Leita í fréttum mbl.is

Landsins forni fjandi

Ertu kominn landsins forni fjandi, orti þjóðskáldið sr. Matthías Johcumson um páskana 1888 þegar hann sá, að hafís var kominn inn á Eyjafjörð. Um aldir hafa helstu náttúrulegu óvinir þjóðarinnar verið Jarðeldar,kuldar og hafís.

Jarðeldar hafa ítrekað opnast á Reykjanesi, en staðið stutt án þess að valda tjóni. Íslenska þjóðin hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi um langa hríð, að jarðeldar hafa ekki valdið tilfinnanlegu tjóni ef undan er skilið gosið í Vestmannaeyjum.

Náttúruöflin eru aldrei stöðug og nú skelfur jörð á Reykjanesi, sem gæti boðað alvarlegra gos en hingað til. Vonandi verður það ekki. Vísireglan er sú hvort sem okkur líkar betur eða verr, að líkur eru á að þar sem einu sinni hefur gosið, gjósi aftur. 

Við erum vanmáttug gagnvart jarðskjálftum,eldgosum og öðrum umbrotum náttúrunnar. Þessvegna skiptir máli fyrir þjóð, sem má vænta þess að þurfa að takast á við óblíð náttúruöfl með reglubundnu millibili, að hún gæti aðhalds og sparnaðar, til að hafa eitthvað fyrir sig að leggja þegar náttúruvá verður. 

Þess höfum við ekki gætt á umliðnum árum, eb eytt um efni fram og hent peningum í gáleysislega í hluti sem okkur koma ekki við eða getum ekkert gert í. 

Við eyðum um 40 milljörðum á ári í gerviflóttamenn sem okkur koma ekki við og fórnum milljörðum vegna loftslags trúarinnar.

Hlýnun eða hitar hafa aldrei verið vandamál á Íslandi. Þessvegna er það vægast sagt skondið að umhverfisráðherra skuli standa fyrir viðamikilli gríðarlega kostnaðarsamri skýrslugerð um  hættu Íslands af hlýnun. Sjálfsagt ágætis heilaleikfimi fyrir háskólafólk, án efa jafn gagnleg og deilur háskólaspekinar á umliðnum öldum um það hvort Jesús hefði verið krossfestur á fimmtudegi eða föstudegi. 

 

Kólnandi veður og hafísþök eru raunveruleg vandamál. Þess vegna var sagt og hefur iðulega verið sagt, að Ísland sé á mörkum hins byggilega heims. Þannig var það iðulega þegar hafísinn lagðist að landi og eldgos komu í veg fyrir að það sæist til sólar á Suðurlandi langtímum saman. 

Náttúrulegar ógnir eru víðfeðm eldgos og kuldi og við þurfum að undirbúa okkur undir að bregðast við því allt annað er þjóðfjandsamlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 130
  • Sl. viku: 3077
  • Frá upphafi: 2294755

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 2806
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband