Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2023

NATO, Bandaríkin og Sameinuðu þjóðirnar bregðast.

Einræðisherrann í Aserbajan réðist á Armena fyrir nokkrum dögum í Nagorno Karabak, en þar hafa Armenar búið, lifað og starfað öldum saman. 

Búast hefði mátt við því, að NATO og Bandaríkin kæmu kristnum Armenum til hjálpar og stöðvuðu árás Asera eins og þau gerðu  þegar þau rústuðu Serbíu með loftárásum út af múslimskum Albönum í Kósóvó, sem þeir töldu í hættu. 

Bandaríkin og NATO halda úti styrjöld í Úkraínu með gríðarlegum fjárgjöfum og vopnasendingum. Armenar voru svo vitlausir að styðja tillögur sem mótmæltu innrás Rússa og elta Vesturlönd. Afleiðingin er að Rússar sjá ekki að þeim komi innrás Asera við og friðargæsluliðar þeirra láta ekki sjá sig. 

Erdogan Tyrkjasoldán fagnar með einræðisherranum í Aserbajan yfir vel heppnaðri innrás og hernámi Nagorno Karabak og kristnir Armenar skuli hraktir frá heimilum sínum.

Hvar er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hvar er öryggisráð Sameinuðu þjóðana? Hvar er hin hjálpandi hönd Bandaríkjanna og af hverju gera flugvélar þeirra ekki loftárás á Bakú höfuðborg Aserbajan eins og Belgrad forðum?

Hvar er nú hinn stolti Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO. Kemur þetta honum ekkert við? 

Svo virðist sem það skipti SÞ.NATO og USA engu máli þó líf sé murkað úr Armenum og hundruðum þúsuna stökkt á flótta.

Það er sitthvað Úkraína og Nagorno Karabak. Í Nagorno Karabak geta menn ekki gert lítið úr Rússum af því að Armenar voru svo vitlausir að fordæma Rússa vegna innrásarinnar í Úkraínu og súpa nú seyðið af því. Á meðan brosir Pútín í kampinn þegar það sýnir sig að það kostar að vera vinur USA og NATO og ekkert samræmi er í orðum og gerðum á þeim bæ.  


Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið undir þessu.

Félagsmálaráðherra hefur ákveðið, að veita hælisleitendum, sem eru hér ólöglega og búið er að vísa úr landi sérstaka fjárhagsaðstoð, fæði og húsnæði, þvert á það sem um var talað við breytingu á útlendingalögunum. Þá átti að ná stjórn á stjórnlausum málaflokki, málefnum ólöglegra innflytjenda.

Fyrir utan það að fela Rauða krossinum sérverkefni ætlar félagsmálaráðherra að skikka sveitarfélög til að taka þátt í þessu endemisrugli.

Þeir sem hafa verið hér ólöglega um langa hríð á kostnað skattgreiðenda halda áfram að liggja upp á skattgreiðendum þó búið sé að vísa þeim úr landi. Allir sem hingað koma geta þá verið fullvissir um það að þeir fá að vera áfram hvað sem tautar og raular. Landamærin eru þá ekki bara hriplek heldur allt þetta hælisleitenda stjórnkerfi.  

Stjórnvöld ná engum árangri með svona vinnubrögðum.

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sem barðist fyrir breytingu á útlendingalögunum í vor, að láta gera sig að fífli með því að láta þetta yfir sig ganga eða slíta stjórnarsamstarfinu ef þessi aðgerð verður ekki tekin til baka. 

Því verður ekki trúað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessari aðgerð félagsmálaráðherra og samþykkt hana.

Hvað er þá orðið um okkar starf gæti Jón Gunnarsson fyrrum dómsmálaráðherra spurt eins og þjóðskáldið forðum. Já og hvað eigum við þá að spyrja sem teljum það eitt mikilvægasta verkefni fullvalda þjóðar að hafa stjórn á landamærunum og gæta að þjóðtungu og þjóðmenningu.

 

 


Er þörf fyrir sósíalisma?

Fyrrum formanni Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn var boðið að halda fyrirlestur í Safnahúsinu í Reykjavík s.l. laugardag, til að fjalla um "hvers vegna er þörf fyrir sósíalisma" Eðlilegra fundarefni hefði verið "Er þörf fyrir sósíalisma"? og svarið miðað við reynsluna er að sjálfsögðu nei.

Jeremy Corbyn var ekki kominn til að ræða um jafnaðarstefnu eins og sá ágæti flokkur Alþýðuflokkur heitinn barðist fyrir frá 1959 þar til hann var illu heilli vélaður í samstarf með kommúnistum við stofnun Samfylkingarinnar. Heldur öfga vinstri marxisma.

Jeremy Corbyn er öfgafullur vinstri sósíalisti, kommúnisti, sem varð formaður Verkamannaflokksins um nokkurra ára skeið, en kjósendur höfnuðu honum og vinstri stefnu hans alltaf. 

Þar sem fjallað er um fundinn með Corbyn er sagt, að þegar Keir Starmer varð formaður hafi hafist ofsóknir gegn Corbyn og róttækum vinstri sósíalistum til að koma nýfrjálshyggjunni í öndvegi í Verkamannaflokknum. Hvílíkur viðsnúningur á staðreyndum. 

Corbyn var rekinn úr Verkamannaflokknum fyrir rasisma. Það voru engar hreinsanir og það var engin breyting til nýfrjálshyggju í Verkamannaflokknum, hann er enn vinstri sinnaður sósíalistaflokkur. 

Vígorð James Corbyn er "For real change" (fyrir raunverulegar breytingar). Öfgafullir sósíalistar hafa það jafnan á hraðbergi þegar þeim er bent á hvílíkar hörmungar sósíalisminn hefur valdið. Þá segja þér það vantaði upp á að það væri alvöru sósíalismi við berjumst fyrir honum. Raunar sama mantran að breyttum breytanda og Mammonsdýrkendur flytja um ágæti þess, að peningar vaxi á hlutabréfamörkuðum. 

Hvers vegna fengu fundarboðendur ekki frekar flóttamann frá Venesúela til að fjalla um efnið "Hvers vegna þarf fólk að flýja sósíalismann? Sósíalistar um allan heim þurfa að horfast í augu við, að aldrei hefur róttækur sósíalismi leitt til annars, en fátæktar, fólksflótta, sviptingu mannréttinda og aftökur á stjórnarandstæðingum. Það er sama í hvaða heimsálfu sem er sbr. Kambódíu, Kúbu, Sovétríkin, Austur Þýskaland og fjölmörg ríki Afríku. Alls staðar brást Marxíski sósíalisminn. 

Það er sagnfræðileg staðreynd að sósíalismi gengur hvergi með sama hætti og það er staðreynd, að samkeppnisþjóðfélagið lyftir fólki og þjóðum úr fátækt til bjargálna.

Róttækir sósíalistar allra tíma eru alltaf úr tengslum við sögulegar staðreyndir. Annars væru þeir ekki sósíalistar. 

 


Glórulaus skattheimta

Það er komið haust. Okkur er sagt að hitinn á norðurhveli hafi slegið öll met í sumar. Það er raunar rangt en það er annað mál. Veðurspár sýna Miðjarðarhafslöndin og Flórída og Texas eins og það sé kviknað í þeim, en á þessum stöðum hefur hitinn farið um yfir 40 gráður í sumar.

Fjölmiðlaelítan og ríkisstýrða vísindaelítan básúna að nú komi berlega í ljós ógn hnattrænnar hlýnunar. Samt streyma túristar til þessara ofurheitu svæða, sem aldrei fyrr. Fólki líður vel á þessum stöðum og sækist í að fara þangað. Íbúum Flórída hefur fjölgað um 706.000 og Texas um 884.000 frá Kóvíd. Á sama tíma hefur fækkað um meira en milljón íbúa bæði í New York og Kaliforníu. Hitabylgjur og hvirfilbylir eru síðri ógn en vetrarkuldinn.

Kannanir sýna að mun færri deyja úr hita en áður, þrátt fyrir allt tal ríkiskeyptu vísindaelítunnar, fjölmiðla- og stjórnmálaeltítunnar. Kuldinn drepur tíu sinnum fleiri en hiti einnig í Afríkusvo merkilegt sem það nú er.

Þrátt fyrir þetta stelur ríkisstjórnin árlega milljörðum af skattgreiðendum og neytendum til að fórna á altari stærsta svindls sögunnar. Íslenskir neytendur finna fyrir því í hærra bensínverði, sem hækkar líka verðtryggðu lánin þeirra og 30 milljarðar eru teknir af skattgreiðendum skv. fjárlögum.

Það er óafsakanlegt að byggja sjálfur sína eigin dýflissu sagði frelsishetja Sviss, Vilhjálmur Tell og gerði uppreisn gegn ríkisvaldinu sem hafði hneppt hann og landa hans í ánauð.


Það er sitthvað Belgrad eða Baku

Enn á ný sækir her múslimska Aserbajan með stuðningi Tyrkja, fram í Nagorno Karabak, til þess að flæma kristna Armena burt þaðan,sem þeir  hafa búið um aldir. Þessar þjóðernishreinsanir Aserbajana gegn Armenum eru fordæmanlegar.  

Í fyrri heimstyrjöld og fram til 1920 stóðu Tyrkir fyrir þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum á Armenum. Talið er að Tyrkir hafi drepið eina og hálfa milljón Armena. En Tyrkir kunna ekki að skammast sín og neita að þetta hafi gerst þó staðreyndirnar liggi fyrir. 

Nú eru það múslimarnir í Aserbajan, sem standa fyrir þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum með velþóknun Tyrkja. 

Hver skyldu verða viðbrögð NATO með Bandaríkin í broddi fylkingar? Skyldi NATO gera loftárásir á Baku höfuðborg Aserbajan og hafa í hótunum um víðtækari hernað, eins og NATO gerði þegar þeir sprengdu sem óðast í Belgrad og víðar í Serbíu, þegar þeir sökuðu Serba um að reka múslimska Albani burt úr Kosovo héraði þá í Serbíu. 

Herhlaup NATO gegn Serbum undir forustu Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta var fordæmanlegt og brot á grundvelli NATO sem varnarbandalags, því NATO réðist á Serbíu. 

Nú er spurningin hvort Bandaríkin og NATO telja kristna Armena eigi að njóta sömu verndar og múslimska átroðsluhópa í Kósóvó héraði í Serbíu á sínum tíma. Eða skipta Armenar minna máli en Kósóvó Albanir.

Vesturveldin ættu að skammast sín fyrir að hafa ekki veitt Armenum víðtækan stuðning en þessi harðgerða þjóð, sem hefur mátt þola endalausar ofsóknir múslima um aldir á það skilið að kristnar þjóðir sýni þem þá virðingu og stuðning sem þeir eiga skilið. 


Lampedusa og innrásin í Evrópu

Ítalska eyjan Lampedusa í Miðjarðarhafinu, er mun nær Norður Afríku en næsta ítalska byggðu bóli, Sikiley. Ferð með ferju til Sikileyjar frá þessari 8 ferkílómetra eyju tekur 9 klst. Íbúarnir hafa iðulega verið hart leiknir af sjóránum Tyrkja. 

Íbúar eyjarinnar eru 5 þúsund og síðustu 20 árin hefur mikill fjöldi hælisleitenda komið ólöglega til eyjarinnar. Byggð hafa verð flóttamannaskýli og ýmis aðstaða. En þar sem eyjan er fámenn og lítið jarðnæði var ákveðið í síðustu viku að flytja þá ólöglegu hælisleitendur sem voru í búðum á eyjunni til Sikileyjar. 

En andrúmið entist ekki. Sama dag og daginn eftir komu um 10.000 nýir ólöglegir hælisleitendur til eyjarinnar. Helmingi fleiri en íbúarnir. Skipulögð innrás af hálfu þeirra sem smygla fólki til Evrópu. Miðað við það regluverk sem SÞ, Schengen og ES hafa sett er úr vöndu að ráða. 

Íbúar Lampedusa eru orðnir eins og gestir á eyjunni sinni, mannlíf eins og þau þekktu fyrir árið 2000 er horfið. Það er engin Ítalía eftir þó eyjan sé ítölsk. 

Sama hendir okkur ef við gjörbreytum ekki um stefnu. Við erum fámenn þjóð og höfum þegartekið við of mörgum hlaupastrákum frá Afríku og Asíu. Okkar hlutskipti verður svipað og íbúa Lampedusa ef við bregðumst ekki við af krafti þegar í stað. 

Þá verður ekkert Ísland nema að nafninu til. Barnfæddir íslendingar verða eins og gestir í enskumælandi landi. Við eigum bara eitt Ísland. Ef við glötum því, þá heyrir tungumál, saga þess og menning sögunni til. Hvaða máli skiptir þá fullveldi og þá fyrir hverja?

Viljum við virkilega ekki berjast fyrir Íslandi, íslenskri menningu, íslenskri tungu og íslenska þjóð?

Þá verður að loka landinu fyrir hælisleitendum og takmarka innflæði og afgreiða mál þeirra sem enn bíða úrlausnar með hraði. Það verður að gjörbreyta útlendingalöguum og stjórnvöld verða að viðurkenna að allt þetta kerfi "umsækjenda um alþjóðlega vernd" samrýmist ekki staðreyndum samtímans. Verndarkerfið er fyrir fólk sem þarf í meira en 99% tilfella ekki á henni að halda.  

Hvað sem því líður þá er okkar hlutverk að varðveita það dýra land, sögu þess, tungumál og menningu og fullveldi, sem við eigum enn.

 


Tjáningarfrelsið og rétthugsunin.

Páll Vilhjálmsson er einn af beittustu pistlahöfundum, sem skrifa um dagleg málefni. Hann hefur ekki vílað fyrir sér að taka til umræðu í pistlum sínum ýmis mál, sem er nauðsynlegt að ræða á opinberum vettvangi en margir vilja láta kyrrt liggja. Í stað þess að andmæla honum með rökum grípa margir sem eru á öndverðum meiði til þess, að ráðast persónulega á Pál með fullum ónotum,  hótunum og hatursorðræðu. 

Skólastjóri Fjölbrautarskólans í Garðabæ (FG), hefur leyst nemendur undan því að mæta í tíma hjá Páli. Allt er þetta vegna pistla hans undanfarið. Skólastjórinn gerir ekki tilraun til að rökræða málin við kennarann heldur grípur til einhliða ráðstafana með fullyrðingum, sem standast vart rökrænt samhengi við það sem verið er að amast út af varðandi pistla Páls.

Í pistlum sínum varðandi hinsegin fræðslu, samtökin 78 o.fl í því sambandi setur Páll fram ýmsar fullyrðingar. Spurningin sem skólastjórinn hefði átt að skoða fyrst, er hvort fullyrðingarnar eru réttar eða rangar. Séu þær réttar er ekkert tilefni til að skrifa það bréf sem skólastjórinn skrifaði til foreldra og nemenda. Séu þær rangar þá er eðilegt að skólastjórinn bendi á það og biðji kennara sinn um að leiðrétta misfærslur. Þannig ber að bregðast við á markaðstorgi tjáningarfrelsisins í stað þess að ráðast á einstakling, sem nýtir sér tjáningarfrelsið. 

Ég bíð þess, að þeir sem telja að Páll fari með rangt mál í pistlum sínum eigi við hann eðlilega rökræðu svo almenningur geti tekið afstöðu á grundvelli vitrænnar umræðu. Það að hóta mönnum starfsmissi eða lítillækka fyrir skoðanir, sem eiga erindi í umræðuna í lýðræðisríki, er fordæmanlegt.


mbl.is Þurfa ekki að mæta í tíma til Páls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandamálafræði og vansæld

Sagt er frá niðurstöðu könnunar, sem sýnir að íslendingar eru nú óhamingjusamari en fyrr. 

Hvað veldur því að sú þjóð, sem býr við hvað mestu efnahagslegu velsæld, býr við frið og meira öryggi,en flestir aðrir í heimi hér, skuli vera svona vansæl. Já og hvernig stóð á því að þjóðin var mun hamingjusamari hér áður fyrr, þó efnahagsleg verðmæti og almenn velsæld væri minni en nú er. 

Getur verið að vandamálafræðin sem umlykur fólk með allskyns greiningum og meðferðum og lyfjagjöf valdi hér einhverju? 

Pólitíkin hefur e.t.v. ákveðið með þetta að gera, en stjórnarandstaða á öllum tímum hamast við að segja fólki hvað því líður illa þó því líði þokkalega og jafnvel asskoti vel. Horfa má á leikþátt með einleik Inga Sæland til að sjá það. 

Et til vill skortir fólk markmið hugsjónir og áskoranir til að það átti sig á hvað lífið er skemmtilegt og þess virði að lifa því sælt og ánægt þó að stundum gefi hressilega á bátinn.

Já og ef til vill vantar þjóðina rótartengingu við kristilegan menningararf til að geta betur áttað sig á þeim áskorunum sem allir standa frammi fyrir á lífsleiðinni. Sumir oftar aðrir sjaldnar og hvernig á að bregðast við og með von og trú.

Já og ef til vill skortir á, að fólki sé bent á þá grundvallarstaðreynd að: "Hver er sinnar gæfusmiður" 

Sennilega væri þjóðin hamingjusamari ef fólk fengi að vera í friði fyrir vandamálafræðinni og háskólaspekinni og gerði sér grein fyrir því að við höfum öll gildi sem einstaklingar og við höfum þær skyldur að ávaxta okkar pund hvort sem er í eiginlegri eða óeiginlegri merkingu eins vel og við getum.

 

 


Stefna stefnulausrar ríkisstjórnar.

Stefnuræða forsætisráðherra í gær var sköruglega flutt. Áhersla var lögð á gildi þess, að ólíkir flokkar næðu málamiðlunum í ríkisstjórn. En látið hjá líða að geta þess að ríkisstjórnin er kyrrstöðustjórn af þeim sökum. 

Helstu áherslumál forsætisráðherra umfram það hefðbundna var: Átak til bygginga leiguíbúða. Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum. Bygging vindorkuvera. Ný stofnun "mannréttindastofa" Allt á forsendum ríkisvæðingar, en ekki einstaklingsframtaks.

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra bentu á nauðsyn stöðugleika og baráttu gegn verðbólgu. Á sama tíma auka þau ríkisútgjöld, sem er til þess fallið að auka þennslu í þjóðfélagi og bera eld að verðbólgubálinu. 

Lilja Alfreðsdóttir talaði um nauðsyn réttlátrar skiptingar arðs af auðlindum landsins. Hvað átti hún við? 

Byggnig vindorkuvera. Af hverju telur ríkisstjórnin það vera lausn á heimatilbúnum orkuskorti? E.t.v. vegna sögulegrar andstöðu Vinstri grænna við vistvæn vatnsorkuver, sem hefur komið í veg fyrir að ráðist væri í virkjanir með þeim afleiðingum að í landi ofgnógtar orkuauðlinda, stefnir í orkukreppu. Það eitt ætti að vera nóg til að framsýnir og framfarasinnaðir flokkar hættu samstarfi við VG.

Formanni Samfylkingarinnar mæltist vel og það var athyglisvert að hún sagði að Samfylkingingin hefði áttað sig á að það þyrfti að forgangsraða. Mál til komið. Hingað til hefur það verið meginstef í stjórnmálum, en fyrri forusta Samfylkingarinnar taldi greinilega að það væri hægt að gera allt fyrir alla á annarra kostnað.

Athyglisvert var einnig að heyra Kristrúnu Frostadóttur tala um stefnumörkun í heilbrigðismálum, sem verður fróðlegt að skoða og taka verður undir með henni þegar hún gagnrýndi ríkisstjórnina fyrir stjórnleysi í útlendingamálum og orkumálum, en þá er spurningin mun Samfylkingin leggjast á árar með þjóðhollu fólki um að grípa til aðgerða til að vernda íslenska þjóð og þjóðmenningu og standa að átaki í byggingu vistvænna vatnsorkuvera. Sé svo eiga Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur meiri samleið með Samfylkingunni en VG. 

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur borið öll einkenni stjórnlyndrar vinstri stjórnar. Ríkisútgjöld hafa aukist gríðarlega og ríkisbáknið tútnað út. Það gerist þrátt fyrir að formaður Sjálfstæðisflokksins sé fjármálaráðherra. Verkstjórn forsætisráðherra er nánast engin. Hver ráðherra fer sínu fram án þess, að vart verði við að ríkisstjórnin hafi markað stefnu í málinu. Skilvirk stjórnarstefna fyrirfinnst engin, en á meðan dútlar Katrín forsætisráðherra í woke málunum sínum.

Er ekki rétt að því linni að hún leiði fleiri slík mál í lög í landinu?

 

 

 


Stjórnmálamenn taka eyri ekkjunar og gefa þeim ofurríku

 

Stór hluti stjórnmálamanna tók þá trú, að hamfarahlýnun væri yfirvofandi vegna aðgerða mannfólksins. Þar sáu stjórnmálamenn leið til að ríkið gæti í auknum mæli stjórnað lífi og starfi borgaranna og aukið ríkisbáknið svo um munar. Gríðarlegu fé er varið til "vísindamanna" sem eru fyrirfram þeirrar skoðunar að tryllt hamfarahlýnun sé í gangi. Hinir fá ekkert.

Stjórnvöld á Vesturlöndum fengu auðmenn í lið með sér, með því að peningar væru teknir frá skattgreiðendum til að gefa þeim ofurríku og fyrirtækjum þeirra. Það var gert með allskyns brellum m.a. kolefniskvóta og ofurstyrkja til hins svokallaða "græna hagkerfis", sem hvergi er rekið nema með gríðarlegum fjárframlögum skattgreiðenda. Allt er þetta síðan vafið inn í góðmálapakka undir ýmsum nöfnum þó markmiðið sé aðeins það eitt að færa til fjármuni frá hinum snauðu til hinna ríku.

Með þessu náðu stjórnmálamenn því að vekja athygli á góðmennsku sinni og ráðsnilld og þá skiptir engu máli þó að snilldin kosti skattgreiðendur trilljónir á heimsvísu. Á sama tíma brosir ofurauðvaldið út í bæði yfir þeim viðskiptatækifærum, ríkisstyrkjum og gróða, sem stjórnmálamennirnir færa þeim allt á kostnað skattgreiðenda, iðulega fátæks fólks sem þarf að horfa í hverja krónu og er við það að missa húsin sín vegna vaxtaokurs sem afleiðing af glórulausri peningastjórn stjórnmálamannanna.

Í vor var frá því skýrt, að bílaleigur fengu milljarð frá skattgreiðendum til að kaupa rafbíla. Þessi milljarður var að sjálfsögðu tekinn frá skattgreiðendum og greiddur til fyrirtækja sem notuðu peninga skattgreiðenda til að borga sjálfum sér aukinn arð. 

Nú hefur verið tilkynnt um styrkveitingar úr Orkusjóði, en þar er tæpur milljarður tekinn frá skattgreiðendum til að greiða fyrir orkuskiptum atvinnurekenda. Hæstur styrkveitingarnar í ár ganga til ofurríkra hlutafélaga annarsvegar Samherja og hinsvegar Ísfélags Vestmannaeyja um og yfir 100 milljónir til hvors félags. Garmurinn hann Jón Ásgeir, sem skildi eftir 1000 milljarða skuld í Hruninu,  fær síðan dúsu líka þó hún sé ekki nema 12 milljónir.

Á sama tíma þurfa neytendur og almennir skattgreiðendur að sitja uppi með kostnaðinn vegna þessara gjafa stjórnvalda til hinna ofurríku og þurfa líka að sæta auknum kostnaði og hærri sköttum vegna loftslagsmarkmiða ríkisstjórnarinnar sem fyrst og fremst eru í þágu hinna ofurríku. Við neytendur og skattgreiðendur þurfum t.d. núna að greiða um 20 krónur af hverjum bensínlítra í loftslagshítina og eigum ekki lengur kost á öðru en lélegu bensíni allt vegna aðgerða og markmiða ríkisstjórnarinnar. 

Er ekki kominn tími til að losna við þessa stjórnmálaelítu sem étur upp afkomu og lífskjör venjulegs fólks. Eyrir ekkjunar er enn á ný tekinn, til að færa auðmönnum og stjórnmálaelítunni til að leika sér með. 

 


Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 952
  • Sl. sólarhring: 1074
  • Sl. viku: 5586
  • Frá upphafi: 2469251

Annað

  • Innlit í dag: 848
  • Innlit sl. viku: 5121
  • Gestir í dag: 779
  • IP-tölur í dag: 746

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband