Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018
28.2.2018 | 08:16
Postulinn Páll og Þjóðkirkjan
Frumvarp um að banna limlestingu á getnaðarlim nýfæddra sveinbarna hefur valdið meiri ólgu og tilfinningaóreiðu en önnur lagafrumvörp sem lögð hafa verið fram á þessu þingi.
Íslenska þjóðkirkjan hefur blandað sér í málið og telur yfirmaður þeirrar kirkjudeildar að leyfa beri áfram að höggva forhúð af getnaðarlim ómálga sveinbarna, að því er virðist til að komast hjá því að móðga þá sem vilja halda þeim fornaldarsið áfram.
Með þessu neitar þjóðkirkjan sér um að hafa aðra skoðun en þá sem er þóknanleg öðrum trúarhópum. Spurning er hvaða gildi slík kirkjudeild hefur sem sviptir sig heimild til að taka afstöðu, ef það getur valdið því að einhver sé ósáttur við afstöðuna.
Í frumkristni var umskurnin töluvert til umræðu og postulinn Páll tók mjög eindregna afstöðu gegn því að hún væri eitthvað sem máli skipti og taldi að óumskornir gætu orðið hólpnir í náðarfaðmi Guðs ekkert síður en umskornir.
Þannig segir Páll postuli í I. Korintubréfi 7.kap 18-19. versi "Sá sem var óumskorinn, láti ekki umskera sig. Umskurnin er ekkert og yfirhúðin ekkert, heldur það að halda boðorð Guðs."
Biskupinn yfir Íslandi gat ekki tekið undir með Páli postula ef til vill vegna trúfræðilegrar vanþekkingar og e.t.v. vegna vilja til að sýna hversu undansláttarstefna og hugmyndasneyð hinnar evangelísku Lúthersku kirkju er algjör.
Er ekki rétt að standa með réttindum ungbarna og boðun Páls Postula og leyfa þeim sem vilja láta limlesta kynfæri sín með umskurði að gera það þegar þeir hafa vit á að taka sjálfir þá ákvörðun.
Þeir sem halda því fram að sú ákvörðun að banna umskurn ungbarna á Íslandi sé móðgun við fornaldarhugsun ákveðinna trúarbragða geta í sjálfu sér gert það, en það má ekki breyta því að við tökum rétta ákvörðun gegn hjátrú og hindurvitnum. Jafnvel þó það séu valdamikil öfl sem styðji ofbeldið.
24.2.2018 | 10:28
Var formaður Verkamannaflokksins njósnari kommúnista?
Undanfarna daga hefur verið rætt um það í Bretlandi hvort staðhæfingar fyrrum leyniþjónustumanns kommúnista í Austur Evrópu þess efnis, að Jeremy Corbyn formaður Verkamannaflokksins og hópur flokksfélaga hans hafi verið njósnarar kommúnista séu réttar. Sjálfur hefur Corbyn reynt að gera grín að þessu, en óneitanlega eru sönnunargögnin sem færði eru fram trúverðug.
Nú hefur fyrrum foringi í MI6 (bresku leyniþjónustunni) stigið fram og sagt að Corbyn þurfi að svara spurningum um tengsl sín við njósnara kommúnista og það dugi honum ekki að reyna að láta sem ekkert sé. Þegar jafn hátt settur foringi í bresku gagnnjósnadeildinni og Mr. C eins og hann var nefndur en heitir Richard Dearlove stígur fram með jafn afgerandi hætti og fullyrðir að það geti verið að Corbyn hafi óhreint mjöl í pokahorninu og janvel verið á mála hjá óvinveittu ríki á árum áður, þá skiptir það máli að fá niðurstöðu í slíku máli.
Þrátt fyrir að þessar fréttir um Corbyn hafi verið í gangi undanfarna daga, þá kemur ekki á óvart, að RÚV og vinstri pressan skuli ekki hafa minnst á þetta einu orði. Í tilviki Corbyn var óvinurinn til staðar og réttmæti staðhæfinganna um hann þýða að hann er landráðamaður. Ærin ástæða alla vega til að fjalla um það á fréttamiðlum.
En það er eins og fyrri daginn, að frá hlustendum er haldið öllum fréttum sem gætu verið slæmar fyrir vinstri sinnaða stjórnmálamenn í heiminum á sama tíma og engin má tísta um Trump svo ekki fari allt úr böndum hjá RÚV og ómerkilegar fréttir og iðulega rangar um Trump er úðað yfir landslýð með því offorsi að ætla mætti að þar væru stórtíðindi á ferð, sem aldrei eru.
Það er engin helstefna sem hefur kostað jafn mörg mannslíf og Kommúnisminn og það er alvarlegt mál fyrir þá sem vilja láta taka sig alvarlega í pólitík hafi þeir verið á mála hjá slíkri ógnarstefnu jafnvel þó langt sé um liðið. Fréttastofur Vesturlanda ættu því að gefa því gaum þegar trúverðugar fréttir berast um að stjórnmálaforingjar í núinu hafi gerst landráðamenn og gengið í lið með óvininum á árum áður.
23.2.2018 | 09:13
Góður listi Sjálfstæðisflokksins en það er ekki nóg.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík standa sameinaðir um framboðslista flokksins til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík. Þrátt fyrir að kjörnefnd gerði tillögu um verulegar breytingar m.a. mikið af hæfu ungu fólki og margir byggjust við verulegum andmælum og andófi þá fór ekki svo. Flokksmenn ákváðu að standa sameinaðir að baki framboðsins. Þannig að það hefur alla vega þann fararheill.
Miklu skipti að vel tækist til um framboð Flokksins þannig að samhent heild starfaði með Eyþóri Arnalds sem flokksmenn höfðu valið sem oddvita sinn í borginni með yfirgnæfandi stuðningi flokksfólks.
Nú reynir á. Reykvíkingar hafa mátt þola óstjórn í borgarmálum um árabil og fyrst keyrði um þverbak þegar tvíeykið Jón Gnarr og Dagur B. Eggertsson skiptu með sér kökunni og ekki batnaði það eftir að Dagur sat einn að aðgerðum.
Nú skiptir máli að Sjálfstæðisfólk í Reykjavík móti sér framsækna stefnu í borgarmálum - af því að það er ekki nóg að hafa bara góðan framboðslista hann verður að eiga fullt erindi til að ná brautargengi. Það þarf að skerga burt Báknið í Reykjavík. Það þarf að tryggja nauðsynlega þjónustu og greiða umferð og umfram allt lækka álögur á borgarbúa. Þetta er vel hægt ef vel verður að verki staðið.
Þreyttur hugmyndasnauður meirihluti á að víkja fyrir framsækinni stefnu til framfara í Borginni.
11.2.2018 | 11:17
Afhverju?
Af hverju fær íslenskt skólakerfi falleinkunn í Pisa könnunum ár eftir ár? Af hverju er ekkert raunhæft gert til að breyta því.
Þegar lélegur árangur íslenskra nemenda kom ítrekað í ljós varð umræðan með þeim hætti sem að Nóbelsskáldið Halldór Laxnes vísar til að einkenni íslendinga, orðræðan einkenndist af orðhengilshætti og innistæðulausum fullyrðingum.
Í fyrstu var því haldið fram að þessi slaki árangur stafaði af því hve launakjör kennara væru lág. Í öðru lagi var sagt að það væru fleiri nemendur á hvern kennara en í flestum OECD löndum og loksins var sagt að þessar Pisa kannanir væru ekki að mæla rétt og væru okkur mótdrægar.
Árið 2017 kom í ljós að 15 ára íslenskir grunnskólanemendur eru með verstu útkomu allra þjóða í Pisa könnuninni í lestri, stærðfræði og raungreinum. Þriðjungur drengja getur ekki lesið sér til gagns. Skólakerfið fær algjöra falleinkun.
Árið 2015 voru 6.4 nemendur á hvern starfsmann í grunnskólum og 9.5. á hvern kennara skv. tölum frá Hagstofunni. Í hinum OECD löndunum eru að jafnaði 13 nemendur á hvern kennara. Þá liggur líka fyrir skv. sömu tölfræðilegu heimildum, að kostnaður á hvern grunnskólanema hér á landi er t.d. helmingi meiri en í Bretlandi. Falleinkun íslenskra nemenda er því ekki að kenna fjárskorti né of fáum kennurum.
Hvað er þá vandamálið? Voru íslendingar svona aftarlega í röðinni þegar Drottinn útdeildi gáfunum? Eða er eitthvað að, sem hægt er að lagfæra? Miðað við getu og hæfni sem íslenska þjóðin hefur ítrekað sýnt, þá er næsta fráleitt að halda því fram að við séum miður gefnir en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Sú staðreynd stendur samt óhögguð, að íslenskir grunnskólanemendur eru lakastir allra í Pisakönnunum.
Á sínum tíma var horfið frá því að raða fólki í bekki eftir getu og færni. Í staðinn var tekin upp stefna sem byggði á þeirri þá sænsku óskhyggju að öllum ætti að líða vel í skólunum og skólastarfs ætti að snúast um það. Skólinn sem menntastofnun varð því afgangsstærð.
Í framhaldi af því var kerfinu breytt í skóla án aðgreiningar þar sem öllu ægir saman. Í sömu bekkjardeild er því ofurgáfað fólk og nánast þroskaheft og allt þar á milli. Kennari sem fær það verkefni að kenna slíkum bekk hefur ekki möguleika á að sinna nemendum eftir þörfum og getu þeirra. Kennslan fer fram á forsendum þeirra sem minnst geta og tímanum eytt til einskis fyrir hina.
Vissulega má halda því fram að íslensk heimili hafi brugðist nauðsynlegu fræðsluhlutverki sínu. En það á líka við mörg heimili í viðmiðunarlöndunum ekkert síður en hér.
Af lýsingum margra skólastarfsmanna, þá virðist verulega skorta á viðunandi aga í skólum og fráleitt að nemendur geti verið með farsíma eða leikjatölvur í tímum.
Skipulag grunnskólastarfs á Íslandi virðist því vera með þeim hætti, að árangur nemenda er óviðunandi. Starfsaðstæður kennara eru óviðunandi og kerfið er allt of dýrt.
Hvað á menntamálaráðhera að gera þegar þessar staðreyndir blasa við? Skipa starfshóp, sem skilar skýrslu um það leyti sem hún lætur af störfum? Það er hið hefðbundna sem vanhæfir gasprarar gera. En hér skal tekið fram að ég hef meiri væntingar til Lilju Alfreðsdóttur en það.
Menntamálaráðherra þarf því að drífa sig heim úr partýinu í Suður Kóreu þar sem hún gegnir engu hlutverki öðru en að skemmta sjálfri sér. Stjórnmálastarf er ekki bara að vera í partýinu og stjórnmálamanna verður ekki sérstaklega minnst fyrir það. Ástandið í skólamálum hér er þannig að menntamálaráðherra gæti tekið þannig til hendinni að eftir væri tekið. Þar er helst að nefna að íslenskir unglingar stæðu jafnfætis unglingum í nágrannalöndum að færni og þekkingu. Nám til stúdentsprófs yrði stytt þannig að íslenskir nemendur væri jafngamlir þegar þeir yrðu stúdentar og námsfólk á hinum Norðurlöndunum eða 18 ára.
Þar til viðbótar mætti spara stórfé ef horfið yrði frá þeirri ruglkenningu að hægt sé að reka viðunandi menntastofnun með bekkjarkerfi án aðgreiningar. Aðalatriðið er að skólarnir séu menntastofnanir og þjónusti nemendur sína með þeim hætti að þeir hafi viðunandni kunnáttu til að byggja sér farsæla framtíð sem menntað fólk og hafi færni til að takast á við verkefni sem koma upp í lífinu í síbreytilegu þjóðfélagi.
3.2.2018 | 21:55
Þegar RÚV fer úr vitsmunalegu sambandi við raunveruleikann.
Stundum velti ég því fyrir mér hvort það eitt að nafn Donald Trump sé nefnt leiði til þess að fréttastofa Ríkisútvarpsins fari úr vitsmunalegu sambandi við raunveruleikann. Eða hvort allt of margir sem þar starfa kunni ekki að skilja aðalatriði frá aukaatriðum eða einfaldlega svo pólitískt siðblindir að þeim sé fyrirmunað að segja hlutlausar fréttir.
Í gær var almenningi leyft að lesa minnisblað sem nefnd Devin Nunes þingmanns og formanns "House Intelligence Committee" um rannsókn alríkislögreglunnar þ.á.m. símhleranir í kosningamiðstöð Trump á grundvelli upplýsinga sem aðilar á vegum Demókrataflokksins útveguðu, borguðu fyrir og lugu að lögreglunni að væri heilagur sannleikur til að koma höggi á Trump. Þetta er hneyksli sem kemur sér illa fyrir Hillary Clinton og Barrack Obama auk ýmissa annarra af sama sauðahúsi.
RÚV skilur þetta hins vegar þannig að þarna sé kominn enn einn naglinn í líkkistu Trump. Talað er um hvað Demókratar í Bandaríkjunum segja um málið og hversu hneykslaðir þeir eru á því að lögleysa þeirra skuli vera opinberuð. RÚV getur ekki greint aðalatriði frá aukaatriðum í málinu og sagt hlustendum sínum um hvað málið snýst. Það er byrjað á öfugum enda og mikilvægustu upplýsingarnar skila sér aldrei til hlustenda og var e.t.v. aldrei ætlað að gera það.
Þetta hneykslismál Demókrata er með sama hætti og Watergate þar sem menn úr endurkjörsteymi Nixons forseta brustust inn í kosningamiðstöð Demókrata í Watergate byggingunni margfrægu og fengu makleg málagjöld. Þau málagjöld hefðu þeir ekki fengið ef fréttamiðlar allir sem RÚV hefðu endalaust talað við Nixon og Repúblikana um málið og engin hefði fengið að vita hvað gerðist.
Þegar skýrsla er birt sem sýnir fram á að rangar upplýsingar frá kosningastjórn Hillary Clinton leiðir til þess að virkjuð er aðgerðaráætlun gegn kosningamiðstöð Trump og brotist inn í hana með hlerunum og rannsóknum þá er það alvarlegt mál í lýðræðisríki. Það minnir á Erdogan og aðferðir hans. En þegar Demókratar og Hillary eiga í hlut þá sér RÚV ekki hneykslið eða samhengi hlutana en telur, að nú þurfi Trump að taka pokann sinn.
Aumingja við sem þurfum að borga fyrir þetta lið sem eru áskrifendur að laununum sínum við að uppdikta rangar og lélegar fréttir. Finnst íslenskum stjórnmálamönnum og alvöru fréttafólki það boðlegt hvernig RÚV hagar sér?
2.2.2018 | 08:19
Minnisblaðið, Trump og Washington Post
Margir eru á nálum í Washington DC og víðar vegna þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni e.t.v. heimila birtingu minnisblaða um rannsókn FBI meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og samband lykilmanna Trump og þeirra sem og annarra.
Nú bregður svo við að Demókratar á Bandaríkjaþingi vilja ekki með neinu móti að minnisblöðin verði birt. Í blöðum í Bretlandi er talið að birting þeirra geti skaðað leyniþjónustu Breta. Skrýtið það?
Ekki nóg með það.
Eitt er það dablað vestur í Bandaríkjunum, sem aldrei hefur skeytt um þjóðarhag þegar hægt hefur verið að koma höggi á repúblíkana en það er Washington Post. Blaðið birti m.a. viðkvæm leyniskjöl vegna Víetnam stríðsins í forsetatíð Nixon og skipti þá engu máli þó það skaðaði bandaríska hagsmuni verulega.
Ekki brá blaðið vana sínum heldur í svonnefndu Watergate máli þar sem blaðið fór hamförum og skipti þá heldur engu máli þó um viðkvæm þjóðaröryggismál væri að ræða.
Nú bregður svo við að framámenn Washington Post hafa lýst ótta við að birting minnisblaðana geti haft skaðleg áhrif fyrir leyniþjónustu Bandaríkjanna og e.t.v. Breta.
Svo virðist sem Washingtin Post telji nú nauðsynlegt að þegja og fela leyndarmál af því að birting skjalanna gæti komið öðrum til góða en þeim eru þóknanlegir. Athyglisvert þegar vegið er og metið hversu hlutlæg fréttamennska þessa blaðs er.
1.2.2018 | 09:20
Ber einhver ábyrgð í núinu?
Athyglisvert hefur verið að fylgjast með varnarræðum Barnaverndarnefndar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna ótrúlegra mistaka beggja þessara stofnana vegna máls kynferðarafbrotamanns gagnvart börnum.
Barnaverndarstofa lét manninn starfa áfram þrátt fyrir fyrri brot hans, sem sýndu að honum var ekki hægt að treysta.
Lögreglan tilkynnti ekki um kæru gegn manninum vegna brots svo mánuðum skipti þótt hann væri í vinnu á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur.
Engum vafa er undirorpið að þarna urðu báðum aðilum á alvarleg mistök, sem eðliegt er að verði skýrð og gaumgæft hvort einhverjir beri þá ábyrgð á þessum mistökum að þeim sé ekki lengur sætt í störfum sínum. Þetta ætti að vera augljóst öllum.
Nú bregður hins vegar svo við í umræðunni að þegar fjallað er um mistök Barnaverndarnefndar og lögreglu sem gerðust í þátíð og í núinu, þá setja talsmenn þessara stofnana á alinlangar ræður um hvað þeir ætli að gera í framtíðinni til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Allt er það gott og blessað, en hefur ekkert með þá spurningu að gera: "Hver eða hverjir bera ábyrgð" á þessum mistökum.
Það er satt að segja óttalega kauðslegt að tuða endalaust um framtíðina þegar viðfangsefnið er í nútíð og þátíð, en bendir til þess að það sé verið að fela eitthvað.
Nokkrir hlutir hafa komið á óvart við umfjöllun fréttamiðla um þetta mál. Í fyrsta lagi er engin nafnbirting, sem er ólíkt því sem áður hefur þekkst í sambærilegum málum. Í öðru lagi þá er eins og einhverri verndarhendi hafi verið haldið yfir þessum manni af einhverjum, en sé svo er brýnt að upplýsa það.
Ágæti lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og talsmaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Þurfið þið ekki að hreinsa til og segið fólkinu í landinu hvað gerðist. Af hverju þessi alvarlegu mistök áttu sér stað og hver ber ábyrgð á þeim og hvort viðkomandi þurfi að svara til saka vegna þess.
Fólk á rétt á að fá að vita það.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1252
- Sl. sólarhring: 1304
- Sl. viku: 6394
- Frá upphafi: 2470778
Annað
- Innlit í dag: 1169
- Innlit sl. viku: 5877
- Gestir í dag: 1121
- IP-tölur í dag: 1086
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson