Leita í fréttum mbl.is

Sumir en ekki aðrir.

Demókratar í Bandaríkjunum og fjölmiðlaelítan hefur nær daglega hneykslast á orðfæri Donald Trump Bandaríkjaforseta og varla átt orð um dónaskap hans.

Líklegasti mótframbjóðandi Trump, Joe Biden kann sitthvað fyrir sér í dónaskap að því er virðist, en þá segir enginn neitt.

Í gær mætti Biden í verksmiðju Fiat-Chrysler í Detroit. Verkamaður ásakaði Biden um að vera á móti réttindum borgaranna skv. 2. gr. stjórnarskrá Bandaríkjanna og því svaraði Biden

"You are full of sh--, I did not Þú ert fullur af sk--. Síðar virtist hann segja að verkamaðurinn væri "horse´s ass" 

Sennilega hefðu fjölmiðlar vestra og RÚV gjörsamlega tapað sér hefði Trump sagt þetta. RÚV hefði kallað í Eirík Bergmann eða Silju Báru Ómarsdóttur og spurt þau í þaula um hvort fólk mundi nú ekki loksins yfirgefa Trump. En þegar Biden óskabarn Demókrata á í hlut þá hneykslast hefðbundnir fjölmiðlar ekki. 

Þetta heitir víst hlutlæg fréttamennska í heimi núfjölmiðlunar.


Ekki meir. Ekki meir.

Sumir læra aldrei af sögunni eða því sem gerist fyrir framan nefið á þeim. Aðrir bregðast við að fenginni reynslu.

Árið 2015 tók Angela Merkel ranga ákvörðun þegar hún mælti fyrir svonefndri pólitík um "opnar dyr". Svonefndum hælisleitendum var þá leyft að koma hindrunarlaust til Þýskalands. Meira en milljón þeirra komu, stærstur hluti til Þýskalands. Afleiðingarnar urðu vægast sagt slæmar. 

Nú 5 árum síðar hafnaði þýska þingið með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða tillögu um að taka við 5000 svonefndum börnum flóttafólks, sem dveljast í Grikklandi. Meira að segja sósíalistaflokkurinn greiddi atkvæði gegn tillögunni.

Þjóðverjar lærðu af mistökunum frá 2015 og ætla sér ekki að endurtaka þau.

Á sama tíma hamast nokkrir íslenskir fjölmiðlar og fordæma,að vísa eigi fólki frá Afganistan, sem hér dvelst ólöglega úr landi til Grikklands og meira að segja dómsmálaráðherra hefur tjáð sig í þá veru, að það sé vont að fara að íslenskum lögum og vísa fólki til Grikklands.

Í þessu efni stöndum við frammi fyrir sömu spurningu og þýska þingið stóð frammi fyrir. Þýska þingið ákvað að standa með þjóð sinni eftir bitura reynslu og vondar afleiðingar frá 2015. Spurning er hvort íslenskir ráðamenn standa með þjóð sinni með sama hætti og þeir þýsku nú?

Smyglhringirnir sem hafa ómældan arð af því að koma svonefndum hælisleitendum til Evrópu fylgjast vel með. Því miður hafa íslenskir stjórnmálamenn, biskup þjóðkirkjunnar og fjölmiðlar hagað sér þannig að augu smyglarana beinast að Íslandi.

Varnir okkar eru litlar. Við erum með ein fáránlegustu og þjóðfjandsamlegustu útlendingalög sem til eru í Evrópu auk annarrar dellu í þessum málaflokki. 

Veit íslenskt stjórnmála- og fjölmiðlafólk ekki hvað hefur gerst í nágrannalöndum okkar m.a. Svíþjóð og Þýskalandi eða er því algjörlega sama um örlög eigin þjóðar og þau vandamál sem þau búa til með ærnum tilkostnaði fyrir land og þjóð með misvísandi geðþóttaákvörðunum, linkind og slappleika í stað þess að fara að þeim lögum. 

 


Katrín Jakobsdóttir og hugmyndafræðilegur skyldleiki.

Í dag lýsti Katrín Jakobsdóttir því yfir að hún væri hugmyndafræðilega skyld þeim Bernie Sanders hinum amríska og Varoufakis hinum gríska.

Bernie Sanders er maður sem dásamar kommúnistastjórnirnar á Kúbu og Venesúela. Vegna óstjórnar í Venesúela, streyma hingað hælisleitendur sem flýja dýrðarríkið, sem ætla má að þau Bernie og Katrín hafi svo miklar mætur á. Þá vill Bernie þessi gera allt fyrir alla á annarra kostnað eins og góðir sósíalistar gera jafnan þangað til þeir eru búnir með peninga annarra.

Svo er það hugmyndafræðilegi skyldleiki forsætisráðherra og fyrrum fjármálaráðherra Grikklands Varoufakis sem fór úr ríkisstjórn rótæks sósíalistaflokks, af því að hann var ekki nógu róttækur fyrir kommúnistann Varoufakis. Varoufakis hefur mikið og stórt horn í síðu frjálsrar samkeppni og markaðsbúskapar. En sú hugmyndafræðilega nálgun hans fellur heldur betur í kramið hjá íslenska forsætisráðherranum. 

Íslenski heilbrigðisráðherrann flokkssystir forsætisráðherra framkvæmir nú sem mest hún má stefnu þeirra Katrínar og Varoufakis með þeim afleiðingum að fjöldi fólks er á biðlista eftir bráðaaðgerðum og þarf að bíða mánuðum og jafnvel árum saman sárþjáð eftir nauðsynlegum aðgerðum af því að vondu kapítalistarnir á Íslandi mega ekki græða og þá er betra að velja dýrari valkost jafnvel þó að útlendir kapítalistar græði.

Engan þarf að undra þó ýmislegt gangi miður hjá ríkisstjórn hæstlaunaðasta forsætisráðherra Evrópu og ríkisstjórnin hennar hafi gert sitt til að eyðileggja góðærið, þegar pólitísk skírskotun ráðherrans og samsömun er við mestu vinstri öfgarnar í Evrópu og Ameríku.  

 

 


« Fyrri síða

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Mars 2020
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 64
  • Sl. viku: 2280
  • Frá upphafi: 2296217

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 2110
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband