Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
29.3.2015 | 14:46
Seinheppni Bandaríkjamanna ríður ekki við einteyming
Saudi Arabar ríkasta Arabaríkið gera nú loftárásir á Yemen fátækasta Arabaríkið. Meðan hinn spakvitri forseti George W. Bush jr. var við völd í Washington áttu Bandaríkjamenn og Sádar hauk í horni að því er þeir töldu í Saleh forseta Yemen og létu mynda sig með honum í bak og fyrir. Saleh forseti lét Bandaríkjamönnum eftir aðstöðu fyrir Dróna sína svo þeir gætu herjað með nýjustu tækni á svæðinu og fékk vel launað fyrir.
Á sama tíma samdi þessi sérstaki vinur Bandaríkjanna við Al Kaída um æfingasvæði í Yemen. Saleh var því beggja handa járn og e.t.v. sýnir fátt betur hvað allur þróttur er horfinn úr CIA en að strákarnir þar skyldu ekki átta sig á þessu, en þjóðaröryggisstofnunin var á sama tíma upptekin við að hlera það em gerðist í svefnherbergi Angelu Merkel Þýskandskeisara þó sennilega hafi verið meiri tilþrif í svefnherbergi franska forsetans.
Nú þegar Sádar gera loftárásir á liðsmenn Houthi fylkingarinnar sem hafa náð völdum í landinu og Bandaríkjamenn taka til fótanna, þá skýtur upp kunnuglegu andliti eða engin einkavínar Bush jr. sjálfur Saleh, sem er nú í tygjum við liðsmenn Houthi fylkingarinnar.
Á sama tíma hafa Sádar, Tyrkir og Bandaríkjamenn verið uppteknir við að vopna vígasveitir Íslamista til að herja á Íraka og hafa við haldið við borgarastyrjöld í Sýrlandi í mörg ár. Engum verður frekar kennt um hörmungar fólks í Sýrlandi og Írak en Bandaríkjamönnum.
Svo er það kaldhæðni örlaganna að þessi mesta lýðræðisþjóð veraldar að eigin mati skuli eiga sem besta vin á svæðinu Sádi Araba þar sem ekkert lýðræði er. Mannréttindi eru þar brotin meir en víðast hvar annarsstaðar í heiminum. Mesta harðlínukenning Íslam er þar við lýði.
Það er skelfilegt að þessi stóra þjóð Bandaríkin skuli ekki lengur eiga stjórnmálamenn og greinendur sem hafa alemnna þekkingu á mismunandi landssvæðum og mismunandi menningu, en þó enn verra að þeir skuli ekki vera samkvæmir sjálfum sér og fordæma mannréttindabrot með sama hætti hvort heldur þau eru unnin í Sádi Arabíu eða Sýrlandi.
23.3.2015 | 09:57
Fjórmenningaklíkan/ The gang of four
Sú var tíðin að hópur valdþyrstra einstaklinga, kölluð fjórmenningaklíkan reyndi að ná alræðisvaldi í kínverska Kommúnistaflokknum og þar með Kína. Klíkan stóð fyrir menningarbyltingunni í Kína, en sú bylting var til að niðurlægja pólitíska andstæðinga Maos formanns og reyna að tryggja honum alræðisvald. Þegar leið á valdaránstilraunina þá réttu andstæðingar fjórmenningaklíkunnar jafnan upp fimm fingur en fimmti valdaránsmaðurinn var að sjálfsögðu Mao Tse Tung.
Samfylkingin hefur átt sína fjórmenningaklíku um nokkurra ára skeið. Hún kom fyrst fram grímulaust á Alþingi þegar greidd voru atkvæði um Landsdómsmálið, en þá skáru þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Skúli Helgason, Ólína Þorvarðardóttir og Helgi Hjörvar sig úr hópi þingmanna Samfylkingarinnar og greiddu atkvæði með ákærum á hendur m.a. Geir Haarde.
Ýmsir urðu til að halda því fram að þarna hefði verið um að ræða þaulhugsað plott Samfylkingarinnar, en svo var ekki. Það var bara fjórmenningaklíkan sem stóð fyrir þessu, en þá eins og í Kína forðum, þá glitti í andlit Jóhönnu Sigurðardóttur á bakvið plottið eins og í andlit Mao forðum í Menningarbyltingunni.
Í hlutafélagi hefði það verið talin tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku hefði hópur hluthafa paufast með mótframboð gegn sitjandi stjórn og safnað liði á laun og látið til skarar skríða þegar gagnaðilinn uggði ekki að sér. .Í Samfylkingunni er samskonar tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku og valdaráns af hálfu fjórmenningaklíkunnar kallað virkt lýðræði
Foringi valdaránstilraunarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, sagði eftir tap sitt að hún væri að íhuga stöðu sína af því að hún hefði orðið fyrir árásum. Það tók hana ekki nema nokkra klukkutíma enda öllum ljóst að með því var hún aðeins að biðja sér griða. Formaðurinn sem Sigríður Ingibjörg vóg að úr launsátri, lýsti því yfir í kristilegum kærleiksanda að syndir hennar væru henni fyrirgefnar.
Öll Samfylkingardýrin eiga að vera vinir þrátt fyrir að nætur hinna löngu hnífa séu jafnan tiltækar plottmeisturum fjórmenningaklíkunnar. Þegar valdaránstilraunin hafði mistekist voru sumir hershöfðingjar valdaránsins eins og Ólína Þorvarðardóttir fljótir að beina athyglinni að einhverju sem engu máli skipti eins og tillögu ungra Samfylkingarmanna um að hætt skuli tilraunum til olíuvinnslu í íslenskri lögsögu. Tillaga sem vó að fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar Össuri Skarphéðinssyni. Væringjum innan Samfylkingarinnar er ekki lokið, af því að fjórmenningaklíkan hefur enn trausta valdastöðu. Á bakvið þau fjögur glittir í fimmta andliðit. Andlit Jóhönnu Sigurðardóttur sem engu hefur gleymt, en ekkert man þegar það hentar.
Er það virkilega bara Sighvatur Björgvinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðal Samfylkingarfólks, sem geta talað þokkalega hreint úr pokanum um það sem Vilmundur heitinn Gylfason hefði kallað sk...pa..
20.3.2015 | 17:13
Flokkur verðtryggingar og banka
Sigríður Inga Ingadóttir sem býður sig fram til formanns í Samfylkingunni sagði í framboðsræðu að Samfylkingin ætti ekki að vera flokkur verðtryggingar og banka í hugum fólks.
Á þessari dyggu stuðningskonu Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrum forsætisráðherra mátti skilja að það væri bara í hugum fólks sem Samfylkingin væri flokkur verðtryggingar og banka. Furðulegt að þingkonan skuli ekki vita að Samfylkingin er einmitt flokkur verðtryggingar og banka og engin hefur staðið betri vörð um þetta tvennt en foringi hennar og leiðtogi Jóhanna Sigurðardóttir með fylgi flokksins í heild, líka Sigríðar Ingu.
Sigríður Inga Ingadóttir sat á þingi síðasta kjörtímabil. Þá neitaði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ítrekað að gera nokkrar lagfæringar á verðtryggingunni en bauð ofurskuldugu fólki upp á 110% leið sem fól í sér að kaupa húsin sín á 10% yfirverði. Hún sat líka á þingi sem stuðningsmaður ríkisstjórnar þegar erlendum hrægammasjóðum voru færðir bankarnir á silfurfati án þess að svigrúm til skuldaleiðréttingar fyrir almenning væri nýtt.
Hafi þessi formannskandídat Samfylkingarinnar fylgst með þjóðmálum í lengri tíma en hún hefur setið á þingi þá hefur hún sennilega vitað af því að ég vildi að verðtryggingin væri tekin úr sambandi strax við hrunið og þáverandi forsætisráðherra vildi skoða þá hugmynd, en málið stoppaði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur.
Án efa veit Sigríður Inga þetta allt saman en telur líklegt til fylgisaukningar að þykjast og reyna að slá ryki í augun á auðtrúa sálum Samfylkingarinnar. Eitt má Sigríður Inga eiga, en það er að hún hefur lipran talanda og nú kemur einnig í ljós varðandi Sigríði Ingu það sem skáldið sagði:
Gott er að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.
16.3.2015 | 18:52
Óbærilegur léttleiki tilverunnar
Eftir að Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar, afhenti utanríkisráðherra Litháen lítið letters bréf um slit aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið hafa margir velt fyrir sér hvort sú aðferð sé lögformlega rétt,lýðræðisleg, þingræðisleg eða jafnvel ekkert af þessu.
Í 7.mgr 45.gr. þingskaparlaga 55/1991 segir: "Forsætisráðherra leggur í október á hverju ári fram á Alþingi skýrslu um framkvæmd þeirra ályktana sem þingið samþykkti á næstliðnu ári og kalla á viðbrögð ráðherra eða ríkisstjórnar auk yfirlits um framkvæmd þingsályktana sl.þrjú ár nema lögin kveði á um að haga skuli skýrslugjöf til þingsins á annan hátt. Í skýrslunni skal enn fremur fjalla um meðferð málefna sem þingið hefur vísað til ríkisstjórnar eða einstaks ráðherra. Þegar skýrslan hefur verið lögð fram skal hún ganga til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til umfjöllunar. Nefndin getur lagt fyrir þingið álit sitt á skýrslu ráðherra, ef hún telur ástæðu til, gert tillögur til þingsins um einstök atriði í skýrslunni."
Af þessu ákvæði þingsskaparlaga verður ekki ráðið en að einstakir ráðherrar eða ríkisstjórn geti einhliða og án atbeina meirihluta Alþingis fellt úr gildi þingsályktun sem Alþingi hefur samþykkt. Alla vega yrði þá að gera það með þeim formlega hætti sem 7.mgr. 45.gr. þingskaparlaga kveður á um. Ríkisstjórn hefur enga stjórnskipulega heimild til að fella úr gildi þingsályktunartillögu og það dugar ekki að laumast úr landi með lítið letters bréf og ímynda sér að þar með hafi ríkisstjórnin hnekkt þingsályktun. Sú aðgerð er stjórnskipulega marklaus.
Aðferð ríkisstjórnarinnar í málinu er því stjórnskipulega röng. Auk heldur er hún ólýðræðisleg. Hún er ekki þingræðisleg og getur leitt til þess að bolabrögðum verði beitt í auknum mæli í íslenskum stjórnmálum. En hvað brýnast var nú að leiða stjórnmálin út úr þeim farvegi og í þann sem tíðkast með þróuðum lýðræðisríkjum.
Afstaða til Evrópusambandsins skiptir ekki máli í þessu sambandi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.3.2015 | 09:44
Tuddameldað í Brussel
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setti iðulega hausinn undir sig eins og naut sem ætlar að stangast á við einhvern og kom þannig málum fram, en endaði með að setja allt í hnút. Afleiðing varð nánast óstarfhæft Alþingi og leiðinlegri bragur yfir þeirri stofnun en áður.
Nú hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tekið þennan ósið upp eftir stjórn Jóhönnu og virða þing og þjóð að vettugi en fara sínu fram hvað sem öðru líður.
Það er kallað að tuddamelda í spili þegar leikmaður fer sínu fram án þess að spyrja samleikendur sína að einu eða neinu. Þannig fór utanríkisráðherra að í gær þegar hann ákvað að slíta aðildarviðræðum að ESB í Brussel.
Ólíklegt er þó annað en að ráðherrann hafi haft í farteskinu samþykki ríkisstjórnarinnar en af ummælum eins þingmanns Sjálfstæðisflokksins var það ekki borið undir þingflokk þess stjórnarflokks og ekki undir utanríkismálanefnd þó meiri háttar ákvarðanir í utanríkismálum eig að bera undir þá nefnd.
Aðildarviðræðurnar hafa aldrei verið annað en sýndarmennska. Það sem ræða þarf ef við viljum vita hvort þess er kostur að Ísland geti gengið í Evrópusambandið er fiskveiðar og landbúnaður. Annað er nánast allt um samið með EES aðildinni. Aldrei var tæpt á þeim málum þau ár sem aðildarviðræður stóðu. Það var því aldrei nein alvara í aðildarviðræðunum.
Þó aðildarviðræðurnar hafi ekki þvælst fyrir neinum og sér í lagi ekki ríkisstjórn sem er andvíg aðild, er samt mikilvægt að virða lýðræðislegar reglur og umgangast pólitíska andstæðinga af virðingu. Þess vegna hefði verið betra að fara með málið í gegn um þingið, en allra best að leggja það undir dóm þjóðarinnar.
Miðað við það sem á undan var gengið var eðlilegt að leggja málið undir dóm þjóðarinnar enda málið það mikið rætt að einfalt hefði verið fyrir fólk að mynda sér skoðun á málinu. En tuddameldingar utanríkisráðherra og virðingarleysi fyrir pólitískum andstæðingum og jafnvel einstaka stjórnarþingmönnum kunna ekki góðri lukku að stýra.
Það er aldrei skynsamlegt fyrir ríkisstjórn að fara í bardaga sem hún þarf ekki að fara í.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2015 | 00:35
Brennivínsmeingenið fundið
Enn eitt meingen hefur verið uppgötvað af forstjóra íslenskrar erfðagreiningar. Nú er það áfengismeingenið. Þetta meingen hefst illa við í nágrenni við áfengisútsölur að sögn forstjórans.
Þetta með áfengismeingenið er raunar ansi skondin uppfinning hjá Kára Stefánssyni og fróðlegt verður að lesa um það í virtum vísindaritum ef uppfindingin skyldi einhvern tíma rata þangað.
En þetta þráláta deilumál með áfengi í verslanir tekur á sig endalausar furðumyndir. Neysla á áfengi og öðrum neysluvörum fer eftir verði og aðgengi. Nú er aðgengi meginhluta almennings að áfengi svo mikið, að ekki verður séð að brýna nauðsyn beri til að troða því einnig í hillur matvörubúða. Á hinn bóginn verður ekki séð að aðgengið aukist til neinna muna þó að áfenegi fari í matvörubúðir miðað við ástandið eins og það er. Þannig að vesenast með það er dæmigert upphlaup sem þessari þjóð er svo tamt varðandi minni háttar atriði.
En svo er það spurning um frelsið. Mér finnst þjóðfélagslega óæskilegt að fólk reyki, drekki áfengi, borði óhollan mat, teikni særandi myndir af Jesús eða Múhameð og svo mætti lengi telja, en ég vil ekki fórna frelsi borgarana og láta meingenafræðinga, stjórnmálamenn eða hryðjuverkamenn eyðileggja frelsið til að passa fólk fyrir sjálfu sér eða ákveða hvar mörk tjáningafrelsisins liggja.
Eða eins og einn góður maður sagði forðum prentfrelsið og sorinn ganga hönd í hönd við verðum að þola sorann t.d. klámið ef við ætlum ekki að vinna tjáningafreslinu óbætanlegt tjón.
Ef kaupmaðurinn á horninu vill selja áfengi og Kári Stefánsson vill kaupa það af honum á þá að banna báðum að eiga þau viðskipti? Hvaða vitræna glóra er það í frjálsu landi?
1.3.2015 | 23:29
Björk bullar
Þegar Björk Guðmundsdóttir söngkona setur fram hugleiðingar um alþjóðamál þá vekur það athygli af því að hún er góður söngvari, en ekki vegna þess að greining hennar sé brillíant hvað þá heldur gáfuleg. Fjölmiðlamenn hlaupa á eftir frægu fólki sem iðulega setur fram mis gáfuleg ummæli oft til að halda sér í umræðunni í auglýsingaskyni.
Ekkert skal fullyrt um að ofangreindar hvatir ráði því að Björk Guðmundsdóttir söngkona skuli bulla um hryðjuverkaárásirnar í Kaupmannahöfn og París. Björk tengir hryðjuverkaárásir Íslamista í þessum löndum við hernað þeirra erlendis eins og hún kallar það. En er það svo? Liggur ekki fyrir hvað var orsök hryðjuverkaárásanna í París og Kaupmannahöfn?
Í París var ráðist á höfuðstöðvar teiknimyndablaðs sem birti dónalegar myndir og að mínu mati ósæmilegar af Múhameð spámanni, Jesú og fleirum. Orsök árásarinnar var myndbirtingin. Ráðist var gegn tjáningarfrelsinu. Í sömu atrennu var ráðist á Gyðinga vegna trúarskoðana þeirra. Hryðjuverkaárásin í París hafði því ekkert með hernað Frakka að gera. Hún var annars vegar atlaga að tjáningarfrelsinu og hins vegar vegna haturs á Gyðingum.
Í Kaupmannahöfn var það sama upp á teningnum. Ráðist var á bænahús Gyðinga vegna haturs á Gyðingum og saklaus borgari drepinn þegar markmiðið var að drepa sænskan teiknara vegna teikninga af Múhameð. Aftur atlaga að tjáningarfrelsinu og Gyðingahatur.
Það er með miklum ólíkindum að á samfélagsmiðlunum skuli sumt vinstra fólk bera blak af þessu rugli í söngkonunni, sem er með yfirlýsingum sínum í fyrsta lagi að rugla saman orsök og afleiðingu og í öðru lagi að bera blak af hryðjuverkamönnum á fölskum forsendum.
Baráttan gegn hryðjuverkum Íslamista er óhjákvæmileg og það er slæmt þegar fólk í vestrænum löndum telur sig vera friðflytjendur þegar það í raun samsamar sig með glæpamönnum.
Við gerum venjulegu fólki í Evrópu sem játar Íslam ekki verri óleik en að taka ekki hart á móti glæpum Íslamistanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 19
- Sl. sólarhring: 430
- Sl. viku: 4235
- Frá upphafi: 2449933
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 3946
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson