Bloggfærslur mánaðarins, júní 2021
11.6.2021 | 11:36
Kolefnissporið
Á fréttastöðinni Al Jaseera var viðtal við páfa réttrúnaðar loftslagskirkjunnar Al Gore. Hann hafði þá sögu að segja, að allt væri að fara til fjandans (raunar einn ganginn enn) Ísinn í Norðurhöfum og Suðurhöfum væri óðum að hverfa, hundruð milljóna fólks væru flóttafólk vegna loftslagshlýnunar og uppblástur og eyðilegging blasti allsstaðar við auk þess sem hitinn færi stöðugt hækkandi á jörðinni vegna þess kolefnisspors sem alþýða manna stigi með atferli sínu.
Einhvern veginn þá ríma þessar upplýsingar Al Gore ekki við raunveruleikann sem blasir við. Allt sem hann heldur fram er rangt. Auk þess sem það hefur ekkert hlýnað sem heitið getur frá aldamótum eins og Ágúst Bjarnason hefur bent skilmerkilega á. En Katrín Jakobsdóttir, sem norpar hér í 7 gráðu hita eða þaðan af minna trúir hverju einasta orði og hún og flokkur hennar, sem er innvígður í samfélag heilagra í loftslagsmálum, hefur knúið fram miklar greiðslur til réttrúnaðarkirkju Al Gore og sértök aukaframlög frá skattgreiðendum á Íslandi upp á milljarða.
Í reikningum bílaleiga á Spáni er áskilið, að reiknað sé kolefnisspor sem hver leigjandi skilur eftir sig með akstri. Allt er það liður í áróðursstríði réttrúnaðarkirkjunnar til að fólk verði sakbitið yfir þessari sóun. Þeir sem fordæma eru fólk eins og Al Gore, Karl Bretaprins, Emma Thopmson leikkona og margir aðrir sem láta það þó eftir sér að ferðast um á einkaþotum og skilja eftir sig kolefnisspor sem nemur væntanlega því sama og öll umferð bifreiða á Íslandi.
En í þessu efni er ekki það sama Jón og sr. Jón. Alþýðan á að blæða með hærra vöruverði og auknum sköttum á meðan yfirstétt auðfólks,sem borgar hlutfallslega miklu minni skatta hamast við að troða því inn hjá almenningi að það verði að sætta sig við skert lífskjör vegna þessara trúarbragða.
Þessi falskenning er jafn fráleit og sú, sem sett var fram í upphafi síðustu aldar, að ekki yrði hægt að fara um New York vegna þess aða borgin yrði fljótlega full af hrossaskít og ekkert yrði við ráðið.
10.6.2021 | 09:42
Hrollvekjan
Oft er reitt hátt til höggs í pólitískri orðræðu jafnvel svo mjög að þó þau séu allsendis ómakleg og fordæmanleg, að þá eru þau fyrst og fremst hlægileg. Illskeytt og rætin orðræða sem fer yfir öll velsæmismörk er jafnvel þó hlægileg sé fordæmanleg og sýnir vel innræti þess og þeirra, sem henni beita.
Það hefur komið á óvart að undanförnu, hvað sá hópur, sem vill gera flest til að afsala þjóðinni ákvörðunarvaldi í eigin málum, ganga í Evrópusambandið, skipta um þjóð í landinu og tryggja útlendingum fullan aðgang að kaupum lands, fasteigna og annarra landgæða fer hart fram gegn þeim, sem krefjast þess, að allt vald sé í höndum þjóðkjörinna fulltrúa íslendinga sjálfra og gjalda varhug við áformum um að afsala eða deila fullveldi þjóðarinnar meir en gert hefur verið, en krefjast þess í stað að íslendingar sjálfir og Alþingi hafi fullt vald á eigin málum sér í lagi setningu íslenskra laga.
Það hefði því ekki átt að koma svo mjög á óvart, að lesa rætin ummæli um einn frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV kjördæmi Arnar Þór Jónsson, en í Fréttablaðinu segir:
"Eins og túnfíflar finnur hressa íhaldið sér alltaf leið. Blasir nú við að þeirra næsta hrollvekja er rétt handan við hornið í líki Arnars Þórs Jónssonar sem er líklegur inn í Kraganum"
Óneitanlega er sérstakt þegar sómakær hugsjónamaður eins og Arnar Þór Jónsson, gefur kost á sér í prófkjöri, að þá skuli dynja á honum skammir frá þeim, sem vilja að helstu ákvarðanir um framtíð landsins séu teknar í Brussel. Einstakt að slíkum manni skuli líkt við "hrollvekju" og þar er farið yfir mörk eðlilegrar umræðu.
Hvað skyldi svo þessi frambjóðandi Arnar Þór Jónsson héraðsdómari hafa unnið sér til sakar hjá þessum hópi landssölufólks svo notað sé mildara orðfæri en í tilvitnaðri grein.
Arnar hefur vakið athygli á því, að fullveldi Íslands hefur verið skert og lagasetningarvaldið hefur að hluta verið flutt til Brussel. Hann hefur krafist þess, að við höfum sjálf með eigin löggjöf að gera. Eru þessi stefnumál fullveldis og sjálfsákvörðunarréttar íslensku þjóðarinnar virkilega sá þyrnir í augum Evrópusambandssinna, að þeir telji þær hrollvekju?
Sé svo, þá er ljóst að illbrúanleg gjá er komin upp á milli þeirra sem vilja varðveita landsréttindi Íslands og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar og þeirra, sem sjá enga framtíð nema við afsölum okkur fullveldi þjóðarinnar til Evrópusambandsins.
Þessar árásir ættu að vera hvatning fyrir frjálshuga fólk sem er annt um réttindi þjóðarinnar og framgang hennar í nútíð og framtíð til að fjölmenna á kjörstað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og kjósa hugsjónamann eins og Arnar Þór Jónsson, sem hefur verið öflugur talsmaður fullveldis íslensku þjóðarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.6.2021 | 09:38
Draumheimi í
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var gustmikil í ræðustól Alþingis við eldhúsdagsumræðurnar í gær. Á það skorti hinsvegar að rökrænt samhengi væri milli yfirlýsinga og fullyrðinga ræðumanns og raunveruleikans.
Evrópusambandsvíman virðist hafa borið formann Viðreisnar af leið raunveruleikans inn í draumaheima, þess sem gengur ekki upp í Evrópusamstarfinu. Glýjan hefði þó að einhverju leyti átt að rennan af henni, þegar samningaviðræður Sviss og Evrópusambandsins fóru út um þúfur á dögunum vegna óbilgirni kommisarana í Brussel.
Fyrsta boðorðið í Evrópustefnu Viðreisnar er að lausn vandamála íslensku þjóðarinnar sé að taka upp Evru. Í gærkvöldi boðaði formaðurinn að þetta þyrfti nauðsynlega að gera strax svo atvinnulífið gæti hlaupið hraðar eins og hún orðaði það, með því að gera breytingar á EES samningnum og tengja íslensku krónuna við Evru með sama hætti og Danir gera við sinn gjaldmiðil.
En útfærsluna á því með hvaða hætti ætti að gera þetta skorti hjá formanninum. Í sjálfu sér kemur það ekki á óvart þar sem þetta er ekki hægt. Allt hjal um að þetta sé nauðsynleg bráðaaðgerð sem hægt sé að framkvæma er því röng og því algjörlgega innihaldslaus.
Í annan stað þurfti formaðurinn að leggja lykkju á leið sína til að snupra þá þingmenn, Sjálfstæðisflokksins sem höfðu haldið fram málstað frelsisins og hún barði sér á brjóst fyrir það hún og flokkur hennar hefðu alltaf kokgleypt allar tilskipanir um sóttvarnir án þess að gera minnstu athugasemdir við þær eða velta því yfir höfuð fyrir sér hvort þær væru réttar eða rangar. Þorgerður sýnir með þessu að hún er stjórnmálamaður sem hugsar ekki þegar hún telur að forsendur sérfræðinnar heimili það ekki jafnvel þó sótt sé að frelsinu.
Loks fjallaði Þorgerður réttilega um kommúnistastefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum og nauðsyn þess að breyta henni. Hægt er að taka undir hvert orð sem hún sagði í þeim efnum og jafnvel ganga lengra. En kemur þessi stefna Viðreisnar þá ekki í veg fyrir að Logi hinn hugumstóri formaður Samfylkingarinnar telji Viðreisn stjórntækan flokk?
Krónan verði tengd við evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2021 | 11:06
Ráðgjafinn snjalli
Formaður Samfylkingarinnar Logi Einarsson er maður mikilla sanda og mikilla sæva eins og alþjóð veit. Nýlega samþykkti danska þingið með miklum atkvæðamun frumvarp Mette Fredriksen forsætisráðherra Dana um breytingar á útlendingalöggjöfinni, sem er ætlað að koma í veg fyrir að hælisleitendur og annar sambærilegur mannsöfnuður leiti eftir vist í Danmörku.
Formanninum hugumstóra Loga Einarssyni hugnast ekki þessi stefna sagði henni, að með þessu færu Danir villur vegar í útlendingamálum. Mette svaraði og sagðist mega heyra formannsins orð, en ráðin væri hún í að hafa þau að engu, þar sem þau væru glórulaus vitleysa. Logi mun ekki hafa gefist upp við svo búið heldur bent á að með þessu væru danskir kratar búnir að taka upp stefnu Piu Kærsgaard og Framfaraflokksins í útlendingamálum. Mette sem er skynsemishyggjustjórnmálamaður telur að það sé sama hvaðan gott kemur.
Hinn hugumstóri formaður Samfylkingarinnar mun síðan hafa farið hnugginn og sneyptur af samskiptamiðli þeirra Mette sér í lagi eftir að Mette benti hinum íslenska sósíalistaforingja á, að hann og flokkur hans væri orðinn eins og nátttröll í útlendingamálunum í samfélagi norrænna krata, sem allir væru horfnir sem lengst frá "open border" leið Samfylkingarinnar.
Nú er stóra spurningin hvort Helga Vala Helgadóttir og Logi Einarsson og e.t.v. allur þingflokkur Samfylkingarinnar, muni sýna Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana á sér skutstykkið þegar þau eiga þess kost að hlusta á hana tala, með svipuðum hætti og Helga Vala Helgadóttir gerði á Þingvöllum forðum þegar Pia Kærsgaard skoðanasystir Mette Frederiksen í þessu máli ávarpaði á hátíðarsamkomu á Alþingis fyrir nokkrum árum. Allavega ætti Helga Vala að gera það ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér.
6.6.2021 | 10:36
Úrslit í prófkjöri.
Atlagan að stöðu Guðlaugs Þórs sem helsta forustumanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geigaði. Hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu og er því enn ótvíræður foringi Sjálfstæðisfólks í Reykjavík og full ástæða til að óska honum og Flokknum til hamingju með það.
Sterk staða nýliðans Diljá Mist Einarsdóttur,vekur athygli,en hún vann 3. sætið með glæsibrag og er glæsilegur fulltrúi venjulegs ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Diljá hefur getið sér góðs orðs hvarvetna sem hún hefur starfað og mikils af henni að vænta í framtíðinni.
Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson héldu sjó og Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson mega vel við sinn hlut una.
Nokkur atriði eru umhugsunarverð fyrir Sjálfstæðisfólk að loknu þessu prófkjöri og að fengnum þessum úrslitum.
Í fyrsta lagi er Sigríði Andersen fyrrum dómsmálaráðherra hafnað. Það er alvarlegt mál.Ekki síst fyrir það, að Sigríður er ötulasti málsvari borgaralegs frelsis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er alvarlegt mál þegar Sjálfstæðisfólk refsar ötulasta málsvara grundvallarsjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar, vegna þess ótta, sem byggður hefur verið upp til réttlætingar hömlum og ófrelsi.
Í öðru lagi voru það afgerandi mistök að hafna Ingibjörgu Sverrisdóttur formanni félags eldri borgara í Reykjavík, helsta málsvara félagslegs réttlætis fyrir aldraða og verkafólk í þessu prófkjöri.
Í prófkjörinu sannaðist enn sem fyrr máttur peningana og auglýsinga í pólitískri baráttu og sýnir venjulegu fólki, hvað þarf til að ná árangri í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksin. Milljónir á milljónir ofan þurfa til að koma. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera og knýr á um að leita annarra leiða við val á frambjóðendum Flokksins í framtíðinni.
Þáttakan í prófkjörinu var góð miðað við það sem verið hefur undanfarin ár, en er léleg miðað við t.d. prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjórdæmi þar sem um 5000 manns kusu í helmingi fámennara kjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmnum. Þá er þessi þáttaka svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar gott betur en 10 þúsund manns mættu til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík.
6.6.2021 | 10:04
Úrslit í prófkjöri.
Atlagan að stöðu Guðlaugs Þórs sem helsta forustumanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geigaði. Hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu og er því enn ótvíræður foringi Sjálfstæðisfólks í Reykjavík og full ástæða til að óska honum og Flokknum til hamingju með það.
Sterk staða nýliðans Diljá Mist Einarsdóttur,vekur athygli,en hún vann 3. sætið með glæsibrag og er glæsilegur fulltrúi venjulegs ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Diljá hefur getið sér góðs orðs hvarvetna sem hún hefur starfað og mikils af henni að vænta í framtíðinni.
Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson héldu sjó og Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson mega vel við sinn hlut una.
Nokkur atriði eru umhugsunarverð fyrir Sjálfstæðisfólk að loknu þessu prófkjöri og að fengnum þessum úrslitum.
Í fyrsta lagi er Sigríði Andersen fyrrum dómsmálaráðherra hafnað. Það er alvarlegt mál.Ekki síst fyrir það, að Sigríður er ötulasti málsvari borgaralegs frelsis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er alvarlegt mál þegar Sjálfstæðisfólk refsar ötulasta málsvara grundvallarsjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar, vegna þess ótta, sem byggður hefur verið upp til réttlætingar hömlum og ófrelsi.
Í öðru lagi voru það afgerandi mistök að hafna Ingibjörgu Sverrisdóttur formanni félags eldri borgara í Reykjavík, helsta málsvara félagslegs réttlætis fyrir aldraða og verkafólk í þessu prófkjöri.
Í prófkjörinu sannaðist enn sem fyrr máttur peningana og auglýsinga í pólitískri baráttu og sýnir venjulegu fólki, hvað þarf til að ná árangri í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksin. Milljónir á milljónir ofan þurfa til að koma. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera og knýr á um að leita annarra leiða við val á frambjóðendum Flokksins í framtíðinni.
Þáttakan í prófkjörinu var góð miðað við það sem verið hefur undanfarin ár, en er léleg miðað við t.d. prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjórdæmi þar sem um 5000 manns kusu í helmingi fámennara kjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmnum. Þá er þessi þáttaka svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar gott betur en 10 þúsund manns mættu til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík.
5.6.2021 | 13:11
Löngu tímabær samræming
Um árabil hafa fjölþjóðafyrirtæki getað nýtt sér, að hoppa frá einu ríki til annars til að lágmarka skattgreiðslur sínar eða jafnvel sjá til þess, að þær verði engar. Sú hagkvæmnir og skattasparnaður sem fjölþjóðafyrirtækin hafa notið með þessu, hafa skekkt samkeppnisgrundvöllinn gagnvart þeim fyrirtækjum, sem eiga þess ekki kost að koma í veg fyrir skattgreiðslur með þessum hætti
Nú hafa 7 fulltrúar ríkisstjórna 7 helstu iðnríkja heims, samþykkt að samræma skattheimtu á fjölþjóðafyrirtæki og líta verður á það sem fyrsta skref í þeirri baráttu, að fjölþjóðafyrirtæki geti sjálf búið sér til sín skattakjör og notið hagræðis umfram önnur fyrirtæki til tjóns fyrir eðlilega samkeppni.
En þetta er lítið byrjunarskref og furðulegt, að ekki skuli hafa verið hugað að breytingum á skattkerfi með alþjóðlegu samkomulagi þjóða, þar sem að skattkerfi sem var hannað og unnið með síðan frá seinni hluta síðustu aldar er fjarri því að vera réttlátt og skapa eðlilegan grundvöll frjálsrar samkeppni.
Næstu skref verður að reyna að koma í veg fyrir feluleik og skattaskjól stórfyrirtækja og auðmanna með fjölþjóðlegu samkomulagi.
En það er líka nauðsyn á fleiri fjölþjóðlegum samþykktum. Það gengur t.d. ekki, að fjölþjóðafyrirtæki sem eru markaðsráðandi á sviði samskiptatækni ákveði sjálf hvað má segja og hvað megi ekki segja, hver sannleikurinn sé og hver ekki og útiloki fólk og skoðanir eftir hentugleikum. Mikilvægt er að alþjóðlegar leikreglur tjáningarfrelsis verði samþykktar, en ekki ákveðnar einhliða að fésbók eða Google.
Samkomulag G7 um fjármagnstekjuskatt í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.6.2021 | 11:48
Aftur til fortíðar
Í júní 1974 var ég í Berlín ásamt vini mínum Haraldi Blöndal heitnum. Við ákváðum að fara austur fyrir þáverandi Berlínarmúr, til Austur Berlínar.
Þegar við komum á brautarstöðina austan múrsins tóku við passaskoðanir og skimanir.
Eftir þrjár atrennur skoðana að okkur félögum komumst við í gegn og inn í Austur Berlín.
Í gær kom ég til landsins frá útlöndum og þar biðu jafnmargar skoðanir og skimanir og í Austur Berlín forðum.
Svona er þegar stjórnvöld telja einstaklinga fyrirfram hættulega, jafnvel þó þeir hafi vottorð upp á hið gagnstæða.
Annað sem mér fannst annkannanlegt. Enginn af þeim sem ég þurfti að eiga samskipti við í þessum þrem móttökustöðum Cóvíd óttans talaði íslensku. Hvað varð að þjóðernislegum metnaði þessar þjóðar varðandi íslenska tungu. Hvers eiga Íslendingar að gjalda að geta ekki talað eigið tungumál í eigin landi þegar þeir meira að segja ræða við fulltrúa innlends allmannavalds.
3.6.2021 | 23:20
Tökum Dani til fyrirmyndar í hælisleitendamálum.
Danska þingið samþykkti að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd eins og það heitir á máli fína og góða fólksins til ríkis í Afríku meðan þeir bíða niðurstöðu sinna mála (raunar heitir það utan Evrópu en Danir hafa verið í samningaviðræðum um þetta við Afríkuríki)
Þetta er það eina skynsamlega í stöðunni og því miður erum við ekki í lagasamstarfi við Dani hvað þetta varðar.
Því miður hefur dómsmálaráðherra alveg látið þessa umræðu fram hjá sér fara og andæft gegn þessum sjónarmiðum, sem Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hefur sett fram og mælt fyrir.
Eðlilegt hefði verið að Áslaug Arna dómsmálaráðherra hefði farið til móts við framtíðina og tekið Dani til fyrirmyndar í málefnum hælisleitenda í stað þess að gera Angelu Merkel að leiðtoga lífs síns í þeim efnum og galopna landið með öllum þeim kostnaði og öðrum vondum afleiðingum sem það hefur fyrir þjóðfélagið. Að þessu leyti stefnir dómsmálaráðherra í sömu átt og Angela Merkel gerði árið 2015 þegar hún galopnaði Þýskaland með þeim hörmulegu afleiðingum sem það hafði.
Af hverju getur fólk, sem telur sig vera framtíð í pólitík ekki áttað sig á því að borgarar þessa lands kalla á að það búi við öryggi og friðsæld í stað þess að þurfa að sæta þeim ógnunum og öryggisleysi, sem innflytjendastefna Áslaugar og Merkel færir borgurunum.
Danir samþykkja umdeild lög um hælisleitendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2021 | 08:44
Hatursorðræðan og glæpasamtökin
Fyrir nokkru var forgangsraðað með þeim hætti í lögreglunni, að stofnuð var sérstök deild til að fylgjast með hatursorðræðu. Þeir glæpir hafa aldrei verið fyrirferðamiklir í íslensku samfélagi eða skaðað fólk verulega eða valdið því fjörtjóni.
Á sama tíma er ljóst, að að það eru önnur mál, sem skipta meira máli fyrir heill og öryggi borgaranna.
Þá er einnig ljóst, að lögreglan er of fáliðuð og hefur orðið hlutfallslega fáliðaðri á undanförnum árum, þrátt fyrir að verkefnin hafi vaxið með auknum íbúafjölda og gríðarlegri fjölgun ferðamanna. Dómsmálaráðherra hefur ekki gætt þess, að gera tillögur um og sjá svo til, að lögreglan sé svo búinn hvað varðar mannskap, tæki og aðbúnað að hún geti sinnt brýnustu verkefnum sínum.
Það segir e.t.v. sína sögu, að á sama tíma og lögreglumenn eru uppteknir viða að skoða meinta hatursorðræðu á samfélagsmiðlum, þá skuli ná rótfestu í landinu 15 erlend glæpagengi, eftir því sem yfirmenn í lögreglunni greina frá. Þau víla ekki fyrir sér að fremja alvarlega glæpi, sem varða líf og heilsu borgaranna.
Það er óneitanlega ámælisvert,að dómsmálaráðherra skuli ekki hafa gert neitt í þessu máli og forgangsraðað fyrir öryggi borgaranna en ekki gæluverkefni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 265
- Sl. sólarhring: 784
- Sl. viku: 4086
- Frá upphafi: 2427886
Annað
- Innlit í dag: 246
- Innlit sl. viku: 3782
- Gestir í dag: 242
- IP-tölur í dag: 234
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson