Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011
31.8.2011 | 18:27
Gjafir eru yður gefnar
Samtök fjármálafyrirtækja segjst hafa lækkað skuldir heimilanna um 143.9 milljarða. Er þetta virkilega rétt?
Þegar betur er að gáð þá er þetta röng og villandi framsetning á einföldu máli. Staðreyndin er sú að með endurreikningi ólögmætra gengistryggðra lána lækka þau um 119 milljarða. Þetta er ekki lækkun heldur leiðrétting í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar.
Þá standa eftir 24.9 milljarðar en af þeim eru 18.7 milljarðar sem er lækkun vegna þess að fjármálafyrirtæki samþykktu lækkun óveðtryggðra lána með svokallaðri 110% leið. Rúmir 5 milljarðar eru síðan lækkun vegna sértækrar skuldaaðlögunar.
Staðreyndin er þá sú að engin lækkun hefur orðið á innheimtanlegum skuldum eins og þær eru kallaðar. Eina lækkunin sem hefur orðið og fjármálafyrirtækin telja sér til gæða er lækkun í samræmi við landslög og langt umfram veðmörk þannig að sýnt var að þær mundu aldrei innheimtast.
Sýnist einhverjum að það sé verið að gefa gjafir?
28.8.2011 | 17:20
Vinstri grænir á Suðurnesjum styðja Guðlaug Þór
Vinstri grænir á Suðurnesjum lýsa yfir stuðningi við málaleitan Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um rannsókn á falli Sparisjóðs Keflavíkur og aðdraganda þess. Guðlaugur Þór hlýtur að vonum að vera ánægður með stuðning úr þessari óvæntu átt.
Ekki er á vísan að róa með það að formaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon verði eins ánægður með þessa ályktun flokkssystkina sinna. Engin ráðamaður hefur haft eins mikið um málefni sparisjóðanna að segja og Steingrímur J. Sigfússon og að því er virðist skipað húskörlum sínum að heimila undanþágur fyrir sparisjóði, sem ekki uppflylltu skilyrði laga um fjármálafyrirtæki. Það verður því kærkomið að rannsaka til hlítar hvernig á því stendur t.d. að málefni Byr og Sparisjóðs Keflavíkur síðar Spar/Kef skuli vera í þeim ógöngum með tilheyrandi milljarðakostnaði fyrir ríkissjóð sem raun ber vitni. Nærtækt virðist að ætla að fjármálaráðherra, þessi sami Steingrímur J., beri mestu ábyrgð á þeirri ævintýraferð sem farið hefur verið í með gjaldþrota sparisjóði.
Það væri e.t.v. ekki úr vegi að Vinstri grænir á Suðurnesjum brytu odd af oflæti sínu og keyptu og læsu grein þingmanns síns Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um málið í Morgunblaðinu, en greinin birtist fyrir nokkrum dögum
27.8.2011 | 20:33
Eru Vinstri grænir ekki í ríkisstjórn?
Ríkisstjórn Íslands er ábyrg fyrir hernaði NATO í Afghanistan og Líbýu. Ráðherrar VG hafa ekki hreyft andmælum eða krafist þess innan ríkisstjórnarinnar að Ísland mótmæli þessum hernaðaraðgerðum NATO og taki fram að Ísland er ekki aðili að þeim.
Ráðherrar og þingflokkur Vinstri grænna er ábyrgur fyrir afstöðu Íslands í utanríkismálum þ.á.m. að andmæla ekki hernaði NATO í Afghanistan og Líbýu. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis er auk heldur þingmaður Vinstri grænna.
Nú hefur Steingrímur J af sinni alkunnu snilld fengið forustusauðina í flokksráði VG til að samþykkja að skipuð verði rannsóknarnefnd til að rannsaka af hverju Ísland ber ábyrgð á hernaði NATO í Líbýu. Forustusauðirnir réttu allir sem einn upp hendina meira að segja formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skyldi Þráinn Bertelsson hafa valið sér vettvang meðal þess meiri hluta þjóðarinnar sem hann lýsti svo fjálglega fyrir rúmu ári sem fá.........?
25.8.2011 | 22:30
Þórólfur hér og Þórólfur þar
Nóbelsskáldið hitti naglann á höfuðið þegar hann lýsti umræðuhefð íslendinga.
Það er nöturlegt að fylgjast með því hvað sumir hagsmunaaðilar, talsmenn bændasamtakanna þessa daganna, hafa takmarkaða þekkingu á mál- og skoðanafrelsi.
Þórólfur Matthíasson prófessor hefur í nokkrum greinum vakið athygli á styrkjum til sauðfjárræktar og segir upplýsingar sínar komnar frá Bændasamtökunum. Talsmenn bænda hafa hreytt fúkyrðum í Þórólf og reitt til höggs gegn starfsfélögum hans, en ekki sýnt fram á að Þórólfur fari nokkursstaðar með rangt mál. Þetta geta tæpast talist ásættanleg vinnubrögð í lýðræðisþjóðfélagi.
Hvort sem okkur likar betur eða verr þá er sauðakjöt dýrt í framleiðslu. Framleiðslan er óhagkvæm og dýr. Flest sauðfjárbú eru of lítil. Ríkisstyrkir eru of miklir. Verð til neytenda er of hátt. Bændur hafa ekki viðunandi kjör. Er þetta ekki mergur málsins?
Viðfangsefnið er þá, hvernig verður komið á betri framleiðsluháttum sem stuðla að hagkvæmni, betri afkomu, lækkuðu vöruverði og minni styrkja. Af hverju ekki að ræða þetta í alvöru. Bændur eiga ekki lögvarinn rétt til þess að skattgreiðendur borgi endalaust framleiðslustyrki.
Ég vorkenni Þórólfi Matthíassyni að vera í þessari orrahríð. Fyrir 30 árum skrifaði ég framsækna grein í Morgunblaðið, þar sem sagði m.a. "Búum þarf að fækka og þau þurfa að stækka." Talsmenn bændasamtakanna á þeim tíma ærðust og ég stóð í látlausum ritdeilum við hvern tindátann úr Bændahöllinni á fætur öðrum. Þeir voru sendir fram með skipulegum hætti.
Þessi orð voru rétt eins og komið hefur á daginn. Með sama hætti sýnist mér að Þórólfur Matthíasson prófessor hafi rökin sín megin i málflutningi sínum um sauðfjárbúskapinn.
Talsmenn bænda eiga því að taka á málflutningi Þórólfs af karlmennsku ef þeir telja hann rangan og sýna fram á það með rökum í stað þess að fara í lúalegt stríð gegn einstaklingi sem setur fram skoðun.
19.8.2011 | 09:22
Spámaður í föðurlandi
Velferðarstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir valdi sem viðskiptaráðherra fyrst í stað Gylfa Magnússon kennara við Háskóla Íslands. Það var að vonum þar sem hann hafði með góðum árangri stjórnað áhlaupi á bankakerfi landsins í október 2008. Í framhaldi af því fór Gylfi mikinn á útifundum Harðar Torfasonar og hafði ráð undir rifi hverju og sá allt fyrir.
Í apríl 2009 kom Gylfi fyrir viðskiptanefnd Alþingis en neðangreint er úr frétt Viðskiptablaðsins af þeim fundi þ.2.4.2009:
"Nú sér loks fyrir endann ná því hrunsferli sem hófst í október 2008. Við höfum nokkra skýra mynd af því sem þarf að gera til að hér verði heilbrigt fjármálakerfi með þokkalega rekstrarstöðu, sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á opnum fundi viðskiptanefndar sem nú stendur yfir.
Jón Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir fundinum til að ræða viðbrögð stjórnvalda við erfiðleikum á fjármálamarkaði síðustu vikur m.a. um aðgerðir stjórnvalda gagnvart smærri fjármálafyrirtækjum og beitingu neyðarlaga gagnvart Straumi, SPRON og Sparisjóðabankanum, fjárhagslega fyrirgreiðslu til VBS og Saga Capital og fyrirheit um stuðning við nokkra sparisjóði."
Frá því að Gylfi sá fyrir endan á hrunsferlinu hafa 8 fjármálafyrirtæki fallið.
18.8.2011 | 21:28
Burtflæmdir Norðmenn
Sú var tíðin að snillingurinn Fleksnes kallaði íslendinga "bortskræmta Nordmænd". Það var á þeim tíma þegar Haraldur konungur lúfa, sem síðar var nefndur hárfagri, var að brjóta undir sig Noreg með harðræði og aukinni skattheimtu.
Frjálshuga fólk undi þessu illa og neitaði helsinu og kaus frelsið.
Nú er svo komið að skipast hafa veður í lofti og Steingrímur Sigfússon flæmir frjálshuga fólk úr landi með harðræði og skattheimtu. Fjármagnseigendur flæma fólk líka úr landi með afarkostum verðtryggingarinnar.
En við ætlum að lifa hérna og þess vegna er mál til komið að taka á þessu og víkja helsinu frá og fá skattastefnu sem sligar hvorki fólk né fyrirtæki og lánakerfi sem býður upp á sömu kjör og lánakerfi í nágrannalöndum okkar t.d. Noregi. Ef ekki verður af því má búast við því að straumurinn til Noregs aukist af burtflæmdum Íslendingum.
17.8.2011 | 09:34
Hvort er gengishrun eða ríkishrun?
Seðlabanki Íslands bauðst til að kaupa Evrur á genginu 210 íslenskar krónur í gær og borga með verðtryggðum ríkisskuldabréfum. Seðlabankinn vildi kaupa 72 milljónir Evra á þessu yfirgengi en fékk 3.
Þegar Seðlabanki býðst til að kaupa Evrur á gríðarlegu yfirverði miðað við skráð gengi og nánast engin vill selja þá segir það alvarlega sögu um stöðu íslensku krónunnar eða ríkisins eða hvorutveggja. Fjárfestar telja raungengi krónunar lægra en 210 krónur á Evru eða skuldabréf íslenska ríkisins vonda pappíra.
Seðlabankastjóri kann þó aðrar skýringar og segir að þetta komi sér ekki á óvart. Fyrst svo var af hverju stóð Seðlabankinn þá fyrir útboðinu. Styðst svona háttalag við heilbrigða skynsemi?
Seðlabankastjóri segir síðan að því betra ástand sem sé á erlendum mörkuðum því fyrr getum við afnumið gjaldeyrishöft. Er það svo? Liggur styrkleiki eða veikleiki íslensku krónunar í ástandi erlendra markaða? Sýnir saga tíðra gengisfellinga krónunar fram á réttmæti þessa skýringarkosts?
Þegar íslenska ríkið getur ekki keypt Evrur á yfirverði þá er það grafalvarlegt mál. Þetta útboð bendir til þess að peningamálastefna Seðlabankans og ráðstafarnir frá því að Már Guðmundsson tók við standist ekki. Ekki frekar en peningamálastefnan sem fylgt var fyrir hrun og merkilegt nokk Már Guðmundsson núverandi Seðlabankastjóri er höfundur að.
Af hverju ekki að ræða þetta mál í alvöru í stað þess að grípa til útúrsnúninga og rangra skýringa eins og Seðlabankastjóri gerir.
14.8.2011 | 09:29
Níðst á neytendum
Neytendum á Íslandi er bannað að gera hagkvæm innkaup vegna löglausra stjórnvaldstilskipana. Það þýðir hærra verð á mat og hækkar verðtryggð húsnæðislán. Jóni Bjarnasyni ráðherra er alveg sama um það vegna þess að hann er staðráðinn í að standa vörð um hagsmuni hina fáu á kostnað almennings.
Meðan ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lætur ráðherrann fara sínu fram þá ber öll ríkisstjórnin ábyrgð á árás Jóns Bjarnasonar á neytendur og lífskjörin í landinu. Ríkisstjórnin ber líka öll ábyrgð á því að ekki skuli farið að lögum en valdheimildum sem Umboðsmaður Alþingis segir að standist ekki lög skuli beitt gegn hagsmunum fólksins í landinu.
Brýnasta hagsmunamál fólks er að brugðist sé við hækkandi verðbólgu. Það verður m.a. gert með viðskiptafrelsi þannig að fólk geti keypt ódýrt. Það verður líka m.a.gert með því að ríkisstjórnin aflétti órétmætum neyslusköttum.
Af hverju stendur Norræna velferðarstjórnin ekki með neytendum? Er það Norræn velferðarstjórn sem stendur með framleiðendum og fjármagnseigendum á kostnað neytenda?
Á hinum Norðurlöndunum standa stjórnvöld vörð um hagsmuni neytenda. Hér níðast stjórnvöld á neytendum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
13.8.2011 | 11:30
Af hverju hækkar íbúðarhúsnæði í verði?
Meir en 1400 íbúðir eru í eigu fjármálafyrirtækja og yfir 400 þeirra stendur auður. Kaupgeta almennings er nánast engin og lánafyrirgreiðsla til fasteignakaupa er takmarkaðri en verið hefur um árabil.
Samt mælist hækkun á verði fasteigna. Hvað veldur því?
Fasteignaverð á Íslandi er lágt miðað við fasteignaverð á hinum Norðurlöndunum. Ástæðan er gengishrunið og offramboð á íbúðarhúsnæði. Þrátt fyrir það verður ekki séð hvað það getur verið sem knýr fasteignaverð upp nema þá hagsmunir fjármálafyrirtækjanna sem eiga 1400 íbúðir. Það kemur betur út í reikningum fjármálafyrirtækjanna að fasteignaverð sé skráð sem allra hæst. Það kemur þeim einnig vel vegna þess að þá hækka verðtryggðu lánin.
Verðtrygging veldur því að skuldarar tapa milljörðum vegna gervihækkunar á fasteignum á nánast steinddauðum fasteignamarkaði.
Norræna velferðin og réttlætið er greinilega ekki fyrir aðra en fjármálafyrirtækin.
12.8.2011 | 10:41
Einræði meirihlutans
Stjórnlagaráð skilaði tillögum sínum til Alþingis. Þar á bæ hreyktust menn af því að hafa allir greitt atkvæði með tillögunum jafnvel þó engin sem sat í ráðinu væri sammála öllum tillögunum.
Talsmenn stjórnlagaráðsins töldu þetta merki um ný og betri vinnubrögð í pólitík að banna minnihlutaálit og skoðanir en sameinast um einræði meirihlutans. Þetta er rangt.
Þessi hugsun stjórnlagaráðs samræmist ekki viðhorfum lýðræðissinna og hugsjónamanna sem telja nauðsynlegt lýðræðinu og hugsjóninni að menn standi á sínum skoðunum hversu margir sem eru með eða á móti. Stjórnlagaprófessorinn og forsætisráðherra fyrrverandi Dr. Gunnars Thoroddsen benti á í þessu sambandi að minnihluti í dag gæti orðið meiri hluti á morgun í lýðræðisríki.
Stjórnlagaráðið misskildi hlutverk sitt sem ráðgefandi nefndar um stjórnsýslumálefni. Eðlilegt hefði verið að skila inn tillögum meirihluta og minnihluta til að Alþingi sem fær álitið til skoðunar og úrvinnslu áttaði sig á hugmyndum og sjónarmiðum sem bærðust með ráðsliðum.
Hver skyldi hafa fundið upp á því í stjórnlagaráðinu að framkvæma hugmyndir alræðishyggjunnar um einræði meirihlutans en víkja frá hugmyndum og hugsjónum lýðræðisins um virðingu fyrir öllum skoðunum og rétti fólks til að halda þeim fram?
Herhvöt lýðræðisins og frelsisins var e.t.v. hvergi orðuð jafnvel og hjá franska heimspekingnum og skáldinu Voltaire þegar hann sagði "Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er tilbúinn til að fórna lífi mínu til að þú fáir að halda þeim fram."
Stjórnlagaráðið var annarrar skoðunar en Voltaire.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 19
- Sl. sólarhring: 430
- Sl. viku: 4235
- Frá upphafi: 2449933
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 3946
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson