Leita í fréttum mbl.is

Harðasti rukkarinn

Viðskiptaráðherra sagði á Alþingi í morgun að Lífeyrissjóðirnir væru harðasti rukkarinn gagnvart skuldugum heimilium og kæmi minnst að lausn á skuldavanda heimilanna.  Þetta eru merkilegar upplýsingar.

Lífeyrissjóðirnir eru hugsaðir til að tryggja ákveðna velferð fólks þegar það hættir að vinna. Slíka velferð má tryggja með öðrum hætti en nú er gert t.d. með því að fólk geti myndað lífeyrissparnað með því að fjárfesta í eigin húsnæði og sé þá fjár síns ráðandi í stað þess að löggjafinn taki fjárráðinn af fólki með skylduaðild að lífeyrissjóðum og takmörkunum á fjárfestingum fólks vegna lífeyris.

Stjórnendur lífeyrissjóðanna vilja ekki horfa á það stóra samhengi að með því að neita aðkomu að og vilja til að leysa skuldavanda þeirra sem eiga eitthvað og geta eitthvað þá eru þeir að framlengja kreppu í landinu og koma í veg fyrir að aukna tekjuöflun sína í nánustu framtíð. Þessi afstaða lífeyrissjóðanna er því líkleg til að skaða þá þegar á heildarmyndina er liðið.

En stjórnendur lífeyrissjóðanna starfa samkvæmt því sem viðskiptaráðherra segir á þeim grundvelli að bjóða skuli upp hús fólks og reka það út á Guð og gaddinn til þess að því geti hugsanlega liðið betur í ellinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Mikil óttaleg þvæla er þetta hjá þér Jón! Læt vera með skoðanir þínar á því, hvort lífeyrissparnaður eigi að vera svona og lögbundinn, þér er auðvitað frjálst að hafa þá skoðun, en að taka undir þetta dómsdagsbull, sem þú segir að viðskiptaráðherra hafi borið upp í ræðustól Alþingis, það hreinlega get ég ekki skilið.

Sjálfur ættir þú að þekkja lögin og sjálfur hefur þú setið á Alþingi. Þér ætti því að vera það fullkomlega ljóst að enginn lífeyrissjóður á Íslandi hefur heimild til að skerða lífeyri eins til þess að niðurgreiða eða fella niður skuld annars. Þá gildir einu hver skuldin er. Þess vegna er lífeyrissjóðunum sá einn kostur að innheimta það sem innheimtanlegt er, hver sem í hlut á, einstaklingur eða fyrirtæki. Fyrir þessu eru nokkrir Hæstaréttardómar og álit umboðsmanns Alþingis.

Ekki leggjast niður á það lága plan sumra stjórnmálamanna að finna sér blóraböggul í lífeyrissjóðunum þegar óskir þeirra ná ekki fram að ganga eða þegar þeir reyna að snúa sig út úr vandræðum, sem þeir hafa búið sér sjálfir.

Annars: Bestu kveðjur:-))

ÞJ

Þórhallur Birgir Jósepsson, 3.11.2011 kl. 12:55

2 identicon

Er ekki rétt Jón að það sé skoðað hverjir eigi lífeyrissjóðina? það skyldu þá ekki vera útlendir vogunarsjóðir án þess að við höfum hugmynd um það. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 13:08

3 identicon

Þú manst þessa umræðu og mínar tillögur held að það sé orðið tímabært að menn fari að tala saman og stilla strengi sína til að leggja þetta ægivald í landinu niður. Þeir sem ráða þarna för eru flestir að hugsa um eigin hag og kippa sér ekkert upp við að tapa milljörðum hér og miljörðum þar ef vinir og ættingjar hafa gott af.

Það hefur aldrei gefist vel að ríkisvaldið afsali sér einkaleyfi til skattlagningar en eins og AGS benti á í fyrstu umfjöllun sinni um peningamál Íslands söguð þeir að ómögulegt væri annað en að líta á lífeyrissjóðina sem skattlagningu og þar með værum við að borga miklu hærri skatta en nokkur önnur þjóð.  Þetta má Sjálfstæðisflokkurinn hafa í huga þegar menn þar á bæ eru að berja sér á brjóst og tala um lága skatta.

Jón gakk nú í lið með þeim sem vilja breyta þessu kerfi, afnema vald lífeyrissjóðanna en láta sparnað landsmanna vinna öllum til hagsbóta með því að fjármagna íbúðalánakerfi á ódýran og skinsaman hátt

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 16:17

4 identicon

Ég er ekki sammála því að lífeyrissjóðirnir séu hörðustu rukkararnir. Það eru skattyfirvöld og fyrirtæki og stofnanir ríkisins. Ég veit nokkur tilfelli þess að skatturinn hefur farið fram á gjaldþrot eftir að samningar höfðu verið gerðir við alla aðra lánadrottna. Skattyfirvöld vildu fá bankatryggingu fyrir greiðslu skuldarinnar vegna samnings um greiðslufrest ! Bankar eru auðvitað ekki tilbúnir til að veita bankaábyrgð vegna greiðslu á skattskuld -  sérstaklega ef sá hinn sami banki er nýbúinn að fella niður hluta skuldar.

Ég veit líka dæmi þess að hótað var fjárnámi og gjaldþroti í kjölfar þess vegna ógreiddra reikninga hjá Landsspítalanum.  Landsspítalinn er með lögfræðistofu í fullri vinnu við að innheimta reikninga, eins og það gangi betur ef reikningurinn hækkar um helming eftir bréf frá lögfræðistofu.

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 3.11.2011 kl. 17:23

5 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir harða ádrepu Þórhallur. Ég þekki lögin um lífeyrissjóðina en það er annað að innheimta fé eða vera harðasti rukkarinn eins og Árni Páll ráðherra sagði.  Ég tel síðan að löggjafinn hefði átt að grípa inn í varðandi lífeyrissjóðina og eigi að gera það til að lífeyrissjóðirnir taki þátt í nauðsynlegri almennri skuldaaðlögun í samræmi við álit hagfræðingsins Buiter sem á sínum tíma varaði íslensk stjórnvöld við hruni.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 17:51

6 Smámynd: Jón Magnússon

Ekki veit ég það Kristján en það væri áreiðanlega nauðsynlegt að skoða hvað er raunverulega í þeim.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 17:51

7 Smámynd: Jón Magnússon

Rétt og satt Sigurður. Ég hef alltaf verið í því liði.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 17:52

8 Smámynd: Jón Magnússon

Þetta getur allt saman verið rétt hjá þér Björn. Ég var að vísa til þess sem viðskiptaráðherra sagði á Alþingi og hélt að það væri hægt að treysta einföldum ummælum hans um staðreyndir. Ef  til vill er það ekki hægt.

Jón Magnússon, 3.11.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 112
  • Sl. sólarhring: 1433
  • Sl. viku: 7377
  • Frá upphafi: 2305760

Annað

  • Innlit í dag: 103
  • Innlit sl. viku: 6821
  • Gestir í dag: 103
  • IP-tölur í dag: 101

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband