Bloggfærslur mánaðarins, september 2021
15.9.2021 | 12:30
Af því að það er nóg til er hægt að láta eins og fífl eða hvað?
Ríkisstjórnin ákvað um daginn að bjóða á annað hundrað Afgönum búsetu á Íslandi vegna valdatöku Talibana í landinu. Ýmsum fannst þetta ansi vel í lagt einkum vegna þess að fólk, sem er ekki tilbúið að aðlaga sig að þjóðfélaginu er ávísun á vandamál. Þar fyrir utan er eina aðkoma okkar af Afganistan í gegnum árin að sinna hjálparstarfi. Bágt er að sjá hvernig það geti leitt til skyldu okkar til að taka við flóttafólki undan harðstjórn Talibana. Þar fyrir utan er ríkisstjórnin svo rausnarleg og svo mikið í mun að skipta um þjóð í landinu, að ákveðið var að veita hlutfallslega fleiri Afgönum borgaraleg réttindi hér á landi, en aðal gerandinn í Afganistan undanfarin 20 ár, Bandaríkin, ætla að gera.
Stjórn Talibana í Afganistan er ógnarstjórn. Hún stendur fyrir miðalda bókstaftrú Íslamista og fjandskapast út í allt vestrænt. Kristnu fólki er ekki líft í landinu og hætt er við að andstaða Talibana muni leiða til fleiri hryðjuverka í Evrópu og Bandaríkjunum enda fengu hryðjuverkahópar að hreiðra um sig í skjóli þeirra og ekkert bendir til þess að á því verði breyting nú.
Hafandi þetta í huga, þá er með öllu óskiljanleg sú hugmyndarfæðilega uppgjöf,sem felst í því að styðja nú við bakið á Talibanastjórninni í Kabúl. Styðja við ógnina. Styðja við og styrkja þá sem ógna friði og öryggi í okkar heimshluta.
Ríkisstjórn lýðveldisins Íslands lætur sitt ekki eftir liggja og tók ákvörðun um það í gær, að veita milljóna styrk til stjórnar Talibana undir yfirskini mannúðar. Fróðlegt verður að vita í hvaða vasa framlag Íslands lendir.
Hvernig getur það farið saman að flytja fullt af fólki undan ógnarstjórn og veita ógnarstjórninni síðan fjárstuðning úr galtómum ríkissjóði.
Datt einhverjum í hug að senda mannúðarstuðning til ríkisstjórnar Saddam Hussein á sínum tíma? Ó ekki og það þó mikil neyð væri í landinu. Þetta er bent á í dæmaskyni,en er í samræmi við það sem verið hefur reglan í samskiptum Vesturlanda við ógnarstjórnir.
En nú skal ofbeldisstjórnum sem ógna öryggi Vesturlanda boðið upp á stuðning til að geta beitt Vesturlönd virkari ógn. Óneitanlega óskiljanlegt að það sé gert til að auka velferð borgara í vestrænum þjóðfélögum.
8.9.2021 | 23:27
Óafsakanlegt ábyrgðarleysi sóttvarnaryfirvalda
Tilkynnt er um margar alvarlegar aukaverkanir hjá mörgum börnum í kjölfar bólusetningar barna á aldrinum 12-17 ára.
Hvernig dettur sóttvarnaryfirvöldum í hug að láta bólusetja börn með tilraunabóluefni, sem framleiðendurnir þora ekki einu sinni að taka ábyrgð á. Er ekki eðlilegt að prófa það fyrst þannig að virkni lyfjanna sem og aukaverkanir liggi fyrir áður en byrjað er að dæla þeim í börn. Já og framleiðendur þori að ábyrgjast þau og greiða bætur ef svo ber undir.
Það er miður að horfa upp á þennan ofstopa, sem getur haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar í bráð og lengd. Ef til vill er verið að dæla inn í börnin tifandi tímasprengjum, sem koma til með að hafa slæm áhrif á þau seinna í lífinu.
Þessi ofstopi er þeim mun alvarlegri þegar fyrir liggur, að þessi aldurshópur fær almennt væg einkenni vegna Kóvíd.
Því miður hefur samhæft átak sóttvarnaryfirvalda, fjölmiðla og stjórnmálastéttarinnar leitt til ofsahræðslu alltof margra með þeim afleiðingum að óhæfileg valdbeiting gagnvart borgurunum í sóttvarnarskyni er afsökuð með ímyndaðri þörf og börn eru leidd í óvissuna þó að vitað sé að það er engin þörf á því.
Steinn Steinar orti á sínum tíma um Hallgrímskirkju og sagði í lok kvæðisins. að Hallgrímur sálugi Pétursson hefði komið til Húsameistara ríkisins og sagt. "Húsameistari ríkisins ekki meir, ekki meir." Nú mætti með sama hætti segja.
Sóttvarnarlæknir ríkisins ekki meir ekki meir nú er meira en nóg komið.
Tilkynnt um alvarlegar aukaverkanir hjá sex börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.9.2021 | 10:11
Sem betur fer er til fólk sem þorir.
Sem betur fer eigum við einstaklinga, sem kikna ekki í hnjáliðunum og þora að vera málsvarar sannleikans og skynseminnar þegar allt of margir kikna í hnjáliðunum og láta berast með ímynduðum meginstraumi til að samsama sig því sem þeir telja til vinsælda fallið.
Hrósið í dag eiga þau Guðmundur Oddson fyrrum skólastjóri og bæjarfulltrúi í Kópavogi og Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður, sem leyfa sér og þora að vera málsvarar sannleikans og skynseminnar í umfjöllun um meinta ofbeldis- og nauðgunarmenningu knattspyrnumanna. Því miður báru forsætisráðherra, menntamálaráðherra, dómsmálaráðherra sem og því miður forseti lýðveldisins ekki gæfu til að vera málsvarar sannleikans og réttarríkisins í þessu máli heldur kiknuðu og létu berast með ofurstraumi rangra staðhæfinga og ofbeldis.
Hefði þá mátt vísa til þess fornkveðna. "Heggur sá er hlífa skyldi."
Guðmundi Oddssyni er ofboðið og í grein sinni í mbl. í dag spyr hann m.a."Erum við virkilega komin á sama stað og Talíbanarnir? Hann vísar þar til siðapostula Öfga og Stígamóta, sem nú tröllríða samfélagsmiðlum og hverju það varði komist þeir upp með það að halda áfram að fordæma allt og alla."
Í frábærum leiðara í Fréttablaðinu í dag segir Kolbrún m.a.
"Í miklum dómadagshávaða þar sem alls kyns fullyrðingum og ásökunum hefur verið kastað fram reynist mörgum erfitt að halda haus. Það á við um stjórn KSÍ sem þoldi ekki álagið og sagði af sér á einu bretti. Stjórnin hefði sýnt meiri manndóm með því að standa í lappirnar fremur en lúffa fyrir múgæsingi.
Allt þetta mál er dæmi um það þegar farið er algjörlega offari. Fullyrðingum og ásökunum er kastað fram og þar sem margir fara á taugum er málið ekki rannsakað ofan í kjölinn. Yfirvegun og skynsemi fýkur út í veður og vind.
Það er ekki nema von að mörgum ofbjóði þótt fáir þori að opinbera það af ótta við fordæmingu."
Hér er ekki farið fram af neinu offorsi heldur það sagt sem ætti að liggja í augum uppi. Þessvegna er svo dapurlegt að dómsmálaráðherra skuli ekki hafa strax tekið upp þykkjuna fyrir réttarríkið og eðlilega réttarvernd einstaklinga, en reyna þess í stað að samsama sig með múgæsingunni og öfgunum. Forsætisráðherra og menntamálaráðherra gengu þó enn lengra svo ekki sé talað um forseta lýðveldisins.
Það hefði einhverntímann þótt saga til næsta bæjar, að tveir eðalkratar, en ég leyfi mér að kenna þau Guðmund og Kolbrúnu við þann ágæta merka fyrrum stjórnmálaflokk, þora að bera sannleikanum vitni og rísa gegn pópúlísku ofbeldi, þegar helstu ráðherrar þjóðarinnar og forseti lýðveldisins telja sér hentast að samsama sig með talíbanismanum í aðsókninni að íslenskum knattspyrnumönnum.
7.9.2021 | 17:24
Steinum kastað úr glerhúsi
Dómsmálaráðherra finnst mjög vafasamt af vararíkissaksóknara að tjá sig með þeim hætti sem hann hefur gert á samfélagsmiðlum og það megi gagnrýna hann fyrir það. Þar er ráðherra að víkja að því sem vararíkissaksóknari hefur tjáð sig um varðandi framgöngu öfgafemínista síðustu daga.
Ummæli vararíkissaksóknara benda ekki til þess, að hann sé ekki fær um að rækja störf sín vel og óaðfinnanlega.
Ummæli vararíkissaksóknara eru réttlætanleg og síður en svo í ósamræmi við góða siði, lög og reglur í landinu. Nokkuð annað en framganga og ummæli forseta Íslands í fréttatíma Ríkisútvarpsins, sem vísað er réttilega til í færslu Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns á fésbók. Þau ummæli, þó fordæmanleg séu eru samt ekki gróf árás á réttarríki og ummæli dómsmálaráðherra þess efnis, að það eigi alltaf að trúa þolendum.
Það er ekki gott að kasta steinum úr glerhúsi eins og dómsmálaráðherra gerir í þessu tilviki.
Áslaug telur ummæli Helga vafasöm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2021 | 11:03
Leiki grunur á
Í sóttvarnarlögum er það meginatriðið að til þess að einstaklingur þurfi að sæta einhverju inngripi eða frelsisskerðingu af hálfu samfélagsins m.a. sóttkví að þá þurfi að minnsta kosti að leika grunur á að viðkomandi sé haldinn smitsjúkdómi t.d. Kóvíd, sem geti ógnað lýðheilsu í landinu.
Nú framvísar ferðamaður á landamærunum neikvæðu PCR Kóvíd prófi sem tekið er skv. skilmálum sóttvarnarlæknis. Getur þá leikið grunur á því að hann sé haldinn smitsjúkdómnum? Á hverju ætti sá grunur að byggjast?
Sóttvarnaryfirvöld hafa gengið allt of langt og beitt heimildum laga og reglugerða ansi frjálslega svo ekki sé meira sagt og mál að linni miðað við að farið sé að þeim grundvallarreglum í frjálsu samfélagi, að stjórnvaldsaðgerðum sé ekki beitt nema þörfin sé brýn og ótvíræð og ótvíræðar lagaheimildir séu fyrir hendi.
1.9.2021 | 08:12
Leiðtogarnir
Eftir leiðtogaumræðurnar í gærkvöldi er erfitt að gera sér grein fyrir átakalínum í íslenskri pólitík.
Formenn Viðreisnar og Samfylkingar klifa á aðildarumsókn að Evrópusambandinu, en hljómurinn var holur og sannfæringarlaus.
Gunnar Smári Egilsson talaði Sósíalisaflokkinn til hægri við Samfylkinguna og Pírata. Gunnar er flugmælskur og sölumaður góður og talaði öfgavinstriflokkinn sinn inn á miðjuna.
Sigmundur Davíð stóð sig ágætlega, en náði samt ekki að klippa út þau mál, sem ættu að greina Miðflokkinn frá öðrum flokkum.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stóð sig mjög vel og kemur út úr umræðunni nánast jafnfætis Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, sem er ótvíræður sigurvegari þessara fyrstu umræðna. Bjarni talaði að miklu leyti sem landsfaðir og af miklum myndugleika og þekkingu.
Athyglisvert var að hlusta á grænu umræðuna, þar sem talsfólk framboðanna dásama öll, eitthvað sem er kallað "græna hagkerfið". Þetta eitthvað er hvergi til og grænu lausnirnar eru hvergi reknar nema með gríðarlegum ríkisstyrkjum og skattaívilnunum. Græna hagkerfið er ámóta líklegt til að skapa velmegun í landinu og sósíalismi Gunnars Smára.
Eftir þessar umræður stendur, að átakalínurnar í íslenskri pólitík eru óskýrar, því miður þegar undan eru skilin yfirboð og innihaldslaust orðagjálfur í aðdraganda kosninga.
Gunnar Smári og Sigmundur Davíð töluðu sig báðir inn á miðjuna. Þá stendur eftir eyða til hægri og til vinstri í íslenskri pólitík.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 291
- Sl. sólarhring: 733
- Sl. viku: 4112
- Frá upphafi: 2427912
Annað
- Innlit í dag: 267
- Innlit sl. viku: 3803
- Gestir í dag: 259
- IP-tölur í dag: 248
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson