Leita í fréttum mbl.is

Þeir hættulegu

Í grein ristjóra Heimldarinnar, Þórðar Snæs Júlíussonar um ofurinnflutning hælisleitend fjallar hann um hryðjuverk og kemst að þeirri niðurstöðu með tilvísun í kennara nokkurn, að helsta hryðjuverkaógnin stafi frá Evrópubúum, sem vilji ekki skipta um þjóð í löndum sínum. 

Niðurstaða ritstjórans er dæmigert heilkenni vinstri sinnaðra fulltrúa opinna landamæra. Þeir stinga höfðinu í sandinn og neita að horfast í augu við raunveruleikann. 

Íslamistar hafa staðið fyrir nánast öllum hryðjuverkum í Evrópu frá síðustu aldamótum. Lögreglu í Evrópu hefur tekist að koma í veg fyrir nánast öll hryðjuverk múslima síðustu 10 árin, en frá því er sjaldnast sagt í fréttum, en sýnir vel hvaðan ógnin kemur.

Í gær var t.d. sagt frá því og fór lítið fyrir, að sænsku lögreglunni hefði tekist að koma í veg fyrir hryðjuverk Íslamista. 

Hvað skyldi mönnum eins og Þórði Snæ ganga til að reyna að afvegaleiða umræðuna í stað þess að benda á staðreyndir?

Viðbrögð bresku lögreglunnar eftir að Íslamistar myrtu alla ristjórn franska tímaritsins Charlie Hebdo voru að hafa sérstakt eftirlit með áskrifendur Charlie Hebdoe í Bretlandi til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Þessi viðbrögð þóttu að sjálfsögðu  svo galin, að lögreglan gerði sig að algjöru athlægi.

Er ekki rétt að það sama gildi um ritstjóra Heimildarinnar.   

 


Útskúfaður um eilífð

Á ýmsu átti ég frekar von, en að Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum færi að argaþrasast út í skipan Karls Gauta Hjaltasonar í embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum. Sér í lagi þar sem fyrir liggur, að farið var að öllum reglum varðandi vandaða úrvinnslu umsókna um embættið. 

Þrátt fyrir þetta telur bæjarstjórinn að útskúfa beri Karli Gauta um alla eilífð úr samfélagi siðaðra manna fyrir að hafa setið hljóður þegar tveir menn úr 6 manna hópi urðu sér til skammar á Klausturbar um árið. Bæjarstjórinn telur að fyrir þá "synd" hafi Karl Gauti unnið sér til eilífrar óhelgi.

Heimspekingurinn og lögfræðingurinn Thomas More, sem rekinn var sem kanslari Hinriks 8 Bretakonungs fyrir að neita að samþykkja að hjónaband hans við Katrínu af Aragon væri ógilt, sagði ekki eitt aukatekið orð um málið eftir það og sagði að þögnin væri sín vörn, því engin gæti sótt að sér eða lögsótt sig eða átalið fyrir það að þegja. 

Það var þó ekki nóg fyrir Hinrik 8 og hann lét hneppa Thomas More í fangelsi og taka hann af lífi. Réttlæti Írisar Róbertsdóttur virðist af sama meiði. Fyrir þá sök að Karl Gauti Hjaltason sagði ekki eitt styggðaryrði um einn eða neinn á Klausturbar um árið skal honum úthýst og engin staður heimill nema helvíti. 

Frá því að Hinrik 8 vélaði um líf og dauða fólks, en hann lét taka a.m.k. tvær af eiginkonum sínum 8 af lífi hafa mannréttindi þróast mjög til batnaðar, en það virðist hafa farið framhjá bæjarstjóranum í Vestmannaeyjum.


mbl.is „Hann var fríaður af öllum áburði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hægri sveifla í Finnlandi

Hægri flokkarnir í Finnlandi, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar juku fylgi sitt í kosningunum um 6.4% og eru sigurvegarar kosninganna. Formaður Sameiningarflokksins Petteri Orpo mun hefja stjórnarmyndunarviðræður. Flokkur hans ásamt Sönnum Finnum og Miðflokknum geta myndað meirihluta.

Sanna Marin forsætisráðherra vann persónulegan sigur með flest persónulega greiddum atkvæðum,en flokkur hennar tapaði töluverðu fylgi.

Vinstri flokkarnir og Sósíalistaflokkur Sanna Marin hömuðust á Sönnum Finnum og kölluðu þá sem hægri öfgamenn. Formaður Sameiningarflokksins sagði hinsvegar,að það væru engir hægri öfgamenn í framboði og tók þar myndarlega af skarið, sem kollegar hans í Moderata Samlingspartiet mættu taka til fyrirmyndar varðandi Svíðþjóðardemókratana. 

Riikka Purra formaður Sannra Finna, sem er lengst til hægri, vann mikinn persónulegan sigur. Á sama tíma tapa Græningjar miklu fylgi, vegna þess,að kjósendur eru farnir að sjá framan í afleiðingar af stefnu þeirra í loftslagsmálum eins og kjósendur í Hollandi. 

Petteri Orpo sem leggur nú af stað til stjórnarmyndunar leggur áherslu á að draga verði úr ríkisútgjöldum til að bregðast við skuldavandanum, sem sósíalistastórn Sanna Marin skilur eftir sig eins og jafnan þegar sósíalistar fara með völd.

Fyrir okkur hægri menn, þá er það sérstaklega ánægjulegt hvað Sannir Finnar fengu góða kosningu og að Formaður Sameiningarflokksins skuli ekki láta hræða sig frá samstarfi við Sanna Finna þó hrópað sé að þeim af "góða fólkinu". 

Vonandi leiða þessi úrslit ásamt úrslitunum í Hollandi til þess, að skynsamlegar verði talað um hnattræna hlýnun og orkuskipti, sem vega að lífskjörum almennings í Evrópu og vikið verði frá þeirri stefnu til stefnu vaxtar, framfara og betri lífskjara fyrir almenning. 


mbl.is Orpo næsti forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í stríði við söguna

Tepruskapurinn og rétthugsunarstefna ráðandi menntastéttar í Vestur Evrópu og Norður Ameríku hefur leitt til þess, að verið er að endurskrifa skáldsögur til að þær falli að hugmyndafræði harðlífisstefnu rétthugsunar hinna syndlausu. Reynt er að endurskrifa söguna á sömu forsendum.

Morðgátur Agötu Christie hafa verið aðlagaðar rétthugsuninni sem og bækur Ian Flemming um ofurhetjuna og kvennagullið James Bond. Bækurnar verða tæpast samrýmdar kvikmynunum um James Bond, sem framleiddar voru á síðustu öld. 

Í kvikmyndunum sýndi Bond af sér takta gagnvart hinu "veikara kyni" eins og mátti kalla það á þeim tíma, sem falla ekki að andatlotafræði nútímans, sem m.a. hefur fundið sér stað í íslenskum hegningarlögum. Tepruskapur rétthugsunarinnar mun sennilega sjá til þess að þessar myndir verði bannaðar. 

Nú hafa sérfræðingar rétthugsunarinnar í Bandaríkjunum fundið það út, að sagan "Gone with the wind" sem skrifuð var fyrir tæpri öld og fjallar m.a um ástandið eins og það var á þeim tíma í Suðrinu, verði að endurskrifa, þannig að saga borgarastyrjaldarinnar verði fölsuð. 

Allt er gert til að gera fólk í Vestur Evrópu og Bandaríkjunum sakbitið yfir fortíð sinni. Þess vegna eru talsmenn rétthugsunarinnar í stríði við söguna, af því að saga Vesturlanda er saga framfara, auðsköpunar og sigurs í  mannréttindabaráttu, sem varð til þess, að Vesturlönd urðu forustuþjóðir á öllum þessum sviðum.

Af hverju má ekki segja sigursögu Vesturlanda  hindrunar og teprulaust til þess að fólk geti gert sér grein fyrir því að stórkostlegustu framfarir og sigur mannréttinda áttu sér einmitt stað á síðustu öldum í hinum kristnu Vesturlöndum.

Þar með er ekki sagt að allt hafi verið í himnasælu og engir vondir hlutir hafi gerst. En vondir hlutir hafa gerst í öllum mannlegum samfélögum, ef eitthvað er síður hjá okkur en ýmsum öðrum. Til þess að fólk geri sér grein fyrir því og geti lært, af sögunni, verður að segja hana eins og hún var. Bæði það góða og það vonda.


Þannig fór um sjóferð þá

Þegar stjórn Fréttablaðsins ákvað að hætta að bera það út, var ljóst, að það mundi ekki lifa mikið lengur. Það hefur komið á daginn. Tapið undanfarin ár hefur verið gríðarlegt og spurningin var bara hvað lengi auðmaðurinn sem henti peningunum sínum í þessa hít mundi endast getan og viljinn lengi. Svo hlaut að fara, að hann segði nú er nóg komið og það þó fyrr hefði verið. 

Fyrstu viðbrögð blaðamálaráðherrans Lilju Alfreðsdóttur við þessum fréttum, var að nauðsynlegt væri að sækja meira fé í vasa skattgreiðenda til að styrkja svokallaða frjálsa fjölmiðla. 

Sérkennileg þessi hugmyndafræði í kapítalísku landi, að það eigi að sækja peninga til skattgreiðenda svo að auðmenn, samtök þeirra sem og aðrir sem standa að miðli eins og Heimildinni sem nánast engin nennir að glugga í skuli samt troðið ofan í mannskapinn með því að skattleggja fólk ennþá meira. 

Væri ekki frekar ráð að breyta kerfinu og koma á aðhaldi á Ríkisútvarpið með því t.d. að hætta að skattleggja lögaðila með útvarpsgjaldi. Lögaðilar nýta þjónustu RÚV hvort sem er ekki neitt.

Síðan væri hægt að veita fólki það frelsi, sem er eðlilegast í lýðræðislandi. Í fyrsta lagi að fólk gæti ráðið hvort það greiddi fjölmiðlagjald(útvarpsgjald) eða ekki. Í öðru lagi að greiddi það fjölmiðlagjald, þá gæti það sagt sig í sveit með hvaða miðli sem er, RÚV, Mogganum, Heimildinni o.s.frv. eða skipta greiðslunni á milli þeirra. 

Skattheimtan á fólk vegna gæluverkefna ríkisstjórnarinnar er þegar orðin allt of mikil. Við skulum ekki bæta því við í pilsfaldakapítalismann, að skattgreiðendur verði látnir borga bæði fyrir RÚV og til þeirra, sem vilja reka fjölmiðla, sem engin eða örfáir nýta sér. 

Af hverju má almenningur ekki hafa frelsi til að velja á fjölmiðlamarkaði í stað þess að vera undirkomin ofurvaldi sósíalismans með RÚV sem flaggskipið.


Kynjaveröld fáránleikans

Ríkisstjórn Bretlands hefur fyrirskipað óháða rannsókn á kynfræðslu í skólum. Ákvörðunin kemur í kjölfar mótmæla foreldra grunnskólabarna.

Foreldrar í Bretlandi átta sig á,að kynfræðsla barnanna þeirra er í viðjum trans kynjafræðinnar. Ókynþroska börnum er m.a. kennt,að útlit þeirra sýni ekki endilega hvers kyn þau eru. Barn með tippi sé ekki endilega strákur. Stelpum er færður sami "fagnaðarboðskapur" að breyttum breytanda.

Börnin koma heim uppfull af rugli eftir að hafa verið neydd til að læra þetta rugl. Þeim er m.a. sagt, að þau geti sjálf ákveðið kyn sitt og foreldrunum komi það ekki við. Raunar er það rétt miðað við kynlífslög Katrínar Jakobsdóttur, um kynrænt sjálfræði, sem allur þingheimur greiddi atkvæði með, að íslensk börn frá 15 ára aldri, geta tekið ákvörðun um það án lífræðilegrar skoðunar eða samþykkis foreldra að ákveða kyn sitt þvert á líffræðilegan raunveruleika.

Það verður að koma í veg fyrir að svona bulli sé haldið að börnum. Kynin eru bara tvö, en í kynjafræðinni fær barnið ákúrur fyrir að þekkja ekki meira en a.m.k. 30 kyn.

Í bókinni "False alarm" segir Björn Lomborg frá  óttastjórnun fjölmiðlaelítunar, gervivísindaelítunar og stjórnmálaelítunar sem hefur leitt til þess, að meirihluti skólabarna í Evrópu og Bandaríkjunum séu svo óttaslegin vegna hlýnunar jarðar að þau telji að heimsendir vegna þess verði innan 10 ára og 42% séu sakbitin vegna þess sem þau og foreldrar þeirra hafa gert.

Sama á nú við um kynjafræðina,þar sem reynt er að koma hugmyndum brengluðum hugmyndum inn hjá börnum um kynlíf á forsendum transsamfélagsins.  Gegn þessu verður að bregðast. Annars  mun það valda stórum hópum barna og unglinga miklum þjáningum og leiðindum á komandi árum. 

Þegar vikið er frá skynsemi og rökhugsun, þá vísar fólk því á bug og jafnvel hlæra að ruglinu. Þegar rangfærslurnar og ruglið er endurtekið í sífellu og engin er til andsvara, þá fara vondir hlutir að gerast og hrekklausar sálir barnanna okkar verða fyrir óbætanlegu tjóni. 

Okkur ber að standa vörð um eðlileg gildi mannlegs lífs og staðreyndir lífins og við eigum að koma í veg fyrir að börnin okkar verði fórnarlömb  fáránleikans. Það er mikið í húfi.


Ys og þys út af engu.

Fjórflokkur fáránlegra tiltækja á Alþingi, Píratar, Viðreisn og Flokkur fólksins standa að kjánalegri aðför að dómsmálaráðherra út af lítilfjörlegu máli. 

Guðfaðir aðfararinnar er hugmyndafræðingur og andlegur leiðtogi Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson. Hann hefur enda hæfileika og langtíma reynslu í að búa til ekki fréttir og fréttir úr engu og nýtir þá reynslu nú á Alþingi. 

Vantrauststillagan er á grundvelli meintrar vanrækslu við upplýsingagjöf um umsóknir um ríkisborgararétt, vegna breyttra reglna sem dómsmálaráðuneytið beitti sér fyrir til að fara að tilmælum umboðsmanns Alþingis á sínum tíma.

Þessi fjórflokkur fáránleikans hefur það helst á stefnuskrá sinni að skipta um þjóð í landinu, að Flokki fólksins undanskildum. Vera þess flokks í þessu násamneyti byggist á þeirri skoðun formanns flokksins, að hanng geti verið eins og púkinn á fjósbitanum og fitnað við það að stríða ríkisstjórninni jafnvel þó engar málefnalegar forsendur séu fyrir hendi.

Sú var tíðin að menn sögðu, að við værum ekki með nógu góða þingmenn, vegna þess hve þeir væru illa launaðir. Það hefur heldur betur breyst, en þinginu hrakar samt ef eitthvað er.

Þjóðin á rétt á því að þingmenn taki störf sín alvarlega og vinni að hagsmunum þjóðarinnar, en standi ekki að stöðugum uppákomum og sýndarveruleika út af engu. 

Þó svo að hugmyndafræðingur Viðreisnar telji sig eiga harma að hefna eftir hraklega útreið í umræðum um Útlendingafrumvarpið, þá getur það ekki verið afsökun fyrir því að bera fram vantrausttillögu á dómsmálaráðherra. 

 

 


Aumasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst vilja naga.

Fjórflokkur læpuskaparins, Pírtar, Samfylking, Flokkur Fólksins og Viðreisn flytja saman vantrauststillögu á dómsmálaráðherra, eftir að honum tókst með þrautseigju, að koma örlitlu meira skikki á bullið í hælisleitendamálunum. 

Raunar má þessi fjórflokkur hugsa sinn gang þar sem í ljós hefur komið í skoðanakönnun nýverið að einungis 17% aðspurðra voru óánægðir með frumvarpið, en inni í þeim hóp er fólk eins og ég sem telur það ganga allt of skammt til varnar hagsmunum lands og þjóðar.

En þar sem Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra tókst með harðfylgi, að koma þessu máli í gegn, skal allt reynt til að bola honum frá og nú er flutt sérstök vantrauststillaga gegn honum. 

Hefur Jón Gunnarsson staðið sig illa í starfi sínu sem dómsmálaráðherra? Fjarri fer því. Jón Gunnarsson hefur þvert á móti staðið sig afbragðs vel. Af hverju þá að bera fram vantrauststllögu gegn afkastamesta og einum traustasta ráðherra ríkisstjórnarinnar? 

Afstaða Viðreisnar, Pírata og Samfylkingar er skiljanleg af því að Jón hefur staðið sig vel og barist gegn opnum landamærum, sem þessir flokkar hafa gert að inntaki stefnu sinnar. 

Afstaða Flokks fólksins er hinsvegar óskiljanleg. Vill sá flokkur endanlega segja sig í sveit með þeim sem vilja opin landamæri? Fari svo, að flokkurinn standi að þessari vantrauststillögu, þá er það yfirlýsing þess efnis. 

Nú er brýnt, að samflokksmenn Jóns standi gegn þessu rugli og geri samstarfsflokkum sínum grein fyrir því, að verði þessi rugl vantrauststillaga ekki felld, þá feli það í sér endalok þessarar ríkisstjórnar.

Hér gildir hið fornkveðna sem Hannes Hafstein fyrsti ráðherra Íslands kvað í upphafi síðustu aldar: 

Taktu ekki níðróginn nærri þér,

það næsta gömul er saga.

Að lakasti gróðurinn ekki það er,

sem ormarnir helst vilja naga.


mbl.is „Grafalvarlegt brot gegn þinginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin skal skattlögð út úr verðbólgunni

Forsætisráðherra tilkynnti í gær, að ríkisstjórnin ætlaði að hækka skatta til að vinna gegn verðbólgu. Tvennt er athyglisvert við þessa yfirlýsingu Katrínar Jakobsdóttur.

Í fyrsta lagi er óeðlilegt að völdin séu tekin af fjármálaráðherra og forsætisráðherra tilkynni um væntanlegar aðgerðir í ríkisfjármálum.

Í öðru lagi gengst ríkisstjórnin með þessu í fyrsta sinn við ábyrgð sinni á heildarefnahagsstjórn í landinu. Hingað til hefur virst sem þar á bæ í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík, hafi sú skoðun verið uppi að verðbólga væri alfarið á ábyrgð Seðlabankastjóra og honum að kenna.

Fyrir 3 mánuðum samþykkti Alþingi fjárlög. Nú boðar forsætisráðherra breytingar á þessum nýsamþykktu lögum. 

Ríkisstjórnin hækkaði ýmis þjónustugjöld og neysluskatta við afgreiðslu fjárlaga. Þær aðgerðir voru olía á verðbólgueldinn.  Vonandi vegur ríkisstjórnin ekki enn og aftur í þann knérunn. Þá væri jafnað metin við það þegar Bakkabræður báru inn sólarljósið. 

Sú stefna sem forsætisráðherra kynnti í gær var sú að skattleggja ætti þjóðina út úr verðbólgunni. Allt byggist það á þeim sjónarmiðum, að ríkisvaldið kunni betur með fé að fara en einstaklingarnir, fólkið í landinu. 

Fróðlegt verður að sjá hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins finnur hugmyndafræðilegan farveg þess að háskattastefna út úr efnahagsvanda, sé einmitt það sem Sjálfstæðisflokkurinn eigi að berjast fyrir og með því verði einstaklingsfrelsið og athafnafrelsið best tryggt.  

Fólkið í landinu, sem á erfitt með að ná endum saman í vaxandi verðbólgu hlítur að velta því fyrir sér líka hvort þetta bjargráð ríkisstjórnarinnar um aukna skattheimtu sé líkleg til að skapa velferð og velmegun í landinu. 

 

 


Neytendabarátta í 70 ár

Neytendasamtökin eru 70 ára gömul baráttusamtök fyrir bættum hag neytenda. Barátta Neytendasamtakanna mótast af þeim þjóðfélagsaðstæðum sem við búum við hverju sinni. Samt eru alltaf ákveðnir hlutir sem breytast ekki. Það þarf að gæta að því að samkeppni sé virk og vöruvöndun og verðlag sé eðlilegt. 

Það voru tímamót í baráttu neytenda þegar John F.Kennedy þáverandi Bandaríkjaforseti hélt ræðu á Bandaríkjaþingi árið 1962 og sagði þá: 

"Við erum öll neytendur. Þeir eru stærsti hagsmunahópurinn í landinu og þeir hafa áhirf á og verða fyrir áhrifum af næstum sérhverri efnahagsákvörðun opinberra aðila og einkaaðila. En þeir eru eini stóri hópurinn í efnahagslífi okkar, sem ekki getur komið fram sjónarmiðum sínum. Réttur neytenda felur í sér þessi atriði: Réttinn til öryggis. Réttinn til upplýsingar. Réttinn til að velja. Réttinn til að hlustað sé á sjónarmið þeirra."

Víða um heim hafa neytendur ekki enn náð fyrsta markmiðinu, en í okkar heimshluta hefur orðið mjög jákvæð þróun til hagsbóta fyrir neytendur. 

Fyrir um hálfri öld hóf ég starf í Neytendasamtökunum. Ástæða þess var raunar nokkuð skondinn. Ágætur vinur minn og mikill vinstri maður taldi nauðsynlegt að allt pólitíska litrófið ætti sér málsvara innan Neytendasamtakanna og fékk mig til starfa í samtökunum. Mér fannst þessi barátta bæði mikilvæg og nauðsynleg og enn frekar eftir því sem árin liðu. 

Ég var formaður Neytendasamtakanna þegar samtökin áttu 30 ára afmæli. Þá var aðstaða neytenda önnur en nú. Víðtæk ríkiseinokun var til staðar og ríkiseinokunarfyrirtækin voru oft í fararbroddi þeirra fyrirtækja, sem neytendur þurftu að eiga viðskipti við, sem tóku lítið tillit til óska og krafna neytenda. Síbrotafyrirtæki ríksins eins og við kölluðum það á þeim tíma tóku mikinn tíma í neytendastarfi. 

Á þeim tíma vantaði líka nánast alla löggjöf til að standa vörð um hagsmuni neyenda og eðlilegar umferðarreglur í viðskiptalífinu með tilliti til neytenda. Við borðumst í áratugi fyrir að ná fram sama lagaumhverfi og annarsstaðar í Evrópu, en tregðulögmál íslenskra stjórnmála og varðstaða um hagsmuni einokunarfyirtækja gerði þá baráttu erfiða. 

Það var ekki fyrr en við gengum í Evrópusambandið, sem að augu íslenskra stjórnmálamanna opnuðust fyrir því, að allt sem við höfðum sagt og barist fyrir var rétt og við höfðum dregist aftur úr á sviði varðstöðu um hagsmuni neytenda. 

Eitt lítið dæmi má nefna. Við börðumst fyrir því að sett yrði löggjöf um greiðsluaðlögun í tæp 30 ár áður en sú löggjöf varð að veruleika og þá í hruninu sem neyðarlöggjöf. Hefði verið hlustað á okkur á þeim tíma, hefði staðan verið betri og við betur undirbúin til að takast á við hamfarir hrunsins. 

Við þurftum að berjast fyrir mannsæmandi viðskiptaháttum varðandi landbúnaðarafurðir m.a. eina algengustu neysluvöruna, kartöflur, en netyendum var iðulega boðið upp á óæta og heilsuspillandi vöru þ.á.m. kartöflur og það þýddi ekkert að eiga við stjórnvöld. Þau stóðu með einokunarfyrirtækinu gegn neytendum. En svo fór að með samtakamætti höfðu neytendur sigur. 

Því miður hafa Neytendasamtökin ekki náð því að íslenskur lánamarkaður yrði sambærilegur og hann er í okkar nágrannalöndum. En þar er um áratugabaráttu að ræða. Sigur mun vinnast í því líka. En því miður hefur það gengið allt of hægt. 

Samtökin hafa eflst og dafnað. Að sjálfsögðu eru hæðir og lægðir í félagsstarfi frjálsra félagasamtaka og nú virðist vel staðið að málum í Neytendasamtökunum. Það eru hagsmunir íslenskra neytenda og meginforsenda öflugra samtaka er að sem flestir gerist félagar í Neytendasamtökunum. 

Neytendabarátta er spurning um mátt fjöldans til að gæta hagsmuna sinna og réttinda. Við skulum berjast fyrir þeim rétti hvar í flokki sem við stöndum. Því þó að neytendabarátta sé pólitísk barátta þá gengur hún þvert á flokkakerfið og við eigum öll að taka höndum saman um baráttu fyrir þessa hagsmuni okkar allra íslenskir neytendur. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.9.): 58
  • Sl. sólarhring: 73
  • Sl. viku: 3212
  • Frá upphafi: 2599765

Annað

  • Innlit í dag: 51
  • Innlit sl. viku: 3008
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 38

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband