Leita í fréttum mbl.is

Af hverju ekki við

Stjórnmálamenn reyna eftir mætti að vekja athygli á sér og sínum málstað.  Þeir eru á kjósendamarkaði og þurfa að auglýsa eins og pylsugerðarmenn, sápuverksmiðjur og bankar svo nokkur dæmi séu nefnd. Auglýsingar eru af misjöfnum toga eins og gengur.

Eftir að hugsjónir hurfu að mestu úr vestrænni pólitík hefur persónuleg auglýsingamennska stjórnmálamanna aukist og sumir hafa jafnvel lítið annað fram að færa en að dásama kökurnar hennar ömmu eða grjónagrautin og steikurnar hennar mömmu að ógleymdum viðtökunum hjá Stínu frænku. Ekkert af þessu er til skaða og fellur sjálfsagt vel að þeim tíðaranda þess gleðileiks sem margir telja að stjórnmál eigi að snúast um.

Sumar auglýsingar stjórnmálamanna eru misheppnaðar og dæmi um það var útspil Katrínar Jakobsdóttur í gær þar sem hún krafðist þess að fá að vita af hverju við fengjum ekki að vera með í Evrópuklúbbnum þegar Rússar beittu gagnaðgerðum vegna refsiaðgerða gegn þeim.  Ekki var annað að skilja en formaður Vinstri grænna væri vonsvikin.

Þrátt fyrir að þetta væri nauða ómerkileg tilraun til að vekja á sér athygli af hálfu formanns Vinstri grænna, þá brá svo við að fréttamenn á RÚV fannst þetta vera ein merkasta frétt dagsins. Meira var um þetta fjallað en t.d. nauðung kristins fólks og annarra minnihlutahópa í Írak.

En hvaða nauðsyn er á að fá að vita af hverju Rússar líta á okkur með jákvæðari augum en t.d. frændur okkar Norðmenn. Getum við ekki verið ánægð með það. Má ekki reyna að leita einfaldra skýringa í stað þess að blása eitthvað upp sem gæti haft verulegt tjón í för með sér fyrir land og þjóð.

Svo illa er nú komið fyrir Vinstri grænum að þeir kveinka sér undan því sérstaklega þegar Ísland fær ekki að vera með í hópi trylltustu NATO og Evrópusambandsþjóða og fyrrum fyrirheitna land alþýðunnar útskúfar okkur ekki.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið góður pistill og ég mjög sammála honum,kveðja

Haraldur Haraldsson, 9.8.2014 kl. 12:10

2 identicon

Hallast frekar að hinu forkveðna með Utanríkisráðherra og Katrínu Jakobsdóttur í þessu máli "mæli þarft eða þegi".

Magnus Magnusson (IP-tala skráð) 10.8.2014 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 257
  • Sl. viku: 3095
  • Frá upphafi: 2294714

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 2822
  • Gestir í dag: 132
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband