Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013
29.11.2013 | 14:34
Goðsögnin um RÚV og raunveruleikinn
Sú goðsögn er lífsseig meðal þjóðarinnar, að það sé þjóðlegt að framleiða lambakjöt fyrir útlendinga þó gengið sé nærri náttúru landisns og kjötið selt undir framleiðslu-og flutingskostnaði.
Sú goðsögn er líka lífsseig meðal þjóðarinnar að uppspretta, varðveisla og tilurð íslenskrar menningar sé hjá RÚV.
Hvorug goðsagan á nokkuð skylt við raunveruleikann.
Þegar gripið er til hópuppsasgna hjá RÚV er eðlilegt að skoða hvað er á ferðinni áður en vondir stjórnmálamenn eða útvarpsstjórar eru atyrtir fyrir nísku og illsku í garð RÚV.
Í fyrirtæki eins og RÚV þar sem litlar sveiflur eru í tekjum og hægt er að gera áætlanir langt fram í tímann þarf ekki að grípa til skyndilegra hópuppsagna nema uppsöfnuð vandamál séu orðin til, sem varða stjórnun fyrirtækisins. Vandi RÚV er allt annar og minni en fyrirtækja sem eru háð duttlungum markaðarins.
Í þessari uppsagnarhrinu kemur á óvart hverjir eru látnir fara og hverjir sitja eftir. Þannig er sérkennilegt að fólk sem hefur verið mikilvægt í Kastljósi og morgunútvarpi þurfi að hverfa á braut og hætt sé að segja fréttir frá kl. 12 á miðnætti eins og það skipti kostnaðarlega miklu máli.
Allt þetta mál ber vott um það að stjórn RÚV viti ekki sitt rjúkandi ráð og hafi ekki gaumgæft hvert skuli stefna við rekstur fyrirtækisins.
Umgjörðin um RÚV sem fyrirtækið starfar eftir var gerð á bóluárunum fyrir Hrunið svokallaða og sú umgjörð hefur ekki verið endurskoðuð sem skyldi hún hafi verið fráleit frá upphafi. Þess vegna er mikilvægt núna fyrir velunnara RÚV að skoða hvaða samfélagsleg verkefni það eru sem við teljum eðlilegt og nauðsynlegt að RÚV sinni og sníðum þá umgjörðina um RÚV í samræmi við það. Á grundvelli raunveruleikans en ekki til að viðhalda goðsögnum.
27.11.2013 | 11:56
Upphaf og endir pólitískrar ákæru á hendur Geir H. Haarde
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka til meðferðar kæru Geirs H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra vegna sakfellingar Landsdóms á hendur honum fyrir að halda ekki formlega fundi. Sú afstaða Mannréttindadómstólsins að taka málið til meðferðar sýnir, að dómurinn telur fulla ástæðu til að skoða hvort að við meðferð málsins og dóm Landsdóms hafi verið brotin mannréttindi gagnvart fyrrverandi forsætisráðherra.
Ákæran á hendur Geir H. Haarde var pólitísk og samþykkt af pólitískum andstæðingum hans. Meðferð Alþingis á málinu sýndi að þar voru ákveðnir þingmenn í pólitískum skotgröfum og tóku flokksleg sjónarmið og pólitískan hefndarleiðangur fram yfir málefnaleg sjónarmið. Þegar Alþingi greiddi atkvæði um ákæru á hendur Geir H. Haarde voru fyrir hendi nægjanlegar upplýsingar sem sýndu að hann hafði hvorki gerst sekur um athafnir né athafnaleysi sem leiddu til eða gátu komið í veg fyrir hrun þriggja stærstu viðskiptabanka á Íslandi þannig að það bæri að ákæra hann.
Sú niðurstaða að ákæra Geir H. Haarde átti þó ekki upphaf sitt hjá pólitískum hatursmönnum hans. Upphafið og ástæða þessa málatilbúnaðar voru órökstuddar og rangar ávirðingar á hendur honum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.
Nú þegar liggur fyrir að ýmislegt var rangt með farið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og vinnubrögð voru ekki til fyrirmyndar. Skýrslan er stemmningsskýrsla, sem horfir einangrað á Ísland en tekur ekki tillit til alþjóðlegu fjármálahamfaranna, sem enn skekur heiminn. Þá túlkaði Rannsóknarnefndin grundvallaratriði í bankalöggjöf með röngum hætti, eins og reglur um stórar áhættuskuldbindingar og hefur það verið staðfest af Hæstarétti. Þessu til viðbótar hafa fullyrðingar nefndarinnar um fjölda augljósra brota í bankakerfinu reynst rangar, miðað við að fáar ákærur frá embætti sérstaks saksóknara þegar á sjötta ár er liðið frá bankahruni. Dæmi eru um að sérstakur saksóknari hafi fellt niður mál sem Rannsóknarnefndin tiltók sem lögbrot. Að síðustu braut Rannsóknarnefndin gegn ýmsum meginreglum um hlutlausa og vandaða málsmeðferð.
Þrátt fyrir allan málatilbúnaðinn gegn Geir H. Haarde þá var hann samt sýknaður af öllum mikilvægustu ákæruatriðunum. Með dómi Landsdóms var því kveðinn upp áfellisdómur yfir störfum Rannsóknarnefndar Alþingis, þingnefndar Atla Gíslasonar og þeim alþingismönnum sem lögðu upp pólitískan hefndarleiðangur á grundvelli lítt málefnalegra skrifa.
Sú sneypuför Rannsóknarnefndar Alþingis og ákærenda í þinginu yrði fullkomnuð ef Mannréttindadómstóll Evrópu kæmist að þeirri niðurstöðu að mannréttindi hefðu verið brotin á Geir H. Haarde.
Hver mun axla ábyrgð á því?
25.11.2013 | 15:23
Íslendingur vil ég ekki vera.
Jón sem jafnan nefnir sig Gnarr, hefur setið í stóli borgarstjóra í Reykjavík, á meðan Dagur B. Eggertsson hefur gegnt stjórnmálalegum framkvæmdaratriðum, en Jón þessi Gnarr séð um showið. Jón hefur líka tekið borgarstjóralaunin en þrátt fyrir það telur Dagur sig ekki vanhaldinn enda fær hann að ráða öðru en uppákomum.
Jón borgarstjóri hefur tilkynnt að hann muni ekki halda áfram í pólitík. Raunar hefur hann fyrst og fremst verið í pólitísku hlutverki sem góður leikari. Nú segist hann ekki vilja vera Íslendingur lengur af því að hann fái ekki að heita Gnarr. Ættjarðarástin er greinilega ekki að drepa þennan borgarstjóra fyrst hann lætur þetta málefni leiða sig til öflunar nýs ríkisfangs.
Vel er hægt að samþykkja sjónarmið Jóns Gnarr á því að afskipti stjórnvalda af nafngiftum fólks er of mikil. En er það gild ástæða til að gefast upp og flýja land. Pólitískur baráttumaður mundi beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni í stað þess að flýja af hólmi í tvennum skilningi eins og Jón Gnarr hefur nú tilkynnt með skömmu millibili.
Hingað hefur komið fólk og sótt um íslenskt ríkisfang jafnvel þó það þyrfti að kasta nöfnum sínum. Ég minnist dæma um menn sem þurftu að gera það og tóku sér nöfn eins og Ingólfur Arnarson, nafn þáverandi lögreglustjóra eða sóttu um nafnið Egill Skalla-Grímsson sem var hafnað. Þessir menn mátu meira að vera á Íslandi og fá ríkisborgararétt þó að þeir þyrftu að sæta þeirri óhæfu að breyta um nafn vegna fráleitrar löggjafar á Íslandi.
Fyrst Jón Gnarr telur ósætt í landinu vegna löggjafarinnar um mannanöfn og treystir sér ekki í málefnalega baráttu fyrir breytingum þá sést e.t.v. best að Jón Gnarr er hvorki pólitískur né baráttumaður. Hann er hins vegar frábær leikari með mikla sýniþörf. Eða ætlar einhver að hann sé að meina það að sækja um landvist og ríkisborgararétt í öðru landi?
22.11.2013 | 09:49
Meira en helmingur þjóðar á launum hjá ríkinu
Í bók sem kom út í gær "Af hverju ég ætla að fara frá Frakklandi" kemur fram að vinnufært fólk í Frakklandi sé um 28 milljónir og af þeim fái 14.5 milljónir eða rúmur helmingur laun sín frá ríkinu með einum eða öðrum hætti. Opinberir starfsmenn eru rúmlega 22% af vinnufæru fólki. Höfundur bætir síðan við þeim sem eru atvinnulausir og fá ríkisstuðning við atvinnustarfsemi sína.
Um eða yfir helming þjóðartekna í vestrænum ríkjum Evrópu tekur hið opinbera og eyðir því. Í Alþýðulýðveldinu Kína er sambærileg tala 19% eða rúmur þriðjungur af því sem Vestur-Evrópu ríkin taka til hins opinbera. Það er því tæpast spurning um hvar sósíalisminn hefur yfirtekið af fullum þunga.
Hér á landi tekur hið opinbera um helming af þjóðartekjum og dugar ekki til miðað við daglegar fréttir af meintu hörmungarástandi víða í heilbrigðis-,velferðar- og menntamálum miðað við talsmenn opinberra stofnanna á þeim sviðum.
En hvenær komast skattgreiðendur yfir sín þolmörk? Mikilvægasta byltingin sem verður að eiga sér stað er bylting hugarfarsins gegn ríkisvæðingu en fyrir aukinni ábyrgð einstaklingsins á sjálfum sér og takmarkaðri skattheimtu.
Enginn hugmyndafræðilegur grundvöllur eða heildstæð stefna hefur verið mörkuð um niðurskurð ríkisútgjalda. Meðan svo er þá tekst ekki að draga úr kostnaði hin opinbera svo neinu nemi. Skuldsetning ríkisins og sveitarfélaga er svo gríðarleg að þar er um algjört ábyrgðarleysi stjórnmálastéttarinnar að ræða. Framkvæmdavílji og framkvæmdageta einstaklinganna er lömuð vegna ofurskatta og eignamyndun einstaklinga nánast útilokuð í skattkerfi þar sem fólki er refsað fyrir dugnað en sumir velferðarfarþegar verðlaunaðir.
21.11.2013 | 00:40
Fréttamat RÚV og aðgerðarsinnar.
Eftirtektavert er að fylgjast með tungutaki og fréttamati fréttamanna á fréttastofu Ríkisútvarpsins.
Þóknanlegum óeirðaseggjum var á sínum tíma breytt í mótmælendur. Nú er það ekki nógu gott af því að vinstri sinnuðu fréttamennirnir leitast við að nota sem jákvæðust orð um þóknanlega mótmælendur eða óeirðarseggi. Þess vegna er talað um aðgerðarsinna í fréttum RÚV þegar mótmælin eru þóknanleg.
Ein aðalfréttin í miðnæturfréttum RÚV var um það hvað aðgerðarsinnar væru að gera í París þ.e. mótmælendur. Af orðfæri fréttarinnar að dæma voru þetta þóknanleg mótmæli þ.e. aðgerðir aðgerðarsinna. Hefði mótmælendur hins vegar ekki verið þóknanlegir þá hefðu þeir heitað hægri öfgamenn eða þaðan af verra.
Til að fá betri upplýsingar um þessa stórfrétt í miðnæturfréttum RÚV þá leitaði ég á erlendum fréttamiðlum og sá hvergi minnst á þessa stórfrétt RÚV. Aðalfréttirnar frá Frans voru um byssumanninn og nafngreiningu hans. En fréttamat RÚV er að þessu leyti frábrugðið. Enda mikilvægt að koma að fréttum um þóknanlega "aðgerðarsinna".
20.11.2013 | 11:47
Opinberanir Steingríms J.
Steingrímur J. Sigfússon hefur gefið út opinberanir sínar um verk sín. Fáum sýnist þessar opinberanir vera í ætt við heilagan sannleika og frekar að þær hafi fengið innblástur og fullkomnun með sama hætti og söngvar Satans hjá spámanninum Múhammeð.
Flokksbróðir Steingríms og baráttufélagi til langs tíma hefur stigið fram og gert athugasemdir við opinberun í bók fyrrum fóstbróður síns og sama er með Jón Bjarnason fyrrum liðfélaga Steingríms.
Svo mikið var Steingrími J í mun að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórn að eigin sögn að hann bauð honum embætti forseta Alþingis bara ef Jón vildi fara úr ráðherrastól. En Steingrímur hafði ekkert vald á að bjóða Jóni forsetastólinn eftir því sem þáverandi forseti Alþingis hefur upplýst. Svo virðist því sem Steingrímur hafi ætlað að plata Jón Bjarnason með því að lofa honum einhverju sem hann gat aldrei staðið við.
Athyglisvert að þessi sami Steingrímur J. sem gaf innihaldslaus loforð og hagar sannleikanum eins og honum hentar hverju sinni, hamaðist í því að sérstök siðfræðinefnd starfaði við hlið Rannsóknarnefndar Alþingis til að fjalla um siðferði í íslenskum stjórnmálum o.fl. Ef til vill er þar komin enn ein sönnunin fyrir mikilvægustu sálfræðikenningum Sigmund Freud.
18.11.2013 | 15:19
Milljarðagjöf ritstjóra Fréttablaðsins
Ritstjóri Fréttablaðsins heldur því fram að þeir sem hafa veitt makríl undanfarin ár hafi fengið milljarða að gjöf. En hver er gjöfin? Gjöfin er sú að mati ritstjórans og nokkurra pistlahöfunda í blaðinu, að ríkið skuli ekki hafa tekið allan hagnað af veiðunum í skatta. Þá er einnig fjallað um nauðsyn þess að settar verði reglur um makrílveiðar og veiðarnar kvótasettar.
Það sem Ronald Reagan sagði um slíka skatta- og ríkisvæðingarstefnu á algjörlega við um þessa hugsun þ.e: Ef það hreyfist skattlegðu það. Ef það heldur áfram að hreyfast settu lög um það. Ef það hættir að hreyfast styrktu það af almannanfé. (If it moves tax it, if it keeps on moving regulate it, if it stops moving subsidise it)
Einn af pistlahöfundunum sem telur þjóðina hafa tapað milljörðum á því að skattleggja ekki makrílveiðar fellur algjörlega að því sem Reagan segir um skattlagningarsósíalisma eins og þennan, en sá maður vill skattleggja makrílveiðar af því að þær bera sig á sama tíma og hann vill beita innflutningshöftum í landbúnaði og styrkja landbúnaðarframleiðsluna um milljarða til að framleiða sauðakjöt ofan í útlendinga.
Eðli þeirrar gjafar sem ritstjóri Fréttablaðsins lýsir er því sú að ríkið skattleggi arðbæra atvinnugrein til að færa þá peninga sem þar verða til yfir í óarðbæran atvinnurekstur.
Það er nauðsynlegt fyrir þjóðina að hverfa frá ofurskattahugmyndunum draga úr skattheimtum á sama tíma og dregið er úr völdum, bruðli og óráðssíu stjórnmálamanna með skattfé almennings. Annars verður alltaf vitlaust gefið og þjóðin öll mun líða fyrir það.
17.11.2013 | 10:23
Af hverju vann Halldór?
Flestir töldu að Halldór Halldórsson ætti lítinn möguleika á að ná kosningu í fyrsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar hann tilkynnti um framboð sitt og búsetuskipti skömmu fyrir kosningar. Júlíus Vífill Ingvarsson hafði staðið sig vel sem oddviti flokksins í Reykjavík þann skamma tíma sem hann hafði skipað þá stöðu. En svo fór að Halldór kom sá og sigraði.
Halldór stóð sig vel í kosningabaráttunni m.a. á flokksfundum fyrir prófkjörið og að því leyti sem það skiptir máli þá naut hann þess.
Júlíus Vífill geldur fyrir það að mörgum finnst borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hafa verið helst til aðgerðarlítill og stefnulaus á kjörtímabilinu þar sem næg tilefni hafa verið til að reka kröftuga stjórnarandstöðu. Júlíusi verður þó ekki kennt um það, en krafa um breytingar vegna óánægju með frammistöðuna á kjörtímabilinu bitnuðu greinilega á honum.
Margir hafa gagnrýnt að hlutur kvenna sé rýr í prófkjörinu en það er rangt. Af þeim sem kosin voru í 10 efstu sætin skipa konur 5 og karlar 5 þó að þrír efstu hafi verið karlar, en við því mátti búast fyrirfram. Það er frekar ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum sem ber skarðan hlut frá borði, en engin af yngri frambjóðendum náðu fylgi og sú sterka krafa um endurnýjun sem heyrðist úr röðum flokksmanna virðist ekki hafa skilað sér með mikilli endurnýjun þegar litið er á úrslit prófkjörsins.
Á flokksskrá Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru um 22 þúsund einstaklingar. Í þessu prófkjöri kusu rúmlega 5.000 eða tæp 25% flokksbundins Sjálfstæðisfólks og undir 10% af kjósendum í Reykjavík. Spurning er hvaða gildi prófkjör eins og þessi hafa til að velja góðan framboðslista fyrir kosningar og hvort lýðræðinu er best þjónað með því að hafa prófkjör í þessari mynd? Kosningaþáttakan bendir tæpast til þess.
15.11.2013 | 11:35
Heróín og stríð í Afganistan
Þegar Tony Blair þáverandi forsætisráðherra Bretlands reyndi að réttlæta innrás í Afganistan árið 2001 sagði hann mestu skipta að með því mætti draga úr heróínframleiðslu og viðskiptum. Raunar höfðu Talíbanarnir sem þá stjórnuðu landinu hafið þá vinnu og náð þeim árangri að framleiðslan var aðeins 1% af því sem hún hafði áður verið.
Eftir 12 ára stríð Bretlands, Bandaríkjanna og NATO í Afganistan slær heróínframleiðslan og viðskiptin öll fyrri met. Ræktun jókst um 36% árið 2013 og Afganistan framleiðir nú yfir 90% af öllu heróíni skv. skýrslu þar til bærrar nefndar Sameinuðu þjóðanna.
Vesturveldin hafa því líka tapað eiturlyfjastríðinu í Afganistan. Tony Blair og öðrum mátti vera ljóst áður en herhlaupið til Afganistan hófst, að við erum aldrei tilbúin til að beita jafnhörkulegum meðulum til að uppræta andþjóðfélagslega starfsemi og Talibanar. Þetta yfirvarp Blair var fölsk ástæða til að réttlæta innrás. Hvernig svo sem litið er á þetta herhlaup til Afganistan þá er það algjör mistök og billjónum bandaríkjadala og þúsundum mannslífa hefur verið fórnað.
Atlantshafsbandalagið (NATO) breytti um ásýnd og tilveru með því að taka þátt í árásarstríði á Afganistan hversu réttlátt eða óréttlátt sem stríðið að öðru leyti kann að vera. Með því að taka þátt í stríðinu í Afganistan og árásum á Serba á sínum tíma þá breytti NATO um eðli úr varnarbandalagi í árásarbandalag þegar það á við.
NATO ríkin þurfa að endurskoða tilgang og tilveru bandalagsins. NATO var mikilvægasta friðarbandalag heims á tímum kalda stríðsins í anda þeirrar aldagömlu rómversku speki að vopnin verja friðinn (arma tuendum pace) En vopnin verja ekki friðinn þegar þeim er beitt til árása. Endurskoða þarf NATO sáttmálann og setja skýr ákvæði og ótvíræð sem ekki verði vikið frá að NATO er varnarbandalag og því verði ekki beitt og hernaðarmætti þess með öðrum hætti.
14.11.2013 | 10:02
Úrelt skólakerfi
Skólamál á Íslandi eru í ólestri. Nemendur koma illa út úr samanburðarprófum ár eftir ár og standa langt að baki jafnöldrum sínum í nágrannalöndum okkar. Formaður skólameistarafélags Íslands segir að framhaldsskólakerfið sé ekki lengur í takt við tímann
Þessar staðreyndir hafa legið fyrir í mörg ár. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert og pólitíska forustu og stefnumótun hefur algerlega skort. Það var ekki góður minnisvarði sem Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri Grænna reisti sér sem menntamálaráðherra, en þar fóru 4 ár undir hennar stjórn algjörlega í súginn. Er til efs að áður hafi setið jafn starfslítill menntamálaráðherra á þeim ráðherrastól.
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra þarf því heldur betur að láta hendur standa fram úr ermum og vinna hratt og vel að endurskipulagningu skólakerfisins. Meginmarkmiðin hljóta að vera að skólinn sé í takt við tímann og kenni það sem mestu skiptir fyrir fólk til að takast á við áskoranir daglegs lífs. Í annan stað þá þurfa gæði námsins að vera slík að íslenskir nemendur standi jafnfætis jafnöldrum sínum í nágrannalöndunum. Almennt á fólk að útskrifast með stúdentspróf eða sambærilegt próf 18 ára en ekki 20 ára eins og nú er.
Við endurskipulagningu skólakerfisins skiptir miklu að nýta þá kosti sem nýjasta tækni býður upp á. Með því mætti ná mun betri árangri en nú er. Bæta gæði kennslunnar og á sama tíma ná fram verulegum sparnaði í skólakerfinu.
Menntamálaráðherra hefur sýnt fram að þessu að hann hefur hug á að reisa sér annarskonar og veglegri bautastein en forveri hans í menntamálaráðuneytinu. Vonandi tekst honum það. Oft var þörf á því að gera hluti í skólamálum en nú er brýn nauðsyn.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 25
- Sl. sólarhring: 396
- Sl. viku: 3862
- Frá upphafi: 2428083
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 3571
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson