Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
28.1.2012 | 17:03
Með sólgleraugu í rigningunni
Nýr fjármálaráðherra, sem ráðin var um áramótin, í nokkurra mánaða starfsmenntun í ráðherradómi, af vinkonu sinni Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur lært mikið á stuttum tíma. Hún hefur þegar lært af fyrrverandi fjármálaráðherra að setja upp sólgleraugu í rigningunni og segja þjóðinni að það sé sól úti í fjármálunum þó allir aðrir sjái að það hellirignir.
Í dag hélt hún ræðu á sundrungarfundi í Samfylkingunni og sagði þar að nú væru öll merki um batnandi hag. Þessi ræða er flutt á sama degi og fjölmiðlar skýra frá því að verðbólga sé á uppleið og mælist nú 6.5% á ári.
Þegar horft er á hlutina með sólgleraugum fjármálaráðherra þá skiptir það ekki máli þó að verðbólga sé á uppleið og mælist nú mest á Evrópska efnahagssvæðinu. Þá telur hún enga ástæðu til að vandræðast með það að skuldir heimilanna hækki um 4 milljarða á mánuði.
Ekkert af því sem fjármálaráðherra talar um er henni að kenna eða þakka. Hún hefur ekki enn náð að setja sitt mark á ríkisfjármálin og verður að öllum líkindum farin úr embætti áður en hún gerir það. Þegar rýma þarf fyrir nýjum lærlingi á fjármálaráðherrastól ríkisstjórnarinnar.
Það veldur áhyggjum að hlusta á ráðherrann flytja gömlu ræðuna hans Steingríms J. með öllum sömu formerkjunum þó með öðrum áherslum sé.
Að sjálfsögðu mætti Steingrímur J. á fund Samfylkingarinnar til að fylgjast með lærlingnum og hefur vafalaust líkað vel að fá svona velheppnað endurvarp í ríkisstjórnina.
26.1.2012 | 16:06
Ofurvald sérfræðinnar og skuldir heimilanna
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir flutti stefnuræðu ríkisstjórnar sinnar í annað sinn brutust út mikil mótmæli við þinghúsið. Í framhaldí af því setti örvæntingarfull Jóhanna málið í nefnd.
Niðurstaðan var að koma til "aðstoðar" þeim heimilum sem gátu ekki borgað neitt og ekki var hægt að innheimta neitt hjá. Ekkert skyldi gefið eftir af "innheimtanlegum skuldum"
Eftir að gengisbundin lán voru dæmd ólögleg gerði forsætisráðherra grein fyrir að "aðstoð" við heimilin næmi 144 milljörðum. Megin hluti þessarar "aðstoðar" var vegna niðurfærslu ólögmætra gengislána.
Forsætisráðherra fann því nýtt hugtak um það þegar lánastofnanir fara að lögum eða afskrifa óinnheimtanlegar skuldir. Það heitir "aðstoð við heimilin í landinu fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar."
Þegar þessi blekkingaleikur dugði ekki og ábyrgir fjárfestar í húsnæði og ábyrg heimili sættu sig ekki við óréttlæti verðtryggingarinnar, þá setti forsætisráðherra málið til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Ítrekað er kallað í þá stofnun þegar ríkisstjórna þarf að fá sérfræðilegan stimpil á stjórnmálalega afstöðu sína. Stofnunin hlýðir alltaf kalli ríkisstjórnarinnar eins og hundur húsbónda sínum.
Í október s.l. lagði forsætisráðherra fyrir Hagfræðistofnunina að meta kostnað við tillögur um leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstólum miðað við gefið svigrúm. Af sjálfu leiddi að Hagfræðistofnunin fann ekkert svigrúm. Að vísu höfðu þeir ekki allar upplýsingar til að reikna út jöfnuna. Þeir giskuðu þá bara á það sem upp á vantaði. Flott vísindi það.
Hagfræðistofnun reiknaði það sem fyrir hana var lagt á þeim grundvelli sem fyrir hana var lagt auk nokkurra ágiskana og fékk út þá niðurstöðu sem fyrir hana var lagt.
Forsætisráðherra bað ekki um að reiknað yrði á vísindalegan hátt óeðlilegur hagnaður lánastofnana, banka, íbúðarlánasjóðs og lífeyrissjóða vegna hækkana höfuðstóla verðtryggðra húsnæðislána þann frá 1.10.2008 til dagsins í dag. Þennan tíma hefur enginn virðisauki verið í þjóðfélaginu. Verðtryggðu lánin hafa samt hækkað um 180 milljarða.
Það var ekki beðið um að reikna út líkur á jákvæðum þjóðhagslegum áhrifum og aukningu þjóðarframleiðslu í framhaldi af leiðréttingu á skuldum heimilanna. Skilningur á því er ekki lengur fyrir hendi í ríkisstjórninni eftir síðustu útskiptingar ráðherra.
Hagfræðistofnun segir að það kosti um 200 milljarða að leiðrétta höfuðstóla verðtryggðra lána þ.e. færa þá niður til þeirrar vísitölu sem var við bankahrunið 1.10.2008. Raunar svipaða tölu og verðtryggingarránið hefur kostað lántakendur frá bankahruni.
Það er athyglivert að það er alltaf talað um kostnað lánastofnana. Það er aldrei talað um kostnað lánþega vegna vísitöluránsins. Það er ekki talað um leiðréttingu höfuðstóla á grundvelli jafnstöðu lántaka og lánveitenda, heiðarleika og sanngirni.
Mig minnir að Winston Churchill hafi einu sinni sagt að það væri til lygi, tóm lygi og tölfræði. Tölfræðin var hin vísindalega nálgun þess tíma. Hjá Jóhönnu er aðgerðarleysið sveipað með því að setja mál í nefnd, segjast gera eitthvað sem ekki er gert og biðja um vísindalegt álit með fölskum formerkjum.
Réttlætið verður ekki sótt til Jóhönnu Sigurðardóttur eða meðreiðarsveina hennar. Hún og ríkisstjórn hennar ætlar ekkert að gera. Það er algjörlega ljóst.
Nú er tími til kominn að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins bretti upp ermar og móti strax tillögur um lausn skuldasvanda heimilanna, afnám verðtryggingar og niðurfærslu höfuðstóla eins og samhljóma ályktanir Landsfundar Sjálfstæðisflokksins kveða á um.
Niðurfærsla skulda heimilanna, afnám verðtryggingar og niðurfærsla höfuðstóla verðtryggðra lána gerist á grundvelli pólitískrar stefnumótunar.
Ekki með reikniformúlum þar sem réttlætið er alltaf stærð sem skilin er útundan.
24.1.2012 | 07:52
Friðrik mikli
Í dag eru 300 ár frá fæðingu eins merkasta konungs, hershöfðingja og stjórnmálamanns veraldar, Friðriks 2, Prússakonungs, sem fékk viðurnefnið Friðrik miklu. Í tiltölulega nýju hefti tímaritsins Der Spiegel þá er hann nefndur ekki Friðrik mikli, heldur Friðrik mesti.
Friðrik mikli þurfti að eyða miklum tíma í herfarir en hann barðist við það sem hann kallaði pilsin þrjú og hafði betur á endanum, en þá voru drottningar í Rússlandi og Austurríki og sagt að Madamme Pompadour hjákona Loðvíks 15 Frakkakonungs stjórnaði landinu í raun. Rússland, Austurríki og Frakkland gerðu bandalag gegn Friðrik mikla.
Friðriks mikla er einnig minnst sem umbótamanns í stjórnarfari og hann kallaði sig hinn menntaða einvald og á tímum töldu menn það besta stjórnarfarið þegar sá stjórnaði ríkinu sem væri vel menntaður og hugsaði um hag alþýðu manna. Friðrik mikli hafði það á orði að þegnarnir mættu segja það sem þeir vildu en hann stjórnaði.
Friðrik mikli mælti til vinfengis við skáld og listamenn m.a. Voltaire en það samkomulag þeirra var ekki alltaf upp á hið besta.
Hvað sem öðru líður þá var Friðrik mikli stjórnandi nýrra tíma. Napóleon hafði jafnan mynd af Friðrik hjá sér og taldi hann merkasta stjórnanda og hershöfðingja og sporgöngumann lýðréttinda.
Hvað sem öðru líður þá var hann merkileg persóna í sögunni og vel þess virði að hans sé minnst.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2012 | 08:09
Forsetinn skorar á sjálfan sig.
Forseti lýðveldisins lét að því liggja í nýársávarpi sínu að hann yrði ekki í endurkjöri. Hann hringdi síðan í besta vin sinn Baldur Óskarsson og bað hann um að skora á sig að gefa kost á sér.
Baldur Óskarsson brást óðara við eins og hann hefur alltaf gert þegar foringi hans og leiðtogi Ólafur Ragnar hringir. Á sínum tíma kallaði Ólafur Ragnar í Baldur frá Afríku þar sem hann var í álitlegu starfi til að fá hann til að gera út af við pólitíska framtíð sína og starfsframa. Baldur gerði það án þess að hika.
Í þetta sinn kallaði Baldur saman nokkra sem eiga Ólafi skuld að gjalda, með einum eða öðrum hætti, og fékk þá til að vera með.
Undirskriftarsöfnunin er í rífandi gangi. Baldur segir að nú hafi tæp 14 þúsund skorað á besta vin hans. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að það getur hver sem er skráð sig undir hvaða nafni sem er. Einn skráði sig undir kennitölunni 111111-1119 og var þakkað fyrir. Sá aðili heldur því fram að þetta sér verst útfærða undirskriftarsöfnun undanfarinna ára.
Enginn veit hvort einhver skráir nafn hans á listann eða ekki. Undirskriftarsöfnunin er því algjörlega ómarktæk.
Það er miður að sitjandi forseti skuli etja vinum sínum á foraðið í stað þess að taka sjálfur ákvörðun um hvort hann ætlar að vera eða vera ekki. Það er jú alltaf hin sígilda spurning.
22.1.2012 | 13:24
Á lægsta plani
Vafalaust er það vilji stjórnenda RÚV að þjóðmálaumræða í þáttum ríkissjónvarpsins sé hlutlæg og valdir séu viðmælendur sem hafa mesta eða alla vega viðunandi þekkingu á umfjöllunarefninu.
Silfur Egils er dæmi um þátt í ríkissjónvarpinu þar sem þessar meginreglur eru ítrekað brotnar.
Ákveðnir vinir og jáfólk stjórnandans Egils Helgasonar er ítrekað boðið í drottningarviðtöl iðulega til að tala um mál sem það hefur takmarkaða þekkingu á. Alla vega þar sem til er fjöldi viðmælenda sem hafa mun meiri þekkingu og vit á því sem um er að ræða en fastakúnnar Egils Helgasonar í boði ríkisfjölmiðilsins í Silfri Egils.
Sérstakir vinir Egils eins og t.d. Eva Joly, Þorvaldur Gylfason og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur koma ítrekað venjulgast til að segja það sama og þau hafa áður sagt.
Þegar Egill Helgason í Silfri Egils dagsins í dag fær sem sérstakan sérfræðing Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðing til að ræða um Landsdóm þá er seilst langt til fanga og út yfir öll fagleg mörk hvað varðar viðmælanda sem hefur faglega þekkingu á viðfangsefninu. Hvað þá að vera þannig í sveit sett að hafa burði til að fjalla um málið með hlutlægum hætti.
Óneitanlega er það ansi skondið að á sama tíma og Egill Helgason fordæmir einkavinavæðingu annarra þá skuli hann gerast sekur um augljósustu einkavinavæðinguna sem getur að líta í fjölmiðlum landsins.
Hvað skyldi útvarpsstjóri leyfa það lengi að þáttastjórnandi mikilvægasta umræðuaþáttarins um stjórnmál í sjónvarpinu gæti ekki hlutlægni og faglegra vinnubragða?
20.1.2012 | 11:24
Landssala, nauðung og hungursneyð
Kínverjar, Saudi Arabar, Suður Kóreumenn, Indverjar og fleiri hafa á undanförnum árum keypt gríðarleg landssvæði víða um heim af fátækum þjóðum. Þær þjóðir sem fallast á að selja landið sitt eru venjulegast í mikilli neyð. Landssalan er réttlætt með því að hagvöxtur aukist og kjör batni við að fá erlent fjármagn inn í landið á grundvelli landssölu.
Í nýrri skýrslu segir að vegna landssölu þurfi ríkisstjórn Ethíópíu að þvinga tugi þúsunda af fátækasta fólkinu í landinu til að flytja frá frjósömu landi sem hefur verið selt til fjárfesta í Saudi Arabíu og Indlandi. Fólkið er neytt til að flytja í þorp þar án skólar, sjúkrastofnana og hreins vatns. Þegar hafa 20.000 manns verið flutt frá landssvæðum sem ættbálkarnir hafa búið á öldum saman. Búist er við að þegar upp verður staðið hafi 1.5 milljón manns verið flutt nauðungarflutningum vegna landssölunnar.
Indverjar og Saudar taka yfir frjósamt land í Gambella héraðinu, á stærð við Lúxemborg til ræktunar til útflutnings í ágóðaskyni. Þegar hefur til viðbótar verið selt land á stærð við Belgíu til erlendra fjárfesta.
Í dagblaðinu Daily Telagraph á miðvikudaginn er fullyrt að víðtæk mannréttindabrot fylgi nauðungarflutningunum, handtökur af tilefnislausu, einangrun, líkamsmeiðingar, nauðganir og fleira.
Það er ekki alltaf gull og grænir skógar sem fylgja því að selja landið sitt.
Þeir Samfylkingarmenn og taglhnýtingar þeirra sem vildu ólmir selja gríðrlegt land í Þingeyjarsýslu til Kínversks fjárfestis ættu að skoða það hvort það sé ekki betra að þrengja aðeins að sér í núinu og spara í ríkisrekstrinum til hagsbóta fyrir framtíðina í stað þess að fórna landinu vegna skammtímasjónarmiða.
Þeir sem ólmast yfir því að innanríkisráðherra neitaði að selja Grímsstaðalandið og stóð að málum með lögformlegum hætti, ættu að gaumgæfa, hvort það hefði verið landi og þjóð til blessunar á sínum tíma að selja Gullfoss.
19.1.2012 | 23:08
Pólitíska yfirstéttin
Þingflokkur Hreyfingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu. Þar lýsir þingflokkurinn andstöðu við að Landsdómsákæra Alþingis gegn Geir H. Haarde verði felld niður.
Af sjálfu leiðir í lýðræðisþjóðfélagi að skoðanir séu skiptar. Það skiptir þó máli á hvaða forsendum og rökum, afstaða er mótuð í málum.
Forsendur og rök, sem koma fram í yfirlýsingu Hreyfingarinnar eru athygliverð. Í fyrsta lagi gagnrýnir þingflokkurinn að lýðræðishefðir skuli viðhafðar við stjórnun þingfunda og átelur forseta Alþingis fyrir að taka mál á dagskrá sem þeim er ekki þóknanlegt.
Þá halda þingmenn Hreyfingarinnar því fram að með því að taka málið á dagskrá þá sé um hróplegt ósamræmi að ræða við afstöðu forseta Aþingis í máli svokallaðra níumenninga, sem réðust á Alþingi árið 2008. Þingflokkur Hreyfingarinnar áttar sig ekki á að Ríkissaksóknari ákærði níumenningana, en meirihluti Alþingis þar á meðal þingflokkur Hreyfingarinnar ákærði Geir H. Haarde.
Einnig er því haldið fram í þessari makalausu yfirlýsingu Hreyfingarinnar að forseti Alþingis sé að þjóna pólitískri yfirstétt með því að fara að lýðræðislegum leikreglum. Hver er þessi pólitíska yfirstétt. Gæti verið að þingflokkur Hreyfingarinnar átti sig ekki á því að í dag eru þau hluti pólitísku yfirstéttarinnar. Er þetta þjónkun við þau? Ef svo er ekki hverjir tilheyra þá pólitísku yfirstéttinni?
Óneitanlega vekur það nokkra undrun að þingflokkur Hreyfingarinnar skuli beina spjótalögum sínum að forsta Alþingis og átelja hana fyrir að viðhafa þingleg vinnubrögð. Væntanlega mundi eitthvað heyrast í Þór Saari ef forseti Alþingis neitaði að taka eitthvað af þeim fáu málum sem hann ber fram á Alþingi á dagskrá.
Í yfirlýsingu þingflokksins er einnig vikið að litlu trausti á Alþingi og þingflokkur Hreyfingarinnar virðist ekki átta sig á því úr hvaða glerhúsi þau eru þar að kasta. Traust á Alþingi minnkaði mikið þegar þingmenn Hreyfingarinnar settust á Alþingi, þó það sé ekki þeim einum að kenna. Traust fólksins í landinu á þessum þingmönnum virðist heldur ekki mikið, ef marka má skoðanakannanir, en þar kemur fram að þau halda í besta falli 2 atkvæðum af hverjum 10 sem þau fengu í síðustu Alþingiskosningum.
Væntanlega gæti virðing Hreyfingarinnar og Alþingis aukist ef yfirlýsingar eins og þessar væru rökstuddar með vitrænum hætti og tilhæfulausum fullyrðingum og gífuryrðum sleppt.
18.1.2012 | 09:15
Er frostlögur í tannkreminu þínu?
Tannkrem er nauðsynlegt til tannhirðu. Colgate tannkrem hefur mesta markaðshlutdeild hér á landi og viðurkennd gæðavara.
Framleiðendur Colgate tannkrems er annt um orðstí sinn. Þess vegna skiptir máli að gæði framleiðslunnar séu ótvíræð. Það er hagsmunamál framleiðenda neysluvara að enginn vafi leiki á gæðum vörunnar. Annars hrynur salan.
Undanfarið hafa landsmenn verið uppteknir við að ræða um gallaða sílikonpúða og iðnaðarsalt sem notað hefur verið við matvælaframleiðslu. Fyrir nokkru var líka vakin athygli á að áburður sem hefði verið notaður hér innihéldi meira af ákveðnum eiturefnum en heimilt væri.
Nú hefur komið í ljós að tannkrem sem merkt er sem Colgate og framleitt í Suður Afríku, er ólöglegt og getur verið hættulegt. Í tannkreminu er m.a. frostlögur.
Þegar svona gerist gagnrýna menn eftirlitsaðila, sem fólk telur að eigi að tryggja öryggi sitt. Slíkt allsherjar öryggi er ekki til og getur ekki orðið til. Kaupmaðurinn sem selur vörur og framleiðendur verða að gæta að því hvers konar vörur þeir eru að selja og hvers konar efni eru notuð til framleiðslunnar. Ábyrgðin er þeirra og verður ekki frá þeim tekin. Neytendur verða alltaf að vera á verði og skoða vel hvað það er sem við kaupum.
Merkjavörur eru ekki endilega tryggingað fyrir gæðum vöru. Merkið getur verið falsað.
Myndbandið hér á eftir sýnir hvað kaupmenn gera í Bandaríkjunum þegar svona kemur upp.
http://www.youtube.com/watch?v=MMPvHb68aNo
17.1.2012 | 14:07
Ögmundur og réttlætið.
Það er sjaldgæft að stjórnmálamaður viðurkenni að hann hafi haft rangt fyrir sér. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er ein af þessum sjaldgæfu undantekningum. Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag viðurkennir hann að það hafi verið rangt að standa að Landsdómsákæru á hendur Geir H. Haarde.
Það er athyglivert að Ögmundur dregur vel fram í greininni hvers konar ógæfuflokkur Samfylkingin er, þar sem þingmenn flokksins voru tilbúnir til að standa að ákæru á hendur Geir, en greiddu atkvæði gegn ákærum á hendur Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin. Sú umfjöllun Ögmundar sýnir enn og aftur að um pólitíska ákæru var að ræða á hendur Geir H. Haarde.
Grein Ögmundar í Morgunblaðinu er merkileg fyrir fleiri hluta sakir en þá eina að hann ætlar sér að greiða atkvæði með því að fallið verði frá ákæru á hendur Geir. Í fyrsta skipti fjallar þingmaður stjórnarflokkana málefnalega og af hlutlægni um orsakir bankahrunsins og hverjir bera ábyrgð á því.
Ögmundur Jónasson dregur upp stærri mynd og raunsannari á orsökum og ábyrgð á hruninu en almennt hefur verið gert hingað til af stjórnmálamönnum. Ekki er að finna svigurmæli eða fordæmingar í garð pólitískra andstæðinga eða þeirra blóraböggla sem Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon hafa gert ábyrga fyrir hruninu.
Það er regindjúp á milli þeirra sjónarmiða sem Ögmundur setur fram um orsakir og aðdraganda hrunsins en þau ómálefnalegu og röngu upphrópanir sem að Jóhanna og Steingrímur grípa jafnan til í þeim pólitíska loddaraleik sínum til að koma ábyrgðinni á pólitíska andstæðinga í stað þess að beina athyglinni að því sem raunverulega var um að kenna og hverjir báru ábyrgð í raun.
Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Ögmundi Jónassyni sem stjórnmálamanni þó ég hafi verið ósammála honum í veigamiklum málum og grundvallar pólitískri lífsskoðun. Við lestur greinar hans í Morgunblaðinu í dag þá sannfærist ég enn betur um það að ég hef haft á réttu að standa um mannkosti Ögmundar Jónassonar.
15.1.2012 | 16:32
Vaðlaheiðargöng að sjálfsögðu
Vaðlaheiðargöng eru mikilvægari og nauðsynlegri samgöngubót en Héðinsfjarðargöng voru nokkru sinni.
Fyrst stjórnvöldum þótti eðlilegt að gera Héðinsfjarðargöng í bullandi ofþenslu efnahagslífsins, eru þá ekki mun skynsamlegri rök fyrir að grafa Vaðlaheiðargöng þegar atvinnuleysi er og samdráttur í efnahagslífinu.
Svo virðist sem stjórnvöld hafi markað þá stefnu að borga skuli sérstakan vegatoll fyrir jarðgöng sem eru mikilvæg og nauðsynleg samgöngubót sér í lagi liggi þau nálægt þéttbýli. Þannig skal borga í Hvalfjarðargöng og einnig í fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Annað gildir um Héðinsfjarðargöng, jarðgöng á Vestfjörðum og víðar.
Hvað sem líður kjördæmapoti þá eru Vaðlaheiðargöng forgangsverkefni í íslenskum samgöngu- og öryggismálum. Af sjálfu leiðir að miðað við aðstæður í dag þá þarf að setja framkvæmir við þau í gang sem allra fyrst.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 18
- Sl. sólarhring: 429
- Sl. viku: 4234
- Frá upphafi: 2449932
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 3945
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson