Leita í fréttum mbl.is

Tækifæri fyrir "góða fólkið"

Öngþveiti er á landamærum vegna þess gríðarlegs fjölda hælisleitenda, sem hingað streymir vegna andvaraleysis,ruglanda og fákunnáttu íslensku stjórnmálastéttarinnar og fjölmiðlaelítunar. 

Sveitarfélög segjast ekki geta tekið við fleirum. Það eru engar fjárheimildir til að borga meira og húsnæði er ekki til.

Hópur fólks sem hefur fengið viðurnefnið "góða fólkið",hefur andæft gegn öllum tillögum um skynsamlega stefnu í þessum málum og margir í þeim hópi hafa sagst reiðubúnir til að opna heimili sín fyrir hælisleitendum ef á þurfi að halda. 

Hvernig væri nú, að "góða fólkið" stæði við skoðanir sínar, stefnu og fyrirheit. 

Við þessar aðstæður má ætla að þessir úr hópi "góða fólksins", sem ábyrgð ber á vandamálinu, opni nú heimili sín og bjóði hælisleitendur velkomna til gistingar hjá sér t.d. þingflokkar VG,Pírata og Samfylkingarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Hallgrímur Helgason meint mannvitsbrekka, Karl Th. Birgisson, sem og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrv. þingmaður og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra.

Fólk ætti að fylgjast vel með hvernig "góða fólkið" bregst nú við aðsteðjandi vanda, sem það sjálft hefur valdið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

og þú styður þessa ríkisstjórn og munt halda áfram að kjósa xd

í næstu kosningum; eða hvað? 

Jón Þórhallsson, 6.10.2022 kl. 12:40

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Thad er ekki nokkur einasta haetta a ad goda folkid axli abyrgd i thessu mali. Til thess er thad, thegar a holminn er komid,of sjalflaegt og oforskammad. Otrulegt ad vid skulum standa frammi fyrir thessum mikla, heimatilbuna vanda, sem favisir stjornmalamenn og konur hafa hellt yfir okkur.

 Kvedja ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 7.10.2022 kl. 07:55

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Í kvöld ætlar svo RUV að vera með söfnun: Verum vinir, mannvinasöfnun sem Rauði kross Íslands stendur fyrir. Ég ætla ekki að gefa krónu né horfa á þáttinn en læt "góða fólkinu" um það!

Sigurður I B Guðmundsson, 7.10.2022 kl. 10:49

4 identicon

Jón Þórhallsson, í Sjálfstæðisflokknum eru flestir að mestu leyti sammála Jóni Magnússyni varðandi misnotkun hælis á Íslandi. Staðan væri allt önnur, hefði frumvarp dómsmálaráðherra orðið að lögum. Hitt er svo annað mál að láta sífellt undan ofbeldi minnihlutans á þingi í þessu máli. Það er vissulega gagnrýnivert.

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 7.10.2022 kl. 16:31

5 Smámynd: Grímur Kjartansson

Maður man vel eftir heimsókn RUV heim til „Góð fólksins“ þegar flóttafólk frá Sýrlandi streymdi til evrópu. Heimilsfólkið talaði stolt um að það gæti vel þrengt að sér og tekið við nokkrum tugum flóttamanna sem gæti komið sér fyrir í kústakápnum
sem þeim er reyndar það sem boðið er upp á í Borgartúninu með klósetti úti í garði

Grímur Kjartansson, 7.10.2022 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 121
  • Sl. viku: 3098
  • Frá upphafi: 2296096

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2850
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband