Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Harðasti rukkarinn

Viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í morgun að Lífeyrissjóðirnir væru harðasti rukkarinn gagnvart skuldugum heimilium og kæmi minnst að lausn á skuldavanda heimilanna.  Þetta eru merkilegar upplýsingar.

Lífeyrissjóðirnir eru hugsaðir til að tryggja ákveðna velferð fólks þegar það hættir að vinna. Slíka velferð má tryggja með öðrum hætti en nú er gert t.d. með því að fólk geti myndað lífeyrissparnað með því að fjárfesta í eigin húsnæði og sé þá fjár síns ráðandi í stað þess að löggjafinn taki fjárráðinn af fólki með skylduaðild að lífeyrissjóðum og takmörkunum á fjárfestingum fólks vegna lífeyris.

Stjórnendur lífeyrissjóðanna vilja ekki horfa á það stóra samhengi að með því að neita aðkomu að og vilja til að leysa skuldavanda þeirra sem eiga eitthvað og geta eitthvað þá eru þeir að framlengja kreppu í landinu og koma í veg fyrir að aukna tekjuöflun sína í nánustu framtíð. Þessi afstaða lífeyrissjóðanna er því líkleg til að skaða þá þegar á heildarmyndina er liðið.

En stjórnendur lífeyrissjóðanna starfa samkvæmt því sem viðskiptaráðherra segir á þeim grundvelli að bjóða skuli upp hús fólks og reka það út á Guð og gaddinn til þess að því geti hugsanlega liðið betur í ellinni.


Ónýt úrræði

Fulltrúi ríkisins sem fylgist með meintum úrræðum ríkisstjórnarinnar  segir á Alþingi,  að bæði sértæka skuldaaðlögunin og 110% leiðin séu ótækar og/eða nái ekki markmiði sínu.

Þessi ónýtu úrræði ríkisstjórnarinnar komu fram eftir að ríkisstjórnin hafði áður lagt fram 3 ónýta svokallað velferðarpakka fyrir skulduga einstaklinga í þjóðfélaginu.

Einhvern veginn virðist stjórnendum þessa lands ganga erfiðlega að skilja að það varð sami bresturinn og óréttlætið hvað varðar verðtryggðu lánin og þau gengistryggðu. Í samræmi við niðurstöðu dóms Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin hefði þurft að gæta jafnræðis skuldara og endurreikna verðtryggðu láinin miðað við vísitölu októbermánaðar 2008. Þessi réttláta og nauðsynlega leiðrétting verðtryggðu lánanna verður að ná fram.

Það er betra að móta almennar leikreglur í þjóðfélaginu sem gilda jafnt fyrir alla í stað þess að búa til sérreglur fyrir suma. Ríkisstjórnin hefur búið til sérreglur fyrir þá allra skuldugustu oft þá sem ekkert áttu og ekkert höfðu í raun lagt fram af eigin fé.  Þetta var röng leið.

Jafnvel þó að færustu hagfræðingar heims sem koma sérstaklega til að fjalla um vanda íslensks efnahagslífs segi allir að verðtryggingin gangi ekki og létta verði skuldabyrðum af venjulegu fólki sem stynja undir oki verðtryggingarinnar þá neitar ríkisstjórnin að gera nokkuð af viti í málinu.

Það er tími til komin að þrælar verðtryggingarinnar láti almennilega til sín taka og sýni þessari ríkisstjórn að þeir sætta sig ekki við þetta rán lengur.


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 276
  • Sl. sólarhring: 908
  • Sl. viku: 4066
  • Frá upphafi: 2295801

Annað

  • Innlit í dag: 265
  • Innlit sl. viku: 3731
  • Gestir í dag: 261
  • IP-tölur í dag: 256

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband