Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Úrslit í prófkjöri.

Atlagan að stöðu Guðlaugs Þórs sem helsta forustumanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geigaði. Hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu og er því enn ótvíræður foringi Sjálfstæðisfólks í Reykjavík og full ástæða til að óska honum og Flokknum til hamingju með það. 

Sterk staða nýliðans Diljá Mist Einarsdóttur,vekur athygli,en hún vann 3. sætið með glæsibrag og er glæsilegur fulltrúi venjulegs ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Diljá hefur getið sér góðs orðs hvarvetna sem hún hefur starfað og mikils af henni að vænta í framtíðinni. 

Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson héldu sjó og Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson mega vel við sinn hlut una.

Nokkur atriði eru umhugsunarverð fyrir Sjálfstæðisfólk að loknu þessu prófkjöri og að fengnum þessum úrslitum.

Í fyrsta lagi er Sigríði Andersen fyrrum dómsmálaráðherra hafnað. Það er alvarlegt mál.Ekki síst fyrir það, að Sigríður er ötulasti málsvari borgaralegs frelsis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er alvarlegt mál þegar Sjálfstæðisfólk refsar ötulasta málsvara grundvallarsjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar, vegna þess ótta, sem byggður hefur verið upp til réttlætingar hömlum og ófrelsi.

Í öðru lagi voru það afgerandi mistök að hafna Ingibjörgu Sverrisdóttur formanni félags eldri borgara í Reykjavík, helsta málsvara félagslegs réttlætis fyrir aldraða og verkafólk í þessu prófkjöri.

Í prófkjörinu sannaðist enn sem fyrr máttur peningana og auglýsinga í pólitískri baráttu og sýnir venjulegu fólki, hvað þarf til að ná árangri í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksin. Milljónir á milljónir ofan þurfa til að koma. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera og knýr á um að leita annarra leiða við val á frambjóðendum Flokksins í framtíðinni.

Þáttakan í prófkjörinu var góð miðað við það sem verið hefur undanfarin ár, en er léleg miðað við t.d. prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjórdæmi þar sem um 5000 manns kusu í helmingi fámennara kjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmnum. Þá er þessi þáttaka svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar gott betur en 10 þúsund manns mættu til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík.

 


Úrslit í prófkjöri.

Atlagan að stöðu Guðlaugs Þórs sem helsta forustumanns Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík geigaði. Hann fékk flest atkvæði í prófkjörinu og er því enn ótvíræður foringi Sjálfstæðisfólks í Reykjavík og full ástæða til að óska honum og Flokknum til hamingju með það. 

Sterk staða nýliðans Diljá Mist Einarsdóttur,vekur athygli,en hún vann 3. sætið með glæsibrag og er glæsilegur fulltrúi venjulegs ungs fólks innan Sjálfstæðisflokksins. Diljá hefur getið sér góðs orðs hvarvetna sem hún hefur starfað og mikils af henni að vænta í framtíðinni. 

Þingmennirnir Brynjar Níelsson og Birgir Ármannsson héldu sjó og Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson mega vel við sinn hlut una.

Nokkur atriði eru umhugsunarverð fyrir Sjálfstæðisfólk að loknu þessu prófkjöri og að fengnum þessum úrslitum.

Í fyrsta lagi er Sigríði Andersen fyrrum dómsmálaráðherra hafnað. Það er alvarlegt mál.Ekki síst fyrir það, að Sigríður er ötulasti málsvari borgaralegs frelsis innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er alvarlegt mál þegar Sjálfstæðisfólk refsar ötulasta málsvara grundvallarsjónarmiða sjálfstæðisstefnunnar, vegna þess ótta, sem byggður hefur verið upp til réttlætingar hömlum og ófrelsi.

Í öðru lagi voru það afgerandi mistök að hafna Ingibjörgu Sverrisdóttur formanni félags eldri borgara í Reykjavík, helsta málsvara félagslegs réttlætis fyrir aldraða og verkafólk í þessu prófkjöri.

Í prófkjörinu sannaðist enn sem fyrr máttur peningana og auglýsinga í pólitískri baráttu og sýnir venjulegu fólki, hvað þarf til að ná árangri í prófkjörsbaráttu innan Sjálfstæðisflokksin. Milljónir á milljónir ofan þurfa til að koma. Þannig á það ekki að vera og má ekki vera og knýr á um að leita annarra leiða við val á frambjóðendum Flokksins í framtíðinni.

Þáttakan í prófkjörinu var góð miðað við það sem verið hefur undanfarin ár, en er léleg miðað við t.d. prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjórdæmi þar sem um 5000 manns kusu í helmingi fámennara kjördæmi en í Reykjavíkurkjördæmnum. Þá er þessi þáttaka svipur hjá sjón miðað við það sem áður var þegar gott betur en 10 þúsund manns mættu til að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksisn í Reykjavík.

 


Skýrir valkostir

Nýi fjórflokkurinn sem situr við að mynda ríkisstjórn undir forustu Pírata auðveldar mörgum að kjósa allt annað en einhvern hluta þess vinstra bræðings sem þar er verið að kokka saman.

Sporin ættu að hræða og má m.a. vísa til óstjórnar þessa sama bræðings í Reykjavíkurborg þar sem lausafjárstaða borgarinnar er slæm,viðhald gatna er í lágmarki og þjónusta er skert á meðan gjöld á borgarana hækka.

Kjósendur eiga því um þrennt að velja.

Kjósa óstjórn vinstra bræðingsins með því að greiða Pírötum, VG, Samfylkingu eða Bjartri framtíð atkvæði.

Skila auðu eða henda atkvæði sínu með öðrum hætti á glæ með því að kjósa flokka sem eiga enga möguleika á að ná inn manni.

Kjósa flokka sem hafa stjórnað með farsælum hætti undanfarin ár. Það skiptir máli að áframhaldandi uppbygging íslensks samfélags geti haldið áfram.

Hvað sem líður ánægju eða óánægju með einstök mál hjá stjórnarflokkunum,  þá er áhættan of mikil miðað við það sem Píratabræðingurinn sýnir og býður kjósendum upp á.

Sjálfstæðisflokkinn er því sjálfsagðasti og besti valkosturinn fyrir okkur sem viljum einstaklingsfrelsi, festu og öryggi í stjórn landsins.

Þeir sem vilja ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn en telja nauðsynlegt að skynsemi sé gætt í landsstjórninni geta þá valið á milli Framsóknar og Viðreisnar.

Píratar í ríkisstjórn má ekki vera og á ekki að vera valkostur. 

 


Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari Sjálfstæðisflokksins segir að það sé "vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson.

Áslaug Arna segir að fordómar og fáfræði einkenni ummæli Ásmundar og segist velta því fyrir sér hvort Ásmundur eigi ekki betur heima í öðrum flokki.

Eftir góðan sigur Ásmundar Friðrikssonar í prófkjörinu í Suðurkjördæmi í gær liggur fyrir að Áslaug Arna og Ásmundur verða ekki bara í sama flokki heldur líka í sama þingflokki nema Sjálfstæðisflokkurinn bíði þeim mun meira afhroð í komandi kosningum.  

Það er svo spurning hvort einstaklingur eins og Áslaug Arna sem kom í veg fyrir eðlilegt tjáningarfrelsi á síðasta Landsfundi og hefur með þessum og öðrum dólgslegum ummælum um samflokksfólk sitt eigi ekki frekar heima í öðrum flokki en Ásmundur. 

Svo er það einnig spurning hvort Áslaug Arna ritari Sjálfstæðisflokksins sé þess umkomin vegna  yfirburða gáfna og þekkingar að eigin mati,  að geta kastað svona palladómum yfir Ásmund Friðriksson úr glerhúsi sínu.

Alla vega hugnast mér hvorki palladómarnir né framgagnga ritara Sjálfstæðisflokksins. Finnst henni ekki nógu margir búnir að yfirgefa Sjálfstæðisflokkinn meðan hún hefur setið í æðstu forustu Flokksins. Þarf forusta Flokksins að hrekja fleiri burtu?


Samfylkingin í áróðurssmiðju nasista?

 Borgarstjórnarkosningar eru á næsta leiti og stjórnmálaflokkarnir velja sér vígorð. Samfylkingin í Reykjavík valdi sér vígorðið "Vekjum Reykjavík." Óneitanlega minnti þetta á vígorð annars sósíalistaflokks úr fortíðinni.

Um 1930 sótti þjóðlegi þýski sósíalski verkamannaflokkurinn sem í daglegu máli var kallaður nasistaflokkurinn,  fram undir vígorðinu "Vekjum Þýskaland" , "Þýskaland vakna þú" eða sama vígorði að breyttum breytanda eins og Samfylkingin gerir í dag.

Skyldi Dagur B. Eggertsson leiðtogi hins fjölþjóðlega íslenska sósíalistaflokks, Samfylkingarinnar hafa vitað af þessu vígorði sem  sálufélagi hans í sósíalismanum Adolf Hitler og félagar hans notuðu á síðustu öld og eiga ótvíræðan höfundarrétt á, áður en Dagur ákvað að gera orð hans að sínum?

 


Eva Joly

Fyrrverandi dómsmálaráðherra gekkst fyrir því að skipaður var sérstakur saksóknari til að fara með máli sem tengdust bankahruninu. Það skiptir miklu að vel takist til með störf sérstaks saksóknara og starfsfólks hans. Ég var ánægður með það þegar fram kom að ráða ætti erlendan sérfræðing Evu Joly til starfa sem ráðgjafa í sambandi við þessa rannsókn. Þó að vissulega hafi runnið á mig tvær grímur þegar ég komst að því að hún virðist meiri stjórnmálamaður núorðið en rannsóknardómari þá útiloka ég ekki að það sé fengur að fá hana til starfa.  

Það sem kemur mér hins vegar nokkuð spánskt fyrir sjónir hvað varðar Evu Joly er að hún skuli ekki eiga að starfa á skrifstofu sérstaks saksóknara. Að hún skuli ekki vera algjörlega tengd því embætti. Ég hefði talið að störf hennar myndu nýtast best með þeim hætti. Ég get ekki séð að það sé eðlilegt að Eva Joly starfi í einhverjum óskilgreindum tengslum við sérstakan saksóknara vegna bankahrunsins.   

Þá kom sú frétt Jón Þórisson, arkitekt og tengiliður Evu Joly á Íslandi eigi að fá  greiddar um 480 þúsund krónur í verktakagreiðslur næstu tólf mánuði vegna starfa fyrir hana gjörsamlega á óvart. En auk þess mun hann fá 1,3 milljónir króna til að koma upp og reka skrifstofu í hennar nafni. Að sögn Jóns munu heildargreiðslur vegna starfa hans nema um 6,7 milljónum króna á tímabilinu.

Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu er áætlað að heildargjöld vegna verkefna á vegum Evu Joly geti kostað um 67 milljónir króna á ári. Innifalið í þeirri upphæð eru laun hennar um 1,3 milljónir króna á mánuði, greiðslur til sérfræðinga sem hún og sérstakur saksóknari koma sér saman um að geti gagnast við rannsókn á bankahruninu og greiðslur til Jóns sem tengiliðs Joly.

Samningur Joly gerir ráð fyrir því að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um málið kemur fram að Jón muni meðal annars „þýða nauðsynleg skjöl og afla trúnaðarupplýsinga hérlendis sem hann mun koma á framfæri við Evu Joly“. Mér finnst þetta með miklum ólíkindum. Nefndur Jón er arkitekt en ekki skjalaþýðandi. Hann hefur ekki svo vitað sé unnið að sakamálum eða hefur nokkra þekkingu eða reynslu í því sambandi. Þá velti ég því fyrir mér hvernig Jón á að afla trúnaðarupplýsinga. Hann hefur ekki stöðu til að skoða trúnaðarupplýsingar eða afla þeirra. Ég spyr af hverju er þessi maður ráðinn. Getur enginn annar unnið með Joly. Getur enginn sem hefur þekkingu og hæfi unnið þessi verk fyrir hana. Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? 

Mér finnst eðlilegt að kallað verði eftir svörum frá dómsmálaráðherra hvað um er að ræða og hvort þetta geti kallast eðlilegt verklag og líklegra til að skila árangri en það að Eva Joly vinni á skrifstofu sérstaks Saksóknara og af hverju hún gerir það ekki.

Eins og ég var ánægður fyrst þegar ég frétti af komu Evu Joly til starfa þá verð ég að viðurkenna að allur þessi umbúnaður og undarlegheit valda mér miklum efa um að rétt sé að verki staðið hvað hana varðar og þá sérstaklega þennan sérstaka Jón skjalaþýðanda hennar og miðlara og aflara trúnaðarupplýsinga.  


Orð Barack Obama um bankahrunið á Íslandi.

Barack Obama forseti Bandaríkjanna er líklega sá maður sem hvað gerst þekkir til efnahagskreppunar í heiminum og hefur kynnt sér ítarlega ástæður bankahrunsins og hefur auk heldur aðgang að betri upplýsingum en nokkur annar lætur sér ekki til hugar koma að halda því fram að stjórnmálaandstæðingar hans beri ábyrgð á bankahruninu í Bandaríkjunum jafnvel þó það hafi gerst á þeirra vakt eins og margir hafa orðað það hér á landi.   

Bandaríkjaforseti bendir á hvað bankahrunið sé alvarlegt og alþjóðlegt vandamál vegna  þess hvernig fjármálastofnunum um allan heim var stjórnað undanfarin ár. Bankahrunið á sér langan aðdraganda og það veit Bandaríkjaforseti mæta vel.

Árið 2007 voru tæp 70% af útlánum bankanna í heiminum ónýt samkvæmt því sem virtasta greiningarfyrirtæki heims Standard og Poors heldur fram. Sjö krónur af hverjum tíu voru ónýtar, lánaðar til ónýtra verkefna, einstaklinga eða fyrirtækja. Þetta er ótrúlegt en sennilega rétt.

Svo virðist sem horfið hafi verið frá öllum eðlilegum gildum í bankastarfsemi fyrir mörgum árum og bönkunum í heiminum hafi verið stjórnað af fólki sem var sannfært um að verðmæti yrðu til með hækkuðu hlutabréfaverði  en áttuðu sig ekki á því að raunveruleg verðmæti verða ekki til nema með framleiðslu, dugnaði, hugviti og nýjungum. Þau vandamál sem eru að kristallast í bankakerfinu um allan heim hafa verið að þróast um nokkurra ára skeið.  

Bandaríkjaforseti veit að frjáls viðskipti skipta máli og eitt það heimskulegasta sem hægt væri að gera núna væri að reyna að byggja einhverja múra og verndarstefnu. Í ræðu sem hann hélt á fimmtudaginn varaði hann við því og benti á mikilvægi alþjóðlegra viðskipta. Í sömu ræðu benti hann á þá staðreynd að efnahagskerfi heimsins væru orðin svo samofin að vandamáli húseiganda í Flórída á að greiða húsnæðislánin sín yllu bankahruni á Íslandi. Obama lét sér ekki detta í hug að það hafi verið vegna stjórnarstefnu þeirrar ríkisstjórnar sem þá var á Íslandi.

Obama horfir á þessu vandamál í víðu samhengi út frá raunveruleikanum. Hann er ekki að draga rangar ályktanir af gefnum forsendum eins og ítrekað er reynt að gera hér á landi.

Ástæður bankahrunsins hér eru alþjóðlegar og hefðu gerst óháð því hvaða ríkisstjórn var við völd eða hvaða stjórnmálaflokkar. Fáir hefðu getað orðað það betur en Barack Obama Bandaríkjaforseti.  


Hverjir bera ábyrgð á efnahagshruninu

Sú saga er sögð af þekktasta rannsóknarlögreglumanni allra tíma Sherlock Holmes að hann og Dr. Watson læknir vinur hans hafi einu sinni farið í útilegu og þar sem þeir eru í útilegunni að nóttu til snýr Holmes sér að félaga sínum og segir  “Segðu mér kæri vinur hvað þú sérð.”  Watson læknir lítur í kring um sig og upp fyrir sig þar sem hann liggur í svefnpokanum og segir “Ég sé milljónir af stjörnum.”  “Hvað segir það þér” spyr Sherlock Holmes. Watson læknir hugsar sig um og segir síðan. “Það segir mér að það séu milljónir sólkerfa og pláneta. Að Guð sé almáttugur og við erum  eins og sandkorn á ægistórri strönd.”  Þú ert nú meira fíflið Watson” sagði Sherlock Holmes þá við vin sinn. “Það segir þér ekkert annað en að það er búið að stela tjaldinu okkar.” Af sjálfu leiðir að Watson læknir hefði ekki getað séð upp í óravíddir geimsins þegar tjaldhimininn var yfir og honum átti strax að vera ljóst af hverju hann gat séð upp í himininn en hann fór á annað hugarflug sem hafði lítið með raunveruleikann að gera.  

Að mörgu leyti hefur mér fundist hinum innan sviga dáðríku fjölmiðlamönnunum og þeim svokölluðu sérfræðingum sem þeir hafa kallað til að fjalla um ástand þjóðmála hafa farnast eins og Watson lækni þegar þeir hafa fjallað um efnahagshrunið og ástæður þess að bankarnir hrundu. Aftur og aftur er klifað á því að efnahagshrunið stafi af því að ákveðnir stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar, Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafi ekki staðið sig sem skildi. Því hefur jafnvel verið lætt inn að þetta sé að kenna gjörspilltum stjórnmálamönnum. En er það þannig vaxið?

Var ekki tjaldinu einfaldlega stolið og fjölmiðlamennirnir og stjórnmálafræðingarnir varast að benda á þjófinn eða þjófana. Reynt er að gera þá ábyrga sem var stolið frá og sagt að þeir hafi ekki læst útidyrunum nógu og vel eða verið of seinir til að slökkva þá ofurelda sem höfðu verið kveiktir.

Enginn minnist hins vegar á brennuvargana. Einn þingmaður vinur minn Ellert B. Schram orðaði það þannig í umræðum um stjórnarskrána á fimmtudaginn að kerfishrunið væri Sjálfstæðisflokknum að kenna.  

Er það svo að bankahrunið hafi verið Sjálfstæðisflokknum að kenna? Er það svo að spilltir stjórnmálamenn hafi valdið því að bankarnir féllu. Var það vegna aðgerða Seðlabankans eða þess að Fjármálaeftirlitið sinnti ekki verkum sínum? Var samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar vanhæf og ber hún ábyrgðina eða er þetta e.t.v. afleiðing af rangri stjórnarstefnu undanfarinna ára og áratugs? 

Í umræðunni í fjölmiðlum og í þeim sérkennilega þætti Egils Helgasonar “Silfur Egils” eins og hann hefur þróast í vetur þá hefur ekki verið annað að skilja en að það séu stjórnmálamenn og  Seðlabankinn vegna þess að þar var lögfræðingur einn þriggja bankastjóra og Fjármálaeftirlitið sem í raun beri höfuðábyrgð á bankahruninu. En hafa verið færð einhver skynsamleg rök fyrir þessum staðhæfingum?

Eru þessar orðræður eitthvað annað en orð grunnhygginna fréttamanna og svokallaðra sérfræðinga sem reyna að slá pólitískar keilur, eða vita ef til vill ekki betur og nenna ekki að kynna sér staðreyndir en láta samt eins og þeir séu sérfræðingar. Mér finnst þessu fólki sem fer fram með þessa sleggjudóma farast eins og Watson lækni það sér ekki það einfalda í málinu. Tjaldinu var stolið.   

Hvaða einstaklingur hefur með fyrirtæki að gera sem skulda hundrað eða hundruði milljarða í öllum föllnu bönkunum. Mun hærri fjárhæð en svokallaðar Icesave ábyrgðir. Það er helsti ráðamaður Baugs. Skuldir Baugs og tengdra félaga við íslenskar banka- og lánastofnanir sem ekki fást greiddar nema tæpum þúsund milljörðum króna. Liggur þá ekki fyrir hver stal tjaldinu?

En af hverju tala fjölmiðlafræðingarnir ekki um Stjórnendur Baugs, Bakkavarar, FL Group/Stoðir og slíkra aðila. Það voru þeir sem stálu tjaldinu. Af hverju tala menn ekki um það með hvaða hætti lánastarfsemi bankanna var. Af hverju veitt voru hundraða milljarða lán sem engar tryggingar voru fyrir og engin vitræn glóra var að lána. Lán sem jafnvel voru andstæð öllum lánareglum.   

Þessir aðilar bera ábyrgðina á efnahagshruninu. Vondir bankamenn sem fylgdu ekki eðlilegum reglum í lánastarfsemi og vondir fjárfestar sem fjárfestu með glórulausum hætti. Ég hef í heiðri þá meginreglu siðaðs þjóðfélags að hver maður skuli talinn saklaus þar til sekt hans sé sönnuð. Þess vegna ætla ég ekki að kveða upp dóma á þessu stigi yfir einstaklingum en það er hins vegar alveg ljóst að það hefur verið farið á svig við bókhaldsreglur, lánareglur og ekki verður annað séð en um margháttaða svikastarfsemi hafi verið að ræða. Þeir sem það stunduðu bera á því ábyrgð og munu þurfa að svara til saka í fyllingu tímans. Það verða aðrir menn en stjórnmálamenn fyrrverandi Seðlabankastjórar eða stjórnarformaður og forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem það þurfa að gera. Það verða þeir sem stálu tjaldinu og það er sorglegt að helstu álitsgjafar íslensks samfélags skuli stöðugt klifa á því að það séu einhverjir aðrir en þeir sem svo augljóslega bera ábyrgð á því.  

Ég spyr aftur. Hvernig stendur á því að fjölmiðlamennirnir og aðrir spekingar skuli ekki horfa á staðreyndir varðandi bankahrunið og kalla þá til ábyrgðar sem bera ábyrgð. Þá sem stálu tjaldinu.  

Ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á efnahagshruninu? Ég svaraði vini mínum Ellert B. Schram á Alþingi sama dag og hann flutti sína ræðu og benti honum á að það væri gjörsamlega fráleitt að halda því fram að einhver stjórnmálaflokkur bæri ábyrgð á efnahagshruninu. Að halda því fram að það sé Sjálfstæðisflokkurinn eins og Ellert gerði er fráleitt enda þarf hann þá að finna þeim orðum sínum eðlilegan stað sem hann hefur ekki gert. Vissulega brá mönnum í vetur þegar bankahrunið varð og vafalaust eru margir alsaklausir sem kenna sjálfum sér um.

Geir H. Haarde fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í setningarræðu á Landsfundi að hann bæðist afsökunar á því að þegar bankarnir voru seldir hafi ekki verið dreift eignarhald á þeim. En hefði það nokkru breytt. Hefði bankahrunið ekki orðið þrátt fyrir það.  Ég held því fram að það hafi engu skipt þó að ríkið hefði staðið að sölu bankanna með öðrum hætti en gert var. Jafnvel þó að almenningshlutafélag hefði verið stofnað um Landsbankann eða Kaupþing eða báða.

Við skulum í því sambandi skoða hvernig fór með almenningshlutafélagið Baug. Stoðaði þar að hafa dreifða eignaraðild? Nei svo sannarlega ekki. Með fullri virðingu fyrir Geir H. Haarde og þessari afsökunarbeiðni hans þá gildir hún ekki um bankahrunið og hefur ekkert með það að gera. Ég skal hins vegar taka undir með honum að það hefði verið betra að standa með öðrum hætti að einkavæðingu bankanna. 

En hvað þá með fyrirtæki eins og Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis. Það var heldur betur dreifð eignaraðild þar. Breytti það einhverju um lánastefnu Sparisjóðsins eða gengisleysi hans? Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis var fyrir nokkru ein allra traustasta fjármálastofnun landsins. Stjórnendur SPRON tóku sömu helsóttina og bankamenn stóru viðskiptabankanna og dreifða eignaraðildin skipti ekki neinu máli. Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur ber enga ábyrgð á bankahruninu. Flokkurinn sem slíkur eða stefna hans hafði ekkert með það að gera.

Bankahrunið varð vegna þess að markaðslögmálunum var ekki fylgt og fjölþjóðlegar reglur voru notaðar til að varpa þeirri ábyrgð sem einstaklingar eiga að bera á eigin rekstri yfir á samfélagið. Ábyrgð stjórnenda banka og annarra fjármálafyrirtækja var ekki með þeim hætti sem hún á að vera. Það er alþjóðlegt vandamál og þess vegna er bankakreppan ekki séríslensk heldur alþjóðleg.

Sjálfstæðisflokkurinn ber ekki ábyrgð á bankahruni í Írlandi, Englandi, Bandaríkjunum eða Ungverjalandi svo nokkur lönd séu nefnd. Í öllum þessum löndum hafa stærstu fjármálastofnanirnar fallið og ríkisvaldið hefur þurft að grípa inn í með ærnum tilkostnaði. Þeir sem halda því fram að bankahrunið verði að einhverju leyti eða öllu rakið til Sjálfstæðisflokksins verða þá að finna þeim orðum sínum stað.  Sú orðræða hefur farið fram í nákvæmlega hálft ár í dag.

Í dag er hálft ár liðið frá því að bankahrunið varð. Ekki einn einasti álitsfræðingur eða fjölmiðlamaður hefur fært nokkur gild rök að því að bankahrunið sé Sjálfstæðisflokknum eða einstökum forustumönnum hans að kenna. Þetta eru einfaldlega innantóm orð og rangar staðhæfingar. Það er með ólíkindum að þeir vinstri menn sem halda því fram að bankahrunið sé Sjálfstæðisflokknum að kenna skuli draga jafn rangar ályktanir og þeir gera af þeim gefnu forsendum sem fyrir hendi eru.


Bestu jólakveðjur

Sendi mínar bestu jólakveðjur og vona að allir sem þetta lesa hafi haft góða jólahátíð það sem liðið er.  Ég var ánægður að heyra það að kirkjusókn hefði verið sú mesta á landinu á aðfangadagskvöld.  Það sýnir eitt með öðru hvað kristin kirkja gegnir miklu hlutverki í lífi flestra Íslendinga.

Á sama tíma finnst mér leiðinlegt að lesa um það að innbrotum skuli fjölga  mikið á höfuðborgarsvæðinu. Ég spyr hvað veldur.  Ekki er það í samræmi við boðskap jólanna að taka frá öðrum ófrjálsri hendi.  Vonandi tekst að koma lögum yfir þá sem að þessu standa og leiða þá á réttar brautir í lífinu.

Það skiptir miklu að muna eftir boðskap jólanna. Friður, fyrirgefning og kærleikur.  Við ættum að minnast þess um jólin og raunar alltaf að það er inntak kristinnar boðunnar. Í þeim anda eigum við að starfa eftir því sem okkur er unnt hverju og einu.


Sigurbjörn Einarsson

Sigurbjörn Einarsson var tvímælalaust helsti trúarleiðtogi þjóðarinnar síðustu áratugi.

Ég minnist þess í fyrsta skipti sem ég hlustaði á hann þá var ég í Menntaskólanum í Reykajvík og Sigurbjörn kom til að ræða við okkur um kristni og kirkju. Það voru nokkrar áleitnar spurningar sem brunnu þá á mínum vörum sem ég spurði Sigurbjörn að og átti fyrirfram ekki von á að fá ásættanlegt svar frá honum. Ég hafði iðulega spurt þessara spurninga áður en ekki fengið viðunandi svör að mínum dómi.  Í þetta skipti brá svo við að Sigurbjörn svaraði öllum spurningum mínum með þeim hætti að sá efi sem var í unglingssálinni var ekki lengur til staðar.

Mér finnst þakkarvert að hafa átt þess kost að kynnast Sigurbirni Einarssyni og njóta leiðsagnar hans að nokkru.

Öll þjóðin stendur í þakkarskuld við Sigurbjörn Enarsson.

 Ég bið fyrir góðar kveðjur til fjölskyldu og náinna ættingja Sigurbjörns


Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 131
  • Sl. sólarhring: 1302
  • Sl. viku: 5273
  • Frá upphafi: 2469657

Annað

  • Innlit í dag: 118
  • Innlit sl. viku: 4826
  • Gestir í dag: 118
  • IP-tölur í dag: 118

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband