Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023
11.7.2023 | 10:51
Fjórfrelsi fólk vinna og auðhyggja
Sérkennilegt að talsmenn verkalýðsins skuli ekki gagnrýna alþjóða ofurkapítalismann fyrir að nota reglur um frjálsa för verkafólks eingöngu til að þjóna skammtímahagsmunum og auðhyggju hinna skammsýnu.
Fjórfrelsi Evrópusambandsins: Frjáls flutningur á vörum, fjármunum, þjónustu og fólki. Vörur eru hlutir, fjármagn eru peningar, þjónusta eru aðgerðir, en fólk er allt annað og ólíkt. Fólk eru vitsmunaverur, bundið eigin menningu, tilfinningum, afstöðu, hegðunarmynstri og þjóðfélagssýn o.s.frv.
Frjáls för er sett í Evrópusáttmálann til að þjóna hagsmunum stórfyrirtækja til að geta meðhöndlað vinnuaflið eins og hráefni og flytja það fram og til baka og halda launakjörum niðri, en um leið að búa til lágstétt innflytjenda og aðra lágstétt velferðarfarþega, sem telur það ekki þess virði að vinna láglaunatörfin sem lágstétt innflytjenda vinnur.
Hin hliðin á peningnum er sú, að með því að flytja hæfasta fólkið frá þróunarríkjunum eða fátæku löndunum, er verið að taka frá þeim mestu verðmætin, mannauðinn, sem þessi ríki gætu byggt framfarasókn sína á.
Ofurfyrirtæki glóbalismans í Bandaríkjunum og Evrópusambandinu hafa átölulaust flutt verksmiðjur og framleiðslufyrirtæki frá Evrópu og Ameríku, þar sem verkalýðurinn hefur náð góðum réttindum og starfskjörum. Vel launuð vinna er tekin frá hinum vinnandi stéttum í Evrópu og Bandaríkjunum til að flytja þau til ríkja þar sem réttindi hinna vinnandi stétta eru engin og launakjör vísa til nútíma þrælahalds.
Verkalýðshreyfingin og stjórnmálamenn Vesturlanda hafa látið þetta yfir sig ganga og brugðist gjörsamlega. Það veldur þeim ekki vökunum á Davos fundum hinna ofurríku og stjórnmálamanna í þjónustu þeirra. Þar ræða menn um að koma í veg fyrir að venjulegt fólk geti ferðast í sumarleyfinu sínu vegna meintrar hnattrænnar hlýnunar á sama tíma og Davos furstarnir koma á fundinn á um þúsund einkaþotum.
Verkalýðshreyfingin virðist ekki hugsa um annað en kjarasamninga í krónum og aurum, en horfir ekki til langtímamarkmiða. Stjórnmálastéttin hefur brugðist alla þessa öld og raunar lengur, þar hefur auðhyggjan ráðið öllu, en siðræn gildi og virðingin fyrir einstaklingnum vikið algjörlega nema viðkomandi sé auðmaður og skiptir þá ekki máli hvernig auðurinn er tilkominn.
Mammon spyr bara um hvað þú átt mikla peninga ólíkt hinum kristilegu og siðrænu gildum þar sem glaðst er yfir velgengni fólks þegar það hefur unnið til þess á heiðarlegan hátt.
10.7.2023 | 12:28
Stjórnmál í Hollandi og Íslandi
Helsta baráttumál hefðbundinna stjórnmálaflokka á Vesturlöndum um nokkurt skeið, hefur verið að komast í ríkisstjórn og vera með í partíinu. Ekki þó til að gera neitt umfram að deila og drottna í þágu vina og flokksfélaga.
Eftir að BBB flokkurinn (Borgara og bænda hreyfingin) í Hollandi varð stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum m.a. vegna andstöðu sína við loftslagsstefnu stjórnvalda, voru góð ráð dýr fyrir stofnanaflokkana.
Mark Rutte,Teflon Mark eins og hann er kallaður, sem leitt hefur fjórar samsteypustjórnir samfellt á 13 ára tímabili sá til þess, að hægt var að mynda samsteypustjórn fjögurra stærstu hefðbundinna stjórnmálaflokka til að halda BBB utan stjórnar og gera þá áhrifalausa og gæta þess, að vilji stórs hluta kjósenda næðu ekki fram að ganga að neinu leyti.
Nú þrýtur Mark Rutte örendið vegna þess að jafnvel í Hollandi halda stofnanaflokkarnir samt í ákveðna grunnstefnu, ólíkt því sem er hér.
Hér norður við heimskautsbaug fylgir ríkisstjórnin óábyrgri stefnu í málum hælisleitenda þrátt fyrir að Jóni Gunnarssyni tækist með harðfylgi að koma fram örlitlum breytingum þrátt fyrir andstöðu VG.
Óneitanlega hlítur Sjálfstæðisfólk að velta fyrir sér hvort forusta flokksins sé tilbúin til að gefa hvað sem er eftir bara til að hanga í ríkisstjórn með Framsókn og Vinstri grænum.
Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar er ríkissjóður rekinn með gríðarlegum halla og báknið þennst út. Atvinnumálaráðherra VG tekur fyrir að atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar séu virt. Varaformaður VG þvælist fyrir því að lögfestar verði nauðsynlegar reglur varðandi stéttarfélög og vinnudeilur. Ólöglegir innflytjendur flæða inn í landið og ríkisstjórnina skortir samstöðu um að gera nauðsynlegar breytingar á lögum og stjórnvaldsreglum til að koma í veg fyrir hamfarir vegna þess.
Til að kóróna allt boðar forsætisráðherra, að leggjast á árar til að takmarka tjáningarfrelsið með því m.a. að setja opinbera starfsmenn á námskeið til að læra hvað má segja og ekki segja. Allt er það með blessun formanna hinna stjórnmálaflokkana
Hvenær er eiginlega kominn tími til að ljúka þessu stjórnarsamstarfi. Ég taldi næsta öruggt að þegar Svandís Svavarsdóttir braut gegn atvinnufrelsinu þá væri nóg komið. En svo var ekki. Sumarfríið heillaði.
En hvað ætlar þá Sjálfstæðisflokkurinn að bjóða upp á í næstu kosningum?
9.7.2023 | 12:08
Fylgdarlausu "börnin" 105
Barna- og fjölskyldustofa auglýsti í gær eftir vistforeldrum fyrir 105 "fylgdarlaus börn á flótta". Meginhluti "barnanna" eru að sjálfsögðu strákar sumir fúlskeggjaðir, en "góða fólkið" hefur komið í veg fyrir að kanna megi aldur "flóttabarnanna" með einfaldri læknisskoðun.
"Börnin" koma frá Sómalíu,Palestínu,Afganistan, Venesúela og Úkraínu. Hvernig komust þau til Íslands?
Við venjulega fólkið þurfum að sýna passa fyrir brottför með flugi, en fylgdarlausu börnin eru iðulega skilríkjalaus að eigin sögn. Hvernig komust þau þá hingað? Sýnir þetta ekki hversu nauðsynlegt er að gera alvöru breytingar á lögum sem varða hælisleitendur, farendur, ólöglega innflytjendur o.s.frv.
Ekki ætti að vera vandamál að finna vistforeldra. Ætla má að þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigmar Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir og aðrir "no border" liðar á Alþingi taki að sér að vera vistforeldrar. Er ekki rétt að "góða fólkið" taki höndum saman og leysi eigið vandamál sjálft.
Spennandi að sjá hvort hugur fylgir máli hjá "góða fólkinu" eða hvort það telur að það sé allra annarra að leysa vandamálið sem það sjálft bjó til.
8.7.2023 | 11:35
Sumarkvöld í Reykjavík
Veit nokkuð yndislegra leit augað þitt nokkuð fegra en vorkvöld í Reykjavík orti borgarskáldið Tómas Guðmundsson.
Eftir langvinna rigningartíð frá því í vor og fram á sumar er kærkomið, að fá góða sólríka sumdardaga í höfuðborginni. Dagurinn í gær var einn slíkur og kvöldið einstaklega fagurt. Að mestu heiðskírt og hlýtt þó að kvöldsvalinn minnti vel á hnattstöðu landsins.
Við Margrét ákváðum að njóta kvöldsins með því að fara á ýmsa bestu útsýnisstaði í borginni og enda við sólarlag á Laugarnestanga.
Aðstæður voru með sama hætti og þegar skáldið og jarðfræðingurinn Sigurður Þórðarson orti ljóðið; Svífur yfir Esjunni sólroðið ský.
Við sólarlag voru mörg ský á himninum sólroðin og vesturgluggar húsa sindruðu eins og segir í kvæðinu og sumargolan þó að svöl væri strauk vangana. Það var kyrrt og bjart og landið skartaði sínu fegursta. Til norðurs gat að líta ægifagran Snæfellsjökul og leikur ljóss og skugga þegar sólin seig í hafið varpaði magnaðri dulúð og fegurð yfir allt umhverfið.
Það er ekkert fegurra en sumarkvöld í Reykjavík á góðum degi. Sem minnir okkur á, að við þurfum að varðveita þær mörgu perlur náttúrunnar sem við eigum í landinu og gæta þess, að saga landsins, menning, trú og tunga týnist ekki í umróti margra samhliða mannlegra samfélaga.
Við eigum verk að vinna og berum ríka ábyrgð eins og segir í ljóðinu;
Ísland er land þitt því aldrei skalt gleyma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2023 | 09:57
Kvala- og hvalamálaráðherrann
Svandís Svavarsdóttir ráðherra hefur gert meira en aðrir ráðherrar til að efna til ófriðar við samstarfsflokka sína í ríkisstjórn og sýnt að ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald heldur er málum stýrt af hverjum ráðherra fyrir sig án þess að ríkisstjórnin að öðru leyti hafi með það að gera.
Sé völdum skipt á milli margra og allir toga sitt í hvora áttina, þá getur ekki verið um skilvirkni eða skynsamlega stjórnarhætti að ræða. að ræða. En þannig er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir í blaðagrein í gær, að stjórnsýsla Svandísar reyni á þanþolið í ríkisstjórn. Það er vægt til orða tekið og á við um alla ráðherra VG. Svandís er samt sér á báti.
Sem heilbrigðisráðherra bar Svandís ábyrgð á því, að fjöldi fólks leið miklar kvalir í langan tíma vegna þess að ráðherrann kom í veg fyrir að hægt væri að nýta þá kosti sem í boði voru til að stytta biðlista eftir bráðaaðgerðum eins og liðskiptaaðgerðum vegna pólitísks ofstækis. Ofan á það bættist að fólk komt ekki til vinnu og lífskjör þeirra efnalega voru líka skert auk þeirra líkamlegu þjáninga sem fólk þurfti að taka út á ábyrgð Svandísar ráðherra.
Nú hefur Svandís séð nýtt tækifæri til að hrekkja og koma illu til leiðar algerlega að ástæðulausu. Af persónulegum geðþótta ákvað hún að banna hvalveiðar rétt í þann mund, sem hvalavertíðin var að hefjast og allt var tilbúið til að hefja hefðbundnar veiðar, sem ekkert er athugunarvert við.
Með þessari geðþóttaákvörðun veldur Svandís margvíslegu tjóni hjá því fólki, sem hefur atvinnu af þessari starfsemi auk þess, sem skattgreiðendur þurfa að greiða reikninginn vegna löglausra athafna þessa ráðherra og brota á ákvæðum stjórnarskrár um atvinnufrelsi.
Sæmilega burðugir stjórnmálaforingjar mundu ekki láta þetta yfir sig ganga og slíta stjórnarsamstarfinu við svo búið og þó fyrr hafi verið, en einhverra hluta vegna virðist Katrín Jakobsdóttir komast upp með það ásamt meðráðherrum sínum í VG að gera hvað sem er, sem enginn mið- og hægri flokkur í Evrópu mundi samþykkja.
Sjálfstæðisflokkurinn hefði að sjálfsögðu átt að slíta stjórnarsamstarfinu þegar Svandís Svavarsdóttir sat þversum fyrir því að hið frjálsa framtak gæti losað fólk við kvalir, óþægindi og tekjumissi meðan hún var heilbrigðisráðherra.
Nú þegar þessi ráðherra heldur uppteknum hætti af þjónkun við kommúníska arfleifð sína, er ekki annað í boði en að tilkynna forsætisráðherra, að annað hvort fari þessi vandræðaráðherra strax og atvinnufrelsi verði virt eða ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið þegar í stað.
5.7.2023 | 07:58
Hyldýpisgjáin milli launafólks og ofurlaunafólks
Stundum er talað um tvær þjóðir í landinu. Þjóðin sem býr við ofurlaun og alsnægtir og þjóðina, sem þarf að hafa sig alla við til að ná endum saman og lifa mannsæmandi lífi.
Jafnaðarflokkur Íslands, Samfylkingin, hefur á stefnuskrá sinni að berjast fyrir því "að afrakstur vinnu dreifist með sanngjörnum hætti um samfélagið svo enginn líði skort og allir njóti jafnra lífstækifæra."
Lengst af voru Norðurlöndin þ.m.t. Ísland í hópi ríkja þar sem launaumur var minnstur og framþróun og þjóðfélagslegt réttlæti í samræmi við það. Mikill launamunur leiðir til ójafnaðar, mikillar togstreitu í þjóðfélaginu og misskiptingu eigna. Ég tel það því æskilegt markmið í pólitík,að berjast fyrir því að mismunur hæstu og lægstu launa sé ekki úr hófi.
Ofurlaunin bankastjórnaraðalsins í bankakerfinu eru umfram alla vitræna glóru. Ofurlaunin sem sjást eru bara hluti af bankaspillingunni. Alls konar kaupaukar, skattaívilnanir og viðskiptatækifæri til viðbótar eru líka í boði fyrir þau innvígðu í bankageiranum. Starfskjör sem engan venjulegan launþega dreymir um og á ekki kost á.
Formaður Jafnaðarflokks Íslands,Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir var áður en hún settist á þing, ofurlaunakona í bankakerfinu. Henni var gert tilboð, sem hún taldi sig ekki geta hafnað og fékk fyrir það 101 milljón, á þurru, þá nýkomin til starfa fyrir Kviku banka. Starfskjör sem þessi eru umfram allt velsæmi, en tíðkast í veislunni í bankakerfinu á kostnað neytenda.
Nú skal ekki vandræðast við Kristrúnu Frostadóttur yfir ofurlaununum hennar hjá Kviku, þó þau rími ekki við stefnu flokks hennar í launamálum.
Spurningin er hvað Kristrún Frostadóttir og Jafnaðarflokkur hennar ætlar að gera til að draga úr þeim hyldýpis launamun sem er til staðar í landinu. Finnst Kristrúnu Frostadóttur í lagi að stjórnendur í bankakerfinu séu með árslaun daglaunafólksins og ríflega það á einum mánuði? Með hvaða hætti á að ná fram þeim markmiðum jöfnuðar sem Samfylkingin boðar? Kristrún ætti að geta svarað því sem innvígð í klúbb ofurlaunafólksins í bankageiranum.
Hvað skyldi daglaunafólkið vera mörg ár að vinna sér inn tekjur sambærilegar 100 milljóna kaupaukanum, sem Kristrún fékk í sinn hlut hjá Kviku banka. Finnst Kristrúnu sem jafnaðarmanni slík mismunun starfskjara í lagi? Skyldi Kristrún telja að fólkið utan bankageirans njóti sömu lífstækifæra og hún og félagar hennar í ofurlaunaklúbbi bankastarfsmanna?
Hvað ætlar Samfylkingin að gera til að jafna starfs- og launakjör fólksins í landinu í samræmi við stefnuskrá sína. Það er sú einfalda spurning sem ofurlaunadrottningin í formannsstól Samfylkingarinnar verður að svara. Jafnframt því hvort henni finnist ofurlaunin fyrir bankaaðalinn afsakanleg.
4.7.2023 | 11:34
Ábyrgðin og ofurlaunin
Rúmri viku eftir að sátt fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (FSÍ) var opinberuð um brot Íslandsbanka við hlutafjárútboð í bankanum hafa 5 stjórnendur, regluvörður og bankastjóri hætt störfum eða allir sem komu að hlutafjárútboði í bankanum. Skv. sáttinni greiðir bankinn 1.160.000.000 í sekt.
Málið kom upp fyrir hálfu ári. Af hverju var ekkert gert þá? Bankastjórn og umræddir starfsmenn þ.á.m. bankastjórinn töldu að þau kæmust upp með þetta og mundu halda áfram óáreitt í störfum sínum "busines as usual"
Formaður bankastjórnar segir að starfslokasamningur hafi verið gerður við starfsmennina í samræmi við ráðningarsamning, sem má ætla að losi hálfan milljarð auk kostnaðar vegna starfsloka bankastjórans.
Þegar allt er talið má ætla að sektin sem Íslandsbanki þarf að greiða auk greiðslur til burtflæmdra starfsmanna nemi hátt í tvo milljarða, sem neytendur þurfa á endanum að greiða.
Hvað afsakar það að slík hyldýpisgjá skuli vera á milli æðstu stjórnenda banka og almenns launafólks í landinu og þó vísað væri þessvegna til alþingismanna eða ráðherra? Ekki er ábyrgðinni fyrir að fara eins og þetta dæmi sýnir. Í raun er ekkert sem afsakar ofurlaun sem viðgangast fyrir toppana í bankakerfinu. Banka sem eru að meginstefnu til í eigu ríkisins.
Allir stjórnendur og regluvörður hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Í síðustu viku var bankareikningi enska stjórnmála- og fréttamannsins Nigel Farage lokað fyrirvaralaus. Ekki vegna þess að Farage væri vondur kúnni heldur vegna skoðana hans.
Farage hefur talað gegn m.a.Brexit og innflytjendastefnunni en var látinn afskiptalaus þó mörg skoðanasystkini hans hefðu verið beitt sömu afarkostum og Farage núna.
Farage varð það á að gera athugasemd við fánaborg regnbogafánans þegar hann kom í bankann og spurði hvort bankinn væri til í að flagga fána annarra lífsskoðunarhópa. Afleiðingin að lokað var á hann og hann nýtur ekki þess, að hafa bankareikning, kredit eða debitkort.
Þó ástandið sé óvenju slæmt í Bretlandi þar sem bankareikningum þúsunda einstaklinga hefur verið lokað vegna skoðana sem ekki eru þóknanlegar bankastjórnendum, þó hvorki væri um refsiverða hluti að ræða eða dónaskap.
Hér heima förum við heldur ekki varhluta af þeim ofstopa og fasisma, sem viðhafður er gagnvart tjáningarfrelsinu. Kennari á Akureyri var rekinn úr starfi fyrir að vísa í Biblíuna og kennari í Háskólanum í Reykjavík var rekinn fyrir að tjá sig um konur á lokuðum þræði á fésbók þó þar væri ekki um neinn dónaskap að ræða. Fólk sem hafnaði skoðunum stjórnvalda, fjölmiðlaelítunnar og þríeykisis vegna Kóvíd varð líka fyrir búsifjum.
Málið er grafalvarlegt. Opin frjáls umræða er forsenda eðlilegra tjá- og skoðanaskipta og þess, að markaðstorg hugmyndanna starfi með eðlilegum hætti. Við erum með samkeppnislög sem vísa til viðskipta með vöru og þjónustu, þar sem margvíslegir hlutir eru bannaðir til að tryggja að samkeppnisþjóðfélagið virki sem best fyrir neytendur og þjóðfélagið.
Varðandi markaðstorg hugmyndanna, þá skortir á, að samskonar löggjöf verði sett, sem tryggir í auknum mæli að fólk geti sagt skoðun sína án þess að verða svipt borgaralegum réttindum. Stjórnvöld verða að bregðast við því af fullum þunga með því að setja löggjöf sem ver einstaklinginn gegn aðsókn, réttinda- og stöðumissi vegna skoðanna sinna.
Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarinn réttur, en við setningu þess ákvæðis hvarflaði sjálfsagt ekk að neinum að viðskiptaaðilar mundu fara að beita ritskoðun að geðþótta og banna viðskipti við fólk með "rangar" skoðanir að þeirra mati.
Í Bretlandi urðu samtök um tjáningarfrelsi fyrir því að Pay pal aðgangi og bankareikningum var lokað vegna gagnrýni á Kóvíd ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem síðar reyndust rangar. Þeir sem tala um "móður" í stað þess að segja einstaklingur sem hefur fætt barn, í stórri hættu af því að nota á pólitískt réttmál, sem og þeir sem amast út í karla sem skilgreina sig sem konur og nota klósett og búningsklefa kvenna.
Breska ríkisstjórnin hefur brugðist við og fordæmt sjálftöku fjármálastofnana við að eyðileggja tjáningarfrelsi þeirra sem hafa aðrar skoðanir en stjórnendur peningaveldisins þ.e. varðandi transhugmyndafræðina, Kóvíd, loftslagsmál, innflytjendamál og múslima, en í umræðu um þessi mál verður fólk að tipla á tánum svo að það missi ekki borgaraleg réttindi þvert á stjórnarskrárvarinn rétt til tjáningar.
Í þessu sambandi hefur verið tekið fram af hálfu fjármálaráðuneytis Bretlands af gefnu tilefni:
"Banks and payment providers occupy a privileged place in society and it would be a concern if financial services were being denied to those exercising the right to lawful free speech. As a minimum, it is the governments view that, without deviation, a notice-period and fair and open communication with a customer must apply in situations which relate to termination on grounds other than suspected or actual criminal offences or when otherwise allowed by law.
Gott væri ef ríkisstjórn Íslands tjáði sig með sama hætti til varnar tjáningarfrelsinu.
Þvert á móti leggur forsætisráðherra til að vegið verði enn frekar að tjáningarfrelsinu og fólk sett í menntun og endurmenntun til að læra hvað má segja og hvað ekki að hætti kínverskra kommúnista.
Fallist Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur á fyrirætlanir forsætisráðherra um kommúníska endurmenntun opinberra starfsmanna o.fl. um hvað má segja og hvað ekki, þá fordjarfa þeir tilveru sinni sem flokkar sem eiga að gæta að borgaralegum réttindum fólks og standa vörð um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar. En það er ekki nóg að hafna hugmyndafræði forsætisráðherra. Meira þarf, til að vernda raunverulegt tjáningarfrelsi í landinu.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 247
- Sl. sólarhring: 780
- Sl. viku: 4068
- Frá upphafi: 2427868
Annað
- Innlit í dag: 230
- Innlit sl. viku: 3766
- Gestir í dag: 226
- IP-tölur í dag: 219
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- Adolf Friðriksson
- Jón Þórhallsson
- Ágúst H Bjarnason
- Agný
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés Magnússon
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Jón Þóroddur Jónsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Baldur Hermannsson
- Námsmaður bloggar
- Jón Ríkharðsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Einar Gunnar Birgisson
- Björn Halldórsson
- Björn Júlíus Grímsson
- SVB
- Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
- Carl Jóhann Granz
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Dominus Sanctus.
- Inga Sæland Ástvaldsdóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Þórólfur Ingvarsson
- Dögg Pálsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Elle_
- Einar Björn Bjarnason
- Einar G. Harðarson
- Eiríkur Guðmundsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- ESB og almannahagur
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Jón Kristjánsson
- Atli Hermannsson.
- Baldur Gautur Baldursson
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Frjálshyggjufélagið
- Jakob Þór Haraldsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Georg Eiður Arnarson
- Gestur Halldórsson
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Guðmundur Júlíusson
- gudni.is
- Jón Þórhallsson
- Gunnar Freyr Hafsteinsson
- Gústaf Níelsson
- Gústaf Adolf Skúlason
- Guðjón Ólafsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Haraldur Baldursson
- Halldór Jónsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Sigurbjörg Eiríksdóttir
- Heimir Ólafsson
- G Helga Ingadottir
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Himmalingur
- Hildur Sif Thorarensen
- Eiríkur Harðarson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Einar Ben
- Inga Lára Helgadóttir
- Inga G Halldórsdóttir
- Jakob S Jónsson
- Einar B Bragason
- Jens Guð
- jósep sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Jónas Egilsson
- Jón Pétur Líndal
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Valur Jensson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Eyþór Jóvinsson
- Júlíus Björnsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Eggertsson
- Kjartan Magnússon
- Högni Snær Hauksson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristján H Theódórsson
- Bjarki Steingrímsson
- Steingrímur Helgason
- Konráð Ragnarsson
- Lífsréttur
- Loncexter
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Júlíusson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Magnús Jónsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Alfreð Símonarson
- Markús frá Djúpalæk
- Marta Guðjónsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Morgunblaðið
- Natan Kolbeinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Örn Jónsson
- Ólafur Sveinsson
- Ólafur Fr Mixa
- Ómar Bjarki Smárason
- Páll Ingi Kvaran
- Pálmi Gunnarsson
- Pjetur Stefánsson
- Rafn Gíslason
- Ragnar G
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnar L Benediktsson
- Rannveig H
- Árni Gunnarsson
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Rósa Harðardóttir
- ragnar bergsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Samstaða þjóðar
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jóna Sigurðardóttir
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurður Jónsson
- Skattborgari
- Haraldur Pálsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Júlíusson
- Þorsteinn Guðnason
- Jóhann Pétur
- Sverrir Stormsker
- Sturla Bragason
- Sumarliði Einar Daðason
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Björn Bjarnason
- Óli Björn Kárason
- Jón Þórhallsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þórhallur Guðlaugsson
- Þórhallur Heimisson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valsarinn
- Valur Arnarson
- Vefritid
- Ingunn Guðnadóttir
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Eyþórsson
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Ívar Pálsson