Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2010

Enn fjölgar opinberum störfum

Frá hinu svonefnda hruni haustiđ 2008 hefur störfum á almennum vinnumarkađi fćkkađ um 11.000, en á sama tíma hefur störfum í ţágu hins opinbera fjölgađ um rúm 16.000. Ţetta kom fram í svari fjármálaráđherra viđ fyrirspurn frá Birgi Ármannssyni alţingismanni.

Ţetta ţýđir ađ 11.000 fćrri starfsmenn ţurfa ađ standa undir aukinni skattheimtu til ađ greiđa fyrir útţenslu ríkisbáknsins sem lýsir sér m.a. í ţví ađ opinberum störfum hefur fjölgađ jafn gríđarlega eins og fram kom í svari fjármálaráđherra.

Svar fjármálaráđherra er alvarlegur áfellisdómur yfir honum og ríkisstjórninni. Ef til vill áttar fólk sig ekki á ţví hvađ ţađ er alvarlegt ađ auka ríkisumsvifin á ţeim tímum sem öllum á ađ vera ljóst ađ ţađ ţarf ađ skera niđur.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráđherra er liprasti stjórnmálamađur landsins í munninum en ađ sama skapi vanhćfur til annarra verka. Ţannig hefur hann ţrástagast á ţví ađ standa blóđugur upp ađ öxlum viđ niđurskurđ ríkisútgjalda á sama tíma og hann er ađ auka ţau.

Göran Person forsćtisráđherra Svíţjóđar gaf íslendingum ţađ ráđ ađ taka á vandanum strax vegna ţess ađ ţeim mun lengur sem ţađ drćgist ţá yrđi ţađ ţeim mun verra.  Ríkisstjórnin tekur ekki á neinum hlut og í eitt og hálft ár hefur ástandiđ ekki gert neitt annađ en versna. Ljóst er af tölum um fjölgun opinberra starfa ađ ríkisstjórnin telur sig enn standa viđ veisluborđ á kostnađ vinnandi fólks í landinu.


Hvika nú allir frá Jóhönnu?

Ljóst er ađ titringur er í röđum ţess Samfylkingarfólks sem telur sig til forustu flokksins falliđ ađ Jóhönnu Sigurđardóttur genginni. Af ţví má ráđa ađ innsti hringurinn í Samfylkingunni sé ţegar búinn ađ afskrifa Jóhönnu sem leiđtoga og eingöngu spurning um hvort hann telur hana á vetur setjandi eđa hvort umskipti ţurfi ađ verđa fyrr.

Grein Árna Páls Árnasonar félagsmálaráđherra í Fréttablađinu í gćr var athygliverđ í ţessu sambandi. Árni Páll sem tapađi varaformannskosningum fyrir Degi B. Eggertssyni á síđasta Landsfundi Samfylkingarinnar telur greinilega ađ nú sé lag. Í grein Árna koma fram mikilvćg atriđi um landsstjórnina, en Árni hafđi ekki rćtt ţessi sjónarmiđ sín viđ samráđherra sína áđur en greinin  birtist.  Greinin er ţví einleikur Árna og gerđ í ţví skyni ađ sýna fram á ađ ţar fari hinn framsýni og ábyrgi stjórnmálamađur.

Dagur B. Eggertsson er verulega laskađur sem stjórnmálamađur eftir uppákomur síđustu daga og vikna. Jóhanna er líka verulega löskuđ eftir Másgate og forustuleysi í verklausri ríkisstjórn. Árni Páll gengur ţví á lagiđ stígur fram ţar sem hann skynjar ađ klukkan er byrjuđ ađ glymja fyrir Jóhönnu sem forustukonu í stjórnmálum.

Nú er spurning hvort fleiri úr hópi forustufólks í Samfylkingunni stíga fram međ svipuđum hćtti og Árni Páll í hinum óformlega formannsslag í flokknum.


Ţingmannanefnd Alţingis um rannsóknarskýrsluna segi af sér

Ţingmannanefnd undir forustu Atla Gíslasonnar til ađ fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alţingis er óhćf og ćtti ađ segja af sér. 

Ţađ sem nefndin hefur afrekađ til ţessa er ađ afgreiđa samhljóđa ađ ráđa flokkssystur formanns nefndarinnar til ađ kyngreina rannsóknarskýrsluna jafn gáfulegt og ţađ nú er og síđast ađ senda sérstaka beiđni til sérstaks ríkissaksóknara ađ taka nú fyrir mál fyrrverandi Seđlabankastjóra og fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlits.

Nú skil ég vel ađ Atli Gíslason Vinstri grćnn vilji slá pólitískar keilur í starfi sínu sem nefndarformađur og sýna fram á ötula kvennfrelsisbaráttu í anda öfgafemínista eins og Sóleyjar Tómasdóttur. Ţá er honum einnig ljúft ađ kasta steinum úr glerhúsi sínu á pólitíska andstćđinga. Ţađ kemur ekki á óvart.  Honum mátti hins vegar vera ljóst sem lögmanni og  miđađ viđ erindisbréf nefndarinnar ađ ţađ var afkáralegt ađ beina ţeim tilmćlum sem nefndin gerđi til sérstaks ríkissaksóknara.

 Ţađ sem hins vegar kemur á óvart er ađ ţeir tveir ţingmenn Sjálfstćđisflokksins ţćr Ragnheiđur Ríkharđsdóttir og Unnur Brá Konráđsdóttir sem sitja í nefndinni skuli standa ađ og eiga hlutdeild í ómerkilegri pólitískri ađför ađ fyrrum formanni Sjálfstćđisflokksins, fyrrum starfsbrćđrum hans og fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlits.   Hvađ gekk ţeim eiginlega til?

 


Fimm sinnum fimm eru simsalabimm

Tap Íslands á bankahruninu nemur a. m. k. 10 ţúsund milljörđum segir í frétt af rćđu fyrrum ríkisendurskođanda.  Hann segir ađ tapiđ felist í virđisrýrnun bankanna og hlutabréfa ţeirra  um 9 ţúsund og fjögurhundruđ milljarđa auk taps Seđlabanka og annarra og út úr ţví komi rúmlega 10 ţúsund milljađa tap Íslands í bankahruninu.

Endurskođendur eru lagnari viđ ađ fá ţá útkomu sem ţeir ćtla sér en ađrir sérfrćđingar í útreikningum. Ţeir reiknuđu út frábćra stöđu íslensku bankanna og fjármálakerfisins ţó ađ verđmćtin vćru ađallega hugarfóstur.

Ţannig er ţađ einnig međ ţetta tröllaukna tap sem fyrrum ríkisendurskođandi reiknar út ađ hafi veriđ tap okkar í bankahruninu.  Sú útkoma er  sambćrileg útkomu skáldsins sem sagđi í grínljóđabókinni sinni   "Fimm sinnum fimm eru simsalabimm."

Raunverulegt virđi bankanna var aldrei mikiđ.  Verđfall á ţessum gerviverđmćtum er ţví ekki raunverulegt tap heldur afturhvarf til raunveruleikans úr undralandinu.

Nettó tap ţjóđarbúsins hleypur á hundruđum milljarđa en ekki ţúsundum eins og ríkisendurskođandi heldur fram nema menn vilji halda áfram ađ lifa í gerviveröld uppblásinna efnahagsreikninga fjármálafyrirtćkja. Hefđi tapiđ hlaupiđ á ţúsundum milljarđa ţá hefđi ekki veriđ hćgt ađ halda hér úti ţjóđfélagsstarfsemi eftir hruniđ.

Sagt er ađ Sölvi Helgason sá mikli lífskúnstner sem lifđi öldum fyrr hafi afrekađ ţađ ađ reikna barn í konu. Ţađ er sjálfsagt ekki flóknara en fá út ţá útkomu sem kom fram í rćđu ríkisendurskođanda hjá félagi Viđskipta- og  hagfrćđinga í dag. Er ađ vonum ađ fjörugar umrćđur og fyrirspurnir hafi orđiđ í ţessu gagnmerka félagi um niđurstöđur fyrrum ríkisendurskođanda.


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 292
  • Sl. sólarhring: 722
  • Sl. viku: 4113
  • Frá upphafi: 2427913

Annađ

  • Innlit í dag: 268
  • Innlit sl. viku: 3804
  • Gestir í dag: 260
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband