Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Koma verður í veg fyrir mannsal og misnotkun á fólki.

Það eru rúm 200 ár síðan Bretar og Danir samþykktu lög sem bönnuðu þrælasölu. Samt sem áður les maður um að viðskipti með fólk hafi aldrei verið meiri en einmitt núna. Í Bandríkjunum og Evrópu eru ungar konur m.a. hnepptar í kynlífsþrælkun. Gegn þessu verður að vinna með öllum ráðum.

Ég hef sett fram þá hugmynd að við legðum til að sett yrði á fót sérstök samevrópsk lögregludeild.  Sem hefði það sérstaka verkefni að uppræta mannsal í hvaða formi sem það væri og vinna að því að koma í veg fyrir því að frelsi fólks væri af því tekið. Þetta er ósómi sem verður að vinna gegn. Hvort heldur mannsal viðgengst á Íslandi eða ekki þá eigum við að taka forustu um að koma þessum ófögnuði út í ystu myrkur.

 


mbl.is Rannsaka þarf hvort mansal teygi anga sína hingað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndir vilja eyða biðlistum.

Mér fannst þessi frétt nokkuð sérstök vegna þess að Frjálslyndir hafa haft það á stefnuskrá sinni að eyða biðlistum m.a. þeim biðlistum sem um ræðir í fréttinni án þess að ástæða hafi þótt til þess af fjömiðlum að slá því upp eða geta sérstaklega ummæla frambjóðenda Frjálslyndra í þessu efni.

Ég hef sérstaklega vakið athygli á velferðarhallanum eins og ég kalla það sem hefur skapast í tíð ríkisstjórnarinnar þar sem þeir sem lakast eru settir hafa ekki fengið í sinn hlut þann bata sem orðið hefur á lífskjörum almennings í landinu. Þess vegna er brýnast að leiðrétta velferðarhallann. Eyða biðlistum og borga öryrkjum og öldruðum sómasamlegar bætur og lífeyri. Velferðarkerfið á Íslandi á að bjóða þeim sem þurfa á því að halda mannsæmandi lífskjör. Ekki bara brýnustu lífsnauðsynjar heldur mannsæmandi lífskjör.

Einn vinur minn er búinn að bíða í marga mánuði eftir aðgerð. Hann gengur um á hverjum degi bryjðandi verkjapillur og skakkur vegna vanlíðunar. Þetta er aðgerð sem tekur ekki langan tíma. En hann er á biðlistanum. Hvað skyldi það kosta þjóðfélagið að sinna ekki slíkum aðgerðum. Þessi vinur minn er hættur að geta sinnt vinnunni sinni. Hvað þarf hann að bíða lengi í kvöl? Það er spurning sem allt of margir þurfa að spyrja.


mbl.is Samfylkingin vill tryggja börnum og öldruðum á biðlistum örugga þjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þetta ástand hér?

Bandaríska hagkerfið hefur verið  rekið með miklum viðskiptahalla eins og íslenska hagkerfið. Uppsveiflan í bandarísku efnahagslífi á undanförnum árum hefur verið vegna mikillar einkaneyslu og eyðslu. Sparnaður er miklu minni en í nágrannalöndum okkar. Við höfum farið að með sama hætti og Bandaríkjamenn nema hvað við höfum þvingaðan sparnað í lífeyriskerfinu en erum miklu skuldsettari.

 Lækkun fasteignaverðs í Bandaríkjunum hefur verið það mikil undanfarið að veðsetningar standa iðulega ekki undir veðsetningum sem fullnægjandi tryggingar.  Um þetta var ítarlega fjallað í ritinu The Economist fyrir nokkrum vikum.

Hvað okkur varðar er spurningin hvað gengur lengi að vera með skuldsetta velmegun og kaupæði vaxandi skuldir heimilanna og vaxandi skuldir við útlönd. Hvað gerist þá í verðtryggða samfélaginu? Af  hálfu stjórnvalda hefur verið látið reka á reiðanum og genginu haldið uppi á fölskum forsendum. Okkar staða getur orðið mun alvarlegri eftir nokkra mánuði en það sem fólk er að upplifa núna í Bandaríkjunum.

Þjóðinni liggur á að við næstu Alþingiskosningar verði valið fólk sem veit um hvað það er að tala og hefur lausnir. Atvinna, uppbygging, afnám verðtryggingar á lánum og alvöru gjaldmiðill er forsenda þess að við lendum ekki í efnahagslegum hremmingum.


mbl.is Bandarísk væntingavísitala lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boris Yeltsin allur

Boris Yeltsin verður lengi minnst fyrir frækilega andstöðu við harðlínumennina í Kommúnistaflokknum þegar þeir reyndu að taka völdin aftur í sínar hendur og hnepptu Gorbachev í stofufangelsi. Yeltsin á skriðdrekanum þar sem hann hvatti fólk til að hvika hvergi er ógleymanleg. Sú stund var hetjustund Yeltsin og það sem á eftír fór. Yeltsin á því þakkir skildar fyrir að létta oki Kommúnismans af Sovétríkjunum. Fyrir það verður hans minnst og honum þakkað.
mbl.is Boris Jeltsín fyrrum Rússlandsforseti látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýska keisaradæmið studdi Lenin.

Þýska keisaradæmið útvegaði Lenín járnbrautarvagn og flutti hann frá Mið-Evrópu til Rússlands til að tryggja að byltingin í Rússlandi mundi heppnast. Þannig varð til ógnarstjórn sem Rússar sátu upp með í 70 ár.

Vilhjálmur 2 Þýskalandskeisari og ráðgjafar hans hugsuðu ekki lengra en að draga mátt úr Rússum og samningurinn við Lenin var um að saminn yrði friður á Austurvígstöðvunum. Það gekk eftir. Lenín samdi frið við Þýskaland.

Í 30 ára stíðinu í Þýskalandi studdu kaþólikar iðulega mótmælendur og öfugt. Það er margt skrýtið í sögunni bæði frá fyrri tíma og nútímanum.

Ég velti því t.d. fyrir mér af hverju Landsvirkjun studdi Ómar Ragnarsson leiðtoga Íslandshreyfingarinnar um 8 milljónir. Hver var hugsunin með því? Þurfti að draga úr fylgi vinstri grænna og Frjálslyndra?


mbl.is Fæðingardegi Leníns fagnað á Rauða torginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrinn í Bagdad

Múrinn sem Bandaríkjamenn eru að reisa í Bagdad sýnir að þrátt fyrir 4 ára hersetu í Írak hafa Bandaríkjamenn og stjórnin í Írak ekki einu sinni náð stjórn á höfuðborginni.

Múrar hafa iðulega verið reistir í flestum tilvikum til að loka fólk úti eins og Kínamúrinn og Hadríansmúrinn í Bretlandi. Sama má segja um múrinn sem Ísraelsmenn eru nánast búnir að fullgera utan um byggðir Palestínumanna. Múrinn í Berlín sem Kommúnistastjórnin reisti var til að loka fólk inni loka það frá frelsinu. Þessi múr í Bagdad á að þjóna því hlutverki bæði að loka fólk inni og loka það úti.

Það er dapurlegt að vanhugsuð og ólögmæt innrás í Írak skuli nú 4 árum síðar hafa það í för með sér að íbúar landsins búi við algjört öryggisleysi. Flótti frá landinu er sem aldrei fyrr. Kristnir menn í landinu bjuggu í friði við aðra íbúa landsins þangað til fyrir 4 árum en fara nú flestir huldu höfði sem enn búa í landinu.

Sennilega gera Bandaríkjamönnum íbúum landsins mest gagn með því að fara úr landinu sem fyrst og fá aðra til að annast um að koma friði á í landinu og tryggja öryggi borgaranna.

Fyrir tæpum 4 árum síðan skrifaði ég um nauðsyn þess að Bandaríska herliðið færi og t.d. Egyptar, Jórdanir og Sýrlendingar tækju að sér friðar- og öryggisgæslu. Bandaríkjamenn ráða ekki við það og á þá er litið sem hernámslið sem þeir eru. Slíkt friðargæslulið má ekki vera í landinu nema í skamman tíma og þá verða íbúar að taka við. Annars verður líka litið á friðargæsluliðið sem hernámslið.

Sama verður upp á tengingnum varðandi Afghanistan verði herir Vesturlanda áfram í landinu. Hjálp til að koma á friði og öryggi í erlendu ríki byggist fyrst og fremst á íbúunum sjálfum en ekki aðsendu herliði. Það getur aldrei komið til eða gert gagn nema í skamman tíma.

 


mbl.is Reisa fjögurra metra háan múr í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athygliverð grein Braga Jósepssonar

Bragi Jósepsson birtir athygliverða grein í Morgunblaðinu í dag um skoðanakannanir og framkvæmd þeirra. Í greininni bendir hann á vanda við framkvæmd skoðanakannana og ekki sé sama hver spyr. Þá bendir hann á augljósar villur í íslenskum skoðanakönnunum frá því að framkvæmd þeirra hófst. Þannig hafi skoðanakannanir alltaf gefið Sjálfstæðisflokknum allt of mikið fylgi en Framsóknarflokknum of lítið.

Ég er sammála Braga um að ólíklegt sé miðað við fyrri reynslu að Framóknarflokkurinn fari mikið niður fyrir 14-16% því miður og mér finnst ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái fylgi umfram 36%. Yrði það niðurstaðan héldi stjórnin meirihluta sínum.

Frjáslyndir hafa fengið minna í skoðanakönnunum en endanlegt fylgi. Fróðlegt verður að sjá hvernig það kemur fram núna. Frjálslyndi flokkurinn hefur tekið til umræðu innflytjendamál sem hafa verið afflutt og veist að flokknum af miklu offorsi. Algengt er í svipuðum tilvikum að flokkur fái mun meira fylgi þegar upp er staðið en skoðanakannanir mæla. Vonandi verður sú raunin á. Því nú liggur á.


Eru úrslitin fyrirséð í forsetakosningunum í Frakklandi.

Skoðanakannanir undanfarnar vikur hafa sýnt Nicolas Sarkozy með yfirburðastöðu og sú sem talin var helsti andstæðingur hans Segolene Royal hefur átt undir högg að sækja. Nú bregður svo við í síðustu skoðanakönnunum fyrir kosningar að fylgi þeirra Sarkozy og Royal mælist svipað. Royal mældist á tímabili neðar en frambjóðandi miðflokkana en nú hefur hann dregist aftur úr skv. skoðanakönnunum og líka Le Pen.

Fyrir fjórum árum sögðu skoðanakannanir að Jospin frambjóðandi sósíalista mundi verða í öðru sæti í forkosningum en svo fór að Le Pen varð í öðru sæti og kosið var á milli hans og sitjandi Frakklandsforseta. Skoðanakannanir hafa alltaf gefið Le Pen mun minna fylgi heldur en hann hefur fengið.

Þessi dæmi frá Frakklandi sýna hvað valt er að treysta skoðanakönnunum eða láta þær hafa áhrif á það sem maður ætlar að kjósa.

Það verður spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara í Frakklandi og ég vona að sonur innflytjandans Nicolas Sarkozy hafi þetta og verði í síðari umferð kjörinn. Nicolas Sarkozy hefur í kosningabaráttunni bent á þann vanda sem Frakkland er í verði tvær þjóðir í landinu og innflytjendur aðlagist ekki frönsku samfélagi.


mbl.is Mikil þátttaka í kosningunum í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfuðbólið eða hjáleigan?

Guðni landbúnaðarráðherra ætti að vita það að flestallir vilja frekar vera á höfuðbólinu en hjáleigunni. Þess vegna kjósa menn Sjálfstæðisflokkinn en ekki Framsóknarflokkinn.

Það er hvort eð er sami rassinn undir báðum flokkum. Flokkarnir eru búnir að vera svo lengi saman í stjórn og standa saman að svo mörgum vafasömum aðgerðum að fólk lætur það bitna á hjáleigunni.

Það skal hins vegar tekið undir það með Guðna að það væri rétt að fólk léti það bitna á Sjálfstæðisflokknum líka. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki síður sekur um velferðarhallann og spillinguna en Framsóknarflokkurinn.


mbl.is Guðni: Sjálfstæðisflokkurinn virðist stikkfrí í umræðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bowling for Colombine

Michael More gerði fyrir nokkrum árum áhrifamikla kvikmynd um fjöldamorð tveggja nemenda í Colombine. Þar var m.a. vísað í slagorð byssueigandafélagsins en Charleston Heston leikari var þá formaður þeirra en slagorðið er "Guns do´nt kill men do."  Byssulöggjöf Bandaríkjanna og meðferð á skotvopnum hlítur nú að koma til skoðunar. Síendurteknir harmleikir eins og þessi verða að leiða til aðgerða.

Það eru svo margar byssur í Bandaríkjunum að þó að hverjum fullorðnum manni  væri gefin  ein byssu þá mundi verða afgangur, fleiri byssur en fólk. Nærri 2 af hverjum þrem morðum eru framin með byssum í Bandaríkjunum. Miklu hærra hlutfall bæði morð og þau sem eru framin með byssu en í nokkru öðru þróuðu ríki.

Byssur eru ekki það sem eingöngu skiptir máli. Byssueign er ekki mest í Bandaríkjunum heldur í Sviss.  Samt sem áður er Sviss einn öruggasti staður í heimi. Hvernig stendur á því að Svisslendingum gengur svona vel að halda byssum frá morðingjum en Bandaríkjamönnum svona illa?


mbl.is Lögregla harmar að myndbönd morðingjans hafi verið birt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 361
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 3862
  • Frá upphafi: 2513666

Annað

  • Innlit í dag: 336
  • Innlit sl. viku: 3613
  • Gestir í dag: 314
  • IP-tölur í dag: 310

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband