Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021

Flokkur og frambjóðendur

Ungt fólk í Sjálfstæðisflokknum knúði á sínum tíma fram breytingar á reglum Flokksins um val á frambjóðendum. Í stað þess að sérvaldar kjörnefndir stilltu upp fólki, áttu flokksmenn og jafnvel allir kost á því að kjósa milli þeirra sem gáfu kost á sér.

Þó hvert kerfi hafi til síns ágætis nokkuð, þá verður öðru hverju að breyta til vegna þess að kerfi hafa tilhneigingu til að staðna. Þannig er það líka með prófkjörin.  Prófkjör gagnast vel þegar kosið er á milli einstaklinga, en síður þegar raða á upp á framboðslista. 

Verkefni kjörnefnda hér áður fyrr var að gæta þess, að fá stjórnmálafólk sem var forustufólk á sínu sviði og naut álits og vinsælda í framboð.

Á þeim tíma mátti jafnan sjá á framboðslistum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík forustufólk í viðskitpalífi, verkalýðshreyfingu og ýmsum félagssamtökum. Á þeim tíma naut  Sjálfstæðisflokkurinn iðulega ríflega 40% fylgis Reykvíkinga.  

Á það hefur skort undanfarna áratugi, að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík bæri gæfu til þess í gegnum prófkjör að fá framboðslista, sem spegla þann vilja að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta og í húsi hans séu margar vistarverur eins og Jóhann Hafstein fyrrverandi formaður Flokksins orðaði það svo snilldarlega á sínum tíma einmitt þegar þörf var á.

Þannig hafa forustumenn í viðskiptalífi, félagasamtökum og verkalýðshreyfingu nánast horfið af listum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík til verulegs skaða fyrir Flokkinn, sem með því hefur orðið einsleitari en æskilegt hefði verið.

Ástæðan er ekki síst sú, að slíkt fólk telur sig hafa annað og betra við tímann að gera en að taka þátt í vinsældakosningu innan flokks með ærnum tilkostnaði, hvað þá þegar Flokkurinn hefur að hluta greinst upp í framboðsfylkingar. 

Samt sem áður hefur á stundum verið hægt að fá fólk til að gefa kost á sér í prófkjöri, sem gegnir forustustörfum og hefur mikilvægan pólitískan boðskap fram að færa. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður félags aldraðra í Reykjavík er dæmi um það í prófkjörinu sem fram fer fram 4. og 5. júní n.k. 

Ingibjörg sameinar þá tvo kosti, að hafa haft mikil afskipti af verkalýðsbaráttunni á árum áður og vera nú forustumaður aldraðra í Reykjavík. 

Sjálfstæðisflokkurinn þarf á því að halda, að fá aftur þingmann, sem er í senn, forustumaður í félagsmálum og hefur gegnt forustustarfi í verkalýðshreyfingunni. Þau viðrhorf og sjónarmið hafa ekki hljómað eins sterkt og nauðsynlegt er á vettvangi Flokksins undanfarin ár. 

Ingibjörg er hugsjónakona í stjórnmálum og ekki háð neinum peningalegum hagsmunaöflum. Hún hefur tekið sér stöðu í baráttunni fyrir vekafólk og aldraða auk þess, sem hún er baráttukona fyrir frjálsu og fullvalda Íslandi. Það eru hagsmunir Sjálfstæðisflokksins, að kjósendur í prófkjöri Flokksins 4-5.júní n.k. velji Ingibjörgu til forustustarfa og ég vona að kjósendur í prófkjörinu hafi það í huga þegar þeir greiða atkvæði. 


Svörtu herdeildirnar

Í víðlesnasta blaði Þýskalands "Bild" var forsíðufrétt í gær um fjöldagöngu svartklæddra Íslamista í Hamburg (Islamisten Afmarch mitten in Hamburg). Sagt er frá því að borg og ríki hafi ekkert gert þrátt fyrir að gangan og kröfur göngumanna hafi verið svipaðar og fyrir rúmri öld síðan í Hamburg og öðrum borgum Þýskalands.

Þá voru það brúnu herdeildirnar, sem Horst Wessel orti um í flokkssöng stjórnmálaflokksins, að rýma ætti göturnar fyrri brúnu herdeildunum. Nú eru það Íslamistarnir sem krefjast þess að göturnar verði rýmdar fyrir svörtu herdeildunum og Gyðingum útrýmt.

Svörtu herdeildirnar hafa sitt merki á einkennisbúningunum sínum. Hjá þeim er það blóðdropi en hakakrossinn hjá samtökunum sem marséruðu fyrir öld síðan. Enn beinist hatrið að Gyðingum, lýðræði, vestrænni menningu og trúleysingjum, þeim sem ekki játa viðunandi útgáfu af Íslam. 

Þetta er að gerast í miðri Evrópu. Miðað við þann fjölda ungs Múhameðstrúarfólks, sem fór til að berjast og fremja hryðjuverk fyrir Íslam undir gunnfána ÍSIL, þá eiga þessar ótrúlegu öfgar og mannvonska víðtækan stuðning meðal þessa trúarhóps í Evrópu.

Helsta ógnin sem steðjar að Evrópu í dag er innan þjóðfélaganna sjálfra hið pólitíska Íslam. Það er fólk sem hafnar vestrænum gildum. Hafnar hugmyndafræði lýðræðis og mannréttinda og telur afsakanlegt að refsa hverjum þeim og jafnvel taka af lífi, sem tala niðrandi um Íslam eða standa í vegi fyrir liðsmönnum svörtu herdeildanna. Gyðingar eru í sérflokki, eins og kemur fram í stefnu Hamas í Gyðingalandi, en stefna Hamas er að útrýma öllum Gyðingum hvar svo sem þeir finnast. Múslimska bræðralagið er ekki langt undan í þessari hugmyndabaráttu. 

Það er til marks um andvaraleysi og vilja til að loka augunum fyrir staðreyndum, að dómsmálaráðherra skuli hafa hlutast til um að félagi í hryðjuverkasamtökunum Múslimska bræðralagsins var ekki vísað úr landi á síðasta ári, sem og ýmsum öðrum, sem hafa ekki rétt til þess að koma hingað eða dvelja hér svo fremi að kæmu fram mótmæli gegn ákvörðunum löglegra stjórnvalda um að vísa viðkomandi aðilum á brott. 

Þrátt fyrir vitlausustu útlendingalög Evrópu, sem opna landið upp á gátt,þá dugar það ekki til. Öfgaliðið, sem vill koma Evrópu frá því að vera frjálslynd álfa lýðræðis og mannréttinda og lúta einmenningu íslamistanna, sækir stöðugt á.  Það verður aldrei hægt að gera því liði til hæfis nema fórna eigin gildum og þjóðmenningu. Það hefðu íslenskir stjórnmálamenn átt að sjá fyrir löngu. En sumum þeirra er í mun að tryggja það, að við lendum í því sama og Þjóðverjar að allt í einu verði göturnar ekki lengur okkar heldur svörtu herdeildanna.

Franskir hershöfðingjar ályktuðu fyrir nokkru um ástandið í Frakklandi og ljóst að þeir eru ekki í vafa um að helsta ógnin sem stafar að öryggi Frakklands er innan Frakklands sjálfs hin nýja heredeild pólitísks Íslam.

Þrátt fyrir þetta hamast íslensk stjórnvöld og sérstaklega ákveðnir stjórnmálamenn við að hlaða inn fólki, sem afneitar vestrænum gildum, menningu og stjórnarfari. 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 279
  • Sl. sólarhring: 894
  • Sl. viku: 4069
  • Frá upphafi: 2295804

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 3733
  • Gestir í dag: 262
  • IP-tölur í dag: 257

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband