Leita í fréttum mbl.is

Það er sitthvað Belgrad eða Baku

Enn á ný sækir her múslimska Aserbajan með stuðningi Tyrkja, fram í Nagorno Karabak, til þess að flæma kristna Armena burt þaðan,sem þeir  hafa búið um aldir. Þessar þjóðernishreinsanir Aserbajana gegn Armenum eru fordæmanlegar.  

Í fyrri heimstyrjöld og fram til 1920 stóðu Tyrkir fyrir þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum á Armenum. Talið er að Tyrkir hafi drepið eina og hálfa milljón Armena. En Tyrkir kunna ekki að skammast sín og neita að þetta hafi gerst þó staðreyndirnar liggi fyrir. 

Nú eru það múslimarnir í Aserbajan, sem standa fyrir þjóðernishreinsunum og fjöldamorðum með velþóknun Tyrkja. 

Hver skyldu verða viðbrögð NATO með Bandaríkin í broddi fylkingar? Skyldi NATO gera loftárásir á Baku höfuðborg Aserbajan og hafa í hótunum um víðtækari hernað, eins og NATO gerði þegar þeir sprengdu sem óðast í Belgrad og víðar í Serbíu, þegar þeir sökuðu Serba um að reka múslimska Albani burt úr Kosovo héraði þá í Serbíu. 

Herhlaup NATO gegn Serbum undir forustu Clinton þáverandi Bandaríkjaforseta var fordæmanlegt og brot á grundvelli NATO sem varnarbandalags, því NATO réðist á Serbíu. 

Nú er spurningin hvort Bandaríkin og NATO telja kristna Armena eigi að njóta sömu verndar og múslimska átroðsluhópa í Kósóvó héraði í Serbíu á sínum tíma. Eða skipta Armenar minna máli en Kósóvó Albanir.

Vesturveldin ættu að skammast sín fyrir að hafa ekki veitt Armenum víðtækan stuðning en þessi harðgerða þjóð, sem hefur mátt þola endalausar ofsóknir múslima um aldir á það skilið að kristnar þjóðir sýni þem þá virðingu og stuðning sem þeir eiga skilið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt rétt hjá þér,ég skammast mín mikið að hafa stutt aðild Ísland að NATO í gegnum tíðina og sjá svo framferði þeirra í dag.

Runar Valsson (IP-tala skráð) 24.9.2023 kl. 17:12

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Armenar hafa kosið að vera í varnarbandalagi með Rússum og eru nánir bandamenn þeirra. Pútín mun þó ekkert gera fyrir þessa bandamenn sína. Ráðamenn í Armeníu þora samt ekki að gagnrýna Rússa nema undir rós.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 24.9.2023 kl. 18:17

3 Smámynd: Jón Magnússon

Þakka þér fyrir Rúnar. Sjálfsagt að styðja aðild að NATO og gera kröfu um að bandalagið sé og verði varnarbandalag og ekki verði hægt að nota það til árásar á sjálfstæð ríki. 

Jón Magnússon, 24.9.2023 kl. 21:38

4 Smámynd: Jón Magnússon

Áttu og eiga Armenanr eitthvað val á bandamanni eða bandamönnum Einar. Þeir eru aðþrengdir af múslímskum ríkjum á alla enda og kanta nema Rússlandi og eru fyrrum Sovét lýðveldi. Ekki vill NATO þá ekki frekar en ES. 

Jón Magnússon, 24.9.2023 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 110
  • Sl. sólarhring: 143
  • Sl. viku: 4293
  • Frá upphafi: 2296083

Annað

  • Innlit í dag: 100
  • Innlit sl. viku: 3932
  • Gestir í dag: 92
  • IP-tölur í dag: 92

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband