Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2019
24.11.2019 | 13:06
Verkalýðshreyfingin bjóði fram
Formaður VR hefur ítrekað sett fram þá hugmynd, að verkalýðshreyfingin bjóði fram við næstu Alþingiskosningar. Hugmyndin um framboði verkalýðshreyfingarinnar virðist eiga að taka til allra launþegafélaga í landinu.
Hingað til hefur verið gengið út frá því að launþegar hér á landi sem og annarsstaðar í lýðræðisríkjum hefðu mismunandi skoðanir,en sameinuðust í ákveðnum fagfélögum eða verkalýðsfélögum til að standa vörð um hagsmuni sinnar starfsstéttar. Verkalýðsfélögin væru fagfélög, sem störfuðu á þverpólitískum grundvelli.
Svo virðist, sem hin nýja stétt verkalýðsforingja telji, þrátt fyrir að vera kosinn af örfáum félagsmönnum þá hafi þeir samt ráð félaganna í hendi sér og þurfi ekki að fara eftir því sem hingað til hafa verið viðteknar skoðanir í verkalýðsbaráttu.
Fari svo að hugmynd formanns VR fái brautargengi innan VR og/eða annarra verkalýðsfélaga, þá liggur í augum uppi, að það kallar á verulegar lagabreytingar varðandi skipulag og starfsemi verkalýðsfélaga t.d. félagsaðild og gjaldtöku,svo nokkur atriði séu nefnd.
Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Annar Jónsdóttir og aðrir forustumenn hinnar nýju verkalýðsforustu verða að átta sig á því að þau eiga ekki félögin eða félagsmennina. Þá væri líka gott að þau áttuðu sig á því að innan verkalýðsfélaga er nauðsynlegt að mismunandi pólitískar skoðanir séu fyrir hendi innan félaganna, fái að njóta sín og ekki sér gert upp á milli fólks á grundvelli stjórnmálaskoðana.
Þau Sólveig Anna og Ragnar Þór Ingólfsson ættu frekar að undirbúa sín framboð sjálf og leita eftir tilstyrk úr verkalýðshreyfingunni eða hvar sem er annarsstaðar í þjóðfélaginu og það geta þau gert án þess að blanda verkalýðshreyfingunni með formlegum hætti inn í flokkspólitíska baráttu.
Ég hvet þau eindregið til þess, að láta á það reyna hvort þau eigi pólitískt erindi við fólkið í landinu á grundvelli verka sinna og skoðana og bjóði fram sem einstaklingar við næstu alþingiskosningar.
14.11.2019 | 08:57
Hverju reiddust goðin?
Fræg eru ummæli Snorra goða, við krisnitökuna á Alþingi árið 1000 þegar tíðindamaður kom flengríðandi á þingstað og sagði að eldgos væri komið upp og stefndi á bæ eins hálfkristins goða.
Þeir sem vildu hafna hinum nýja sið kristninni höfðu þá uppi hróp og sögðu að þetta sýndi, að hin gömlu goð Óðinn,Þór,Freyr og Njörður væru reiðir yfir þessu tiltæki að ætla að löfesta kristni sem trú í landinu.
Snorri goði sagði þá að bragði: "Hverju reiddust goðin er hraunið brann, sem nú stöndum við á." Þetta var spaklega mælt og þingheimur áttaði sig á hversu fráleit þessi ætlan Ásatrúarmanna væri þar sem hraun hefðu áður brunnið og runnið víða um land.
Í trúarbrögðum samtímans og umfjöllun, skortir á að menn sjái þau einföldu sannindi sem Snorri goði benti á.
Í Feneyjum eru mikil flóð þessa dagana og Markúsartorgið er m.a. undir vatni. Borgarstjóri Feneyja kennir loftslagsbreytingum um, þannig að meint hlýnun jarðar valdi flóðunum. Gríðarlegar rigningar hafa verið undanfarið í Feneyjum og vindar blása með þeim hætti, að þeir halda vatninu í borginni. Sjávarborð hefur því hækkað í borginni um 183 sentimetra vegna þessara óvenjulegu aðstæðna. Borgarstjórinn í Feneyjum bregst nú við eins og heiðnir menn á Alþingi forðum, sem nefndu að goðin væru reið.
Staðreyndin er bara sú,að þetta er ekki eindsæmi og sjávarborð hækkaði meira árið 1966 eða um 198 sentimetra fyrir 54 árum. Það var raunar áður en hin svokallaða litla ísöld kom á áttunda áratugnum og löngu áður en þessi nýju trúarbrögð hamfarahlýnunarinnar festu sig í sessi.
En nú dettur engum í hug að segja eins og Snorri goði sagði forðum: Hvað olli þá flóðunum árið 1966. Slík tilvísun er jafnmarkviss röksemd og skýring borgarstjórans, að loftslagsbreytingar valdi flóðunum núna. Snorri goði samtímans veit líka að mælti hann þessi rök skynseminnar þá væri hann annaðhvort settur í poka og honum drekkt eða hann yrði gerður brottrækur úr borginni fyrir loftslagsguðlast.
En það er alltaf von um betri og meiri styrki ef hægt er að tengja hlutinn trúarbrögðum hamfarahlýnunarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2019 | 10:56
Skjóta fyrst og spyrja svo
Þingmenn Viðreisnar ásamt þingmönnum úr systurflokki þeirra, Samfylkingunni, ásamt biskupi og landlækni gerðu sig sek um það í síðustu viku að hrapa að ályktunum og niðurstöðum án þess að hafa kynnt sér staðreyndir.
Þingmennirnir og biskupinn fordæmdu útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir að framfylgja lögum, sem væri ótækt í máli albanskrar konu,sem komin var á steypirinn. Henni hafði verið synjað um hæli á Íslandi,en konan vissi fullvel áður en hún kom að það mundi hún ekki fá.
Þingmennirnir og biskupin gerðu sig öll sek um að skjóta án þess að þekkja málavexti. Þingmennirnir og biskupinn reyndu að búa til mynd af grimmum yfirvöldum, sem væru gjörsneydd mannúð.
Sigríður Andersen fyrrum dómsmálaráðherra upplýsti í gær, að hælisumsókn albönsku konunnar hefði verið hafnað 11.október s.l. þegar hún var tæpum mánuði minna kasólétt en þegar hún var flutt úr landi. Konan vildi ekki fara og þráaðist við dyggilega studd af þeim sem hafa atvinnu á kostnað ríkisins við að gera yfirvöldum erfitt fyrir að framfylgja lögum og valda töfum með hundraða milljóna kostnaði fyrir skattgreiðendur á hverju ári.
Þetta olli þó þingmönnum Samfylkingarinnar og Viðreisnar ekki vökunóttum. Þeir komu hinsvegar tárfellandi yfir því að loksins hefði tekist að framfylgja lögum. Biskupinn yfir Íslandi hafði sig þannig í frammi, að engan þarf að undra, að það fækki jafnmikið og stöðugt í þjóðkirkjunni og raun ber vitni.
Engum af þessum riddurum "réttlætisins" datt í hug, að gera kröfu til hagsbóta fyrir skattgreiðendur, að reglum útlendingalaga yrði breytt þannig, að jafnskjótt og endanlegur úrskurður lægi fyrir um að viðkomandi ætti ekki rétt til dvalar í landinu,þá yrði séð til þess, að koma viðkomandi úr landi þegar í stað.
Þingmennirnir og biskupinn gerðu sig sek um þann fáránleika að skjóta án þess að hafa nægar upplýsingar og töldu að nú væri lag að hafa uppi tilfinngaklám á fölskum forsendum í því eina skyni að fordæma það að lögum í landinu skyldi framfylgt.
Hitt er svo annað mál, að Sigríður Andersen alþingismaður bætti við alvarlegum hlut í restina, sem var vanhugsaður og hún ætti að draga þegar í stað til baka. En hún talaði um að borgarar allra ríkja ættu að eiga sama rétt og ríkisborgarar EES þ.e. að hafa frjálsa för til að sækja vinnu á Íslandi. Þetta þýðir í raun opin landamæri. Ég vona að Sigríður átti sig á því að þetta gengur ekki upp og leiðrétti sem fyrst.
9.11.2019 | 10:00
Höfum við gengið til góðs?
Í dag eru 30 ár frá falli múrsins,sem skipti Berlín í tvo hluta. Austurhlutann þar sem ófrelsi og örbirgð Kommúnismans réði ríkjum og Vestur Berlín, þar sem fjölbreytt mannlíf og velmegun þróaðist á grundvelli markaðsbúskapar og frelsis.
Með falli Berlínarmúrsins, sem táknaði upphafið að falli kommúnismans í Evrópu opinberaðist sú staðreynd að kommúnisminn hafði ekki fært fólki neitt annað, en vond lífskjör, frelsisskerðingu og mun víðtækari og meiri fjöldamorð en í útrýmingarbúðum nasista.
Engum duldist að vestrið hafði sýnt fram á algjöra yfirburði. Væntingarnar sem bundnar voru við fall ófrelsisins varð til þess m.a.að Francis Fukyama skrifaði bókina "The end of history" þar komst höfundur að þeirri niðurstöðu, að heimurinn hefði náð óskastöðu með frjálslyndu lýðræðisþjóðfélagi og markaðsþjóðfélagi(kapítalisma). Yfirburðirnir væru svo algerir að það yrði ekki ágreiningsefni framtíðar.
Nú þrjátíu árum síðar liggur fyrir að markaðsþóðfélagið heldur áfram að sýna fram á yfirburði og vegna þess hafa hundruð milljóna manna komist frá fátækt til bjargálna og velmegunar. En markaðhagkerfið er ekki fullkomið frekar en annað manngert í henni veröld. Ekki hefur t.d. tekist að draga úr gríðarlegri misskiptingu auðs ójöfnuði og því miður virðast stjórnmálamenn nú og umliðinna ára ekki hafa mikinn áhuga á því nema á tylldögum.
Hugmyndafræðilega baráttan, sem mín kynslóð gekk í gegnum frá því að fólk komst á vitsmunarár þangað til Berlínarmúrinn féll markaði stór spor í stjórnmálaþróun okkar samtíma m.a. á Íslandi, þar sem fulltrúar ófrelsisins í Alþýðubandalaginu og víðar neyddust flestir til að viðurkenna hugmyndafræðilega örbirgð allir nema þeir sem neituðu að sjá og heyra. Margir þeirra gerðust ötulir talsmenn markaðshyggju, sem dæmi má nefna Össur Skarphéðinsson og Guðmund Ólafsson. Aðrir skriðu inn í holur sínar og létu fara lítið fyrir sér um nokkurra ára skeið.
Nú er þessi tími ungu fólki framandi. Ungu fólki finnst nánast ótrúlegt að það hafi þurft að berjast fyrir nauðsynlegum mannréttindum, ferðafrelsi fólks og frelsi á viðskiptasviðinu.
Unga fólkið finnur sér önnur viðfangsefni og mótar hugmyndafræðilega baráttu á öðrum grunni en mínir jafnaldrar og þar tóku hægri menn sér frí um langt árabil frá því að reka hugmyndafræðilega baráttu fyrir einstaklingsfrelsi,litlum afskiptum ríkisins af einstaklingnum og takmörkuðum ríkisumsvifum og baráttu fyrir lágum sköttum með áherslu á ábyrgð einstaklingsins.
Óvíða hefur þessi hugmyndafræðilega uppgjöf verið eins áberandi eins og hér á landi, þar sem að sá stjórnmálaflokkur, sem hefði átt að vera forustuflokkur í baráttunni fyrir takmörkuðu ríkisvaldi, mannfrelsi og lítilli skattlagningu hefur því miður gengið í björg ríkisafskiptanna með þeim afleiðingum að ríkisútgjöld hafa nú hækkað um tæpa 200 milljarða meðan flokkurinn situr í ríkisstjórn og Ísland býr við einna mestu skattheimtu í veröldinni.
Á sama tíma skríða gömlu kommarnir og sósíalistarnir út úr hverju skúmaskotinu af öðru og prédika aukin ríkisafskipti og afskipti af daglegu lífi borgaranna m.a.á grundvelli meintarar mannúðar,meintrar nauðsynjar á að fólk fari ekki sjálfu sér á voða skv. þeirra skilgreiningum og vegna meintra hnattrænna váboða, en allt þetta þarfnast að þeirra mati að frelsi einstaklingsins verði skert og álögur á fólk auknar.
Gamla vofan er gengin aftur í nýrri mynd. Því miður virðist forusta þess flokks, sem á sínum tíma barðist ötullegast gegn ófrelsinu gengin í björg með þeim sem harðast berjast gegn virðingu fyrir athafnafrelsi og réttindum einstaklingsins.
4.11.2019 | 08:06
Nytsamir sakleysingjar eða ???
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið 2.nóv. s.l. Þar gerir hann grein fyrir því hvernig stjórnendur Kastljóss hafi ítrekað komið fram með rakalausar og ósannar fullyrðingar um lögbrot Samherja og Vinnslustöðvarinnar vegna meintra gjaldeyrisbrota, þar sem ekki stóð á sakfellingu í Kastljósþáttunum þrátt fyrir að mál þessara fyrirtækja hefðu þá enn ekki verið tekin til rannsóknar.
Í framhaldi af þessum umfjöllunum Kastljóss stóð gjaldeyriseftirlit Seðlabankans fyrir innrás í Samherja, þar sem gögn voru haldlögð í þágu rannsóknar á meintu gjaldeyrismisferli. Vinnslustöðin var líka tekin til rannsóknar, þó það væri ekki gert með jafndramatískum tilburðum og hjá Samherja.
Fyrir liggur og er rakið í grein framkvæmdastjórans, að tölvupóstar gengu linnulítið á milli stjórnenda Kastljóss og gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í undanfara umfjöllunar Kastljóss. Það vekur upp spurningar hvort bankaleynd hafi verið brotin og hvort saknæmt og óeðlilegt upplýsingaflæði hafi verið úr Seðlabankanum til stjórnenda Kastljóss ennfremur af hverju stjórnendur Seðlabankans töldu nauðsynlegt að koma þessum röngu upplýsingum til fjölmiðils fyrirfram. Ekki skal fullyrt um það á þessari stundu þó einfalt gæti virst að álykta hvað var á ferðinni.
Hvernig stóð á því, að gjaldeyriseftirlit og e.t.v. yfirstjórn Seðlabankans taldi eðlilegt að standa í tölvupóstssamskiptum o.fl og veita stjórnendum Kastljóss upplýsingar fyrirfram um meintar ávirðingar stjórnenda Samherja og Vinnslustöðvarinnar? Nærtækasta skýringin er sú, að stjórnendur Seðlabankans hafi viljað undirbúa fyrirhugaðar aðgerðir sínar með því að byrja á því að láta saka forustumenn þessara fyrirtækja fyrirfram um alvarlegar ávirðingar til þess að eftirleikurinn yrði auðveldari t.d. að fá dómstóla til að samþykkja húsleitir og eignaupptöku svo dæmi séu nefnd.
Sé um það að ræða, sem að margt bendir til þá hafa Kastljósmenn, sem báru ábyrgð á umfjölluninni vorið 2012 verið nytsamir sakleysingjar, notaðir af yfirstjórn Seðlabankans til að koma fram aðgerðum gangvart saklausum einstaklingum. Sé svo, ættu þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan, sem stjórnuðu umræddum Kastljósþáttum að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að upplýsa þetta ljóta mál og biðjast afsökunar á því að hafa farið fram með þeim hætti sem þeir gerðu vegna rangra upplýsinga frá yfirstjórn Seðlabankans.
Þegar ég las grein Sigurgeirs B. Kristgeirssonar forstjóra Vinnslustöðvarinnar, þá varð ég gripinn ákveðnum óhugnaði yfir því hvernig íslensk yfirvöld beita ítrekað svona óvönduðum meðulum. Fá fyrst umfjöllun í fjölmiðlum og sverta einstaklinga og/eða fyrirtæki og hefja síðan aðgerðir gegn þeim.
Ég minntist þess, hve það kom illa við mig þegar ég lúslas gögn í svonefndu Guðmundar- og Geirfinnsmáli, með hvaða hætti forustumenn og ábyrgðarmenn rannsóknarar þess máls virtust ítrekað beita þeim Vilmundi Gylfasyni, Sighvati Björgvinssyni og Þorsteini Pálssyni fyrir vagn sinn og leka til þeirra upplýsingum eins eða fleiri, sem raunar síðan reyndust rangar,til að fá þá til að fara á stað, birta þær eða taka þær upp á alþingi. Allt var þetta gert í því skyni að geta síðar réttlætt ákveðnar rannsóknaraðgerðir í málinu sbr. m.a. fangelsun og gæsluvarðhald svonefndra Klúbbsmanna og Einars Bollasonar. Með sama hætti minnist ég þess með hvaða hætti þáverandi rannsóknarlögreglustjóri beitti sér í fjölmiðlum og lak til þeirra staðhæfulausum og röngum fréttum um Hafskipsmálið þegar forustumenn félagsins sátu að ástæðulausu í gæsluvarðhaldi. Allt til að réttlæta aðgerðir rannsóknarlögreglunnar.
Fréttamenn þurfa að varast það að láta misnota sig af yfirvöldum og enn eiga þeir Sigmar Guðmundsson og Helgi Seljan þess kost, að gera hreint fyrir sínum dyrum, biðjast afsökunar og upplýsa málið algjörlega. Í því sambandi gildir ekkert nafnleysi heimildarmanna þegar það er ljóst að viðkomandi heimildarmenn voru að misnota trúgirni þeirra. Það er hlutverk fréttamanna að standa með fólkinu gegn yfirvöldum þegar fólk er borið röngum sökum. Þetta athæfi minnir á aðgerðir fjölmiðla í harðstjórnarríkjum eins og kommúnistaríkjunum hér á árum áður.
Með sama hætti geta þeir Sighvatur Björgvinsson og Þorsteinn Pálsson gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi umfjöllun um Guðmundar- og Geirfinnsmál þó svo, að sá sem helst hafði sig í frammi í því máli og hafi líklega fengið frumuppslýsingarnar, sé fallinn frá. Einhversstaðar frá komu upplýsingarnar fyrirfram og til umfjöllunar áður en rannsóknarlögreglan lét til skarar skríða.
Þjóðin á rétt á því að fá allar upplýsingar í þessum málum fram í dagsljósið. Við viljum ekki vera á bekk með bananalýðveldum í fleiri málum en sem varða peningaþvætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.11.2019 | 10:54
Hrútskýringar og gimbrargjálfur
Hrútskýring er notað þegar karlmaður segir eitthvað gagnvart konu eða konum á yfirlætislegan og lítillækkandi hátt. Semsagt eitt af tólum og tækjum feðraveldisins.
Sá sem þetta ritar telur konur jafnoka karla og jafnstaða eigi að vera með kynjunum. Konur jafnt sem karlmenn eiga rétt á málefnalegri umræðu hvort sem umræðan er milli karls og konu eða karla eða kvenna.
Oft er gripið til þess í málefnalegri umræðu að segja þetta er hrútskýring, þegar það á alls ekki við. Stundum er sá sem segir þetta komin upp að vegg rökfræðilega. Þá kemur orðið hrútskýring að góðum notum,sem er næsti bær við, þú talar eins og Hitler og öllum er ljóst, að það er ekki hægt að vinna slíka umræðu. Karlmenn mega að sjálfsögðu ekki svara í sömu mynt og segja mér finnst þetta óttalegt gimbrargjálfur, sem er í sjálfu sér lítillækkandi orð og ætti ekki að viðhafa, en er orð af sama toga og hrútskýring. Ætlað til að gera lítið úr viðkomandi og sjónarmiðum hans á ómálefnalegum grundvelli.
Hrútskýring er íslensk þýðingi á enska orðinu mansplaining. Í gær las ég góða grein í Daily Telegraph eftir Michael Deagon þar sem hann segir frá því þegar Verkamannaþingflokkskonan Catharine West segir viðmælanda sínum Jonathan Bartley, sem er einn af leiðtogum Græningja í Bretlandi, að ekki sé þörf á skoðunum hans á Sky news. Ég rita í aðalatriðum það sem kom fram í grein hans.
Þingkonan sagði eitthvað jákvætt um Corbyn formann sinn, en hann mótmælti því, en þá greip hún fram í og sagði hættu þessum hrútskýringum hvað eftir annað og sagði ef þú heldur áfram svona hrútskýringum verð ég að kvarta. Þetta er einsök orðræða. Maðurinn var ekki með neinar hrútskýringar heldur var hann að ræða málefni, en ekki að setja fram hrútskýringu. Græninginn kom bara með skoðun sína í pólitík, sem var ólík skoðun þingkonunnar, sem er í sjálfu sér eðlilegt þar sem hann er í öðrum stjórnmálaflokki en hún.
Það sem gerir þessa orðræðu athyglisverða er að hún sýnir í hverskonar ógöngur við erum komin með kynjaumræðuna í pólitík. Eftir að hún sakaði hann um hrútskýringu, hvað gat hann þá gert? Hvernig gat hann varist þessari ásökun. Hann hefði getað sagt. Nei ég er ekki með hrútskýrinu, því þetta er ekki það sem hrútskýring þýðir. En þá hefði hún getað sagt honum að þetta væri líka hrútskýring og hún hefði getað bætt við að hann væri með hrútskýringu við hrútskýringuna. Þá hefði hann orðið að segja nei ég er ekki með hrútskýringu við hrútskýringu. Þú veist greinilega ekki hvað hrútskýring er, sem hún hefði vafalaust svarað að hann væri með enn eina hrútskýringuna, sem þýddi þá að hann væri með hrútskýringu á hrútskýringu hrútskýringarinnar. Að lokum svaraði maðurinn að þingkonan væri haldin kynjahyggju.
Þessi frásögn sýnir í hvaða ógöngur pólitískar umræður geta komist þegar annar aðilinn beitir kynjahyggju til að komast hjá að ræða hluti málefnalega. Hvað eiga karlmenn þá að segja ef þeim finnst kynjahyggjan keyri um þverbak og þeim sé borið ómaklega á brýn að vera með hrútskýringar. Eiga þeir þá að segja: Mér finnst þetta óttlegt gimbrargjálfur, til að svara í sömu mynt og konan sem misbeitti orðinu hrútskýring. Þá yrði nú heldur betur kátt í kotinu og feministafélagið mundi ekki linna látunum fyrr en viðkomandi hefi verið þjóðfélagslega fleginn lifandi.
Hvað er svona slæmt við hefðbundna umræðu þar sem fólk gætir virðingar gagnvart hvort öðru og lætur ekki svona kynjahyggjubull eyðileggja málefnalega umræðu?
Karlmenn og konur eru í það fyrsta ekki óvinir og það á ekki að reyna að búa eitthvað til sem ekki er. Þeir sem taka þátt í pólitískum umræðum verða að sætta sig við að pólitísk umræða er oft óvægin, en það á ekki að grípa til kynjahyggju þegar það á alls ekki við.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 1252
- Sl. sólarhring: 1307
- Sl. viku: 6394
- Frá upphafi: 2470778
Annað
- Innlit í dag: 1169
- Innlit sl. viku: 5877
- Gestir í dag: 1121
- IP-tölur í dag: 1086
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson