annarsstaðar. Þar skipta oftast staðbundin mál mestu. Á Akureyri vann L listinn gríðarlegan sigur og sem slíkur er L listinn stóri sigurvegari kosninganna. Miðað við það sem forustumaður L listans sagði þegar úrslit lágu fyrir þá byggist gengi flokksins fyrst og fremst á svæðisbundinni afstöðu í bæjarmálum á Akureyri. Ég reikna með að sama eigi við á Akranesi án þess þó að þekkja það nægjanlega vel.
Varðandi Besta flokkinn í Reykjavík þá vísa ég á blogg Ómars Ragnarssonar um kosningaúrslitin í morgun og tek undir þau sjónarmið sem hann setur þar fram. Ég hef á þessari stundu engu við það að bæta.
28.5.2010 | 21:24
Hagsmunir Reykvíkinga að Hanna Birna haldi áfram sem borgarstjóri
Í umræðuþáttum á Stöð 2 og Kastljósi kom það í ljós að Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri ber af sem stjórnmálamaður og forustumaður í borgarmálunum.
Í kosningum eiga kjósendur að kjósa í samræmi við hagsmuni sína. Það skiptir máli að traustur og öflugur málsvari og foringi leiði mál farsællega til lykta á næsta kjörtímabili. Hanna Birna er eini valkosturinn vilji fólk kjósa hæfasta einstaklinginn sem borgarstjóra sinn. Málefnaleg frammistaða hennar sýnir það ótvírætt. Í störfum sínum sem borgarstjóri hefur hún þegar sýnt að hún er í fremstu röð þeirra sem gegnt hafa störfum sem borgarstjóra í Reykjavík.
Það er ljóst að hagsmunum Reykvíkinga verður vel borgið undir forustu Hönnu Birnu.
Mér finnst nauðsynlegt að hvetja kjósendur til að mæta á kjörstað og kjósa áframhaldandi forustu Hönnu Birnu með því að merkja X við D.
Við þá mörgu sem hafa sagt mér frá óánægju sinni með einstaka frambjóðendur langar mig til að benda á að strika þá út en láta ekki slíka óánægju bitna á hagsmunum sínum með því að kjósa ekki eða kjósa þann versta til að refsa þeim besta. Það má aldrei verða valkostur kjósandans.
Stjórnmál snúast um hagsmuni og framtíðarmöguleika. Þess vegna skiptir máli að velja þann hæfasta til forustu. Allt annað er óafsakanlegt. X-D
26.5.2010 | 09:33
Drengskaparbragð Árna Johnsen
Árni Johnsen alþingismaður vekur réttilega athygli á því í góðri grein í Morgunblaðinu í dag, að ómaklega sé ráðist að fyrrum viðskiptaráðherra Björgvin G. Sigurðssyni.
Það er sjaldgæft að stjórnmálamenn taki til varna fyrir stjórnmálamenn úr öðrum flokkum en Árni Johnsen tekur til réttmætra varna fyrir alþingismann Samfylkingarinnar. Flokkssystkin Björgvins hafa sýnt honum dæmafáa lítilsvirðingu að ástæðulausu, það sýnir eðli fólksins sem þar fer með völd.
Björgvin G. Sigurðsson var sem viðskiptaráðherra besti neytendamálaráðherra sem við höfum átt. Það var slæmt fyrir neytendavitund og neytendastarf í landinu að hann skyldi vera viðskiptaráðherra lengur.
Árni Johnsen bendir réttilega á að Björgvin G. Sigurðsson hefur ekkert til saka unnið. Hann er með óverðskulduðum hætti gerður að fórnarlambi.
Samfylkingarfólk mætti skoða það að núverandi forsætisráðherra er mun meiri gerandi og orsakavaldur í hruninu en nokkru sinni Björgvin G. Sigurðsson.
25.5.2010 | 12:31
Að refsa sjálfum sér
Margir tala um nauðsyn þess að refsa fjórflokknum með því að kjósa Besta flokkinn. Í þessu felast alvarlegar hugsanavillur.
Í fyrsta lagi þá er fjórflokkurinn ekki eitt fyrirbrigði sem ber sameiginlega ábyrgð.
Í öðru lagi þá verður fjórflokknum ekki refsað sem sameiginlegri einingu.
Í þriðja lagi þá verður fjórflokknum sem slíkum ekki refsað með því að fólk kjósi óhæfa stjórnendur.
Í fjórða lagi þá getur það aldrei verið og má ekki vera valkostur í lýðræðisríki að kjósa hið ómögulega á þeim forsendum að það sem skárra er sé ekki nógu gott.
Valkostur kjósenda sem vilja lýsa því yfir að þeir telji engan valkostanna sem boðið er upp á við kosningar nógu góðan er að skila auðu. Það að kjósa sýnir afstöðu með þeim sem kosinn er en ekki andstöðu við þann sem ekki er kosinn.
Þannig verður atkvæði mitt með D listanum til þess að reyna að tryggja áfram vitræna stjórn borgarinnar en beinist ekki gegn t.d. Besta flokknum eða Vinstri grænum svo dæmi sé tekið.
Sem kjósandi sé ég ekki annan betri valkost en kjósa þann flokk og þann borgarstjóra sem hefur stýrt borginni vel og af ábyrgð.
Annar valkostur ábyrgs kjósanda sem af einhverjum ástæðum vill ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn er að kjósa þann sem hann treystir betur til að stjórna borginni.
En spurningin er, hver hefur sýnt það á síðasta kjörtímabili að verða líklegri en Hanna Birna til að verða besti borgarstjórinn á næsta kjörtímabili?
Að kjósa það ómögulega til að refsa öðrum felur á endanum í sér að kjósandinn refsar sjálfum sér.
20.5.2010 | 17:20
Hrunið kyngreint
Í vetrarbyrjun var skipuð þingmannanefnd á Alþingi til að fjalla um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Verkefni nefndarinnar er að leggja mat á og móta tillögur í framhaldi af skýrslunni varðandi:
a. Almennt pólitískt uppgjör á efnahagshruninu.
b. Breytingar á lögum og reglum.
c. Mat á ábyrgð á hugsanlegum mistökum og vanrækslu stjórnvalda sem áttu þátt í hruninu.
Nú hefur formaður nefndarinnar séð ljósið og lagt fram þá tillögu að kynjafræðingur verði fengin til að kyngreina hrunið. Þetta er gert þó ekki verði séð að slík kyngreining falli undir verkefni sem nefndinni er ætlað að vinna. Von er til að breið samstaða náist í nefndinni um málið.
Finnst einhverjum skrýtið að alvöru grínarar njóti fylgis meðal kjósenda þegar statistar í gríneríinu eins og Atli Gíslason og nefndarfólk hans telur kyngreiningu hrunsins brýnasta verkefnið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.5.2010 | 20:50
Besti flokkurinn
Enn mælist Besti flokkurinn með mikið fylgi. Þess eru dæmi að ný framboð hafi mælst með mikið fylgi í skoðanakönnunum nokkru fyrir kosningar en fylgið síðan hrunið af þeim. Nú virðist það vera að gerast miðað við síðustu könnun að Besti flokkurinn er ekki að tapa fylgi heldur bæta við sig.
Vinur minn einn skráði sig til heimilis í Reykjavík nokkru fyrir áramót til að geta kosið Besta flokkinn. þessi maður er eldheitur hugsjónamaður og hefur iðulega staðið framarlega í baráttunni. Nú finnst honum allir stjórnmálaflokkarnir hafa brugðist og það þurfi að veita þeim ráðningu. Spurning hvort flestir þeir sem ætla að kjósa Besta flokkinn hugsi svipað.
Verði það niðurstaðan að Besti flokkurinn verði stærsti eða meðal stærstu flokkanna í Reykjavík við þessar kosningar hvaða skilaboð eru kjósendur þá að senda.
Stjórnmál eru altaf rammasta alvara hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ef svo fer að grínflokkur nýtur trausts stórs hluta kjósenda umfram hefðbundna stjórnmálaflokka þá þurfa þeir sem vilja láta taka sig alvarlega í pólitík heldur betur að skoða hlutina upp á nýtt.
Partýinu er nefnilega lokið alvaran verður að taka við. Það þó fyrr hefði verið.
16.5.2010 | 22:56
Samfylkingin í áróðurssmiðju nasista?
Borgarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og stjórnmálaflokkarnir velja sér vígorð. Samfylkingin í Reykjavík valdi sér vígorðið "Vekjum Reykjavík." Óneitanlega minnti þetta á vígorð annars sósíalistaflokks úr fortíðinni.
Um 1930 sótti þjóðlegi þýski sósíalski verkamannaflokkurinn sem í daglegu máli var kallaður nasistaflokkurinn, fram undir vígorðinu "Vekjum Þýskaland" , "Þýskaland vakna þú" eða sama vígorði að breyttum breytanda eins og Samfylkingin gerir í dag.
Skyldi Dagur B. Eggertsson leiðtogi hins fjölþjóðlega íslenska sósíalistaflokks, Samfylkingarinnar hafa vitað af þessu vígorði sem sálufélagi hans í sósíalismanum Adolf Hitler og félagar hans notuðu á síðustu öld og eiga ótvíræðan höfundarrétt á, áður en Dagur ákvað að gera orð hans að sínum?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
12.5.2010 | 23:10
Þinghús fáránleikans vill dómstóla fáránleikans
Stundum er sagt að umræður og skrif á blogginu sé ómerkilegt. Vel kann það að vera rétt á stundum. Fátt jafnast þó á við fáránleikann í máli þingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Guðmundar Steingrímssonar í dag. Þó er verra að þeir virðast ekki bera skynbragð á stjórnskipun landsins. Það er alvarlegt þar sem þeir eru til þess kjörnir að fjalla um slík mál.
Í dæmalausu lýðskrumi Björns Vals og Guðmundar koma fram sjónarmið sem verða ekki skilin með öðrum hætti en þeim að þeir telji eðlilegt að stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendur ákæruvalds og dómsvalds. Hvar er réttarríkið statt ef það á að vera komið undir geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna hvort fólk er ákært eða ekki? M.a. til að koma í veg fyrir það var stofnað embætti ríkissaksóknara til að aðskilja rannsókn og saksókn mála frá stjórnmálunum. Áður hafði þetta verið á verksviði dómsmálaráðherra.
Þegar óeirðafólkið sem sótti að Alþingi, slasaði starfsfólk við öryggisvörslu og olli eignaspjöllum er sótt til saka fyrir framferði sitt, þá finnst þeim Birni Val og Guðmundi eðlilegt að stjórnmálin hafi afskipti af málinu. Treysta þeir ekki dómstólum landsins?
Óneitanlega senda þessir þingmenn furðuleg skilaboð nú þegar óeirðarfólkið sýnir dómstólum algjöra lítilsvirðingu, eftir að hafa sýnt Alþingi lítilsvirðingu. Þetta er í fyrsta skipti sem dómsstólum er sýnd lítilsvirðing og reynt að tálma störfum þeirra. Það er alvarlegt mál og í kjölfar þess er málflutningur þingmannanna þeim til skammar.
Ef til vill er þeim vorkunn eftir að hafa hlustað á holtaþokuvælið í dómsmálaráðherra í framhaldi af því að óeirðafólkið veittist að dómsvaldinu og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu bauð óeirðafólkinu síðan í kaffi á lögreglustöðina. Í framhaldi af því var að sjálfsögðu eðlilegt að prestur Laugarnessafnaðar skyldi blessa yfir athæfið. Kirkjan á jú alltaf sína svörtu sauði.
10.5.2010 | 09:20
Kattasmölun
Ríkisstjórnin sat á 5 tíma löngum fundi í gær við að ræða um niðurskurð ríkisútgjalda og breytingar á stjórnarráðinu. Ekkert var samþykkt. Haft var þó eftir fjármálaráðherra að hlutir þokuðust í rétta átt.
Ég man ekki betur en jafnvægi ætti að nást milli tekna og gjalda á fjárhagsárinu 2011 en þá þarf að skera niður um rúma hundrað milljarða sem er fjárlagahallinn í ár. Fjármálaráðherra talaði hins vegar um að rætt hefði verið um á fundi ríkisstjórnarinnar að skera niður einhverja tugi milljarða. Það þýðir áframhaldandi skuldasöfnun ríkisins þvert á samkomulagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Varðandi breytingar á stjórnarráðinu þá hefur VG félag Skagafjarðar bent á að það sé hið mesta óráð og leggst eindregið gegn slíkri fásinnu enda takmarkaður sparnaður af því eftir því sem formaður félagsins segir. Formaðurinn nefnir þó ekki það mikilvægasta að ráðherra þeirra Skagfirðinga Jón Bjarnason hverfur úr ríkisstjórn komi til breytinganna.
Forsætisráðherra sagði að góður gangur væri í viðræðunum. Þar talaði forsætisráðherra um viðræður ráðherra á ríkisstjórnarfundi. Mér fannst þetta kunnuglegt orðalag og þá rifjaðist upp fyrir mér að þetta er það sem ríkissáttasemjari segir iðulega þegar ekki hefur náðst samkomulag á fundum hans með hagsmunasamtökum.
Það bendir því allt til þess að forsætisráðherra þurfi að fara í víðtækari kattasmölun en áður ef ríkisstjórnin á að vera á vetur setjandi.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 125
- Sl. sólarhring: 1298
- Sl. viku: 5267
- Frá upphafi: 2469651
Annað
- Innlit í dag: 115
- Innlit sl. viku: 4823
- Gestir í dag: 115
- IP-tölur í dag: 115
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson