Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2016
7.4.2016 | 23:02
Er einhver ómissandi?
"Það er hárrétt að þau fyrirtæki sem eru með eignarhald víða um heim og sérstaklega á þessum Jómfrúareyjum og öðrum eyjum, koma sér undan því að borga skatta til ríkisins, en það er ekki aðalvandinn.
Aðalvandinn er sá að eignarhaldið er líka dulið og mjög margt svipað hulu með þessum fyrirtækjum og það skaðar atvinnulífið miklu meira. Krosseignarhald getur verið dulið á þennan hátt, keðjueignarhald o.s.frv.
(Pétur H. Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í þingræðu 1.4.2009)
Áttar Sjálfstæðisfólk sig ekki á því að það er engin maður svo merkilegur eða ómissandi, að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki merkilegri eins og Jóhann Hafstein fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins sagði. Ef ekki þá er úti um Sjálfstæðisflokkinn.
7.4.2016 | 10:10
Leikbrúðurnar
Það var fróðlegt að fylgjast með fréttum í gærkvöldi. Í rúma tvo tíma höfðu fréttamiðlarnir ekki upp á aðrar fréttir að bjóða en tala við mótmælendur á Austurvelli, mynda stigann í Alþingishúsinu og tala við þá stjórnarandstöðuþingmenn sem tróðu sér fram fyrir upptökuvélina eins neyðarlegt og það nú var.
Orðræður stjórnarandstöðunnar og síðar forustufólks nýrrar ríkisstjórnar minntu á gömlu leikföngin mín, sem hétu sprellikarlar. Tekið var í spotta og þá hreyfðu þeir sig alltaf eins. Lyftu höndum og fótum. Allt fyrirsjáanlegt.
Stjórnarandstaðan tönnlaðist á "kosningar strax". En af hverju? Jú stjórnarandstöðsprellifólkið sagði stjórnin er rúin trausti vegna Tortólureikninga Sigmundar Davíðs. Að Sigmundi gengnum hvað þá? Er þá ekki komin lýðræðislega valin stjórn sem ætti að njóta sama trausts og áður. Líkþornið hefur verið fjarlægt.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar tönnluðust á því að mörg verk væru óunnin og ábyrgðarhluti að hlaupa strax í kosningar. Þannig er það raunar alltaf þegar kosningar eru. Ríkisstjórnin á ólokið mörgum mikilvægum verkefnum.
Boðað er til mótmælafundar á Austurvelli í dag til að mótmæla nýrri ríkisstjórn. Af hverju? Er eitthvað það að nýju ríkisstjórninni sem að afsakar frekari mótmæli. Um er að ræða lýðræðislega valda stjórn. Engar forsendur eru því til að mótmæla nýju ríkisstjórninni nema fólk telji að enn sitji fólk í ríkisstjórninni sem að séu álíka líkþorn á stjórnarlíkamanum og Sigmundur Davíð var. Sé svo þá verður fólk að segja það. Annars vantar inntakið í mótmælin.
6.4.2016 | 18:03
Örlagatímar og lausnir
Hvað á forseti lýðveldisins að gera þegar forsætisráðherra, sem er ekki í andlegu jafnvægi, trausti rúinn og hefur ekki stuðning þjóðarinnar, eigin flokks eða samstarfsflokks, krefst þess að forsetinn skrifi upp á opin víxil um þingrof og kosningar. Forsetinn getur ekki sagt neitt annað en Nei við slíkri bón. Slíkt Nei er ekki brot á stjórnskipunarreglum heldur heibrigð skynsemi og nauðsynleg stjórnviska.
Sigurvegari gærdagsins var ótvírætt Ólafur Ragnar Grímsson forseti sem steig inn í erfiðan dans sem honum var boðið upp í, skömmu eftir heimkomu og leysti svo vel að ekki var hægt að gera það betur.
Í gær kom í ljós hvað það skipti miklu máli að hafa forseta sem hefur þor,víðtæka þekkingu og nýtur trausts þjóðarinnar. Fólk getur velt því fyrir sér hvort einhver þeirra sem buðu sig síðast fram á móti Ólafi Ragnari Grímssyni hefðu í gær komist með tærnar, þar sem hann hafði hælana fyrir löngu eða hvort einhver af þeim hópi sem býður sig fram núna til forseta sé líklegur til að geta ráðið við mikilvægasta hlutverk forsta lýðveldisins sem er: Að tryggja festu í stjórnarfari landsins og starfhæfa ríkisstjórn í landinu.
Eðlilegt er að fólki sé brugðið við þau tíðindi að mikill fjöldi Íslendinga eigi leynireikninga á Tortólu sem er í umsjá Panamískrar lögmannsstofu. Þeir sem þola ekki að eiga reikningana sína á almennum bankrareikningum undir eigin nafni eiga ekkert erindi í pólitík í lýðræðislandi.
Íslenska þjóðin hefur búið um margt í okursamfélagi þar sem stjórnvöld hafa vegna þjónkunar sinnar við sérhagmuni tekið sérhagsmunina framyfir hagsmuni fólksins í landinu. Þess vegna er matvælaverð með því hæsta í heiminum. Þess vegna er fólki meinað að gera hagkvæm og ódýr innkaup á mörgum hlutum. Þess vegna þarf fólk að taka verðtryggð lán með okurvöxtum eða óverðtryggð með ennþá meiri okurvöxtum.
Þegar þannig háttar til, er eðlilegt að þrautpíndir þrælar okursamfélagsins bregðist illa við þegar í ljós kemur að nokkrir helstu ráðamenn landsins eigi leynireikninga í erlendri mynt á Tortólu á sama tíma og þeir berjast fyrir því að íslenska krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins með tilheyrandi verðtryggingu.
Hvað gat orðið þess valdandi að þessir ráðamenn og aðrir Tortólureikningseigendur veldu að eiga nafnlausa reikninga á Tortólu? Til að fela eignarhald sitt á fjármunum.
Það stoðar lítið að segja að allt hafi verið uppi á borðinu og allir skattar greiddir af því að það er ekki nokkur kostur að sannreyna þær staðhæfingar. Eftir sem áður liggur fyrir að Tortólureikningshafar voru að fela slóð peninganna sinna og af hverju þurftu þeir að gera það?
Mér finnst miður að svo mikill fjöldi íslendinga sem raun ber vitni skuli hafa talið eðlilegt að fela peingana sína í skattaskjólum í umsjá lögmannsstofu sem að öðru jafnan aðstoðar vopnasala, eiturlyfjasala, þá sem stunda mannsal og einræðisherra sem eru að féfletta þjóðir sínar. Ekki góður félagsskapur það. Sæmir ráðamönnum lýðræðisríkis að vera í slíkum félagsskap?
Innan skamms á að kynna samkomulag stjórnarflokkana um fyrirkomulag stjórnar lýðveldisins þar sem tilkynnt hefur verið að flokkarnir hafi náð samkomulagi.
Hvað svo sem líður samkomulagi stjórnarflokkana þá sýnist mér veður vera svo válynd í íslensku samfélagi og traust fólks á stjórnmálamönnum það lítið, að við slíkar aðstæður er það ábyrgðarhluti fyrir sitjandi forseta að breyta ekki ákvörðun sinni um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.
Það er því full ástæða til þess að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að gefa kost á sér til endurkjörs, því svo virðist sem þjóðin hafi aldrei haft jafnmikla þörf fyrir það að hann sitji sem forseti lýðveldisins næsta kjörtímabil og tryggi eftir mætti festu í stjórnskipun landsins og komi í veg fyrir stórslys sem annars gætu orðið.
5.4.2016 | 10:20
Allt upp á borðið strax.
Jóhannes Kr.Kristjánsson segist hafa undir hönum lista með nöfnum 600 íslendinga sem voru með fjármálastarfsemi í gegn um lögmannsstofuna í Panama og földu peningana sína á Tortóla eða öðrum álíka skattaskjólum.
Eftir Kastljós sem Jóhannes Kr. stýrði af miklum myndarskap á sunudaginn riðar ríkisstjórn Íslands til falls og allar líkur eru á því að forsætisráðherra verði að taka pokann sinn fyrr heldur en síðar og líklega tveir ráðherrar til viðbótar sem tengjast skattaskjólum eins og forsætisráðherrann.
Spurningin er þá hvað með hina 597 sem þjóðin á eftir að fá upplýsingar um í fyrsta lagi hverjir eru. Í öðru lagi hvað þeir gerðu. Í þriðja lagi hvað miklar peningalegar eignir um var að ræða. Í fjórða lagi hverjir tengdust viðskiptalega þessum einstaklingum og í fimmta lagi voru kjörnir fulltrúar fólksins eða háttsettir ríkisstarfsmenn tengdir eða viðriðnir aflandsstarfsemi þessa fólks.
Þjóðin þarf að fá að vita um öll þessi atriði og allar nauðsynlegar upplýsingar nú þegar til að geta gert sér grein fyrir heildarmyndinni og geta mótað afstöðu til þess hvernig á að bregðast við. Upplýsingarnar eru nauðsynlegar í lýðræðislegri umræðu og það er ekki tækt fyrir Jóhannes Kr. Kristjánsson að halda þessum upplýsingum frá þjóðinni og birta þær eftir geðþótta næstu daga og/eða vikur. Annar er hætt við að umræðan verði ekki nægjanlega markviss eða niðurstaðan rétt.
Við verðum að fá allt upp á borðið strax. Það er eðlileg krafa þjóðar í lýðræðisríki. Okkur er í mun að bregðast við og hreinsa þá óværu sem enn býr með þjóðinni af þjóðarlíkamanum.
Jóhannes Kr. Kristjánsson birtu listann strax í dag annað gengur ekki ef þú vilt að nú þegar fari fram upplýst lýðræðisleg umræða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.4.2016 | 09:10
Vont mál
Það er óafsakanlegt, að forsætisráðherra, fjármálaráðherra og fleira forustufólk í íslenskum stjórnmálum skuli hafa kosið að geyma peningana sína í hulduhvelfingum eyjunnar Tortóla í umsjá lögmannsstofu í Panama. Ég hef iðulega gagnrýnt Kastljós og RÚV, en í þetta sinn sýndi stofnunin að hún getur tekið heildstætt og hlutlægt á málum.
Á sama tíma og þessir sömu forustumenn hafa staðið vörð um verðtryggingu og hávaxtastefnu, sem hefur íþyngt fólkinu í landinu kýs það að vera í allt öðru umhverfi með sína peninga en fólkið í landinu. Þetta er líka fólkið sem hefur sagt að krónan væri framtíðargjaldmiðill íslensku þjóðarinnar. Af hverju vildu þau þá frekar vera með peningana sína erlendis í leynihvelfingum þar sem vextir eru lægri en hér á landi. Af hverju? Einhverjir hagsmunir eru því tengdir og það er í sjálfu sér ekki flókið að sjá hverjir þeir eru.
Þegar fullyrt er af forsætisráðherra að allt hafi verið talið fram og full skattaskil hafi átt sér stað þá má spyrja á móti hvort Wintris félagið hans eða önnur félög forustumanna í pólitík á Tortólu hafi skilað ársreikningum. Sé svo hvenær gerðu þau það og hvernig? Ég tel upp á að þau hafi ekki skilað ársreikningum og tal um rétt skil á sköttum og gjöldum eru þá einhliða yfirlýsingar sem ekki verða hraktar vegna leyndarinnar varðandi starfsemi og fjármál viðkomandi félaga.
Í kjölfar bankahrunsins í október 2008, skipti máli að byggja upp traust fólksins í landinu á mikilvægustu ríkisstofnunum og stjórnmálamönnum. Ég taldi á þeim tíma einsýnt að Sjálfstæðisflokkurinn mundi fara í gagnrýna skoðun á stefnu sinni og störfum næstu ár á undan, viki frá sérhagsmunavörslu og reyndi á nýjan leik að ná því trausti að flokkurinn gæti í raun talist flokkur allra stétta. Yrði á ný raunverulegur þjóðarflokkur. Þess vegna gekk ég á ný til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, þar sem ég aðhyllist einstaklingsfrelsi og athafnafrelsi einstaklingsins, lítil ríkisumsvif og frjáslynd viðhorf í stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einum af hverjum þrem kjósendum sínum við Hrunið eða um 33% stuðningsfólks síns og hefur ekki endurunnið traust þeirra. Þverrandi líkur eru á því að núverandi forustufólk flokksins nái að endurvinna það traust.
Nú þegar upplýst hefur verið að formaður Sjálfstæðisflokksins og fleiri forustumenn hans voru með hendurnar á bólakafi í kökuboxi skattaskjóla og leyndar sem og virkir leikendur í aðdraganda Hrunsins, þá er líklegt að traust á Sjálfstæðisflokknum minnki enn frekar og spurning hvort ekki sé nauðsynlegt að þau axli þá flokkslegu ábyrgð að segja af sér.
Jóhann Hafstein einn merkasti forustumaður Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar sagði einu sinni að það væri engin maður svo merkilegur að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekki miklu merkilegri.
Það á að gera ákveðnar siðrænar kröfur til stjórnmálafólks. Þeir sem taka að sér forustustörf í stjórnmálum verða að afsala sér ýmsu sem afsakanlegt getur hugsanlega verið hjá öðrum.
Siðvæðing íslenskra stjórnmála er nauðsynleg. Byggja verður upp traust milli þjóðar, þjóðfélagsstofnana og stjórnmálamanna. Það þolir enga bið.
2.4.2016 | 12:36
Tjáningarfrelsið
Í yfirliti um mannréttindi sem lýðræðisþjóðir telja mikilvægust kemur fram að flestir meta tjáningarfrelsið mikils.
Á tímum einveldis-og arfakonunga var tjáningarfelsið takmarkað ef eitthvað og þau þjóðfélög störfuðu undir vígorðinu:
"Vér einir vitum."
Elítan aðallinn og kóngafólkið hafði eitt rétt til að tjá sig, en ekki sauðsvartur almúginn.
Þegar alræðishyggju einvaldskonunga var vikið til hliðar og borgaraleg réttindi voru í mótun varð vígorð frjálslyndrar einstaklingshyggju allt frá dögum Voltaire til okkar dags varðandi tjáningarfrelsið:
"Ég fyrirlít skoðanir þínar en ég er reiðubúinn til að láta lífið í sölurnar til að þú fáir að halda þeim fram"
Hugmyndafræðin byggir á því að sérhver borgari hafi sama rétt til tjáningar hvort sem mér eða þér, elítunni eða þjóðfélagsvaldinu líkar það betur eða verr.
Heildarhyggjufólk nútímans hefur í auknum mæli tekið aftur upp sjónarmið einvaldskonunga og hóphyggju. Þetta fólk telur sig hafa rétt til að ákveða hvaða skoðanir séu verðugar og hverjar ekki. V
ígorðið "vér einir vitum" er aftur komið í öndvegi hjá sósíalistum í Samfylkingu og Vinstri grænum og Kastljósi RÚV. Vígorð þessa hóps er þetta:
"Ég er ósammála því sem þú segir og mun draga dár að þér opinberlega. Gera það sem ég get til að þú fáir ekki að tjá þig eða nokkuð birtist eftir þig. Auk þess mun ég gera þá kröfu að þú verðir rekinn úr vinnunni."
Spurningin er því nú sem fyrr hvort veljum við frelsi eða helsi.
1.4.2016 | 10:25
Dómstóll RÚV
Dómstóll RÚV hefur verið að störfum í Kastljósi tvö kvöld í röð. Dómstóll RÚV fjallar þar aðallega um meint hatursummæli í garð framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar Semu Erlu Serdar. Kastljósþættirnir voru fyrst og fremst klæðskerasniðnir fyrir Semu til að koma höggi á þá sem svara henni. Þess er vandlega gætt að gera í engu grein fyrir þeim skrifum og skoðunum sem Sema Erla stendur fyrir og hvað leiddi til andsvaranna.
Sema Erla hefur kallað fólk fasista, rasista, þjóðernisofstækisfólk og öðrum nöfnum að tilefnislausu. Þá stendur hún fyrir samskonar hatursherferð gegn Gyðingum og nasistar byrjuðu í Evrópu um miðja síðustu öld, með því að hvetja til að fólk sniðgangi vörur sem framleiddar eru í Ísrael. Sema Erla er formaður félagsskaparins sem er með þessa kynþáttafordóma gagnvart Gyðingum. Væri þá sanngjarnt að kalla hana nasista af því tilefni? Hún gefur öðrum álíka nafngiftir af minna tilefni.
Svo rakin séu nokkur nýleg ummæli Semu Erlu þá segir hún í pistli á Eyjunni 28.2.s.l. "Marine Le Pen, Geert Wilders og aðrir Evrópskir fasistar hafa eignast systurflokk á Íslandi (Þjóðfylkingin)þau hljóta að vera ánægð."
Er óeðlilegt að það fólk sem þarna er kallað fasistar sendi Semu Erlu svipuð skilaboð og hún þeim?
"Um langan tíma hefur Morgunblaðið gerst sekt um að ýta undir fordóma í samfélaginu." Eyjan 14.112.2015
Í pistli sínum á Eyjunni þ.14.12.2015 nafngreinir hún síðan einstakling sem hún kynnir sem fulltrúa fordóma á Íslandi.
Hér eru eingöngu tilfærð nýjustu ummæli Semu án þess að fara á fésbókarsíðu hennar. Er furða þó að þeir sem verði fyrir barðinu á hatursummælum Semu bregðist við?
Athyglisvert er að sjá þegar skrif Semu eru skoðuð að þriðjungur þeirra fjallar um, hvað hún eigi bágt að sitja undir árásum og hatursummælum fólks. Þrátt fyrir að hún hafi ekki setið undir meiri árásum, en ýmsir aðrir þ.á.m. sá sem þetta ritar.
RÚV dómstóllinn ákvað hins vegar að taka málið fyrir, rétta yfir fólki einhliða og mannorðsmyrða það fyrir ummæli sem ekki voru sett í samhengi við það sem Sema hafði skrifað. Andmælaréttur sakborninga var í engu virtur. Dómur RÚV var einhliða og öllu alvarlegri misbrestur á málefnalegum réttarhöldum en í Sovét forðum eða í Tyrklandi nútímans.
Hingað til hafa þeir sem verða fyrir árásum á mannorð sitt og æru eða sitja undir röngum dylgjum og öðru þess háttar, þurft að reka mál sín fyrir dómstólum. Dómstólar viðhafa vandaða málsmeðferð og kveðið upp dóma á grundvelli laga eftir að hafa hlustað á sjónarmið beggja aðila og kynnt sér öll gögn málsins. Dómstóll Kastljóss RÚV sér ekki ástæðu til að viðhafa slík vinnubrögð. Erdogan stíllinn er þeim meir að skapi þó sá stíll hafi leitti til þess að í Tyrklandi eru nú fleiri blaða- og fréttamenn í fangelsum en í nokkru öðru landi í veröldinni.
Enn einu sinni gerist Fréttastofa/Kastljós RÚV sig seka um að þjónusta ákveðna pólitíska og skoðanalega hagsmuni og beitir þá aðferðum sem Erdogan Tyrkjasoldán mundi telja eðlilega, en standast ekki í réttarríkjum. Er einhver afsökun fyrir því í lýðrfrjálsu landi að almenningur skuli neyddur til að borga þessum pólitísku áróðursglömrurum RÚV launin sín.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 62
- Sl. sólarhring: 352
- Sl. viku: 1549
- Frá upphafi: 2504196
Annað
- Innlit í dag: 55
- Innlit sl. viku: 1446
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson