Bloggfærslur mánaðarins, október 2014
29.10.2014 | 00:26
Býr þriðja hvert barn á Íslandi við fátækt?
Út er komin enn ein furðuskýrsla frá UNICEF um fátækt barna. Samkvæmt skýrslunni býr tæplega þriðjungur íslenskra barna við fátækt.
Fátækastir á Íslandi eru þeir sem eru atvinnulausir eða geta ekki unnið vegna sjúkdóma. En þeir sömu njóta margvíslegrar aðstoðar t.d. varðandi húsnæði, greiðslu sjúkrakostnaðar, ókeypis menntun fyrir auk margs annars. Á heimilum svonefndu fátæku barnanna samkvæmt skýrslunni eru sjónvörp,tölvur, ískápar, stereógræur, bíll eða bílar og flest þeirra eiga farsíma. Er þetta fátækt?
Staðreyndin er sú að skýrslan byggir ekki á því sem fólk almennt skilur sem fátækt. Félagsfræðingarnir sem unnu skýrsluna líta ekki á fátækt sem það að vera of fátækur til að geta notið grundvallar efnalegra gæða til að geta haft það gott. Þess í stað hafa sérfræðingarnir tölfræðilega viðmiðun sem er sú að þú býrð við fátækt ef laun heimilisins eru minna en 60% af meðatekjum þjóðfélagsins.
Á grundvelli þessara skilgreininga þá skiptir það engu máli þó tekjur allra yrðu helmingi hærri. Hlutfall fátæktar yrði eftir sem áður sú sama. Ef laun almennt lækkuðu hins vegar gæti það orðið til þess að fátækum fækkaði á grundvelli sömu útreikninga þó að fólk hefði það efnalega mun verra.
Til að sýna fram á fáránleika skýrslugerðar Unicef má benda á að í nýlegri skýrslu þeirra þá er niðurstaðan sú að fátækt barna í Lúxemborg sé meiri en í Tékklandi. Samt sem áður er einna mest velmegun og hæstu launin í Lúxemborg af öllum löndum Evrópu.
En hvers vegna notar stofnun eins og Unicef svona viðmiðanir. Stofnunin sjálf hefur gefið þá skýringu á því, að gerði hún það ekki, þá mundi ekki vera nein fátækt í ríkum löndum eins og Lúxemborg, Noregi, Svíþjóð og Íslandi. Sú staðreynd hentar hins vegar ekki Unicef eða Samfylkingarfólki veraldarinnar, sem byggir á því að sé ekki um fátækt að ræða þá verði að búa hana til.
Þess vegna er búið til hugtakið hlutfallsleg fátækt og Stefán Ólafsson háskólakennari og skýrsluhöfundar Unicef vinna út frá því viðmiði en ekki raunveruleikanum um að fátækt sé fátækt sem er allt annað en tölfræðilíkan hlutfallslegrar fátæktar.
Þannig mundi sonur minn vera skilgreindur samkvæmt þessum vísindum sem fátækur ef ég gæfi honum 2000 krónur á viku í vasapeninga en meirihluti skólafélaga hans fengju 3.500 í vasapeninga frá sínum foreldrum. Hann héldi áfram að vera skilgreindur sem fátækur þó ég hækkaði vasapeningana hans um helming í 4000 ef vasapeningar félaganna hækkuðu í 7.000 Engu skipti í því sambandi þó að heildarneysla á hvert barn sé um 60 þúsund þegar upp er staðið og hvort barnið nýtur efnalegrar velmegunar eða ekki.
Samfélagslega fátæktin verður að hafa sinn framgang jafnvel þó hún sé allsendis óraunveruleg.
Við gerum grín af svonefndri háksólaspeki miðalda. Maður líttu þér nær.
27.10.2014 | 23:47
Af eintómri göfugmennsku
Formaður læknafélagsins útskýrði fyrir landsmönnum að verkfallsaðgerðir lækna snúist ekki um að þeir fái meiri launahækkanir en aðrir. Þvert á móti snýst deilan um framtíð heilbrigðisþjónustu í landinu. Þetta göfuga markmið kjarabaráttu lækna hefur því ekkert með það að gera að þeir fái 200 þúsund krónum hærri laun á mánuði eins og krafist er heldur sú göfugmennska að efla heilbrigðisþjónustuna.
Með sama hætti lýsti heilbrigðisráðherra því yfir að hann vildi hækka laun lækna, en vissi ekki hvernig og það vildi fjármálaráðherra líka en vissi heldur ekki hvernig. Göfugmennskan væri allsráðandi á þar sem leitað væri leiða til að efla heilbrigðisþjónustuna eins er meginatriði baráttu læknanna að sögn formanns þeirra.
Fyrst allir aðilar eru fullir göfugmennsku og læknunum er ekki annt um launahækkanir sínar heldur heilbrigðiskerfið eins og ríkisstjórninni þá virðist læknadeilan snúast um úrræðaleysi og hugmyndasneyð þeirra sem fara með þessi mál á báða bóga.
En úr því verður vafalaust leist á grundvelli göfugmennskunnar sér í lagi þegar forustumönnum þjóðar og hagsmunaaðila finnst ástæða til að tala af alvöru í stað þess að halda að það séu að yfirgnæfandi meirihluta fávitar (fyrirgefið má ekki nota setjist í staðinn: rökfræðilega frábrugðnir einstaklingar) sem þeir eru að tala til.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.10.2014 | 10:53
Vettvangur ritsóða og ómerkilegra frétta
DV vefurinn hefur ekkert breyst þrátt fyrir nýja stjórn útgáfufélagsins og nýjan ritstjóra.
Í gær birtist sérstök frétt á vefsíðu DV þess efnis að Jón Bjartmars lögreglumaður hefði viljað láta lögregluna vinna vinnuna sína með sama hætti og lögregla gerir í nágrannalöndum okkar á árunum 2008 og 2009. Fréttin er vissulega sett upp með öðrum hætti í DV í þeim tilgangi einum að varpa rýrð á viðkomandi lögreglumann og gera hann tortryggilegan.
Ekki stendur á viðbrögðum. Ritsóðarnir sem eru aðall og einkennismerki þeirra sem tjá sig á þessum vefmiðli koma hver á fætur öðrum og bregða lögreglumanninum m.a. um að vera fasisti, svín og geðveikur í ofanálag auk margs annars. Svona ummæli eru ritstjórn vefmiðilsins greinilega þóknanleg. DV áskilur sér rétt til að fjarlægja óviðurkvæmileg ummæli, en þessi ummæli um lögreglumanninn eru greinilega ekki þess eðlis að mati ritstjórnarinnar.
Hvernig væri að nýr ritstjóri Hallgrímur Thorsteinsson stigi nú fram og legði sig fram um að ábyrg og góð fréttamennska yrði stunduð á þessum sóðamiðli og ritsóðum yrði ekki vært með óviðurkvæmilegar athugasemdir um einstaklinga á vef miðilsins sem hann stjórnar.
19.10.2014 | 18:18
Ekkert óviðkomandi
Sigmundur Davíð forsætisráðherra ákvað að vera í framboði í Norðausturkjördæmi fyrir flokk sinn, en þar er fólk öllu hallara undir Framsókn en Grímsbý lýðurinn eins og fyrrum forustumaður þess flokks kallaði Reykvíkinga á sínum tíma.
Sigmundi hefur allt frá því að kjósendur í Norðausturkjördæmi sýndu honum þann sóma að kjósa hann þingmann sinn fundist að æ sé gjöf til gjalda. Þess vegna ákvað Sigmundur og flokksmenn hans að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ekki skipti máli þó þessi hreppaflutningur kosti skattgreiðendur nokkur hundruð milljónir og valdi ótal vandamálum.
Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í NAkjördæmi nýverið steig forsætisráðherra í ræðustól og gaf kjósendum sínum enn eina gjöfina. Í þetta skipti stærstu beinagrind landsins. Hingað til hefur það ekki verið til siðs að gefa beinagrindur nema í annarlegum tilgangi. ´Vonandi mun beinagrindin þjóna hlutverki sínu vel og færa auð og velsæld í byggðir norðausturlands. Það er auk heldur einfaldara að gefa beinagrindur en þjónustustofnanir og veldur minni röskun.
Svo er nú komið okkar högum að ríkisvaldið lætur sér ekkert óviðkomandi lifandi eða dautt og telur nú rétt að gefa beinagrindur við hátíðleg tækifæri.
3.10.2014 | 06:58
Á verðtryggingin að lifa
Stjórnarflokkarnir lofuðu afnámi verðtryggingar á neytendalánum þar með talið húsnæðislánum.
Ekkert hefur orðið af efndum á þessu loforði. Forsætisráðherra skipaði nefnd til að fjalla um málið og nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Framsókn bæri að svíkja kosningaloforðið. Annað hvort veit Sigmundur Davíð ekki hvernig á að stjórna eða nefndin hefur ávkeðið rísa gegn skapara sínum. Ekkert hefur enn verið upplýst í því máli og enn lifir verðtryggingin og stjórnarflokkarnir eru ekki með neina tilburði til að losa neytendur við hana.
Sjaldan hafa skilyrðin fyrir afnámi verðtryggingarinnar verið betri en undanfarin misseri. Verðbólga hefur verið í lágmarki. Krónan er í höftum og hreyfist því nánast ekkert. Engin sérstök tilefni eru til verðhækkana. Eftir hverju er stjórnvöld þá að bíða? Af hverju standa stjórnarflokkarnir ekki við kosningaloforðið um afnám verðtryggingar.
Ísland getur ekki verið með gjaldeyrishöft endalaust. Hvað gerist þegar þeim er aflétt veit engin fyrir víst, en leiða má líkur að því að verðbólga verði nokkur fyrst á eftir. Er ráðlegt að bíða eftir því þannig að nýir stökkbreyttir höfuðstólar verðtryggðra lána verði til og fólkið sem enn á eitthvað í eignum sínum og stritar við að borga missi allt og fjármagnseigendur haldi áfram að hafa allt sitt á þurru á kostnað skuldar.
Er ekki kominn tími til að við bjóðum neytendum upp á sömu lánakjör og í nágrannalöndum okkar en hættum að fara sérleiðir verðtryggingar og okurvaxta.
Verði það ekki gert þá svíkja stjórnarflokkarnir kjósendur sína.
2.10.2014 | 09:03
Til hvers Alþingi
Alþingi fer með löggjafarvaldið samkvæmt nánari ákvæðum stjórnarskrárinnar. Auk þess eru heimildir fyrir Alþingi til að skipa rannsóknarnefndir. Löggjafarvaldi sínu sinnir Alþingi með því að fjalla um lagafrumvörp.
Talsmenn eins stjórnmálaflokks, Pírata hafa sagt að það sé tímasóun að bera upp lagafrumvörp á Alþingi og þingmenn þeirra hafi því ekki annað frumkvæði en að bera fram fyrirspurnir og þingsályktunartillögur. Sama virðist upp á teningnum hjá Bjartri Framtíð sem hefur ekki lagt fram nema eitt frumvarp.
Ætla hefði mátt að nýir flokkar hefðu metnað til að breyta lögum til að ná fram breyttri skipan þjóðfélagsins. En það á hvorki við um Bjarta Framtíð eða Pírata. Ef til vill er það vegna þess að hvorugur þessara flokka hefur mótaða þjóðfélagssýn.
Hlutskipti þingmanna samkvæmt skoðun Pírata og raunveruleikanum sem þingmenn Bjartrar framtíðar bjóða upp á er þá að ræða um og afgreiða frumvörp ríkisstjórnarinnar auk þess að stunda pópúlískar orðræður um þingsályktunartillögur og tilgangslausar eða litlar fyrirspurnir.
Verður einhverju breytt með því?
Í þessari afstöðu Pírata felist uppgjöf gagnvart því frumhlutverki þingmanna að stunda löggjafarstarf. Hún er að vissu leyti skiljanleg vegna þess að á Alþingi hafa mótast þær starfshefðir að einræði framkvæmdavaldsins, ríkisstjórnar, skuli ráða þannig að stjórnarfrumvörp eru afgreidd hversu merkileg eða ómerkileg sem þau eru, en þingmannafrumvörp eru sett í salt og fá ekki afgreiðslu úr nefnd hversu merkileg eða ómerkileg sem þau eru.
Samt eru dæmi um að þingmenn hafi komið fram breytingum á löggjöf. Jóhanna Sigurðardóttir fékk t.d. samþykkt nokkur frumvörp sem þingmaður og ýmsir aðrir þokuðu málum þanig áfram með því að leggja mál ítrekað fyrir. Þannig var frumvarp sem ég lagði fram á sínum tíma til þess að bjórbanninu var aflétt enda hafði ég trausta meðflutningsmenn þá Geir H. Haarde og Inga Björn Albertsson.
Nokkur dæmi eru um að það hafi verið skaðlegt að þingmannafrumvörp fengu ekki afgreiðslu. Lúðvík Bergvinsson flutti ítrekað frumvarp um ábyrgðarmenn sem loksins fékkst samþykkt eftir Hrun en hefði þurft að ná afgreiðslu löngu fyrr. Þingmannafrumvörp um greiðsluaðlögun voru ítrekað flutt meir en áratug fyrir Hrun, sem hefði verið gott að fá samþykkt þannig að þau hefðu mótast í stað þess að verða misheppnuð fálmkennd löggjöf við galnar aðstæður.
Einræði meirihlutans er skaðlegt. Almennir þingmenn sem taka hlutverk sitt alvarlega bera iðulega fram góð mál sem væri til framdráttar landi og lýð að yrðu afgreidd.
Í ljósi sögunnar væri æskilegt að Alþingi skoðaði betur stöðu sína sem mikilvægasti hornsteinn lýðræðis í landinu og breytti starfsháttum þannig að afgreiða öll frumvörp sem fyrir Alþingi eru lögð í stað þess að láta nær öll þingmannafrumvörp lenda í ruslafötu gagnslítils nefndarstarfs þingnefnda.
Sú firring þingmanna sem kemur fram hjá þingmönnum Bjartrar framtíðar og Pírata að afsala sér frumkvæði í löggjafarstarfi er skiljanleg, en slæm fyrir lýðræðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 203
- Sl. sólarhring: 842
- Sl. viku: 4024
- Frá upphafi: 2427824
Annað
- Innlit í dag: 189
- Innlit sl. viku: 3725
- Gestir í dag: 187
- IP-tölur í dag: 181
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson