Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023
8.11.2023 | 08:50
Seinna bara ekki í dag.
Borgarstjóri kynnti fjárhagsáætlun Reykjavíkur í gær og lýsti ánægju sinni með "viðsnúning" í rekstri borgarinnar. Viðsnúningurinn felst í áætlun um lok hallarekstur borgarinnar í framtíðinni.
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar tók undir hvert orð borgarstjóra eins og lítið vasaútvarp og jók skrúðmælgina.
Samt fer lítið fyrir sparnaðartillögum, en þeim mun meira fyrir áætlunum um auknar skatttekjur og fjölgun skattgreiðenda.
Hætt er við að svona áætlun sé ekki virði þess pappírs sem hún er skrifuð á og verði í raun eins og svissneskur ostur með mun fleiri götum en mat.
Stjórnendur Reykjavíkur, sjá ekki möguleika á því að spara í núinu og reka borgarsjóð hallalausan, en fyrirheitin um það sem gerist í framtíðinni eru þeim mun háleitari.
Þetta minnir óneitanlega á alkahólistann, sem vissi að hann átti við vandamál að stríða og þyrfti að gera það og ákvað að taka á vandanum síðar og sagði "I will quit tomorrow (ég hætti á morgun) síðan kom morgundagurinn með sömu drykkjunni og sömu fyrirheitum. Áætlunin var alltaf góð, síðan gerðist ekkert.
Hætt er við að það sama gerist með fínu áætlanirnar þeirra Dags og Einars.
Raunar er ekki vandamál að reka borgarsjóð hallalaust ef fitan, óráðssían og ábyrgðarleysið, sem Dagur og Einar bera alla ábyrgð á er skorin burtu og miðað við bókhald hinnar hagsýnu húsmóður um ráðdeild og sparnað. Til þess að það geti orðið þarf að segja meirihlutanum upp og fá fólk sem er tilbúið í verkefnið.
Núna en ekki einhverntímann í framtíðinni.
7.11.2023 | 07:44
Samstaða með lýðræði og frelsi gegn hatri og hermdarverkum.
Fyrir mánuði myrti Hamas 1.400 saklausa einstaklinga með hroðalegum hætti. Þeir pyntuðu fórnarlömbin, nauðguðu konum, drápu og svívirtu líkin, myrtu börn jafnvel ungabörn m.a. með því að kveikja í þeim og brenna þau. Villimennskan var algjör.
Hamas drápu, misþyrmdu og nauðguðu ungu fólki á tónlistarhátíð alls 260 þ.á.m. 22 ára stúlku frá Þýskalandi, sem þeir hópnauðguðu,myrtu, svívirtu líkið og óku með það um Gasa þar sem fólk hrækti á líkið. Villimennirnir kórónuðu ódæðið með því að höggva höfuðið af ungu konunni,sem hafði ekkert til saka unnið.
Búast hefði mátt við fjöldamótmælum á Vesturlöndum m.a.hér vegna morðanna og kröfu fólks um að varnarlausum gíslum 230 manns, verði sleppt. Fjarri fór því. Haldinn var samstöðufundur með íbúum á Gasa og Hamas í Háskólabíó 5.nóv. Samúð fundarmanna náði ekki til saklausra fórnarlamba Hamas og gísla þeirra.
Hluti fólksins á samstöðufundinum eru nytsamir sakleysingjar, sem óar við stöðugum áróðri RÚV um hörmungar og tölu fallina á Gasa skv. upplýsingum villimannasamtakanna. Svo er annar hluti, sem mætir vegna haturs á Ísrael. Væri ekki svo, þá mundi þetta fólk ekki síður halda samstöðufundi vegna hryllingsins sem er að gerast í Armeníu og Súdan.
Hvernig getur fólk á Vesturlöndum tekið afstöðu með rasískum,hómófóbískum samtökum eins og Hamas, sem dásama hryðjuverk,telur samkynhneigð dauðasök. Samtök sem hika ekki við að byggja stjórnstöðvar sínar, vopnabúr og birgðageymslur undir sjúkrahúsum og skólum á Gasasvæðinu.
Hamas liðar líta á að mannfórnir á Gasa þegar Ísrael slær til baka eftir hryðjuverk Hamas, sem lið í baráttunni fyrir því að grafa undan velvild í garð Ísrael, sem það gerir óneitanlega.
Á meðan öfgamennirnir í framlínu Hamas beita öllum ráðum til að drepa sem flesta, lifa forustumenn Hamas í vellystingum á lúxus hótelum í löndum eins og t.d. Qatar.
Fyrir miðja síðustu öld voru 150.000 Gyðingar í Írak, 75.000 í Egyptalandi og tugir þúsunda í Líbýu, Sýrlandi, Jemen og Líbanon. Nánast allir þessir Gyðingar þurftu að flýja til Ísrael og meira en helmingur Gyðinga sem býr í Ísrael eru afkomendur þessa fólks. Þessir Gyðingar eiga bara Ísrael sem heimaland.
Ísrael er á örlítið land. Gyðingar hafa breytt því úr hrjúfu örfoka landi í gróðurvin, þar sem velmegun er mikil og landið í fremstu röð þjóða í efnahagslegu, menningarlegu og vísindalegu tilliti. Nágrannar þeirra búa yfir miklum óbyggðum landssvæðum, en dettur ekki í hug að bjóða Palestínufólki að byggja þau.
Ísrael er eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafsins og borgararnir búa við öll almenn mannréttindi. Fimmti hver borgari í Ísrael eða 20% íbúa eru Arabískir Ísraelsmenn, sem hafa sama kosningarétt og rétt til embætta og annarra réttinda. Margir þeirra gegna mikilvægum ábyrgðarstöðum . Tæplega 20% Ísraela eru Múslimar en hafa sömu lýðréttindi og aðrir borgarar. Hvernig rímar það við slagorð Gyðingahataranna um að í Ísrael ríki apartheit eða aðskilnaðarstefna?
Þessar staðreyndir valda vinstra liðinu og Gyðingahöturnum ekki vökunum þegar þeir þykjast taka sér stöðu á grundvelli frjálslyndra skoðana og mannréttinda með einræðishyggju og ofbeldisliði Hamas, sem byggir á andlýðræðislegri miðaldahyggju, heimsyfirráða múslima og útrýmingu allra Gyðinga í heiminum.
Vonandi tekst að lama starfsemi Hamas og vonandi tekur skynsamt fólk við stjórn hjá Palestínumönnum þannig að grundvöllur skapist fyrir friði og tveggja ríkja lausnin, Ísrael og Palestína nái fram að ganga með friðsæl býli og gróandi mannlíf friðar og velsældar. Samstöðufundurinn í Háskólabíói þ 5. nóvember var ekki lóð á þá vogarskál heldur þvert á móti.
6.11.2023 | 08:29
Kyrrstöðustyrjöld
Yfirmaður Úkraínuhers segir Úkraínustríðið kyrrstöðustyrjöld. Zelenskí hugmyndafræðin um að vinna til baka allt landssvæði sem hann telur tilheyra Úkraínu þ.á.m.Krímskagann gengur ekki upp og NATO átti að vera ljóst frá upphafi og hafa vit fyrir Zelenskí.
Gagnsókn Úkraínu hefur ekki borið neinn árangur. Þúsundum, tugþúsunum og e.t.v. hundruðum þúsunda mannslífa, hermanna, sem skipað var í tilgangslausar sóknir til að ná e.t.v. til baka sundurskotnum þorpum, hefur verið fórnað í tilgangsleysi. Enginn hernaðarsigur er í sjónmáli fyrir Úkraínu. Engin varnarlína hefur verið rofin.
Mörgum Evrópuleiðtogum er ljóst m.a.Giorgiana Meloni, að það þarf að finna leið til að ljúka átökunum. Skyldi Bjarna Benediktssyni og Katrínu Jakobsdóttur vera það ljóst.
Einhverjum kann að finnast að með samningum við Rússa, þá líti Pútín út fyrir að vera sigurvegari, en það er hann ekki.
Árás Rússa á Úkraínu hefur sýnt fram á veikleika Rússa sem herveldis, en um leið sýnt að efnahagslegar refsiaðgerðir Vesturveldanna gegn Rússum bitnar meira á þeim sjálfum en Rússum.
Vesturveldin hefðu átt að leggja áherslu á samninga frá upphafi í stað þess að búa til óraunhæfar og hugmyndir um að niðurlægja Rússa og Úkraínuher gæti unnið sigur á Rússum.
Skammtímaafleiðingar þessarar vanhugsuðu stefnu birtast nú með auknum samskiptum Rússa og Norður Kóreu. Slit Rússa á samskipti við Ísrael en vinsamleg samskipti við Hamas fyrir og í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Aðkoma Rússa af hryðjuverkaárásinni eru enn óljós, en hið sanna mun koma í ljós. Sigur Aserbajan á Armenum og landvinningum í Nagorno Karabak, þar sem hundruðir þúsunda Armena voru reknir frá heimkynnum sínum þar sögðu Vesturveldin ekkert enda upptekin við að magna kyrrstöðustyrjöldina.
Skammtíma sjónarmið í utanríkismálum eru skaðleg. Það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Pútín verður ekki eilífur, en það eru langtímahagsmunir Evrópu, að eðlileg og friðsamleg samskipti verði byggð upp við Rússa. Stjórnmálamönnum var það ljóst á tímum Sovétríkjanna,en þau ólíkt Rússlandi stefndu að heimsyfirráðum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2023 | 20:08
Óráðshjal gegn betri vitund
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar nýtur mikils trausts skv. skoðanakönnunum. Þessvegna er eðlilegt að fylgst sé grannt með þessari ungu stjórnmálakonu og fólk reyni að átta sig á fyrir hvað hún stendur.
Margir hafa bundið vonir við að Kristrún geti m.a. vegna menntunar sinnar og reynslu komið Samfylkingunni frá ofurtrúnni á ríkisafskipti, millifærslur og aukna skattheimtu. Þeir sem hlustuðu á Kristrúnu í þættinum vikulokin á Rás 1 urðu því fyrir miklum vonbrigðum.
Kristrún telur eðlilegt að auka ríkisumsvif verulega. Hún vill auka skattheimtu og hún vill gera upp á milli borgara með sértækum aðgerðum.
Látum svo vera þó að trúr og tryggur sósíalisti vilji standa fastur í fortíðinni og auka skattheimtu og millifærslur, en hitt er verra þegar hún fer rangt með og byggir hugmyndir sínar á fölskum forsendum.
Í þættinum talaði Kristrún um að sækja meiri skatta til fjármagnseigenda, sem hún hélt fram að væru að hagnast verulega (koma út í rosalegri rassíu) og vísaði sérstaklega til hækkunar hlutabréfa og skuldabréfa.
Þetta er rangt hjá Kristrúnu og hún veit betur. Fá ár hafa verið eins mögur fyrir fjármagnseigendur eins og einmitt þetta ár. Hlutabréf hafa lækkað í Kauphöllinni frá áramótum um 16%, lækkun sem nemur tugum milljarða. Auk þess hefur Kristrún talað bankana niður með hugmyndum um sérstakan bankaskatt.
Kristrún virðist ekki skilja, að í verðbólgu eru það ekki bara einstaklingar, sem tapa. Skuldsett fyrirtæki gera það líka sbr. bændur sem með sín smáfyrirtæki.
Lækkun hlutabréfaverðs nemur fleiri milljörðum á árinu eins og áður segir og vilji fjárfestir vera með fé sitt á hávaxtareikningi í banka,þá nær ávöxtunin ekki verðbólgunni þegar fjármagnstekjuskatturinn hefur verið greiddur. Aukin skattlagning á fjármagnseigendur á grundvelli gróða þeirra, er því rangt pópúlískt rugl, sem að kona eins og Kristrún veit vel eða á að vita miðað við þekkingu sína að stenst ekki. Blaður eins og þetta gegn betri vitund, er því henni til minnkunar, en ekki stendur steinn yfir steini í hugmyndum hennar um hvernig á að ná í aukið fé í ríkissjóð.
Annað sem kom á óvart var tal Kristrúnar um sértækar aðgerðir í kjaramálum, þar miðar hún við að gert sé upp á milli fólks eftir því hvort þeir hafa fengið aðstoð frá sínum nánustu eða ekki. Þannig var ekki hægt að skilja hana með öðrum hætti en þeim, að t.d. tvær konur í sömu stöðu þar sem önnur hefði fengið aðstoð foreldra sinna til að fjármagna sig ætti að fá minni launahækkun en konan við hliðina, sem hefði ekki fengið slíka aðstoð. Með hvaða hætti og hvernig skyldi nú ganga að miða kjarviðræður við þessar forsendur Kristrúnar?
Eðlilega verður mörgum um og ó, að hlusta á svona því miður endemis rugl í stjórnmálaleiðtoga. Hvað þá heldur einstaklingi, sem flestir hafa talið að hefði gripsvit á efnahagsstjórn og fjármálum einstaklinga og ríkis.
4.11.2023 | 09:05
Hvergi skal undan látið
Ríkisstarfsmönnum hefur fjölgað um meir en 20% í tíð ríkisstjórnarinnar. Vandséð er að aðrir flokkar hefðu getað staðið verr að málum varðandi útþennslu ríkisbáknsins og aukningu opinberra skulda, en þeir sem skipa ríkisstjórnina.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur þá meginstefnu að draga úr ríkisumsvifum og ríkisútgjöldum, en auka athafnafrelsi einstaklingsins til að tryggja sem besta lífsafkomu í landinu.
Þrátt fyrir þessa stefnu Sjálfstæðisflokksins hafa ríkisútgjöld aukist gríðarlega og umsvif ríkisins í tíð ríkisstjórnarinnar. Ekki tjóir að kenna samstarfsflokkunum um, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur farið með fjármálastjórnina allan tímann með formann sinn sem fjármálaráðherra og nú varaformann, sem á þó eftir að láta til sín taka og sýna hvað í henni býr.
Sú hugsun virðist gleymd að stjórnmálamenn eru alltaf að fara með fjármuni annars fólks og þeim ber skylda til að gæta þess vandlega. Hvað skýrast kom þessi gleymska fram í viðhorfi formanns BSRB fyrir nokkru þegar hún sagði, að ríkissjóður væri ekkert heimilisbókhald og því væru engin tormerki á því að auka enn hallarekstur ríkissjóðs með myndarlegri framlögum til tekjuauka fyrir hálaunafólk í röðum félags hennar.
Samband íslenskra samvinnufélaga var stærsta fyrirtæki landsins og þar var ekki fylgt lögmálum heimilisbókhaldsins. SÍS fór í raun á hausinn vegna þess að grundvallarreglur heimilisbókhalds eru alltaf til staðar. Sama var um Baug, umsvifamesta fyrirtækis landsins um árabil, sem endaði með þúsund milljarða gjaldþroti.
Ríkissjóður lítur sömu lögmálum þegar upp er staðið. Auknar lántökur og hallarekstur ríkissjóðs í núinu leiða til hækkunar skatta í framtíðinni. Þetta eru óumflýjanlegu efnahagslömál, sem aldrei er hægt að komast framhjá.
Það er heldur ekki hægt að komast framhjá því óumflýjanlega að mikill hallarekstur ríkisins, sem fjármagnaðar eru með lántökum leiðir til verðbólgu.
Spurningin fyrir forustu Sjálfstæðisflokksins núna er hvaða leið hún vill fara. Vill hún fylgja stefnu flokksins um að takmarka ríkisútgjöld og auka svigrúm og athafnafrelsi einstaklinganna? Eða ætlar hún að halda áfram þeirri stefnu sem nánast öll stjórnmálastéttin virðist sammála um, að dansa sem lengst í kringum gervi gullkálf sýndarveruleikans?
Sé svo, þá þarf Sjálfstæðisflokkurinn annað hvort að breyta um grundvallarstefnu eða um forustu.
3.11.2023 | 08:33
Landsins forni fjandi
Ertu kominn landsins forni fjandi, orti þjóðskáldið sr. Matthías Johcumson um páskana 1888 þegar hann sá, að hafís var kominn inn á Eyjafjörð. Um aldir hafa helstu náttúrulegu óvinir þjóðarinnar verið Jarðeldar,kuldar og hafís.
Jarðeldar hafa ítrekað opnast á Reykjanesi, en staðið stutt án þess að valda tjóni. Íslenska þjóðin hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi um langa hríð, að jarðeldar hafa ekki valdið tilfinnanlegu tjóni ef undan er skilið gosið í Vestmannaeyjum.
Náttúruöflin eru aldrei stöðug og nú skelfur jörð á Reykjanesi, sem gæti boðað alvarlegra gos en hingað til. Vonandi verður það ekki. Vísireglan er sú hvort sem okkur líkar betur eða verr, að líkur eru á að þar sem einu sinni hefur gosið, gjósi aftur.
Við erum vanmáttug gagnvart jarðskjálftum,eldgosum og öðrum umbrotum náttúrunnar. Þessvegna skiptir máli fyrir þjóð, sem má vænta þess að þurfa að takast á við óblíð náttúruöfl með reglubundnu millibili, að hún gæti aðhalds og sparnaðar, til að hafa eitthvað fyrir sig að leggja þegar náttúruvá verður.
Þess höfum við ekki gætt á umliðnum árum, eb eytt um efni fram og hent peningum í gáleysislega í hluti sem okkur koma ekki við eða getum ekkert gert í.
Við eyðum um 40 milljörðum á ári í gerviflóttamenn sem okkur koma ekki við og fórnum milljörðum vegna loftslags trúarinnar.
Hlýnun eða hitar hafa aldrei verið vandamál á Íslandi. Þessvegna er það vægast sagt skondið að umhverfisráðherra skuli standa fyrir viðamikilli gríðarlega kostnaðarsamri skýrslugerð um hættu Íslands af hlýnun. Sjálfsagt ágætis heilaleikfimi fyrir háskólafólk, án efa jafn gagnleg og deilur háskólaspekinar á umliðnum öldum um það hvort Jesús hefði verið krossfestur á fimmtudegi eða föstudegi.
Kólnandi veður og hafísþök eru raunveruleg vandamál. Þess vegna var sagt og hefur iðulega verið sagt, að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Þannig var það iðulega þegar hafísinn lagðist að landi og eldgos komu í veg fyrir að það sæist til sólar á Suðurlandi langtímum saman.
Náttúrulegar ógnir eru víðfeðm eldgos og kuldi og við þurfum að undirbúa okkur undir að bregðast við því allt annað er þjóðfjandsamlegt.
2.11.2023 | 08:10
Samtök fáránleikans
Í dag tekur Íran við formennsku í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ).Fátt sýnir betur hvers konar samtök fáránleikans SÞ eru. Íransstjórn beitir morðsveitum á ungt fólk,sérstaklega konur, sem neita að hylja hár sitt og þjóðernisminnihluta. Fjöldi ungs fólks og almennra borgara hefur verið drepið vegna baráttu fyrir grundvallarmannréttindum.
Afganistan var kosið í nefnd SÞ um jafnrétti kynjana á sama tíma og stúlkur í Afganistan fá ekki að ganga í skóla eða ráða klæðaburði sínum.
Kommúnistaríkið Norður Kórea er risastórt fangelsi þar sem borgararnir eru sviptir mannréttindum,samt lagði N.Kórea til og fékk samþykkta tillögu á þingi SÞ um að fordæma Ísrael fyrir meinta hörku lögreglu við mótmælendur.
SÞ eru í hugum margra mikilvæg og merkileg samtök. Það er því miður liðin tíð. Samtökin hanga helst saman á því að krefjast peninga af Evrópu og Bandaríkjunum og fordæma Ísrael. Af 25 tillögum sem komu fram hjá SÞ árið 2022 gegn þjóðríkjum, beindust 13 gegn Ísrael,oftast að ástæðulausu.
SÞ var stofnað á grundvelli hugmynda um frið og mannréttindi þ.á.m. að komið yrði í veg fyrir þjóðarmorð á Gyðingum.
Upphaflegur tilgangur er gleymdur. Bandalög múslimaríkja og ýmissa annarra einræðisríkja mynda meirihluta á þingi SÞ og það eina sem virðist sameina þennan hóp er hatrið á Ísrael og ná sem mestum peningum frá Evrópu og Bandaríkjunum.
Svona geta hlutirnir breyst í andhverfu sína. Stundum var sagt sem brandari um fáránleika, að gera Dracula að bankastjóra blóðbankans. Nú er það ískaldur veruleiki, að í dag tekur Íran við forustu Mannréttindanefndar SÞ.
Þegar áður góð samtök breytast í samtök fáránleikans er bara eitt að gera. Að láta þau sigla sinn sjó eins og sagt var forðum:
"Mér og mínum að meinalausu.
1.11.2023 | 08:08
Stríðshaukur slíðrar sverðið
Meðan stríðsátök milli Rússa og Úkraínumanna hafa staðið, hefur Katrín Jakobsdóttir verið fyrst til að mæta á fundi NATO og standa með öllum ályktunum um stigmögnun ófriðarins.
Hundruðir þúsunda ungra manna hafa fallið á vígvöllunum í Úkraínu og fjölmargir óbreyttir borgarar.
Aldrei hefur Katrínu Jakobsdóttur lagt til vopnahlé í átökunum. Þvert á móti hefur hún verið helsti stríðshaukur NATO á sama tíma og hún mælir fyrir því á heimavelli að Ísland fari úr NATO.
Flutt var áróðurstillaga Arabaríkja á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna (SÞ) um vopnahlé í stríði hryðjuverkasamtaka Hamas og Ísrael. Ríkisstjórn Íslands ákvað í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar, að standa með öðrum NATO ríkjum og sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Nú bregður svo við að stríðshaukurinn Katrín Jakobsdóttir vill slíðra sverðin í Mið-Austurlöndum og talar um mannfórnir, sem henni finnst verri en mannfórnir í austurhluta Evrópu. Hvernig skyldi standa á því og hvernig skyldi nú Katrín rökfæra það að ætla að standa með Arababandalaginu og rjúfa nánast órofa samstöðu NATO ríkja í þessu máli?
Miðað við sókn Katrínar Jakobsdóttur í að vera helsti stríðshaukurinn á öllum NATO fundum, þá er hér eitthvað nýtt á ferðinni og eðlilega vefst það fyrir almúganum að skilja stefnu forsætisráðherra,sem krefst órofa samstöðu um mannfórnir í Úkraínu, kemur árásar- og landvinningastríð Aserbajan gegn Armeníu ekki við, en telur vopnahlé á Gasa brýna nauðsyn.
Katrín hefur verið mótfallinn vopnahléi í Úkraínustríðinu vegna þess, að það væri hagfellt fyrir Rússa því þá gæfist þeim svigrúm til endurskipulagningar hernaðaraðgerða. Gildir ekki það sama um Hamas?
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 53
- Sl. sólarhring: 164
- Sl. viku: 3554
- Frá upphafi: 2513358
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 3329
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Ívar Pálsson