Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2019
27.8.2019 | 08:57
Nútíma draugasögur fyrir börn
Sinfóníutónleikar fyrir börn og unglinga, sem útvarpsstöðin BBC gekkst fyrir í Royal Albert Hall í London um daginn var lýst sem einstakri fjölskylduskemmtun. Boðskapurinn var, að jörðin væri að farast vegna hnattrænnar hlýnunar.
Tónleikarnir byrjuðu með boðskap unglingsins Gretu Thunberg, sem áróðursmeistarar hamfarahlýnunar nota í áróðursskyni. Greta sagði, að nú væri komið að sjöttu fjölda útrýmingu fólks vegna hnattrænnar hlýnunar. Lagavalið á tónleikunum var ætlað til að leggja áherslu á hve staðan væri alvarleg og víða sáust tár á hvarmi, en engin gleði á þessari "frábæru" fjölskylduskemmtun.
Gagnrýnandi stórblaðsins Daily Telegraph sagði að tónleikarnir hafi verið yfirlýsing um væntanlegar ofsafengnar náttúruhamfarir og hefðu átt að hræða ungt fólk, sem hefði ekki þroska til að takast á við svona boðskap.
Fólk sem telur sig þurfa að koma svona hamfaraboðskap á framfæri hvar sem er við hvern sem er, hvenær sem er, er ekki að gera neitt annað en að reyna að sefja fólk með áróðri. Svona framferði á meira skilt við öfgatrúarbragðahópa, en þá sem vilja bera sannleikanum vitni.
Breska þingið samþykkti án mótatkvæða í vor að það væri hamfarahlýnun og neyðarástand. Ýmsir hópar hér á landi hafa hvatt til þess, að íslenskir stjórnmálamenn geri það sama. Samt sem áður er ekkert neyðarástand og það er engin hamfarahlýnun. Þær staðreyndir æpa á þá sem hafa augu og eyru opin. Ef Alþingi Íslands lýsir einhverju slíku yfir þá æpir slík yfirlýsing á allt hugsandi og sjáandi fólk, sem yfirgengilegur loddaraleikur.
Sem betur fer varð fjölmiðlastuntið sem Andri Snær Magnason gekkst fyrir við Ok um daginn, sem var fyrst og fremst ætlað til nota í áróðri erlendis, til þess að augu margra opnuðust fyrir því hvað áróður hamfarahlýnunarsinna er óheiðarlegur. En áróðursbragðið heppnaðist vel annarsstaðar en á Íslandi. Hér veit fólk betur og halarófan sem sniglaðist upp og niður Ok í norðannepjunni var aumkunarverð, þar sem fólk stóð með sultardropana lekandi úr nefinu og hrollkalt við að boða hamfarahlýnun.
Sú mynd opnaði augu margra fyrir því að það er engin hamfarahlýnun og það er ekkert neyðarástand.
26.8.2019 | 09:26
Mannréttindi eða hatursorðræða
Á sama tíma og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu getur ekki sinnt kærum almennra borgara á afbrotum gegn þeim, er sérstök áhersla lögð á að rannsaka og ákæra vegna meintrar hatursorðræðu og er það nánast einskorðað við að fólk tali gegn Múhameðstrú.
Grundvallarregla í lýðræðislegu samfélagi er að fólk hafi fullt tjáningarfrelsi, en sé ábyrgt orða sinna.
Dómstólar hafa í auknum mæli takmarkað æruvernd einstaklinga en aukið æruvernd samtaka og hugmynda. Vægast sagt sérkennileg þróun. Hvaða ástæða er til að auka æruvernd hugmynda sem njóta stuðnings hundruða milljóna eða milljarða manna? Alla vega gildir það þó ekki um kristna trú eða þá sem játa hana. Kristinni trú má hallmæla og það má gera grín að henni algjörlega refsilaust, en annað gildir um Múhameðstrú. Það má t.d. ekki segja opinberlega sannleikann um Múhameð spámann.
Emanuel Macron vill gera það refsivert að tala gegn meintri hnattrænni hlýnun af mannavöldum og telur það hatursorðræðu. Sú hugmynd hans ætti að leiða til þess að samtök andfasista héldu aðalfund í París til að mótmæla auknum fasískum tilhneigingum forseta Frakklands, en það gera þau ekki af því að slík samtök eru í raun ekki andfasísk.
Í lýðræðisríki á fólk að hafa þau mannréttindi að geta sagt opinberlega að því líki ekki við eða sé á móti tilteknum stjórnmálamönnum, hugmyndum, hugmyndafræði og trúarbrögðum t.d. Donald Trump, nasisma eða Múhameðstrú. Það er ekki hatur heldur liður í eðlilegri lýðræðislegri umræðu. Borgarar lýðræðisríkja eiga að njóta þeirra mannréttinda að mega tala gegn hvaða hugmyndafræði eða trúarbrögðum sem er og gera grína að þeim líka.
Handhafar réttrúnaðar hatursorðræðu hugmyndafræðinnar hafa ekki áttað sig á því að það að vera á móti hugmyndum og hugmyndafræði, stjórnmálamönnum eða trúarbrögðum felur sjaldnast í sér hatur á fólki heldur andstöðu við hugmyndir, sem fólk telur geta valdið skaða eða gert líf þeirra verra. Lýðræðisleg mannréttindi borgaranna ná til þess, annars eru sett þau takmörk á frjálsa umræðu að skrefið til ritskoðunar og afnáms tjáningarfrelsis verður þá minna og minna skref að taka.
23.8.2019 | 08:02
Vísitölur og neytendur
Sumir hlutir eiga sér lengri lífdaga en nokkur skynsemi er til. Þannig mun enn vera embættismaður í Bretlandi sem hefur það hlutverek að skyggnast um eftir því hvort landinu stafi hætta af Flotanum ósigrandi, en sá floti leið undir lok á 17.öld.
Sama er að segja um vísitölubindingu lána á Íslandi. Ekki verður séð að það sé lengur brýnni þörf hér á landi að vísitölubinda lán, en í öðrum Evrópulöndum, en vísitölubinding neytendalána eru ekki fyrir hendi í Evrópu nema hér.
Þrátt fyrir loforð stjórnmálamanna um að koma vísitölubundnum neytendlánum fyrir kattarnef þá hefur það ekki gerst. Þá hefur sumum dottið í hug að það væri þá rétt að breyta grundvelli vísitölunnar og taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni. Allar slíkar breytingar eru hæpnar nema fyrir því liggi ótvíræð rök, að þetta eigi ekki lengur heima í neysluvísitölunni.
Húsnæði er stór liður neysluvísitölu og því fráleitt að taka þann lið sérstaklega út úr vísitölu neysluverðs til verðtryggingar lána. Núna kemur í ljós,að það hefði verið slæmt að taka húsnæðisliðinn út úr vísitölunni vegna þess að litlar hækkanir á húsnæði síðustu misserin draga úr hækkun lána vegna hækkana á aðfluttum vörum vegna veikingar á gengi krónunnar.
Það hefði því verið í meira lagi gegn hagsmunum neytenda, að breyta grundvelli vísitölutryggingarinnar að þessu leyti.
En aðalatriðið er samt, að það er nauðsynlegt að við bjóðum íslenskum borgurum upp á sömu lánakjör og tíðkast í nágrannalöndum okkar. Það er óafsakanlegt að ár eftir ár og áratugi eftir áratugi skuli íslenskir neytendur þurfa að búa við lána- og vaxtaokur sem hvergi er til í okkar heimshluta nema hér.
Meðan stjórnmálamenn líta ekki á það sem forgangsatriði að sinna hagsmunum íslenskra neytenda þá verður vaxtaokrið áfram og í framhaldi af því ofurlaun æðstu stjórnenda bankana. Ofurlaun sem engin þjóðhagsleg innistæða er fyrir.
20.8.2019 | 07:52
Föðurlandið eina
Boris Johnson forsætisráðherra Breta ætlar að virða vilja bresku þjóðarinnar og koma Bretlandi úr Evrópusambandinu 31.október með eða án samnings. Á þeim stutta tíma sem er til stefnu skiptir máli að forsætisráðhera Breta komi sem sterkastur til leiks í viðræðum við ráðamenn Evrópusambandsins. Ætla mætti að þingmenn Bretlands hvort heldur þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu teldu það siðferðilega skyldu sína að styðja forsætisráðherrann í því að koma fram þjóðarviljanum og ná sem bestum samningum við Evrópusambandið.
En þá bregður svo við að formaður Verkamannaflokksins gerir allt til að koma í veg fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann sækist eftir stuðningi þeirra þingmanna í Íhaldsflokknum, sem virðast líta á Evrópusambandið sem sitt eina föðurland, sem þeim beri að sýna hollustu og trúmennsku í hvívetna.
Corbyn telur greinilega að stuðningsmenn Evrópusambandsins í þingflokki Íhaldsflokksins telji mikilvægara að sýna Evrópusambandinu hollustu og telji þá ekki eftir sér að koma gamaldags Marxista eins og honum til valda í Bretlandi.
Boris Johnson hefur sakað Evrópusinna í sínum eigin flokki um að leka upplýsingum um áform ríkisstjórnarinnar og ýmsar sviðsmyndir um hvað gæti gerst ef Bretar fara út án samnings.
Það er með þetta veganesti sem Boris Johnson fer nú á fund þeirra Merkel, Macron og Tusk. Fimmta herdeild Evrópusinna á breska þinginu hefur unnið sína vinnu vel og gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að veikja samningsstöðu Breta og reyna að koma í veg fyrir að þjóðarviljinn verði virtur.
Þessi 5.herdeild Evrópusinna á breska þinginu, sem þýðir í raun óvinir innan borgarmúranna, starfar á sama hugsjónagrundvelli og kommúnistar gerður áður þegar þeir sögðu hvað varðar okkur um þjóðarhag þegar mestu skiptir að koma á alræði öreiganna. Evrópusinnarnir hafa eignast nýtt föðurland, sem þeir telja réttara að votta hollustu en eigin föðurlandi. Því miður örlar á sama hugsanaferli hjá ýmsu helsta talsfólki Evrópusambandsins hér á landi.
19.8.2019 | 07:50
Heimsendir er í nánd
Í samfélagi trúaðra skiptir boðunin og trúfestin oft meira máli en staðreyndir. Í gær sýndu fjölmiðlar myndir af halarófu sanntrúaðra á leiðinni upp á Ok. Fólki var kalt í norðannepjunni. Samt hélt það staðfastlega við boðun sína um hamfarahlýnun vegna loftslagsbreytinga af völdum mannsins.
Með tilkomumikilli athöfn messuðu prestar og auglýsingamenn hins nýja átrúnaðar, sem boðar að heimsendir sé í nánd ef fólk víkur ekki frá villu síns vegar, raunar eins og mörg önnur trúarbrögð fyrri alda.
Jökullinn Ok var lýstur dauður og grafinn í fyrsta sinn vegna hamfarahlýnunarinnar og þeir sem messuðu þ.á.m. forsætisráðherra sagði að þarna væri augljóst dæmi þess hve illa væri komið fyrir jörðinni vegna hamfarahlýnunarinnar. Umhverfisráðherra og meintur vísindamaður lögðu sitt til málanna í fjölmiðlaumræðunni og öll var sú boðun á sama veg.
Á leiðinni niður fjallið Ok sagðist fréttamaður RÚV verða að hraða sér niður vegna kuldans þarna í hamfarahlýnuninni.
Á samfélagsmiðlum komu þó strax efasemdaraddir. Ljósmynd úr Morgunblaðinu frá 1960 áður en hlýnun jarðar vegna aðgerða mannsins varð, sýndi að jökullinn Ok var þá jafndáinn og mátti eins grafa á því herrans ári og árið 2019 eða fyrir tæpum 60 árum. Í heimi sanntrúaðra skiptir það ekki máli. Það hefði bara eyðilagt þau hnattrænu skilaboð sem verið var að leggja inn í þann sjóð, að hér væri eitthvað mikið og merkilegt að gerast. Eitthvað sem ekki hefði gerst fyrr. Hér væri dæmi um réttmæti heimsendatrúarbragða hamfarahlýnunar af mannavöldum.
Sé það svo, að grípa þurfi til aðgerða eins og þeirra sem varpað var til heimsbyggðarinnar í gær til að sannfæra trúaða um réttmæti kenninganna, þá er spurning hvað er mikið af sambærilegum fréttum trúarhópsins jafnvitlausar og þær sem sendar vour út í gær um dánardægur jökulsins á fjallinu Ok.
En e.t.v. sannast hér það sem frægur maður sagði forðum;
Sannleikurinn er ekki kominn í skóna þegar lygin hefur farið sjö sinnum í kringum jörðina."
15.8.2019 | 13:55
Alræðishyggjan kemur fram í mörgum myndum
Í gær var sagt frá hugmyndum þeirra sem aðhyllast alræðishyggju og heildaskipulagshyggju að neyða fólk til að leggja niður sveitarfélög séu íbúarnir færri en alræðishyggjan telur ásættanlegt.
Í 74.gr. stjórnarskrárinn er ákvæði sem segir að rétt eigi menn á því að stofna og starfrækja félög í sérhverjum löglegum tilgangi. Ekki eru ákvæði í stjórnarskránni að félög skuli hafa a.m.k. ákveðinn fjölda félaga. Þess vegna getur félagsmaður í félagi verið einn sbr. ýmis einkahlutafélög. Þeir sem stóðu að gerð stjórnarskrárinnar settu þessi ákvæði til að tryggja réttindi einstaklinga og félaga þeirra.
Sveitarfélög á landinu eru misfjölmenn. Fámenn sveitarfélög hafa um langt skeið verið eitur í beinum alls alræðishyggjufólks og þess vegna var það forgangsatriði hjá Jóhönnu Sigurðardóttur sem sveitarstjórnarmálaráðherra á sínum tíma að fækka sveitarfélögum sem mest hún mátti og jafnvel meira en það.
Nú mun enn einu sinni vera komin fram tillga um að ákveðinn lágmarksfjöldi skuli vera í hverju sveitarfélagi og séu íbúarnir færri beri sveitarfélaginu skv. valdboði heildarhyggjunar að sameinast öðru sveitarfélagi. Gjalda verður varhug við svona hugmyndum sen miða við að knýja fólk til þess með valdboði að leggja niður sitt eigið sveitarfélag og sameinast öðru hvort sem það vill það eða ekki og hvort heldur það er til hagsbóta fyrir sveitarfélagið eða ekki.
Virða verður frelsi fólks til að taka ákvarðanir í þessum félagsmálum eins og öðrum.
13.8.2019 | 08:42
Þingið og fólkið
Í nýrri skoðanakönnun, sem gerð var fyrir stórblaðið "The Daily Telegraph" kemur fram, að 54% kjósenda í Bretlandi styðja áform forsætisráðherra landsins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu án samnings og leysa þurfi þingið upp til að koma í veg fyrir að þingmenn stoppi útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Í þessari sömu skoðanakönnun kom einnig fram, að níu af hverjum 10 aðspurðra töldu að þingið væri ekki í sambandi við almenning í landinu og 89% telja að flestir þingmenn virði ekki óskir kjósenda sinna en fari sínu fram í Brexit málum.
Það er skaðlegt þegar fulltrúalýðræðið er komið á það stig, að meirihluti kjósenda telur að fulltrúar sínir taki ekki lengur tillit til skoðana sinna. Afleiðing þess er sú, að fólkið á ekki annann kost en að velja sér nýja fulltrúa eða flokka, sem það telur líklega til að samsama sig með því.
Fróðlegt væri að fá sambærilega könnun á Íslandi um afstöðu fólks til þingmanna og hvort það telji að þingmenn og/eða stjórnmálaflokkar virði skoðanir kjósenda sinna. Þetta væri einkar fróðleg könnun einmitt nú þegar til stendur að troða Orkupakka 3 upp á þjóðina þvert á vilja stórs hluta kjósenda.
Þingmenn eru ekki bundnir af vilja kjósenda og eiga að fara sínu fram skv. eigin samvisku. En lýðræðið felst ekki bara í kosningum á 4 ára fresti. Lýðræðið felst m.a. í því að tekið sé tillit til vilja fólksins í landinu enda sækja þingmenn vald sitt til þess. þegar á það skortir myndast gjá á milli þings og þjóðar eins og nú í Bretlandi og slíkt er alltaf skaðlegt fyrir lýðræðið.
Til að tryggja virkt lýðræði er m.a. þessvegna mikilvægt að ákveðnar reglur séu til um að ákveðinn minni hluti þjóðþingins og/eða ákveðinn fjöldi kjósenda geti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um mál. Í Sviss þar sem slíkt kerfi hefur verið við lýði í meir en 100 ár,liggur fyrir að þar sem þjóðina og þingið hefur greint á, þá hefur í ljósi sögunnar komið fram að þjóðin hafði undantekningalaust rétt fyrir sér en þingið ekki. Það sama gerðist hér í Icesave málinu.
Má þá ekki ágætu þingmenn sýna lýðræðinu þá virðingu að spyrja kjósendur um það hvort þeir vilji samþykkja Orkupakka 3 eða ekki í stað þess að troða því ofan í kjósendur hvað svo sem þeir vilja?
12.8.2019 | 11:29
Hamfarahlýnun pólitísku veðurfræðinnar
Það bólar ekki mikið á boðaðri hamfarahlýnun á norðurhluta Íslandi í dag. Fyrsta hausthretið kemur óvenju snemma. Hvað svo sem sérfræðingarnir segja okkur um hækkandi hitastig á jörðinni og færa okkur daglegar draugasögur af þeim ógnum sem það á að valda, þá er raunveruleikinn annar.
En þeir ná að hræða börn og unglinga eins og hefðbundnar draugasögur gerðu hér á árum áður.
Snjór og skafrenningur við Öskju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.8.2019 | 09:22
Geðþóttaákvarðanir seðlabankastjóra víkja ekki til hliðar almennum stjórnvaldsfyrirmælum.
Mál Sigríðar Benediktsdóttur bankaráðsmanns í Landsbankanum, sem sat í Rannsóknarnefnd Alþingis vindur upp á sig og nú er komið fram til viðbótar við það sem lá fyrir í gær þegar ég ritaði pistilinn "Vegin og léttvæg fundin"
að Sigríður Benediktsdóttir greindi Morgunblaðinu ranglega frá þeirri fjárhæð gjaldeyris sem hún nýtti til að kaupa íslenskar krónur á verulegum afslætti. Nú segir Sigríður að fjárhæðin hafi verið rúmlega þrisvar sinnum hærri en hún greindi upphaflega frá. Hagnaður Sigríðar skv. eigin sögn voru um tvær milljónir króna.
Af hálfu Sigríðar er nú veifað til réttlætingar ólögmætri sölu hennar á gjaldeyri á yfirverði til Seðlabankans, ákvörðun Seðlabankastjóra nr. 1220 sem sögð er vera frá 9.2.2012, en þar segir að Sigríður sé undanþegin ákvæðum reglna nr. 831/2002 sbr. reglur nr. 118/2012 sem fjalla m.a. um gjaldeyrisviðskipti starfsmanna Seðlabankans.
Vandinn við þessa yfirlýsingu Seðlabankastjóra er sá, að þessa ákvörðun gat Seðlabankastjóri ekki tekið og undanþegið starfsmanninn Sigríði Benediktsdóttur frá relgum skv. almennum stjórnvaldsfyrirmælum með eigin ákvörðun. Þetta átti og mátti Sigríði Benediktsdóttur og Má Guðmundssyni vera ljóst, þegar þessi ólögmætu gjaldeyrisviðskipti Sigríðar Benediktsdóttur áttu sér stað og leiddu til ólögmæts hagnaðar hennar um kr. 2.000.000.- Engin gat verið í vafa um að engin undanþáguheimild var frá ákvæðum 118/2012 hvað þetta varðar.
Óneitanlega hlýtur fólk að velta fyrir sér hæfi Sigríðar Bendiktsdóttur sem bankaráðsmanns í Landsbankanum þegar fyrir liggur að hún sýnir ítrekað dómgreindarleysi og gefur fjölmiðlum rangar upplýsingar um mál sem hana varða persónulega.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 22
- Sl. sólarhring: 432
- Sl. viku: 4238
- Frá upphafi: 2449936
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 3949
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson