Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Kjósið Frjálslynda til að ná þessu fram.

Meiri hluti þjóðarinnar er sammála stefnu Frjálslynda flokksins í málefnum innflytjenda. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir að stjórnmálamenn úr mörgum flokkum og fjölmiðlamenn leggi sig í framkróka til að afflytja stefnu okkar og rangfæra.

Það er gleðiefni að meirihhluti þjóðarinnar skuli standa með sjálfri sér. Vill standa vörð um íslenska tungu, menningu og íslensk lífsgildi. Það er hin sanna þjóðhyggja og það skilur meiri hluti Framsóknarmanna þó þeir skilji ekki svonefnda þjóðhyggju formanns síns og eru greinilega á móti þeim Framsóknarþingmönnum sem hafa farið mikinn í andstöðu sinni við þau þjóðlegu gildi sem við Frjálslynd höfum gert að einu höfuðbaráttumáli okkar fyrir kosningar.

Svar þjóðarinnar við andstöðu hinna flokkanna við sjálfsagt þjóðlegt baráttumál eins og þetta er X-F á kjördag. Það þarf ekki að tala um það frekar bara kjósa á kjördag. Það er brýn ástæða til að refsa hinum flokkunum fyrir óþjóðhollustu.


mbl.is Meirihluti hlynntur hertum reglum um landvist útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Benedikt 16 páfi.

Benedikt 16 páfi er 80 ára í dag. Ég óska honum til hamingju. Þessi aldni kirkjuhöfðingi ber aldurinn vel og virðist valda mikilvægu embætti sínu þrátt fyrir aldur sinn.

Hvað svo sem menn segja um trúmál þá er kaþólska kirkjan  merkilegasta stofnun sem starfar í heiminum í dag. Stjórnkerifi hennar hefur staðist um aldir og kirkjan hefur náð að að laga sig að breyttum aðstæðum. Margir spáðu því þegar eining kirkjunar var rofin á 16. öld að nú myndi kaþólska kirkjan líða undir lok en það gerði hún ekki heldur náði að endurnýja sig að hluta og bregðast við breyttum aðstæðum.

Benedikt páfi hefur lagt áherslu á að kristnir menn megi ekki gefa afslátt af þeim lífsgildum sem þeir standa fyrir og hafa þróað með sér í kristnum samfélögum. 

Vonandi endist Benedikt 16 líf og kraftar til að koma mörgu góðu til leiðar því að hann hefur meiri völd en margur þjóðarleiðtoginn þó hann hafi engan her.


Til hamingju Geir

Geir Haarde hefur skv fréttinni fengið hærra atkvæðahlutfall í formannskjöri en nokkur annar ef ég man rétt. Ástæða er til að óska honum til hamingju með það. Ljóst er að skoðanakannanir undanfarna daga sem gefa Sjálfstæðisflokknum góða niðurstöðu valda því öðru fremur að stuðningur við formanninn er jafn eindreginn og raun ber vitni.

Þá verður líka að skoða að nú er Sjálfstæðisflokkurinn laus undan oki Davíðs og sjálfsagt hafa Sjálfstæðismenn sem eru almennt mjög foringjahollir viljað stuðla að því að sýna þjóðinni fram á eindreginn stuðning við formann sinn.

Þess utan er Geir Haarde vænn maður og hefur ekki troðið á mörgum líkþornum flokksfélaga sinna í gegn um tíðina ólíkt forvera sínum.


mbl.is Geir endurkjörinn formaður með 95,8% atkvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirlaunalögin eru spilling.

Barátta Ingibjargar Sólrúnar gegn eftirlaunfrumvarpinu var rós í hnappagat hennar. Nú virðist hins vegar flokkseigendafélag Samfylkingarinnar vera búið að yfirtaka málið og kemur í veg fyrir að eðlileg tillaga nái fram að ganga. Það er ekkert annað en fyrirsláttur að segja að tillagan sem Valgeður Bjarnadóttir bar fram sé ekki tæk til efnislegrar umræðu.

Eftirlaunalög ráðherra og þingmanna verður að afnema. Það eiga sömu reglur að gilda fyrir alla landsmenn.  Sérhagræði fyrir þingmenn og ráðherra varðandi eftirlaun er spilling. Burt með spillinguna.

Nái ég kjöri mun ég leggja fram frumvarp fyrir næstu jól um afnám sérréttinda þingmanna og ráðherra til eftirlauna. Þá reynir á hvað Samfylkingin og fleiri vilja í raun gera í málinu. Látum á það reyna.


mbl.is Hart deilt um meðferð tillögu um eftirlaunafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingunni óskað til hamingju með skýrsluna "Ábyrg efnahagsstefna"

Samfylkingin á heiður skilið fyrir að hafa fengið Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóra og bankastjóra í Nordiska Investeringsbanken til að taka saman og gefa álit á stöðu og framþróun íslenskra efnahagsmála. Jón Sigurðsson er glöggur hæfileikamaður og hefur svo víðtæka reynslu að eðlilega skoða menn það með athygli sem hann hefur fram að færa.  

Í íslenskum stjónrmálum er algengt að bullukollast sé með mál í stað þess að renna vitrænum stoðum undir staðhæfingar og stefnu. Með þessum vinnubrögðum er Samfylkingin að sýna virðingarverð vinnubrögð sem aðrir flokkar ættu að taka til eftirbreytni eftir getu.

Margt af því sem fram kemur í skýrslunni er athyglivert og fróðlegt væri fyrir Landsfundarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem veltast um á Landsfundi flokksins þessa dagana að lesa skýrsluna og sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur stýrt efnahagsmálunum víðs fjarri þeim markmiðum sem flokkurinn segist helst berjast fyrir í pólitík. Þannig hefur skattheimta af vergri þjóðarframleiðslu aukist frá 1994 úr 32% í 41%. Sjálfstæðismenn eru löngu hættir að tala um sparsemi og ráðdeild í ríkisrekstri hvað þá um báknið burt ekki einu sinni að megra þurfi báknið.


Stuðningur við Frjálslynda er forsenda breytinga

Ég tek undir það með Magnúsi Þór Hafsteinssyni varaformanni Frjálslynda flokksins að lykillinn að breytingum í stjórnumálum á Íslandi er gott gengi Frjálslynda flokksins í kosningunum eftir mánuð. Framsókn og Sjálfstæðifslokkurinn munu starfa saman áfram og það breytist ekkert nema til hins verra á kjörtímabilinu nái þeir flokkar áfram meirihluta. Til þess að koma á breytingum fyrir fólk. Burt með lánaokrið. Burt með okrið á nauðsynjavörum. Burt með skattaokrið. Burt með kvótann. Burt með báknið.  Frjálslyndi flokkurinn er lykillinn að því að venjulegt fólk fái raunverulegar kjarabætur. Það er nauðsynlegt að styrkja Frjálslyndan flokk gegn  afturhaldi, sérhagsmunum og sósíalisma.
mbl.is Magnús Þór: Erum lykillinn að falli ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar vel gengur.

Frjálslyndi flokkurinn er hástökkvari þessarar skoðanakönnunar og þá eiga varnaðarorð ef til vill betur við en ella. Um er að ræða lítið úrtak og lágt svarhlutfall. Skekkjumörk eru því veruleg. Skoðanakannanir eru skoðanamótandi oft á fölskum forsendum. Hvað sem því líður þá er það ánægjulegt að Frjálslyndi flokkurinn skuli mælast með 9% fylgi en við stefnum hærra.


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þakkir til Eiríks Bergmann

Ég vil færa Eiríki Bergmann sérstakar þakkir fyrir að benda á og auglýsa ummæli okkar Frjálslyndra um innflytjendamál. Því miður er síðan hann ekki opinn fyrir athugasedmir. Væri síðan opin fyrir athugsemdir þá væri hægt að leiðrétta misskilning hjá manninum og útúrsnúninga úr einföldum hlutum en í fræðasamfélagi Eiríks þá gildir sennilega regla gömlu arfakóngana "Vér einir vitum"

Viljum við fá þetta ástand hér?

Ég spyr viljum við fá þetta ástand hér? Er það óvirðing við það góða fólk sem hingað hefur flutst á síðustu árum að meina öfgamönnum að koma til landsins. Er það óvirðing við einhvern að vilja ekki fá vandamál heim til sín? Vill einhver að Vítisenglar hafi útibú í landinu? Vill einhver að öfgamenn hafi útibú í landinu? Svari hver fyrir sig.
mbl.is Dani fundinn sekur um að hvetja til hryðjuverka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin styður gjafakvótakerfið.

Ómar Ragnarsson leiðtogi Íslandshreyfingarinnar sagði í leiðtogaumræðum í sjónvarpi um daginn: "Við ætlum ekki að gera neina byltingu í sjávarútvegsmálum. Það er óréttlátt að svipta menn eignum sem þeir hafa keypt. " Ómar Ragnarsson er með þessu að segja að þjóðin eigi ekki kvótann. Þeir sem fengu hann gefins eða þeir sem keyptu hann af þeim sem fengu hann gefinst eiga kvótann. Ómar Ragnarsson vill kvitta undir mesta rán Íslandssögunnar.

Mikið hafa Sverrir Hermannsson stofnandi Frjálslynda flokksins og Margrét Sverrisdóttir framkvæmdastjóri flokksins í 8 ár mikla skoðanalega teygni að geta í einu vetvangi skipt algerlega um skoðun á kvótakerfinu. En ekki bara því einnig í Evrópumálinu. Margrét Sverrisdóttir sagði að umsókn um aðild væru landráð í grein sem hún skrifaði á sínum tíma. Nú tilkynnir talsmaður flokksins í umræðum um utanríkismál að flokkurinn vilji aðildarviðræður að Evrópusambandinu.

Var nokkur furða að sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu skyldu vinna jafn grimmt og þau gerðu að klofningi Frjálslynda flokksins til að tryggja hagsmuni sína og stöðu kvótakerfisins. Við þessu er aðeins eitt svar. Þjóðin má ekki láta pólitíska leiktjaldasmiði á ritstjórn Morgunblaðsins komast upp með að svipta þjóðina lögmætri eign sinni sem eru full yfirráð og ráðstofun auðlinda sjávarins í kring um landi. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 401
  • Sl. viku: 3207
  • Frá upphafi: 2513707

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2995
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband