Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
5.8.2013 | 12:28
Spilltir kjósendur kjósa spillta stjórnmálamenn
Í Zimbabwe í suðurhluta Afríku hefur Mugabe forseti enn einu sinni unnið stórsigur í kosningum með réttu eða röngu. Stuðningsmenn hans kætast og fara í sigurgöngur. Í stjórnartíð Mugabe hefur fjárhagur Zimbabwe hrunið. Verðbólgan verið mest í heimi og mannréttindi virt að vettugi. Spilltir kjósendur sjá til þess að þessi gjörspillti maður heldur völdum valdanna vegna.
En þetta er í Afríku og einhver mundi segja að aðrir hlutir ættu við í Evrópu og Bandaríkjunum. Samt sem áður hafa gjörspilltir stjórnmálamenn í Bandaríkjunum t.d. borgarstjórar sem teknir hafa verið fyrir eiturlyfjabrask og misferli með peninga náð endurkjöri þegar þeir komu úr fangelsi. Franskir kjósendur lýsa yfir mesta stuðningi við Zarkosy fyrrum forseta í nýrri skoðanakönnun þó hann sé sterklega grunaður um alvarleg fjármálaleg afbrot.
Fyrirbrigðið Silvio Berlusconi mesti áhrifavaldur í ítalskri pólitík á þessari öld hefur verið dæmdur fyrir skattsvik, fjármálaleg misferli, mök við ólögráða stúlku ásamt fleiru. Þrátt fyrir að þessir hlutir hafi legið fyrir um nokkra hríð nýtur Berlusconi mikils fylgis. Enn ætlar hann sér að verða örlagavaldur í ítalskri pólitík og svo virðist sem kjósendur muni styðja hann til þess þrátt fyrir allt.
Ítalía hefur verið á niðurleið efnahagslega allan stjórnartíma Berlusconi en það skiptir kjósendur ekki neinu máli heldur. Þeir styðja sinn mann.
Skyldu íslenskir kjósendur vera frábrugðnir þeim frönsku eða ítölsku?
Spurning hvort við horfum upp á siðferðilegt hningnunarskeið í stjórnmálum og viðskiptum. Spilltir stjórnmálamenn eru endurkjörnir og stórfyrirtæki sem eru gripin í glæpum sleppa með minni refsingu en hagnaði þeirra nemur fyrir ólöglegt athæfi.
Skattgreiðendur og þar með kjósendur borga síðan allan kostnaðinn vegna spillingarinnar og sitja uppi með milljarðaskuldbindingar vegna endurreisnar fyrirtækja sem rekin voru í þrot af mönnum sem halda áfram að reka þau og skammta sér áfram milljarða í arð og kaupauka.
Vegurinn til versnandi lífskjara er varðaður. Spurning er hvort kjósendur sjá nokkra ástæðu til að víkja af honum?
4.8.2013 | 12:18
Ingibjörg Sólrún og konur í Afghanistan
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk þá vafasömu upphefð í gegn um fjölskyldu "vininn" Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra að vera send til Afghanistan til að sinna málefnum þarlendra kvenna.
Launin eru að vísu firnagóð en verkefnið nánast óleysanlegt og starfsaðstaða óneitanlega ein hættulegasta sem hægt er að bjóða þeim upp á sem ekki gegna hermennsku á vígvelli.
Eðlilega gerir Ingibjörg nú sem mest úr mikilvægi þessa viðamikla verkefnis. Samt sem áður er hætt við að allt það starf verði lítils metið þegar vestræn vopn og hermenn hverfa af svæðinu. Í þessu efni eins og með herhlaupið til Afghanistan er spurningin til hvers? Alveg eins og með þá hundruði milljarða sem hafa verið sendir til landsins og hafnað oftar en ekki í vösum spiltra stjórnmálamanna sem krefjast þess að konur þeirra klæðist skósíðum búrkum og líta á það sem dauðasynd að þær mennti sig eða keyri bíl.
Vestrænt stjórnmála- og fjölmiðlafólk er sannfært um að við höfum skipulagslega og hugmyndafræðilega yfirburði sem allir aðrir bíði eftir að tileinka sér. Þessi hrokafulla hugsun er röng og það sýnir sig eftirminnilega á hverjum degi í Írak og Afghanistan.
Vandi Vesturlandabúa eða á ég að segja kristna heimsins er að skoða sjálfa sig og þjóðfélagsgerð sína og átta sig á að hugmyndafræðilega erum við orðin viðskila við ákveðin grunngildi og erum tilbúin til að loka augunum fyrir kvennakúgun og mannfyrirlitningu þegar það hentar. Þess vegna er Dalai Lama iðulega útskúfað en furstar Saudi Arabíu boðnir velkomnir.
Af hverju eru konur seldar og svívirtar svo þúsundum skiptir á Vesturlöndum á sama tíma og við teljum okkur bær um að koma vitinu fyrir aðra? Það er eitthvað rotið ekki bara í konungsríkinu Danmörku heldur víðar í hinum vestræna heimi.
6.1.2013 | 20:43
Samfylkingin og Þjóðkirkjan
Ef til vill var biskup Íslands nokkuð hvatvís að ákveða eftir því sem virðist að geðþótta að kirkjan skuli beita sér fyrir söfnun á þörfum tækjakaupum á Landsspítala Háskólasjúkrahúsi. Sjálfsagt hefði verið betra að fjalla um þessi mál á Kirkjuþingi. Það er alltaf spurning hvar og hvernig stofnun eins og Þjóðkirkjan á að beita sér. Heppilegra hefði e.t.v. verið að þjóðkirkjan einhenti sér af öllu afli í söfnun til að vinna bug á hungri og húsnæðisleysi í þjóðfélaginu. Hvað sem því líður þá ber samt að virða ákvörðun biskups. Öllum má vera ljóst að þar er talað af heilum hug og brýna nauðsyn ber til að kaupa tæki til spítalans.
Nokkrir forustumenn Samfylkingarinnar gagnrýna þessa ákvörðun þjóðkirkjunnar og reyna að gera lítið úr henni og hæðast jafnvel að þessari góðu viðleitni kirkjunnar ti að koma sjúkum til hjálpar. Þar af hafa tveir þingmenn flokksins tjáð sig sérstaklega með mjög neikvæðum hætti í garð þjóðkirkjunnar án þess að benda á nokkur betri ráð. Það er jafnvel haft í heitingum við þjóðkirkjuna af hálfu sumra Samfylkingarmanna.
Þessi afstaða því miður allt of margs forustufólks í Samfylkingunni kemur ekki á óvart. Innan Samfylkingarinnar eru öfl sem vinna leynt og ljóst gegn kristni og þjóðkirkjunni. Skemmst er að minnast þess, þegar velferðarráð Reykjavíkur undir forustu Samfylkingarkonunnar Margrétar Sverrisdóttur ákvað að úthýsa kirkjunni úr öll skólastarfi í Reykjavík. Við hver jól veldur þetta miklum vandamálum, en velferðarráð Samfylkingar og Besta flokksins lætur engan bilbug á sér finna. Kærleiksboðskapur Jesús á ekki erindi að þeirra mati í skólastarf í kristnu landi eins og Íslandi.
26.12.2012 | 01:05
Ofsóknir
Í fyrstu miðstöðvum kristinnar trúar í Mið-Austurlöndum er talin hætta á að kristnir söfnuðir þurkist út. Kristið fólk býr við meira hatur og ofsóknir en nokkur annar trúarhópur. Meira en helmingur kristins fólk í Mið-Austurlöndum hefur flúið eða verið drepið á síðustu áratugum.
Stjórnmálamenn í kristnum löndum hafa leitt hjá sér ofsóknir sem kristið fólk sætir í Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum. Í nýlegri skýrslu Civitas segir að stjórnmálamennirnir séu hræddir við að taka á þessum ofsóknum af ótta við að vera kallaðir "rasistar".
Þeir sem snúast frá Íslam til kristinnar trúar eiga það á hættu að vera drepnir í Saudi Arabíu, Máritaníu og Íran og geta búist við hörðum refsingum í öðrum löndum í Mið-Austurlanda. Í skýrslu Civitas segir að um 200 milljónir kristins fólks eða einn af hverjum 10 búi við ógn, refsingar, kúgun eða þjóðfélagslegt ójafnrétti vegna trúar sinnar.
Það er brýnt að afhjúpa glæpi og brot á mannréttindum gagnvart kristnu fólki. Það ætti að vera pólitískt forgangsverkefni. Sú staðreyn að svo er ekki segir okkur sérstaka sögu um skrýtinn fórnarlambakúltúr sem hefur hreiðrað um sig á Vesturlöndum og í Bandaríkjunum.
Því má ekki gleyma að trúfrelsi-skoðanafrelsi er grundvöllur og undirstaða almennra mannréttinda.
Við sem höldum upp á mestu trúarhátíð kristins fólks þessa daga ættum að minnast trúarsystkina okkar sem sæta grimmilegum ofsóknum víða um heim. Við eigum að gefa þeim til hjálpar. Það er þörf á slíkum jólagjöfum. Kristið fólk þarf að mynda samtök til varnar mannréttindum kristins fólks og sóknar fyrir kristni og kristileg viðhorf.
Þau viðhorf eru hornsteinar þeirra mannréttinda sem við berjumst fyrir og teljum sjálfsögð-en eru það ekki án baráttu.
22.11.2012 | 11:05
Þjóð í hafti
Fyrir tæpum aldarfjórðungi vakti athygli mína bókin "Þjóð í hafti" eftir Jakob F. Ásgeirsson. Með skýrum og einföldum hætti sagði höfundur sögu viðskiptahafta og tefldi fram rökum frelsisins gegn ríkisafskiptum, bönnum og haftabúskap. Jakob markaði sér þá stöðu sem víðsýnn, rökfastur og einlægur hugsjónamaður fyrir málstað hinna gömlu gilda Sjálfstæðisflokksins um frelsi einstaklingsins.
Um árabil hefur Jakob haldið úti ritinu Þjóðmál, besta og iðulega eina tímaritinu hér á landi, sem berst fyrir málstað takmarkaðra ríkisafskipta, frelsi einstaklingsins og gegn spillingu í þjóðfélaginu. Þrautseigja og dugnaður Jakobs F. Ásgeirssonar hefur gert útgáfuna mögulega ásamt bókaútgáfu þar sem ýmis tímamótarit eru gefin út um pólitík, heimspeki og trúmál m.a. rit Benedikts páfa um líf Jesú.
Jakob berst með pennanum fyrir frelsið og hefur gert það með afgerandi hætti í langan tíma.
Jakob gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og hefur gert að vígorðum sínum m.a. "traust, ábyrgð og ráðdeild." Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sjálfur að hafa frumkvæði að því að setja frelsinu nauðsynlegar skorður þannig að siðblindir einstaklingar misnoti það ekki. Einnig á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi um of samsamað sig sérfræðiálitum og öflugum hagsmunasamtökum og það sé lífsnauðsyn að færa Sjálfstæðisflokkinn aftur til almennings og gera hann á ný að brjóstvörn einstaklinga og smáfyrirtækja gagnvart stórhagsmunum og alltumlykjandi ríkisvaldi.
Jakob hefur verið trúr hugsjón sinni og barist fyrir henni með kyrrlátum en beittum hætti. Jakob er hins vegar ekki maður sem lætur mikið á sér bera í fjölmiðlum eða fer fram með gaspri og svigurmælum eins og því miður tíðkast of mikið í þjóðmálaumræðunni og fleytir fólki stundum langt í prófkjörum.
Nú reynir á Sjálfstæðisfólk að tryggja endurnýjun á framboðslistum flokksins og veita þeim mönnum sérstaka athygli og brautargengi sem hvergi hafa hvikað frá grundvallargildum Sjálfstæðisflokksins um víðsýnan, frjálslyndan hægri flokk gegn spillingu en fyrir réttlátu framsæknu þjóðfélagi.
Jakob F. Ásgeirsson er sá frambjóðandi, sem hvað fremst hefur staðið í þeirri málefnabaráttu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf öflugan málsvara sem þekkir vel grunngilda hugmyndafræðinnar, virðir þau og berst fyrir þeim. Hann þarf okkar stuðning til að sjónarmið hans fái aukið vægi í Sjálfstæðisflokknum
19.10.2012 | 13:08
Rökfræðileg uppgjöf. Atlagan að stjórnarskránni VIII.
Stjórnlagaráðsliðar sem hafa hvað hæst um nauðsyn heildarbreytingar á stjórnarskránni eru rökþrota.
Undanfarið hef ég hrakið rök og sjónarmið þeirra sem standa að atlögunni að stjórnarskránni. Engin haldbær mótmæli hafa komið fram þó að sjónarmið stjórnlagaráðsliðanna hafi verið hrakin lið fyrir lið.
Rangfærslum og ósannindum er beitt er af hálfu þeirra sem krefjast þess að þóðin játi ófullburða og oft vanhugsuðum tillögum stjórnlagaráðsins. Þeir treysta sér ekki til að mótmæla með rökum en halda sig við sömu röngu fullyrðingarnar í þeirri von að blekka megi þjóðina fram yfir kjördag.
Rökfræðileg uppgjöf þeirra sem gera atlögu að stjórnarskránni er algjör.
Það skiptir því máli að kjósendur hrindi þessari atlögu og mæti á kjörstað og sýni upphlaupsliðinu það sem það á skilið með atkvæði sínu.
Til ítrekunar vil ég benda á að tillögur stjórnlagaráðs breyta ekki fiskveiðistjórnarkerfinu, þær greiða ekki lánin, þær afnema ekki verðtrygginguna og þær hafa ekkert með hrun á banka- eða fjármálamarkaði að gera.
Þetta upphlaup og atlaga að stjórnarskránni hefur dregið athygli þjóðarinnar frá þeim verkefnum sem eru mikilvægust og skipta máli við uppbyggingu aukinnar velferðar og velmegunar.
Ljúkum þessu óráðs- ferli núna og segjum afgerandi Nei við tillögum stjórnlagaráðs.
Snúum síðan bökum saman til sóknar til aukins jöfnuðar, gegn spillingu, gegn verðtryggingu og fyrir bættum lífskjörum.
17.9.2012 | 12:56
Obama, Baroso og Google
Hvað skyldu Barack Obama Bandaríkjaforseti, José Baroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og leitarvefurinn Google eiga sameiginlegt?
Að hvika fyrir kröfum Íslamista um takmörkun á skoðana- og tjáningarfrelsi.
Obama biðst afsökunar á því að það skuli vera tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum sem felst m.a. í því að menn mega gera lélegar kvikmyndir án þess að Bandaríkjaforseti biðjist almennt afsökunar. Auk þess hefur framleiðandi umræddrar kvikmyndar verið handtekinn.
Gamli Maoistinn og kommúnistaleiðtoginn Baroso hefur sennilega aldrei skilið mikilvægi tjáningarfrelsis. Það þvælist ekki fyrir honum að beygja sig í duftið fyrir óeirðaröflum Íslamista og biðjast afsökunar á bandarískri kvikmynd eins og honum komi hún eitthvað við.
Samskipta- og upplýsingavefurinn Google samþykkir að láta undan kröfum Íslamista og takmarka upplýsingastreymi að kröfu þeirra.
Skelfing er þetta lið ómerkilegt.
Þegar Danir máttu þola aðsókn og viðskiptaþvinganir vegna mynda sem birtust af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum þá sagði þáverandi forsætisráðherra að í Danmörku væri tjáningarfelsi og honum hvorki kæmi við né hefði með það að gera hvað fólk skrifaði. Smáríkið Danmörk mátti þola mótmæli Íslamista en kiknaði ekki í hnjáliðunum eins og Obama og Baroso gera nú og Google ef það hefur þá.
Fyrir 23 árum var breska skáldið Salman Rushdie dæmdur til dauða af Írönskum stjórnvöldum fyrir að skrifa bókina "Söngvar Satans" Nú hefur þessi dómur Khomeni erkiklerks verið staðfestur vegna myndarinnar "The Innocence of Muslims".
Hassan Sanei erkiklerkur í Íran segir að hefði dauðadómnum yfir Rushdie verið framfylgt þá hefði síðari móðganir eins og teikningar, blaðagreinar og kvikmyndir aldrei orðið til. Til þess að koma í veg fyrir að fólk leyfi sér mál- og skoðanafrelsi þegar Múhameðstrú er annars vegar hafa verðlaun fyrir að myrða Salman Rushdie verið hækkuð í 3.3.milljónir Bandaríkjadala.
Tilgangur Íslamistanna er augljós. Að hræða fólk frá því að setja fram skoðanir sem þeim er ekki að skapi. Útiloka tjáningarfrelsi í raun. Mikið eiga þeir gott að eiga jafn öfluga bandamenn og Obama og Baroso.
Að sama skapi er það íhugunarefni fyrir unnendur mannréttinda að svo illa skuli komið fyrir okkur að forustumenn í Evrópu og Bandaríkjunum skuli ekki skilja mikilvægi þess að gefa ekki afslátt á mannréttindum.
Mannréttindi eru algild. Baráttan fyrir þeim endar aldrei.
9.9.2012 | 22:55
Pólitískur vígamaður í kufli fræðimanns
Sú var tíðin að Stefán Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands naut álits sem fræðimaður. Nú hefur komið í ljós að Stefán Ólafsson er pólitískur vígamaður Samfylkingarinnar í kufli fræðimanns. Ætla hefði mátt að prófessorinn teldi mikilvægt að varðveita mannorð sitt sem fræðimaður og gæta þess að fara ekki yfir mörk hins siðlega í pólitískri orðræðu. Þessu er því miður ekki lengur að heilsa.
Í pistli sem Stefán prófessor skrifar á Eyjuna þ. 7.9. s.l. finnst honum sæma að samsama sig með slefberanum á DV sem tók við illa fengnum gögnum úr Landsbankanum og birti miður smekklegan leiðara hans athugasemdalaust á bloggsíðu sinni.
Við skulum athuga hvað það er sem prófessor Stefán er hér að samsama sig með en það er þetta í hnotskurn: Opinber embættismaður er sakaður um að hafa aflað gagna með ólögmætum hætti um einn þingmann þjóðarinnar í því skyni að koma höggi á þingmanninn. Hvað skýringar gaf þessi opinberi embættismaður á athæfi sínu. Jú þá að þingmaðurinn hefði gagnrýnt störf hans og stofnunarinnar og spurt spurninga varðandi þau atriði opinberlega m.a. á Alþingi.
Ekki skiptir máli hvað opinberi starfsmaðurinn heitir eða þingmaðurinn sem hér ræðir um. Það sem skiptir máli er að hér er um beina ógn við það að þingmenn sinni eftirlitsskyldu sinni og séu gagnrýnir á stjórnsýsluna. Þegar Stefán Ólafsson prófessor og raunar einnig kollegi hans Þorvaldur Gylfason samsama sig með þessum vinnubrögðum þá eru alvarlegir hlutir á ferð og sýnir að um algjört siðrof er að ræða hjá þessum einstaklingum á hinum pólitíska vígvelli.
Sú staðreynd að prófessorar við Háskóla Íslands eins og Stefán og Þorvaldur skuli afsaka það og hreinlega mæla með að opinnber embættismaður reyni með ólögmætum og refsiverðum hætti að ná sér niðri á þingmanni sem gagnrýnir embættisfærslur hans og stofnunar hans er svo alvarlegt að unnendum lýðræðis og siðlegra vinnubragða á opinberum vettvangi ætti að vera brugðið.
Hvað skyldu nú siðfræðiprófessorarnir sem unnu sérskýrslu við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segja um svona sjónarmið og vinnubrögð? Hvarf dómharkan þegar réttir menn voru komnir til valda?
Mér finnst það dapurlegt að prófessor Stefán og Þorvaldur skuli fara langt út fyrir öll eðlileg mörk í pólitískri vígamennsku og telji eðlilegt að beita öllum meðölum til að ná sér niðri á póltískum andstæðingi þar sem tilgangurinn helgi meðalið. Einkum er það dapurlegt þegar fyrir liggur að athæfið sem þeir mæla með er bæði löglaust og siðlaust.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.8.2012 | 13:37
Hvar eruð þið núna Jón Gnarr og Össur?
Fyrirbrigði á tónlistarsviðinu sem kallar sig "Pussy Riot" ákvað að vekja á sér athygli með því að litilsvirða helga dóma í höfuðkirkju rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar fyrir nokkru. Uppákoma þessara þriggja kvenna í Rússlandi leiddi til þess að þær voru handteknar og hlutu nýverið dóm fyrir athæfi sitt.
Lönd í okkar heimshluta hafa ákvæði í refsilöggjöf sinni sem varða athæfi eins og það sem þessi sönghópur í Rússlandi gerðist sekur um. Þannig er ákvæði í 125.gr almennra hegningarlaga á Íslandi sem mælir fyrir um refsingu allt að 3. mánaða fangelsi þeirra sem opinberlega draga dár að eða smána trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags. Konurnar í "Pussy Riot" hefðu því þurft að sæta ákæru og refsingu hér á landi fyrir svipað athæfi og þær gerðust sekar um í höfuðkirkjunni í Moskvu.
Allt í einu rís upp hópur hér á landi sem telur það hið alvarlegasta mannréttindabrot að dæma þessar konur í Rússlandi í fangelsi. Fyrirbrigðið í stól borgarstjóra fannst tilvalið á þeim eina vettvangi sem hann getur sinnt sæmilega að setja á sig hettu til að hylja andlit sitt og krefjast þess að félagar í "Pussy Riot" yrðu látnar lausar. Í kjölfarði fylgdi Bandalag listamanna og "garmurinn hann Ketill", Össur Skarphéðinsson sem sagði Rússa brjóta öll mannréttindi með þessu og fór mikinn eins og aðrir af hans sauðahúsi sem hafa tjáð sig um málið.
Rússnesk refsilöggjöf tekur mun harðar á brotum af þessu tagi en gert er víða á Vesturlöndum en mun vægar en gert er í mörgum öðrum löndum. Um það hefur Össur ekki séð ástæðu til að fjalla. Í Saudi Aarabíu og Pakistan hefði fólk sem hefði brotið af sér eins og konurnar í "Pussy Riot" gerðu verið teknar af lífi og það jafnvel strax.
Sunnudaginn var handtók Pakistanska lögreglan 11 ára stúlku með Downs heilkenni sem er sökuð um að hafa misfarið með síðu eða síður úr Kóraninum. Við því broti liggur lífstíðarfangelsi í Pakistan. Ekki fer sögum af því að Össuri Skarphéðinssyni hafi fundist tilefni til að fjalla um málið hvað þá fyfirbrigðinu sem situr í stóli borgarstjóra með fulltingi og í skjóli varaformanns Samfylkingarinnar. Það mál kemur þeim ekki við frekar en Bandalagi listamanna eða öðrum slíkum pótintátum.
Þá fer ekki sögum af því að það fólk sem mótmælir nú meðferðinni á "Pussy Riot" hafi látið í sér heyra vegna refsinga Julíu Timosjenko í Úkraínu eða það alvarlegasta sem nokkur ríkisstjórn getur gert gagnvart borgurum sínum að virða ekki rétt borgaranna til lífs eins og um var að ræða í Suður-Afríku fyrir skömmu og gerist í mörgum löndum nánast daglega.
Vel má fallast á að rússnesk löggjöf sem samsvarar 125.gr. almennra hegningarlaga á Íslandi sé of hörð, en það leiðir ekki sjálfkrafa til réttlætingar á ummælum utanríkisráðherra eða annarra sem sjá flísina í löggjöf Rússlands en ekki bjálkana sem eru út um allt í heiminum varðandi samsvarandi brot.
Borgarstjórinn viðhafði að venju takmörkuð ummæli um málið þegar hann fullnægði sýniþörf sinni vegna þess.
13.7.2012 | 00:35
Trúartákn og Mannréttindadómstóll Evrópu
Nadia Eweida sem vinnur hjá British Airways var bannað að bera kross á Heathrow flugvelli árið 2006. Eweida var send heim úr vinnunni þegar hún neitaði að fjarlægja krossinn. Hún heldur því fram að flugfélagið mismuni sér og starfsfólki annarra trúarhópa þar sem Síkar geti t.d.verið með túrban og Múslimar með blæjur.
Flugfélagið hafnaði sjónarmiðum Eweida og hún fór í mál þar sem hún taldi sig hafa orðið fyrir mismunun af trúarlegum ástæðum. Hún tapaði málinu í undirrétti og áfrýjunarrétti í Englandi og hefur vísað því til Mannréttindadómstóls Evrópu.
En það hefur hins vegar áunnist að flugfélagið hefur breytt um stefnu og leyfir nú að fólk beri krossmark og Eweida vinnur enn hjá flugfélaginu.
Eweida er ekki eini einstaklingurinn sem hefur orðið fyrir harðræðí í Bretlandi vegna þess að bera krossmark. Shirley Chaplin hjúkrunarkona frá Exeter var sagt af sjúkrahússtjórninni þar sem hún vinnur að fjarlægja hálsmen með krossmarki en því neitaði hún og fór líka í mál.
Það er kaldhæðni örlaganna að það er Breska ríkið sem rekur málið gegn Eweida hjá Mannréttindadómstólnum en í fyrirspurnartíma á enska þinginu sagði David Cameron forsætisráðherra Breta að lögunum yrði breytt þannig að kristið fólk gæti borið krossmark í vinnu sinni. Cameron sagði af þessu tilefni að það væri grundvallarmannréttindi að starfsfólk hefði rétt til að bera trúartákn í vinnunni. Ef dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yrði þannig að Eweida tapaði málinu þá yrði að breyta lögunum til að þessi mikilvægu mannréttindi yrðu virt.
Það sem er athyglivert við þetta mál er í fyrsta lagi að enska biskupakrikjan leiðir ekki baráttuna fyrir réttindum kristins fólks til að bera kristin trúartákn. Í öðru lagi að breska ríkið skuli vera sjálfu sér sundurþykkt þar sem forsætisráðherrann biður í raun um að Mannréttindadómstóll Evrópu fallist ekki á rök ríkisins heldur Eweidu.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- September 2025
- Ágúst 2025
- Júlí 2025
- Júní 2025
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.9.): 257
- Sl. sólarhring: 475
- Sl. viku: 3311
- Frá upphafi: 2602848
Annað
- Innlit í dag: 241
- Innlit sl. viku: 3091
- Gestir í dag: 227
- IP-tölur í dag: 219
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
-
Adolf Friðriksson
-
Jón Þórhallsson
-
Ágúst H Bjarnason
-
Agný
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Andrés Magnússon
-
Andri Geir Arinbjarnarson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Jón Þóroddur Jónsson
-
Áslaug Friðriksdóttir
-
Auðbergur Daníel Gíslason
-
Baldur Hermannsson
-
Námsmaður bloggar
-
Jón Ríkharðsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Einar Gunnar Birgisson
-
Björn Halldórsson
-
Björn Júlíus Grímsson
-
SVB
-
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir
-
Carl Jóhann Granz
-
Gunnlaugur Halldór Halldórsson
-
Dominus Sanctus.
-
Inga Sæland Ástvaldsdóttir
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Þórólfur Ingvarsson
-
Dögg Pálsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Elle_
-
Einar Björn Bjarnason
-
Einar G. Harðarson
-
Eiríkur Guðmundsson
-
Elinóra Inga Sigurðardóttir
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
ESB og almannahagur
-
Ester Sveinbjarnardóttir
-
Friðrik Hansen Guðmundsson
-
Jón Kristjánsson
-
Atli Hermannsson.
-
Baldur Gautur Baldursson
-
Fríða Björk Einarsdóttir
-
Friðrik Óttar Friðriksson
-
Frjálshyggjufélagið
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðjón Sigurbjartsson
-
Georg Eiður Arnarson
-
Gestur Halldórsson
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Gísli Bergsveinn Ívarsson
-
Guðrún María Óskarsdóttir.
-
Guðmundur Pálsson
-
Grazyna María Okuniewska
-
Grétar Pétur Geirsson
-
Gunnar Th. Gunnarsson
-
Guðmundur Júlíusson
-
gudni.is
-
Jón Þórhallsson
-
Gunnar Freyr Hafsteinsson
-
Gústaf Níelsson
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Guðjón Ólafsson
-
Gylfi Þór Þórisson
-
Haraldur Baldursson
-
Halldór Jónsson
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Hannes Sigurbjörn Jónsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Sigurbjörg Eiríksdóttir
-
Heimir Ólafsson
-
G Helga Ingadottir
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Helgi Þór Gunnarsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Himmalingur
-
Hildur Sif Thorarensen
-
Eiríkur Harðarson
-
Hjörtur Guðbjartsson
-
Haraldur Huginn Guðmundsson
-
Snorri Hrafn Guðmundsson
-
Þráinn Jökull Elísson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Einar Ben
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Inga G Halldórsdóttir
-
Jakob S Jónsson
-
Einar B Bragason
-
Jens Guð
-
jósep sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Jónas Egilsson
-
Jón Pétur Líndal
-
Jón Snæbjörnsson
-
Jón Valur Jensson
-
Jórunn Ósk Frímannsdóttir
-
Eyþór Jóvinsson
-
Júlíus Björnsson
-
Júlíus Valsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Bergur Thorberg
-
Katrín
-
Kjartan Pálmarsson
-
Kjartan Eggertsson
-
Kjartan Magnússon
-
Högni Snær Hauksson
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristján H Theódórsson
-
Bjarki Steingrímsson
-
Steingrímur Helgason
-
Konráð Ragnarsson
-
Lífsréttur
-
Loncexter
-
Guðjón Baldursson
-
Lúðvík Júlíusson
-
Lúðvík Lúðvíksson
-
Margrét St Hafsteinsdóttir
-
Magnús Jónsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Alfreð Símonarson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Marta Guðjónsdóttir
-
Hulda Haraldsdóttir
-
Morgunblaðið
-
Natan Kolbeinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Örn Jónsson
-
Ólafur Sveinsson
-
Ólafur Fr Mixa
-
Ómar Bjarki Smárason
-
Páll Ingi Kvaran
-
Pálmi Gunnarsson
-
Pjetur Stefánsson
-
Rafn Gíslason
-
Ragnar G
-
Ragnar Þór Ingólfsson
-
Ragnar L Benediktsson
-
Rannveig H
-
Árni Gunnarsson
-
Ragnheiður Ólafsdóttir
-
Rósa Harðardóttir
-
ragnar bergsson
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Samstaða þjóðar
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurður Þórðarson
-
Sigrún Jóna Sigurðardóttir
-
Sigurbjörn Sveinsson
-
Sigurður Kári Kristjánsson
-
Sigurjón Þórðarson
-
Sigurður Jónsson
-
Skattborgari
-
Haraldur Pálsson
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Stefán Júlíusson
-
Þorsteinn Guðnason
-
Jóhann Pétur
-
Sverrir Stormsker
-
Sturla Bragason
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Ólafur Ingi Hrólfsson
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
Björn Bjarnason
-
Óli Björn Kárason
-
Jón Þórhallsson
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Þórhallur Guðlaugsson
-
Þórhallur Heimisson
-
Þorsteinn Erlingsson yngri
-
Tryggvi Gunnar Hansen
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Valsarinn
-
Valur Arnarson
-
Vefritid
-
Ingunn Guðnadóttir
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Eyþórsson
-
Vilhjálmur Sveinn Björnsson
-
Kristinn Ingi Jónsson
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Arnar Freyr Reynisson
-
Ívar Pálsson
-
Guðmundur Karl Snæbjörnsson