Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Réttarríkiđ og rannsóknarnefndir

Brynjar Níelsson, hćstaréttarlögmađur og ötull talsmađur réttarríkisins, skrifar athyglisverđa grein um rannsóknarnefndir á Pressunni í gćr.  Ţar bendir Brynjar á ţađ stjórnarskrárbrot ađ pólitískar nefndir fái undanţága frá refsiábyrgđ til ađ geta veist ađ ćru og friđhelgi einstaklinga. 

Dómarar í hérađsdómi og Hćstarétti, ţurfa bera fulla refsiábyrgđ á störfum sínum.  Brynjar bendir á ađ ţeir sem eru til rannsóknar hjá rannsóknarnefndum njóti ekki lágmarksréttinda um hlutlausa málsmeđferđ.  Jafnframt bendir Brynjar á ađ refsileysi rannsóknarnefnda leiđir til ábyrgđarleysis ţeirra sem í ţeim starfa.  Nefndarmönnum hćtti til óvandađra vinnubragđa, fljótfćrnislegra ályktanna og jafnvel vinna í samrćmi viđ ćtlađar vćntingar skýrslubeiđenda og stemmningarinnar í ţjóđfélaginu.

Brynjar bendir á vonda reynslu af vinnu rannsóknarnefndar Alţingis undir stjórn Páls Hreinssonar. Rannsóknarnefnd Páls Hreinssonar skrifađi skýrslu til ađ ţóknast núverandi stjórnvöldum og ţess sem taliđ var til vinsćlda falliđ. Skýrslan er full af stađreyndavillum og röngum ályktunum eins og forseti Íslands og fleiri hafa bent á. Fyrir liggur ađ rannsóknarnefndin túlkađi meginatriđi í bankalöggjöf á rangan hátt.

Verst af öllu er ađ Rannsóknarnefnd Alţingis virti ekki meginreglur um réttindi einstaklinga og fyrirtćkja til hlutlausrar rannsóknar, ađgangs ađ gögnum og fleira. Hún veitti andmćlarétt ađeins til málamynda og hvorki treysti sér til svara eđa birta ţau andmćli sem henni bárust.  Jafnvel augljóst vanhćfi eins nefndarmanns var látiđ átölulaust, ţó hinir nefndarmennirnir hefđu gert athugsemdir viđ vanhćfiđ í upphafi en falliđ frá ţví ţegar ţeim var sagt ađ gera ţađ. 

Ţađ er athyglivert ađ eftir ađ skýrsla rannsóknarnefndarinnar kom út hafa höfundarnir ekki viljađ tjá sig um efni hennar.  Ţeir vita ađ refsileysiđ nćr ekki til síđari ummćla.

Brynjar Níelsson mun vonandi taka sćti á Alţingi eftir kosningar. Ekki er vanţörf á ađ öflugur málsvari réttarríkisins láti ţá til sín taka. Ţangađ til verđur ađ vona ađ ţingmenn átti sig á ţví ađ tillaga um refsileysi rannsóknanefnda, stangast á viđ grunnsjónarmiđ réttarríkisins og stjórnarskrá. Ţađ er lágmark ađ ţeir sem taka ađ sér störf í rannsóknarnefndum ţori ađ taka ábyrgđ á gerđum sínum fyrir dómi alla vega ekki síđri en dómarar.

Hvađ svo međ ađ virđa ţann grundvallarrétt ţeirra sem til rannsóknar eru ađ ţeir fái skipađan réttargćslumann sem fylgist međ málsmeđferđinni og geti gert athugaemdir á rannsóknarstigi. Ţetta á ekki síst viđ ţegar fjallađ er um látiđ fólk sem hefur iđulega orđiđ fyrir mannorđsmissi vegna álits og ummćla í rannsóknarskýrslum og rannsóknarnefndarmanna.


Arftakinn

Flokkseigendafélag Samfylkingarinnar hefur fundiđ arftaka Jóhönnu Sigurđardóttur.  Ekki hefur ţvćlst fyrir ţokkalega glöggskyggnu fólki, ađ Jóhanna hefur lagt spilin ţannig ađ Guđbjarti  Hannessyni kennara og velferđarráđherra, mćtti vera ţađ sem mest ađ gagni. Á sama tíma hefur hugsanlegum mótframbjóđendum veriđ ýtt markvisst til hliđar eins og gerist iđulega í sósíalískum flokkum.

Arftakinn hefur skilađ svo góđu starfi ađ leitun er á öđru eins  í pólitískri sögu ţjóđarinnar. Ţannig segja flokkseigendur Samfylkingarinnar alla vega söguna. Ţeir sem horfa á feril Guđbjarts međ öđrum augum sjá hins vegar stjórnmálamann sem hlýđir foringja sínum og leiđtoga skilyrđislaust og klappar jafnan hćst og lengst ţegar hún gengur í salinn, úr salnum eđa lýkur rćđum sínum.

Ţrátt fyrir ađ Guđbjartur hefđi takmarkađa ţingreynslu var hann  gerđur ađ Forseta Alţingis áriđ 2009. Um leiđ og Jóhanna gat skákađ málum svo til varđ Guđbjartur ráđherra áriđ 2010. Á sama tíma var Árna Páli og Degi B. Eggertssyni skákađ til óćđri verka svo ţeir mundu ekki ţvćlast fyrir arftakanum.

Um leiđ og arftakinn lýsti yfir frambođi sínu lýstu foringjar í pólitískri lífvarđasveit Jóhönnu yfir eindregnum stuđningi  viđ arftakann, ţannig ađ minnti á yfirlýsingar kínverska kommúnistaflokksins ţegar Hua Kuo Feng varđ arftaki Mao Tse Tung.

Venjulegir Íslendingar velta  fyrir sér hvort veriđ sér ađ verđlauna Guđbjart fyrir ađ hafa stýrt svikum Samfylkingarinnar í kvótamálinu, ţáttöku í svikum varđandi skuldavanda heimilanna eđa sértćkri launastefnu hans á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi sem leynt átti ađ fara í samrćmi viđ stefnu flokksins um opiđ ţjóđfélag andstćtt leyndarhyggju.

Sjálfur segist arftakinn muni fylgja hefđbundinni jafnađarstefnu, sem gengur međan hćgt er ađ eyđa peningum annarra. Sem fyrsta innlegg í kosningabaráttuna kynnti arftakinn ađ hćkka barnabćtur úr galtómum ríkissjóđi. Kosningaloforđ arftakans skal taka gildi í áföngum á 5 árum og byrja áriđ 2014.

Mikil gleđi ríkir ţví hjá flokkseigendafélagi Samfylkingarinnar ţar sem arftakinn ćtlar ađ taka upp hefđbundnar  hugmyndir jafnađarmannaforingjans Jóseps Djúgasvili Stalíns um 5 ára áćtlanir. 


Heilagt ríki Allah

Bylting leiđir ekki endilega til niđurstöđu sem meiri hluti byltingarfólks vill. Byltingin í Íran 1979 er gott dćmi.

Ţegar Khomeini erkiklerkur var ađ sundra ţeim sem tóku ţátt í byltingunni og taka sér alrćđisvald, var búin til ný stjórnarskrá og ţeir sem mótmćltu henni fengu ţennan skammt frá Khomeini:

"Uppreisn gegn ríkisstjórn Allah er uppreisn gegn Allah og uppreisn gegn Allah er guđlast".

Ađ geđţótta Khomeini voru ţeir sem voru ósammála klerkaveldinu drepnir og jafnvel sendir flugumenn á eftir ţeim til annarra landa. Ţetta var  "Persneska voriđ" sem vinstri menn í Evrópu lofsungu.

Fólkiđ í Egyptalandi gerđi uppreisn gegn einrćđisherranum Mubarak. Á Vesturlöndum var talađi um lýđrćđisţróun "arabíska voriđ".

Eftir fall Mubarak fór einrćđishópur Islamista, ađ taka völdin. Morsi forseti frá Múslimska brćđralaginu tók sér alrćđisvald međ tilskipun sem er mun harđari en nasistar birtu ţegar ţeir voru ađ mola stjórnarandstöđuna niđur í Ţýskalandi 1933 og ná alrćđisvaldi međ alţekktum afleiđingum.

Morsi vill breyta stjórnarskránni eins og alrćđissinnar byrja á. Hann hefur sett sig yfir lög og dómstóla. Orđ Morsi eru lög.

Óneitanlega minna ummćli Morsis á  Khomeiny ţegar klerkarnir tóku völdin í Íran. Morsi segir  "Ţetta er vilji Allah" um ađgerđir sínar. Sem ţýđir, ađ ţeir sem berjast gegn honum eru sekir um guđlast.

Fáir Egyptar gerđu sér grein fyrir ţví ađ Allah mundi blanda sér í pólitíska baráttu í landinu ađ Mubarak gengnum.  Morsi segist vera undir guđlegri handleiđslu viđ ađ koma á nýrri stjórnarskrá. Lýđrćđissinnar  sem börđust fyrir nútímavćđingu ţjóđfélagsins eiga ţví erfiđa baráttu fyrir höndum.

Hćtt er viđ ađ einrćđi hersins víki nú fyrir einrćđi klerkastjórnar í Egyptalandi ef ţjóđin rís ekki upp strax.  


« Fyrri síđa

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 42
  • Sl. sólarhring: 668
  • Sl. viku: 2708
  • Frá upphafi: 2298233

Annađ

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 2530
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband