Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
28.4.2016 | 09:28
Sleppum ekki skúrkunum
Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi Hæstaréttardómari skrifar athyglisverða grein í Mbl. í dag.
Jón spyr hvort íslenskir athafnamenn hafi komið eignum sínum undan aðför skuldheimtumanna sinna vegna atvinnureksturs síns hér á landi og fyrirtæki þeirra síðan orðið gjaldþrota og kröfuhafar ekki fengið greitt vegna þess að athafnamennirnir hafi í raun stolið eignunum með undanskotinu.
Annað og ekki síður alvarlegt sem Jón Steinar bendir á:
"Þess er þá stundum dæmi, að þeir sem hafa verið fengnir til að stýra skiptum skúrkanna, "sjái ekki ástæðu til", að elta uppi þrjótana sem komið hafa eignum undan. Þetta kunna að vera menn sem staðið hafa í viðskiptasambandi við skúrkinn áður en fyrirtækið fór á hausinn og óhætt er að gruna um að gæta ekki hlutleysis gagnvart honum." (feitletrun mín)
Jón Steinar víkur að því að vanhæfir einstaklingar til meðferðar máls hafi verið skipaðir af dómurum til að fara með mál aðila sem þeir voru með einum eða öðrum hætti í tengslum við. Þeir hafi síðan sleppt að rannsaka augljós og/eða hugsanleg brot, þar á meðal undanskot. Brotlegi athafnamaðurinn hafi því sloppið frá glæpnum vegna tengsla við vanhæfan skiptastjóra.
Enn segir Jón Steinar:
"Getur verið að dómarar sem skipi slíka þjóna til þessara verka hafi líka hangið á upp á snaga, þess athafnasama manns sem í hlut á"
Gat hugsanlega verið um samsæri að ræða? Viðkomandi dómari sem skipaði skiptastjóra í bú fyrirtækja athafnamanna eða athafnamanns hafi skipað þann, sem hann vissi að mundi fara mildum höndum um athafnamanninn.
Sumum finnst þægilegt að stinga höfðinu í sandinn til að komast hjá að sjá þá gjörspillingu sem viðgengst víða í samfélaginu. Aðrir draga rangar ályktanir af gefnum staðreyndum. Jón Steinar er maður sem síst verður sakaður um þetta.
Nú þegar upplýsingar hafa komið með Panamaskjölunum, sem sýna ótrúlega auðlegð og umsvif athafnamanna, sem stýrðu fyrirtækjum sínum í risastór milljarða og jafnvel hundraða milljarða gjaldþrot,þá ber brýna nauðsyn til að taka undir með Jóni Steinari, að rannsóknaryfirvöldum beri skylda til að bregðast við og hefja rannsókn með öllum tiltækum löglegum ráðum til að fá úr því skorið hvort auðlegð viðkomandi stafi frá því að þeir stálu eigin peningum til að komast hjá því að borga skuldir sínar og/eða fyrirtækja sinna hér heima.
Þó ekki skuli dregið úr alvarleika þess þegar kjörnir fulltrúar almennings sýsla með fjármuni í skattaskjólum þá eru þessi atriði sem Jón Steinar bendir á í frábærri grein þau alvarlegustu og skipta mestu máli.
Heiðarlegir fjölmiðlar hljóta að taka þessi mál til rækilegrar skoðunar og umfjöllunar. Rannsóknaryfirvöld verða að hafa það sem forgangsverkefni að rannsaka þessi mál til hlítar.
Ber ekki brýna nauðsyn að gæta þess að allir séu jafnir fyrir lögunum og geti ekki keypt dómara, skiptastjóra o.fl.o.fl.til að ná fram ólöglegum hlutum sem aðrir borgarar líða fyrir á sama tíma og ójöfnuður verður til í samfélaginu.
24.4.2016 | 11:17
Adolf Hitler og Recep Tayyip Erdogan
Þann 31.október 1934 kvað Hæstiréttur Íslands upp dóm í máli valdsstjórnarinnar gegn Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi og dæmdi hann í 200 króna sekt fyrir þá landráðasök, að hafa móðgað kanslara Þýskalands, Adolf Hitler með því að kalla hann blóðhund. Þáverandi dómsmálaráðherra höfðaði málið að kröfu þýskra stjórnvalda.
Þann 15. apríl 2016 ákvað Angela Merkel Þýskalandskanslari, að höfða mál á hendur grínistanum Jan Böhmerman að kröfu Tyrkneskra stjórnvalda fyrir að móðga forseta Tyrklands með því að segja að hann kúgaði minnihlutahópa, Kristið fólk og Kúrda.
Þann 26. September 2015 var ráðstefna í danska þinghúsinu í Kaupmannahöfn. Fjallað var um Múhameðsteikningarnar í Jótlandspóstinum og tjáningarfrelsið. Liðin voru 10 ár frá birtingu þeirra. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Henryk Broder flutti þar erindið Say good bye to Europe Aðspurður eftir erindi Broder, hvernig mér hefði fundist það, svaraði ég, að þetta hefði nú verið meira svartagallsrausið. Í erindi sínu vék Broder að takmörkun tjáningarfrelsis í Evrópu sérstaklega þegar vikið væri að Íslam. Hann sagði m.a.
að Evrópa hefði framið sjálfsmorð á grundvelli hugmynda um frið, umburðarlyndi og fjölmenningu. Heigulsháttur og hugmyndafræðileg uppgjöf Evrópu væri í dularklæðum umburðarlyndis.
Þann 25.október 2015 sá ég að Broder hafði rétt fyrir sér. Þá virti Sjálfstæðisflokkurinn ekki tjáningarfrelsið og kom í veg fyrir málefnalega umræðu um málefni flóttamanna og hælisleitenda. Þegar flokkur sem kennir sig við einstaklingsfrelsis og einstaklingshyggju virðir ekki tjáningarfrelsið, þá stendur hann ekki lengur fyrir þær hugsjónir sem hann var stofnaður til að standa vörð um. Heigulsháttur og hugmyndafræðileg uppgjöf birtist þar í dularklæðum umburðarlyndis.
Angela Merkel hefur ákveðið, að ríkisstjórn Þýskalands skuli ráðast gegn tjáningarfrelsinu og ákæra listamann fyrir grín um Tacip Erdogan Tyrklandsforseta að ósk hans. Erdogan hefur fangelsað alla blaða- og fréttamenn Tyrklands, sem hafa vogað sér að gagnrýna hann og benda á staðreyndir um stjórnarfarið í Tyrklandi. Ákvörðun Merkel um að ríkið ákæri listamann að kröfu Erdogan er tekin, þrátt fyrir að Erdogan hafi sjálfur höfðað mál gegn listamanninum fyrir saksóknara í Mainz. Frægasti sonur Mainz erJohannes Gutenberg sem fann upp prentvélina, sem varð upphaf nútímalegrar tjáningar. Óneitanlega sérstæð tilviljun.
Það er dapurlegt, að svo skuli komið fyrir Kristilegum demókrötum í Þýskalandi, flokki Konrad Adenauer, sem nasistar sviptu embætti og komu í útlegð, skuli standa fyrir aðför að tjáningarfrelsinu. Á sama tíma fordæma Græningjar í Þýskalandi Merkel og segja að hún hefði átt að gera Erdogan það ljóst, að það sé tjáningarfrelsi í Þýskalandi og segja honum að virða tjáningarfrelsið heima hjá sér. Formaður Sósíaldemókrata í Þýskalandi fordæmir ákvörðunina, hún samrýmist ekki nútímalýðræði.
Flokkar hægra fólks í Evrópu stóðu vörð um tjáningarfrelsið þegar sótt var að frelsi og mannréttindum á grundvelli heildarhyggju kommúnismans. Nú er sótt að frelsi og mannréttindum á grundvelli heildarhyggju Íslam. Þá bregðast helstu flokkar hægra fólks í Þýskalandi og Íslandi. Málefnalegar umræðu um Íslam og málefni innflytjenda eru ekki heimilaðar og Kristilegi demókrataflokkurinn í Þýskalandi stendur fyrir pólitískri ákæru á hendur listamanni að kröfu blóðhundsins Tacip Erdogan Tyrklandsforseta. Hugmyndafræðileg uppgjöf stjórnenda þessara flokka er alger.
Fyrir tíu árum vísaði Anders Fogh Rassmusen þá forsætisráðherra Dana sendimönnum Íslam út, þegar þeir kröfðust þess að hann bannaði Múhameðsteikningarnar í Jótlandspóstinum og þeim yrði refsað sem bæru ábyrgð á gerð þeirra og útgáfu. Anders Fogh benti þessum kauðum á að í Danmörku væri tjáningarfrelsi og ríkisstjórnir legðu ekki hömlur á það.
Tjáningarfrelsið er mikilvægustu mannréttindi á hugmyndafræðilegu markaðstorgi lýðræðisþjóðfélaga. Reynt er að vega að því með margvíslegum hætti. Íslamistar og taglhnýtingar þeirra ákæra, fólk eins og Oriönu Fallaci, sem nú er látin, Mark Steyn, Geert Wilders o.fl. o.fl., sem staðið hafa fyrir málefnalegri umfjöllun um Íslam.
Ruglaðasti hópur stjórnmála- og háskólaelítunnar úthýsir málefnalegri umræðu m.a. með því að rugla hugtakið hatursumræða og banna eða útvísa umræðu um mikilvæg þjóðfélagsmál . Innanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins skipar sérstakan lögreglufulltrúa, til að koma í veg fyrir málefnalega umræðu fari hún yfir þau geðþótta mörk sem þöggunarsinnar telja heimila.
Skoðanalögregla Reykjavíkurborgar lúsles skrif borgarstarfsmanna að næturþeli og veitir þeim tiltal að geðþótta.
Lýðræðissinnar hvar í flokki sem þeir standa verða að rísa upp gegn þeirri ógn sem sóknin gegn tjáningarfrelsinu er. Sókn sem vegur að mikilvægustu mannréttindum og lýðfrelsi. Það verður að gera á sama grundvelli og lýðræðissinnar brugðust við heimsyfirráðastefnu kommúnismans. Nú snýst málið um heimsyfirráðastefna öfga Íslam.
Grein eftir mig sem birtist í Morgunblaðinu 23.apríl 2016
23.4.2016 | 10:46
Að hafa forskot
Margir andstæðingar sitjandi forseta og mótframbjóðendur hans kveinka sér undan því að hann hafi forskot á aðra frambjóðendur. Einhver sagði að þetta væri eins og að keppa í 100 metra haupi þar sem Ólafur Ragnar hefði 60 metra forskot.
Í frjálsu þjóðfélagi keppir fólk oftast við einhverja sem hafa forskot hvort heldur það er í einkalífinu eða í viðskiptum. Kaupmanninum,sem ætlar að opna nýja verslun í samkeppnisrekstri er ljóst að þeir sem fyrir eru hafa forskot. Sama er með iðnaðarframleiðandann sem veit að hann verður að ná ákveðinni markaðshlutdeild frá þeim sem fyrir eru á markaðnum.
Kóka Kóla er fyrirtæki sem hefur mikið forskot. Þegar það var stofnað höfðu önnur fyrirtæki mikið forskot. Einn stofnanda Kóka Kóla, óaði við forskoti annarra og hann seldi alla hluti sína í Kóka Kóla og keypti hluti í fyrirtækinu Strawberry Kóla sem hafði algert forskot á Kóka Kóla. Veit einhver um fyrirtækið Strawberry Kóla í dag?
Það er ekki málefnalegt hjá andstæðingum sitjandi forseta og illyrmum í hans garð að tönnlast á því að hann hafi forskot. Forsetinn hefur vissulega farið í gegn um stormasamt kjörtímabil þar sem hann hefur komist vel frá þeim verkefnum sem hann hefur þurft að leysa. Mótframbjóðendur hans verða að sýna að þeir geti leyst slík verkefni betur en sitjandi forseti til að kjósendur telji þá eiga erindi. Flóknara er það ekki.
Annað atriði sem væri meiri ástæða til að gefa gaum en meint forskot Ólafs Ragnars, er hvort einhverjir frambjóðendur til forsetakjörs njóti sérstakra styrkja og þá hverra. Sérstaklega þarf að skoða hvort að einstakir frambjóðendur njóti sérstakrar velvildar aflandsbaróna eða barónessa "með einum eða öðrum hætti".
21.4.2016 | 13:49
Glæpur gegn rökhyggju
Það er sjaldgæft í opinberri umræðu að verða vitni að því þegar hlutum er snúið gjörsamlega á haus rökfræðilega. Þorleifi Erni Arnarssyni tókst það betur en öðrum í gær og er þó samkeppnin hörð á þessu sviði. Þessi glæpur listamannsins gegn rökhyggju varð tilefni fyrir RÚV og 365 miðla að hampa manninum vegna skorts á rökhyggju.
Þegar Íslamskir vígamenn drápu ritstjórn Charlie Hedbo fannst Þorleifi ástæða til að ögra Múslimum og setja upp sýningu á verkinu "Söngvar Satans",til að sýna Múslimum varðstöðu um tjáningarfrelsið.
Þungvopnuð lögregla þurfti að hans sögn að standa vörð um listafólkið til að koma í veg fyrir að það yrði drepið af Íslömskum vígamönnum. Listamaðurinn taldi að Múslimar mundu mótmæla og reyna að koma í veg fyrir sýninguna og þungvopnaða lögreglan þyrfti að vera til að hægt væri að sýna verkið og koma í veg fyrir hermdarverk gagnvart listafólkinu. Það fannst honum líka í lagi vegna tjáningarfrelsisins.
Þorleifur gaf sér að hægri öfgamenn myndu hugsanlega styðja baráttu hans fyrir tjáningarfrelsinu. Það var of mikið fyrir Þorleif, sem telur sig hafa sérréttindi umfram aðra. Hann hætti að vera Je suis Charlie og yfirgaf félaga sína.
Ergo: Íslamskir öfgamenn sem drepa fólk fyrir að halda fram skoðunum sínum eru skárri en hægri öfgamenn sem berjast fyrir því að það sama fólk hafi frelsi til að tjá skoðanir sínar.
Eðlilega brosti fyrrum tilvonandi forseti lýðveldisins Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kastljóss sínu blíðasta sjálfsagt sætur söngur í hennar eyrum.
18.4.2016 | 08:46
Brandarar bannaðir
Í stjórnartíð Jóseps Stalín í Sovétríkjunum sátu yfir 200 þúsund einstaklingar í fangabúðum fyrir það eitt að hafa sagt brandara sem Stalín og félögum hans í Kommúnistaflokknum fundust ekki sniðugir.
Ayatollah Khomeni erkiklerkur í Íran á sínum tíma sagði að það væru engir brandarar í Íslam. Þau kynni sem Vesturlandabúar hafa af þessari stirðnuðu hugmyndafræði bendir til þess að Khomeini hafi haft rétt fyrir sér.
Hvað skyldu margir sitja í fangelsum Erdogan fyrir að hafa sagt brandara sem honum og félögum hans geðjast ekki að. Þeir telja áreiðanlega meir en þúsundið.
Stjórnmálamenn í Evrópu eru að verða eins andlega stirðnaðir og Imamarnir sem Saudi Arabar senda út til að boða miðaldasiði í Moskum sem þeir hafa byggt um alla Evrópu. Þeir telja m.a. orðið rétt að fylgja fordæmi Stalíns og höfða opinnber mál til að koma grínistum sem hafa sagt "ranga" brandara í Gúlag Fangabúðirnar.
Ef forustumenn í stjórnmálum í Evrópu vilja sjá staðreyndir mála þá gætu þeir e.t.v. áttað sig á að í dag á Evrópa meiri samleið með Rússum en Tyrkjum. Einnig að Evrópu stafar meiri hætta af Tyrkjum en Rússum. Það eru engir þeir hagsmunaárekstrar sem réttlæta illindi Evrópu og Rússa.
Rétt væri líka að NATO skoðaði að víkja Tyrkjum úr NATO. Tyrkir hafa unanfarin ár stutt ljóst og leynt starfsemi ISIS og ýmissa annarra hryðjuverkasamtaka. Þeir hafa keypt olíu af ÍSIS og smyglað vígamönnum yfir landamæri Sýrlands til samtakanna. Ekki að undra að lánlausasti stjórnmálamaður Evrópu um þessar mundir Angela Merkel skuli hafa gert Erdogan að besta vini sínum.
Þá gleymdi hún því fornkveðna sem Grettir sterki vissi:
"Illt er að eiga þræl að einkavin"
Svo telja einhverjir enn meðal okkar þjóðar að það þjóni hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið. Það væri frekar að ganga úr Schengen og taka EES samninginn til endurskoðunar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2016 | 09:01
Tjáningarfrelsið og Angela Merkel
Erdogan alræðistjórnandi Tyrkland hefur krafist þess af Angelu Merkel vinkonu sinni Þýskalandskanslara að hún sjái til þess að grínistinn Jan Böhmermann verði ákærður fyrir að móðga hinn "háæruverðuga" Erdogan. Eins og Angelu Merkel var von og vísa þá tók hún að daðra við Erdogan í stað þess að standa vörð um tjáningarfrelsið.
Sök grínistans var sú, að segja að Erdogan kúgaði minnihlutahópa, væri með ofsóknir gegn Kúrdum og berði á Kristnum á meðan hann horfði á barnaklám. Auk þess hafði grínistinn farið áður með vafasama vísu um Erdogan.
Þetta var meira en Erodan þoldi og að ósk Tyrkneskra stjórnvalda hófst rannsókn í Þýskalandi, á meintu broti grínistans á grundvelli hegningarlagagreinar nr. 103 í þýska refsiréttinum. Sú hegningarlgagrein er sögð ekki hafa verið notuð svo lengi sem elstu menn muna, en leggur refsingu við því, allt að þriggja ára fangelsi, fyrir að fara meiðandi orðum um erlendar stofnanir eða fulltrúa erlendra ríkja.
Undanlægjuháttur Merkel er svo mikill að hún tók það sérstaklega fram eftir að Tyrkjasoldán kvartaði að henni fyndist grín Jan Böhmerman óviðunandi og forkastanlegt. Annar fulltrúi "góða fólksins" Hakan Tanriverdi sakaði Jan Böhmerman um að vera rasisti. Ekki óþekkt í orðræðunni þegar rök skortir.
Þjóðhöfðingjar og stjórnmálamenn um víða veröld þurfa að sætta sig við að grínistar um veröld víða geri sér mat úr einhverju sem þá varðar t.d.Sigmundur Davíð. Þá hafa heldur betur fallið alvarlegri ummæli um Obama Bandaríkjaforseta og Hollande Frakklandsforseta svo dæmi séu tekin. En engum þessra eða yfir höfuð stjórnmálamanna í frjálsum ríkjum dettur í hug að krefjast þess af erlendri ríkisstjórn að hún lögsæki grínista á grundvelli úreltra hegningarlagaákvæða.
Annað gildir um Erdogan Tyrkjasoldán. Hann hefur fangelsað fleiri blaða- og fréttamenn en nokkur annar í veröldinn og nú verður að þagga niður í fréttafólki og grínistum í öðrum löndum svo fólk fái aldrei að vita hvers konar drullusokkur Erdogan er.
Því miður virðist Angela Merkel ekki átta sig á mikilvægi Tjáningarfrelsins og vilja dansa eftir pípu Erdogans. Skömm hennar verður stöðugt meiri.
14.4.2016 | 00:07
Skoðanakannanir og hvað má lesa úr þeim
Í skoðanakönnun Gallup sem birt var í fréttum RÚV í kvöld gleyma fréttamiðlarnir að geta um það sem er markverðast við skoðanakönnunina. Meirihluti aðspurðra svarar ekki eða tekur ekki afstöðu til flokks. Þannig eru það aðeins 47% aðspurðra sem lýsa stuðningi sínum við ákveðinn stjónrmálaflokk.
Fjöldi þeirra sem spurðir eru í könnununni sem segjast ætla að kjósa Pírata eru 13% og 3% segjast ætla að kjósa Framsókn. Fylgi við aðra flokka en þá sem á þingi sitja er nánast ekkert þó þar séu ýmsir í fleti fyrir eins og Viðreisn sem kemst þó á blað, Þjóðfylkingin og Dögun.
Þrátt fyrir að margir Sjálfstæðismenn hafi hoppað hæð sína vegna þess að fylgið við flokkinn var að hlutfalli miðað við þá sem aftöðu tóku um 27% en af þeim sem spurðir voru voru það einungis 12% sem lýstu yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn.
Skoðanakönnunin lýsir því aðallega vantrú fólks á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Ágætur vinur minn þingmaður, ráðherra og mikill áhugamaður um pólitík frá blautu barnsbeini sem féll frá langt fyrir aldur fram sagði jafnan þegar skoðanakannanir eins og þessar birtust að þær sýndu að stjórnmálaflokkarnir gengju ekki í takt við þjóðina og það vantaði nýtt stjórnmálaafl. Hann brást raunar við slíku kalli, en taldi sig ekki hafa haft erindi sem erfiði þegar upp var staðið þó margir aðrir teldu að svo hefði verið.
Fróðlegt verður að sjá aðrar kannanir til að átta sig á hvort aukið hlutfall kjósenda telur sig eiga samleið með einhverjum stjórnmálaflokk eða hvort meiri hluti fólksins í landinu telur pólitíska eyðimerkurgöngu heppilegri en þá stjórnmálaflokka sem nú starfa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2016 | 15:40
Aflandsfélög og skattaframtöl stjórnmálamanna.
Forsætisráðherra Breta átti ekki reikning í skattaskjóli eins og eiginkona Sigmundar Davíðs, Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal. Þó David Cameron hafi ekki átt persónulega reikninga í skattaskjóli þá fannst honum samt nauðsynlegt að birta allar upplýsingar sem máli skipta um varðandi framtöl sín til skatts aftur til ársins 2009 til dagsins í dag til að reka af sér ámæli vegna arfs og annars úr skattaskjólsreikningum.
Fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð hefur ítrekað sagt að allir skattar hafi verið greiddir af aflandsreikningi konu hans og áður þeirra beggja á Tortóla. Sama segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Norðdal varðandi sína reikninga á þeim slóðum. Af því gefna tilefni væri rétt að þau legðu fram skattagögn sín með sama hætti og breski forsætisráðherrann og raunar fleiri stjórnmálamenn þar í landi hafa gert.
Það tekst engum að sanna, að hann hafi greitt skatt af aflandsfélögum hvort sem þau eru á Tortóla, Panama eða annarsstaðar nema leggja fram staðfestingu á því
Hópur stjórnmálamanna í Bretlandi hefur vegna skattaupplýsinga Cameron talið sig þurfa að birta upplýsingar um sig. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar heldur sama veg hvað það varðar.
Ekki verður séð að það sé góður siður að stjórnmálamenn fari almennt að birta almenningi skattaframtöl sín. Þó einn stjórnmálamaður sé grunaður um græsku vegna samneytis við aflandsfélög á Tortóla eða Panama, þá þurfa aðrir ekki að líða fyrir það. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar er enn svo komið er ekki grunaður um græsku í þessum efnum. Birting hans á skattaupplýsingum sínum er umfram það sem eðlilegt er.
Öðru gegnir varðandi Sigmund Dvíð, Bjarna Benediktsson og Ólöfu Norðdal. Nöfn þeirra koma fram í Panamaskjölunum. Þeim liggur á að sýna fram á að staðhæfingar þeirra um skattgreiðslur af þeim reikningum og fullnægjandi gagnaskil séu fyrir hendi.
10.4.2016 | 10:08
Hatursorðræða
Samfylkingin og Píratar skilgreina hatursorðræðu, sem ummæli, sem beinast að Múhameðstrú og samkynhneigðum. Nokkuð skondið vegna þess að víðar en ekki er samkynhneigð dauðasök í löndum Múhameðstrúar, en annars alvarlegt afbrot. Í siðuðum löndum er víðast hvar mun víðtækari skilgreining á hatursorðræðu en hér.
Frambjóðandi til varaformanns Samfylkingarinnar, Sema Erla Serdar, fer fyrir hópi sem berst fyrir því, að fólk kaupi ekki vörur frá Ísrael. Sema þessi, fékk sérstakan Kastljósþátt til að barma sér yfir hatursorðræðu sem að henni beindist í upphafi kosningabaráttunnar. Sema stendur þó fyrir hatursorðræðu gagnvart öðrum. Á það var ekki minnst af starfsfólki Kastljóss.
Í Frakklandi er það hatursorðræða að berjast fyrir að fólk sniðgangi vörur framleiddar í Ísrael. Í Bandaríkjunum, Kanada og Bretlandi eru reglur sem annaðhvort banna starfsemi sniðgönguhreyfingar gagnvart Ísrael, þar sem um sé að ræða hatursorðræðu eða höft eru sett á starfsemi þeirra. Í Bretlandi er opinberum aðilum þ.m.t. bæjarfélögum, námsmannafélögum o.fl. bannað að taka þátt í eða leggja sniðgönguhreyfingunum lið.
Miðað við nágrannalönd okkar er umræðan hér svo vanþróuð og undir svo miklum öfgavinstri áhrifum, sérstaklega í fréttamiðlum 365 og RÚV, að jafnræði hvað varðar hatursorðræðu er ekki fyrir hendi. Allir flokkar í borgarstjórn með heiðarlegum undantekningum einstaklinga stóðu t.d. að því að styðja sniðgöngu gagnvart Ísrael.
Svo illa er nú komið fyrir Sjálfstæðisflokknum að fulltrúar hans undantekningarlítið, láta öfgavinstriliðið teyma sig hvert á land sem er í umræðunni um hatursorðræðu, innflytjendur og flóttamenn.
Ólíkt því sem er í nágrannalöndum okkar þá er engin stjórnmálaflokkur sem berst fyrir skynsemi hvað varðar hatursorðræðu eða málefni innflytjenda og flóttafólks. Öfgavinstrihallinn á umræðunni fær því lítið áreittan framgang. Við það verður ekki búið.
9.4.2016 | 06:45
Raddir vorsins
Vorboðinn ljúfi söng hástöfum úti í garði í morgun. Fuglinn minn var að fagna dagrenningunni og gerði heyrum kunnugt að hann væri glaður og ætlaði sér að takast á með þeim hætti við áskoranir lífsins.
Eftir myrkan vetur er aftur komið vor í dal. Ljósið víkur myrkrinu til hliðar.
Á sama tíma og vorvindar glaðir, fuglasöngur og gróandi þjóðlíf á svo mörgum sviðum blasir við grúfir myrkur yfir þjóðinni.
Vantraust á stjórnmálamönnum hefur aldrei verið meira. Hugsjónir hafa vikið fyrir síngirni og sérhagsmunavernd.
Sú staðreynd var opinberuð að forustumenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks væru með eða hefðu verið með leynireikninga sem er, og almenningur telur fordæmanlegt. Í stað þess að taka á því máli af ábyrgð brugðust þeir.
Stjórnarandstaðan hefur af því tilefni reynt að fiska í því grugguga vatni sem gáraðist hjá Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni vegna uppljóstrana, sem valda því, að flestum er ljóst að þeir þurfa að sækja nýtt umboð til kjósenda ætli þeir sér pólitískt framhaldslíf.
Aldrei hefur verið eins mikil þörf á því að siðvæða stjórnmálin og nú. Vorboðin ljúfi á brýnt erindi inn í íslensk stjórnmál til að taka við af síngirni, sérhagsmunavörslu, spillingu og stöðnun.
Vonandi fá raddir vorsins að hljóma kröftuglega fyrr heldur en síðar í stjórnmálunum- eins og þær gera víða annarsstaðar í þjóðfélaginu - það er fyrir löngu kominn tími til þess.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1249
- Sl. sólarhring: 1322
- Sl. viku: 6391
- Frá upphafi: 2470775
Annað
- Innlit í dag: 1166
- Innlit sl. viku: 5874
- Gestir í dag: 1118
- IP-tölur í dag: 1083
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson