Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2021
8.8.2021 | 11:02
Kvöldstemmning
Í blíðviðrinu í gærkvöldi fannst mér og frú Margréti tilvalið að fá okkur göngu í Nauthólsvík. Gangan var hin skemmtilegasta í kvöldstemmningunni.
Öskjuhlíðin, sem mér skilst að sé jafn hátt og Himmelbjerget hæsta fjall Dana, hefur orðið til muna fallegri á síðustu áratugum og betri til útivistar. Sama má segja um nánast allt umhverfi Nauthólsvíkur. Að sjálfsögðu ber einnig að minnast orða skáldanna um að ekkert sé fegurra en vörkvöld í Reykjavík og/eða vorkvöld í vesturbænum. En það á líka við um kvöldstemmningu sumur, haust og vetur í höfuðborginni.
Fyrst minnst er á Himmelbjerget, þá komu dönsku stráin upp í hugann. Dönsk strá voru keypt til að prýða umhverfi bragga sem borgarstjórinn í Reykjavík ákvað að gera upp og prýða að innan sem utan. Ekki var hjá því komist að berja augum braggann dýra og stráin dýru. Þarna blasti dýrðin við. Dýrðin sem kostaði Reykvíkinga um einn milljarð.
"Hann Einbúi gnæfir svo langt yfir lágt að lyngtætlur lýta á hann hissa" orti enn annað skáld,en það sama verður ekki sagt um þennan lágreista bragga og stráin dýru. Þarna kúrði bragginn lágreistur og hnípinn í rekstrarlegum vanda.
Skelfing merkilegt að einhverjum skyldi detta í hug að endurgera bragga fyrir á annað hundrað milljónir sem síðar urðu að um það bil milljarði. "Snillin" getur ekki leynst neinum sem berja þetta afrek augum.
Þegar "snilli" borgarstjóra í braggamálinu var afhjúpuð, þá lagðist borgarstjóri í rúmið og fór í veikindaleyfi til að þurfa ekki að svara fyrir þetta frekar en annað góðgæti,sem honum finnst erfitta að svara fyrir. Það kom í hlut samstarfsfólks að verja vitleysuna og þau gerðu það. Líka Viðreisn sem kom þó ekki að málinu fyrr en eftir á. Viðreisn greip til heiftarlegra varna enda dýrseldur flokkur.
Í kvöldkyrrðinni velti ég því fyrir mér hvort reykvískir kjósendur mundu hugsa til þessa máls við næstu kosningar og veita þeim sem að þessu bulli standa og verja fá makleg málagjöld í næstu kosningum.
Hvað sem öðru líður og þó þetta sé allt dapurlegt og beri vott um óafsakanlegt stjórnleysi og spillingu, þá er samt ekki annað hægt en að brosa út í annað yfir því, að nokkrum skuli hafa dottið í hug að eyða nokkur hundruð milljónum sem urðu að milljarði í vitleysu eins og þessa. Það fólk veit greinilega ekki hvað ráðdeild og sparnaður þýðir enda auðvelt að klúðra hlutum þegar fólk telur sér heimilt að fara illa með annarra fé.
6.8.2021 | 09:25
Sigurvegararnir
Þann 17 júní 2020 fyrir 14 mánuðum var slegið upp veislu á Bessastöðum og forseti lýðveldisins hengdi æðsta heiðursmerki Íslands, fálkaorðuna í barm landlæknis, sóttvarnarlæknis og Víðis yfirlögregluþjóns fyrir að hafa unnið sigur á hinni illvígu Kóvíd veiru.
Í kvæði Steins Steinars um Jón Kristófer Sigurðsson kadet í Hjálpræðishernum segir m.a.
"En syndin er lævís og lipur og lætur ei standa á sér".
Eins var farið með veiruna og syndina. Veiran reyndist lævís og lipur og aftur kom hún á fullri ferð tveim mánuðum eftir sigurhátíðina á Bessastöðum og hefur hrjáð landann síðan.
Einn sigurvegaranna sóttvarnarlæknir hefur skilað minnisblöðum til ráðherra og ríkisstjórnar, þegar honum hefur þótt mikið liggja við og ætíð hefur verið við brugðist og farið að minnisatriðum hans í öllum atriðum sem máli skipta.
Í vor og sumar hófst nýtt áhlaup, bólusetningar, gegn veirunni og sigurstefið sungið dag hvern í Laugardalshöllinni og klappað fyrir veirutríóinu. Lúðraþeytarar þeyttu horn sín og skemmtikraftar létu til sín taka í hinni nýju sigurhátíð, þar sem engu skyldi eirt í baráttunni við hina lævísu veiru og allir bólusettir með illu eða góðu og veirunni útrýmt í eitt skipti fyrir öll.
Enn á ný reyndist veiran samt lævísari og liprari og sat um mannanna heilsu og bar þann sigur af hólmi að smit fór í hæstu hæðir þó að fáir veikist og að enn á ný er hafinn hræðsluáróður m.a. af valinkunnu sæmdarfólki eins og Helgu Völu Helgadóttur alþingismanni, lögfræðingi, sérfræðingi í veirufræðum en þó aðallega sérfræðingi í að fiska í gruggugu vatni.
Helga Vala Helgadóttir, lýsir því fjálglega í þætti á Hringbraut hversu lævís og lipurt nýja afbrigði veirunnar sé og helst var á henni að skilja, að einn heilbrigðisstarfsmaður þyrfti að sitja við rúmstokk smitaðs einstaklings nótt sem nýtan dag vegna ofskynjana sem fylgdi sýkingu af þessu afbrigði veirunnar. Raunar koma þessar staðhæfingar Helgu nokkuð flatt upp á þá sem hafa afskipti af þeim sem nú eru Kóvíd smitaðir. En sérfræðingi í sjónhverfingum verður allt að vopni.
Fáum kom á óvart að Helga Vala Helgadóttir vildi reyna að slá sig til pólitísks riddara á fölskum forsendum og freista þess að koma höggi á ríkisstjórnina. Afstaða og framganga ýmissa annarra kom meira á óvart.
14 mánuðum eftir að forseti lýðveldisins lýsti yfir sigri í baráttunni við veiruna rétt eins Bush jr. forðum í Írak, með orðunum "Mission accomplised" þótti forseta lýðveldisins við hæfi að afloknum ríkisráðsfundi, að snupra ríkisstjórnina eins og þar fari óþekkir krakkar fyrir að fylgja ekki ráðum sigurvegaranna orðum prýddu. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin verði um margt annað sökuð með réttu en einmitt það. Á sama tíma bregður krossriddarinn Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sér í hlutverk eins og talsmaður stjórnmálaflokks með gildishlaðinn pólitískan málflutning.
Það er hægt að fyrirgefa Helgu Völu margt vegna þess að takmarkaðar kröfur eru til hennar gerðar um rökfastan málflutning raunar því miður eins og fjölmarga aðra alþingismenn.
Ýmsir aðrir eiga meira undir og á þá við hið latneska máltæki.
Nomina sunt odiosa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2021 | 09:57
Örvunarskammtur spilafíkilsins
Þrátt fyrir að þjóðin hafi öll verið bólusett gegn Kóvíd að undanskildum börnum og unglingum og þeim sem ekki vilja láta bólusetja sig, þá eru fleiri smitaðir nú en nokkru sinni fyrr. Bólusetningin dugði ekki til að koma í veg fyrir smit eða koma í veg fyrir að bólusettir smituðu.
Sem betur fer virðist veiran hafa tekið þeirri stökkbreytingu, að örfáir veikjast alvarlega þrátt fyrir að sumir álitsgjafar RÚV haldi öðru fram. Öðrum er ekki hleypt að á þeim vettvangi.
Hvað skyldu þá sóttvarnaryfirvöld telja að helst geti orðið til varnar þeirra sóma? Jú að fólk fái meira af tilraunabóluefninu. Mælt er með örvunarskömmtum fyrir fólk sem þýðir að það fær viðbótarmagn af bóluefninu sem virkar ekki. Það minnir á viðbrögð spilafíkilsins sem heldur áfram að spila þegar hann hefur eytt öllu sem hann á, en tekur lán í þeirri sannfæringu að næsta spil muni færa honum fjármuni sem leysa muni öll hans vandamál.
Dapurlegt að hlusta á, að leiðtogar margra helstu lýðræðisríkja heims skuli ætla að banna almenningi sem ekki er bólusettur að njóta almennra mannréttinda eins að ferðast með almenningssamgöngum, sækja veitingahús eða listviðburði. Er veröldin virkilega orðin galin. Hvernig dettur stjórnmálamönnum í hug að mismuna fólki eftir því hvort það hefur verið sprautað með tilraunabóluefni sem virkar ekki og þeirra sem hafa ekki viljað fá það.
Frjálshuga fólk sem ann mannréttindum verður að sameinast um það hvar í flokki sem það stendur að verja grundvallarmannréttindi. Mannréttindi eru algild og eiga að vera það og við megum aldrei hvika frá því.
4.8.2021 | 09:08
Hvenær ber ráðherra ábyrgð?
Í Morgunblaðinu í dag er haft eftir forsætisráðherra, að það hafi ekki verið hennar að meta hæfi Páls Hreinssonar forseta EFTA dómstólsins, heldur hans sjálfs þegar hún réði hann til að gera álitsgerð um aðgerðir í sóttvarnarmálum.
Þetta svar forsætisráðherra sýnir undarlegt viðhorf, sem því miður allt of margir stjórnmálamenn eru illa haldnir af. Að þeir beri almennt ekki ábyrgð.
Í þessu svari forsætisráðherra felst, að henni beri ekki að kynna sér hvaða reglur gilda um dómara við fjölþjóðlegan dómstól, en ekki þarf að kafa lengi í ákvæði um dómstólinn til að sjá, að ráðning dómarans til starfans var í besta falli vafasöm.
Katrínu Jakobsdóttur veit hvað hlutverk EFTA dómstólsins er og viðfangsefni hans varða fyrst og fremst aðgerðir eða aðgerðarleysi stjórnvalda þ.á.m. ríkisstjórna viðkomandi aðildarríkja þ.á.m. Íslands. Út frá almennri skynsemi og siðrænum forsendum var eða átti Katrínu að vera ljóst, að það var fráleitt að ráða dómsforseta EFTA dómstólsins til að fjalla um íslensk löggjafarmálefni og gera tillögur um breytingar, sem hann kynni síðar að þurfa að fást við sem dómari.
Það er hlutverk ráðherra líka forsætisráðherra að leggja heildstætt mat á þau viðfangsefni,sem þeir fjalla um. Þeir eiga ekki að geta vikið sér undan ábyrgð.
Meginatriðinu er samt ósvarað hvað sem líður þessu viðhorfi forsætisráðherra. Spurningunni um hvort það hafi verið eðlilegt að ráða dómsforseta EFTA dómstólsins til þessara starfa fyrir ríkisstjórnina, en því kemur Katrín Jakobsdóttir sér hjá að svara og vísar eingöngu í formið en ekki efnisatriði. Síðast en ekki síst. Hvað segir dómarinn Páll Hreinsson um málið. Gagnrýninni er jú fyrst og fremst beint að honum, þó að forsætisráðherra þrátt fyrir góða tilraun geti ekki heldur frýjað sig ábyrgð.
3.8.2021 | 10:07
Aukastörf dómsforseta EFTA dómstólsins í þágu aðildarríkis.
Fyrrum forseti EFTA dómstólsins gagnrýnir eftirmann sinn Pál Hreinsson harðlega í grein sem birtist í Morgunblaðinu 31.júlí s.l. Óvenjulegt er að sjá jafn harðorða gagnrýni frá dómurum um framgöngu eftirmanna sinna og útilokað annað en að taka hana til málefnalegrar umfjöllunar.
Á s.l. ári fékk ríkisstjórnin Pál Hreinsson dómsforseta EFTA dómstólsins til að vinna álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra o.fl. til opinberra sóttvarnarráðstafana skv. sóttvarnarlögum o.s.frv. með tilliti til stjórnarskrár. Jafnframt var þess óskað að dómarinn gerði frumtillögur að breytingum á lögum og reglum eftir því sem dómarinn teldi tilefni til.
Óneitanlega vekur það upp ýmsar spurningar að dómari við alþjóðlegan dómstól, sem fjallar m.a. um aðgerðir íslenska ríkisins og/eða aðgerðarleysi skuli taka að sér lögfræði- og ráðgjafarverkefni fyrir íslenska ríkið. Iðulega reynir á mál gegn íslenska ríkinu fyrir dómstólnum og í álitinu er dómarinn að fjalla um málefni þar sem hæglega getur reynt á EES reglur t.d. varðandi frjálsa för fólks. Þessi aukastörf dómarans eru því með öllu óeðlileg.
Vinna dómarans fyrir íslensku ríkisstjórnina í sóttvarnarmálum vegna Kóvíd vekur upp spurningar um sjálfstæði og hæfi auk þess hvort eðlilegt sé að dómari þiggi verkefnagreiðslur frá ríki sem á undir í ýmsum dómsmálum þar sem hann er dómari.
Lögmannafélag Íslands hlítur að gera athugasemd við óeðlilega samkeppni dómara við alþjóðlegan dómstól við starfandi lögmenn, sem greiða skatta og skyldur til ríkisins og lúta ýmsum reglum um ábyrgð fyrir vinnu sína og hafa sérstaka skyldutryggingu vegna starfa sinna sem dómarinn hefur ekki.
Á sínum tíma þótti þeim sem þetta ritar þessi skipan mála hjá forsætisráðherra með ólíkindum vegna ákvæða sem gilda um EFTA dómstólinn auk þess sem að framan er getið. En strangar kröfur eru auk þess gerðar til að sjálfstæði dómara við EFTA dómstólinn verði ekki dregið í efa sbr. 30.gr. samnings milli EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls um að óhæði og sjálfstæði dómara við dómstólinn. Við það bætist að í 4.gr.bókunar (protocol) 5 við samninginn um EFTA dómstólinn er m.a. talað um að dómarar skuli ekki taka að sér önnur störf nema með sérstöku samþykki allra ríkisstjórna EFTA ríkjanna.
Ekki liggur fyrir hvort slíks samþykkis hafi verið aflað áður en Páll Hreinsson hóf störf fyrir forsætisráðherra alla vega hefur það hvorki verið birt eða kynnt.
Þessi ákvæði um EFTA dómstólinn auk eðlilegra viðmiðana um aukastörf dómara eru þess eðlis, að Páll Hreinsson dómari verður að gera rækilega grein fyrir aðkomu sinni í íhlaupastörf hjá íslensku ríkisstjórninni og með hvaða hætti hann getur fengið það út, að slíkt samrýmist störfum hans sem óháður og sjálfstæður dómari hjá EFTA dómstólnum. Þögn í þessu sambandi er ekki ásættanleg hvorki frá forsætisráðherra né dómaranum.
Hvað sem líður hugsanlegum réttlætingum Páls Hreinssonar á þessum aukastörfum fyrir ríkisstjórnina, þá liggur samt fyrir að þetta ráðslag Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra er út frá öllum almennum sjónarmiðum og viðmiðunum með öllu óeðlileg og það átti bæði hún og dómarinn að gera sér grein fyrir.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 51
- Sl. sólarhring: 160
- Sl. viku: 2443
- Frá upphafi: 2503813
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 2305
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 42
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson