Leita í fréttum mbl.is

Sviss og forrćđishyggja Evrópusambandsins.

Svisslendingar vildu ekki gerast ađilar ađ EES og fannst ţeir skerđa fullveldi sitt um of međ ţví. Ţeir gerđu ţví tvíhliđa samning viđ Evrópusambandiđ. Nú krefst Evrópusambandi breytinga og hótar öllu illu ef Sviss samţykkir ekki kröfur ţess. 

Evrópusambandiđ hefur gefiđ Sviss frest ţangađ til í júní til ađ játast undir ok nýs regluverks. Brusselvaldiđ hótar Sviss, ađ samţykki ţeir ekki nýju reglurnar ţá missi ţeir rétt sem ţeir eiga í viđskiptum skv. tvíhliđa samkomulaginu. 

Evrópusambandiđ krefst ţess, ađ Sviss játist undir lögsögu Evrópudómstólsins og taki upp regluverk Evrópusambandins m.a. varđandi innflytjendur, skattamál,landbúnađarmál, heilsugćslu og margvísleg önnur mikilvćg ţjóđfélagsmál. Samţykki Sviss kröfur Evrópusambandins, verđa ţeir ađ samţykkja löggjöf án ţess ađ hafa nokkuđ um hana ađ segja svipađ og EES ríkin. 

Eins og víđa annarsstađar ţá ţrýstir viđskiptaelíta Sviss á um, ađ gengiđ verđi ađ úrslitakostum Evrópusambandsins. Langtímahagsmunir Sviss og fullveldi virđist skipta marga úr ţeirra hópi minna máli en fullveldi landsins. Á sama tíma óttast margir innan verkalýđshreyfingarinnar ađ réttindi og launakjör láglaunafólks verđi skert ţegar vinnulöggjöfinni verđi breytt til samrćmis viđ reglur Evrópusambandsins og straumur ađkomuverkafólks ţrýsti lágmarkslaunum niđur. 

Á sama tíma og Sviss ćtlar sér ekki ađ samţykkja afarkosti frá Brussel og Bretar vonandi ekki heldur, ćtlar Alţingi Íslands ađ gangast undir ok Evrópusambandsins í raforkumálum, međ ţví ađ samţykkja orkupakka, sem í raun kemur okkur ekkert viđ. Lítil eru geđ guma hefđi einhverntíma veriđ sagt. 

Evrópusambandiđ er í vaxandi mćli fariđ ađ hegđa sér eins og herraţjóđ, sem lćtur sig engu skipta hvar ţeir skilja eftir sig sviđna jörđ og óvini ţar sem áđur voru vinir. Engu máli virđist skipta ţó Brusselvaldiđ nái sínu fram međ illu og afarkostum á forsendum genginna arfakónga sem höfđu ţađ sem einkunarorđ: "Vér einir vitum."


Okurlandiđ Ísland, orsök og afleiđing.

Fyrrverandi viđskiptaráđherra Gylfi Magnússon sagđi í gćr á málţingi Neytendasamtakanna o.fl. um hátt verđlag á nauđsynjavörum,skv. fréttum ađ dćma, ađ orsök allt ađ 60% hćrra verđs á nauđsynjavörum en í viđmiđunarlöndunum vćri góđ launakjör í landinu. 

Mikilvćgt er ađ gera sér jafnan grein fyrir orsökum og afleiđingum. En ţađ getur tćpast skýrt mun hćrra verđ á Kornflexi eđa annarri innfluttri pakkavöru ađ kaupgjald hér á landi sé hćrra en einhvers stađar annarsstađar. 

Niđurstađa málţingsins var, ađ verđlag vćri mun hćrra en í viđmiđunarlöndunum. Brýnt er ţví ađ gera ráđstafanir til ađ íslendingar búi viđ svipuđ kjör og eru í nágrannalöndunum. Ţar er kaupgjald ekki síđur hátt eins og hér á landi. 

Miklu skiptir, ađ neytandinn fái sem mest fyrir peningana sína ţađ er augljós kjarabót ekki síst í háskattalandi eins og Íslandi.  

Ekki er ágreiningur,ađ verđlag á nauđsynjavörum er mun hćrra en í viđmiđunarlöndunum ţá ber brýna nauđsyn til ađ gera eitthvađ annađ í málinu en tala bara um ţađ. Nú ţegar ćtti ríkisstjórnin ađ einhenda sér í ţađ ađ skipa nefnd til ađ kanna hvađ veldur háu verđlagi í landinu og koma međ tillögur til úrbóta. Ţar verđa allir sem vilja eđlilega viđskiptahćtti í landinu ađ leggjast á eitt. Miđađ vćri viđ ađ nefndin skilađi af sér svo fljótt sem verđa má. 

Ég skora á ríkisstjórnina á alţjóđadegi neytenda, ađ einhenda sér í ţađ verkefni ađ koma landinu úr ţví ađ vera okurland í ţađ ađ búa viđ sambćrirlegt verđlag og nágrannaţjóđir okkar búa viđ. Ţađ gildir ekki bara fyrir nauđsynjavörur. Ţađ gildir líka hvađ varđar lána og vaxtakjör. Ţar á međal ađ afnema verđtryggingu á neytendalánum ţ.m.t. húsnćđislánum  til neytenda.


Er Sómalía öruggari en London?

Frá ţví er skýrt í stórblađinu New York Times í dag ađ Banadríkjamenn haldi uppi stórfelldum loftárásum á liđsmenn al-Shabaab, sem tengdir eru Al Kaída, sem eru taldir hafa um 7 ţúsund vígamenn. Í landinu hefur geisađ borgarastyrjöld og vígahópar fara dráps- og ránshendi um landiđ.

Á sama tíma er frétt í stórblađinu Daily Telegraph í Englandi, sem segir frá ţví ađ foreldrar af sómölskum uppruna, sem flúđu átök í Sómalíu í lok síđustu aldar sendi börn sín, sem eru fćdd í Bretlandi til Sómalíu. Hnífaárásir og eiturlyfjagengi er ţađ sem foreldrarnir óttast. Vitnađ er í blađiđ the Observer sem segir ađ hundruđ barna sem búa í London hafi veriđ flogiđ til Sómalíu, Sómalílands og Kenýa.

Athyglisvert ađ ţrátt fyrir slćmt ástand í Sómalíu skuli  foreldrar í London telja öruggara ađ senda börnin sín ţangađ, en ađ hafa ţau hjá sér í London.

Minni kynslóđ var kennt ađ London vćri ein öruggasta stórborg í heimi. Síđan hafa orđiđ gríđarlegar lýđfrćđilegar breytingar í borginni. Innfćddir Bretar eru ţar í minnihluta. Hnífaárásir og morđ eru daglegt brauđ, en ekki má segja frá ţví hverjir standa fyrir ţessum glćpum vegna pólitísks rétttrúnađar.

Enska lögreglan sem allir litu upp til í mínu ungdćmi hefur ítrekađ sýnt ađ hún er vanmáttug og setur kíkinn fyrir blinda augađ ef hún telur hćttu á ţví ađ hún verđi sökuđ um rasisma ef hún tekur á ákveđnum tegundum glćpa. Ţađ virđist heldur betur vera ađ skila sér í ţessari fyrrum frjálslyndu, öruggu og áđur helstu höfuđborg heimsins.

Rithöfundurinn og ţáttastjórnandinn Mark Steyn sagđi einu sinni ađ ţađ yrđi ađ segja viđ innflytjendur, sem hingađ kćmu, ađ ţeir skyldu varast ađ reyna ađ koma á ţví ástandi í löndunum okkar, sem ţeir flýđi frá. Í London virđist ţađ samt vera ađ gerast. Ţegar foreldrar telja öruggara fyrir börn sín ađ alast upp í stríđshrjáđum upprunalöndum sínum ţá ćttu allir ađ sjá viđ erum ekki ađ gera rétta hluti. 


Hverjir standa undir verđmćtasköpun í ţjóđfélaginu?

Mér skilst ađ um helmingur vinnandi fólks séu opinberir starfsmenn. Ansi hátt og raunar allt of hátt hlutfall. Nánast allir sem vinna hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir. 

Ţá er spurningin hvađ stór hluti ţeirra sem vinna á almenna vinnumarkađnum ţ.e. annarsstađar en hjá hinu opinbera eru af íslensku bergi brotnir og hvađ margir af erlendu. Ţetta hefur fyrst og fremst ţýđingu til ađ gera sér grein fyrir ţví hvernig íslenskt ţjóđfélag er ađ ţróast. 

Sé ţađ rétt ađ um eđa yfir helmingur vinnuaflsins vinni beint hjá hinu opinbera ţá er ţađ alvarleg ţróun, sem getur ekki leitt til annars en kjararýrnunar í framtíđinni. Verđmćtasköpunin fer ekki fram hjá ríki og bć, en ţrátt fyrir ţađ stendur ríkisstjórnin fyrir aukningu útgjalda um rúma 100 milljarđa á tveimur árum.

Ţá er líka í framhaldi af ţví spurning hvort ţannig sé fyrir okkur komiđ ađ vegna stöđugrar útţennslu ríkisbáknsins, ţá ţurfum viđ ađ flytja inn starfsfólk til ađ sinna arđbćrum störfum ţví annars ćtti verđmćtasköpunin sér ekki stađ í sama mćli. Já og minni hluti starfsfólks á almennum vinnumarkađi standi í raun undir verđmćtasköpun í ţjóđfélaginu. 


Er íslenska ekki okkar mál?

Skv. myndum af kröfugerđargöngu verkfallkvenna ţá hafa ţćr uppi mótmćlaspjöld og vígorđ, öll á ensku en ekkert á íslensku. Ef til vill er ţađ vegna ţess, ađ langstćrsti hópur ţeirra lćgst launuđu eru útlendingar sem hafa komiđ hingađ til ađ sćkja betri kjör en ţeim bjóđast í sínu heimalandi. Sé ţađ raunin ţá er óneitanlega dálítiđ nöturlegt, ađ sum vígorđin á kröfuspjöldunum vísa til ţess hvađ okkar ţjóđfélag sé slćmt. Sé ţađ raunin af hverju fer ţá ekki erlent verkafólk eitthvađ annađ ţar sem ţjóđfélagiđ er betra og af hverju kom ţađ í fyrsta lagi.

Ađ sjálfsögđu á allt fólk á vinnumarkađi rétt á lögmćtum launagreiđslum og kjörum sem og ađ halda úti kjarabaráttu. En vćri ekki eđlilegt ađ ţađ vćri gert á íslenskum forsendum á íslensku án fordćmingar ţeirra útlendinga sem hingađ koma, til ađ sćkja betri kjör en ţađ fćr annarstađar, á ţjóđfélagi okkar. 


Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri fćrslur

Mars 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 859
  • Frá upphafi: 1497171

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 776
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband