Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Þegar Jesú er úthýst

"Í meir en 2000 ár hefur verið ómögulegt fyrir þjóðfélag að útiloka eða afmá Krist úr þjóðfélagslegu og pólitísku lífi án hræðilegra þjóðfélagslegra og stjórnmálalegra afleiðinga".

Þessa hugsun meitlaði Margaret Thatcher þá forsætisráðherra Bretlands í orð árið 1990. Hún var ekki að tala um aukin áhrif kirkju á stjórnmálin eða lýsa eindreginni trúarskoðun þegar hún sagði þessi orð. Hún var mun frekar að lýsa því að þjóðfélag sem byggði á siðaboðskap og manngildishugsjón kristindómsins, væri þjóðfélag sem væri byggt á kletti en án þeirra gilda væri þjóðfélagið byggt á sandi.

Sennilega mundi vestrænn stjórnmálamaður ekki viðhafa þessi ummæli í dag. Jafnvel þó þeir segi eitthvað fallegt um Jesús þá áræða þeir ekki að tala með jafn afdráttarlausum hætti um þær ógnir sem þjóðfélaginu stafar af því að gera Krist útlægan úr samfélaginu.

Sú skoðun hefur átt vaxandi fylgi að fagna á opinberum vettvangi í kristnum samfélögum, að trúarbrögð skipti annað hvort ekki máli eða séu jafnvel til tjóns. Elskaðu náunga þinn segir helsti páfi vantrúarinnar að skipti ekki máli og sé ekkert bundið trúarbrögðum. Þannig virðast margir ráðamenn telja eðlilegt að fólk geti muldrað bænir bakvið luktar dyr, en ekki meir.  Kristið fólk er ofsótt fyrir að bera krossmark. Í Bretlandi berst kona fyrir rétti sínum til að bera krossmark án þess að tapa þjóðfélagslegum réttindum vegna þess.

Þau einstaklingsbundnu réttindi sem við búum við hefðum við ekki fengið án áhrifa kristindómsins um óumbreytanlega virðingu hvers einasta einstaklings.  Við erum öll jöfn fyrir Jesú Kristi sagði Páll postuli. Þess vegna gat þrælahald aldrei staðist til lengdar í kristnum samfélaögum þó það tæki ótrúlega langan tíma að gera það ólöglegt.  En bann við þrælahaldi er ekki náttúrulegt lögmál þvert á móti. Með hnignandi áhrifum kristilegra lífs- og siðaskoðana sækir þrælahaldið á að nýju í ýmsum myndum

Í frönsku stjórnarbyltingunnni var kristindómnum úthýst og það sama gerðist í nasistaríkjunum og kommúnistaríkjunum. Hryllingurinn og hryðjuverkin sem unnin voru af öllum þessum aðilum hefðu ekki verið möguleg nema kristilegum gildum hefðu fyrst verið vikið til hliðar og þeim úthýst. 

Þar sem Jesús hefur verið úthýst hverfa grunngildi mannréttinda eitt af öðru. Trúleysingjar mættu stundum hugsa til þess og þakka fyrir að búa í kristnum samfélögum þar sem mannréttinda þeirra er gætt eins og annarra.

Kristið fólk verður að standa á grundvallaratriðum varðandi lífs- og siðaskoðanir og hafna því að Jesú sé úthýst úr skólum landsins. Gera verður kröfu til þess að í skólunum sem og annarsstaðar í þjóðfélaginu sé kristin trúfræðsla eðlilegur  og sjálfsagður hluti af náminu.

Þjóðfélag sem er á sandi byggt skolar burt. Byggja verður grundvallaratriði hvers samfélagssáttmála  á traustum grundvelli trúarskoðana kristninnar. Grunngildi kristinnar trúar hafa fært kristnum þjóðfélögum velmegun, virðingu fyrir einstaklingnum og mannréttindi. Þess vegna m.a. hefur páskaboðskapur Benedikts páfa sérstaka skírskotun til alls hins kristna heims. Færið heiminum ljós svo að augljósar staðreyndir um gildi kristinnar trúar komi fram.


Kynþáttaníð og kennimannleg dómharka.

Sá leiði atburður varð fyrir skömmu að unglingspiltum lenti saman í knattspyrnuleik. Annar mun hafa haft niðrandi orð og vísað til kynþáttar hins en sá lét hendur skipta. Báðir hafa fengið agaviðurlög frá KSÍ og beðist afsökunar á þessu leiða atviki eftir því sem ég fregna best.

Þeir sem hafa tekið þátt í hópíþrótt eins og knattspyrnu þekkja það að iðulega verður leikmönnum sundurorða og láta þá orð falla sem betur hefðu verið ósögð. Þetta gerist jafnvel í hópi þeirra bestu, jafnvel í úrslitaleik um heimsmeistaratitil í knattspyrnu eins og dæmin sanna.

Heimssamband knattspyrnumanna hafa sem einkenni að knattspyrna sé leikur án fordóma. Þess er jafnan getið í upphafi knattspyrnuleikja þar sem fólk greiðir aðgangseyri.  Þeir sem leika knattspyrnu þekkja þetta og játast undir þessi einkunarorð. Samt sem áður geta menn látið óheppileg orð falla, en það er þá gert í stundarreiði og venjulegast er óþarfi að leggja mjög djúpa merkinu í slíka stundarreiði.

Flestir sem til þekkja og hafa vit á reyna að gera sem minnst úr svona tilvikum. En það er ekki öllum þannig farið. 

Í samræmi við kristilegan kærleiksanda þá sýna þeir sem þá trú játa yfirleitt kristilegt umburðarlyndi og fyrirgefa í samræmi við kenningu Jesú. 

Baldur Kristjánsson prestur þjóðkirkjunnar, virðist ekki átta sig á inntaki kristinnar trúar um umburðarlyndi og fyrirgefningu og veður fram vegna þessa leiðindatilviks af óheyrilegri dómhörku. Hann krefst þess að sá sem vísaði til litarháttar hins leikmannsins verði beittur þungum refsingum. Baldur telur sig vera sérfræðing í öllum málum sem lúta að kynþátattamálum af því að hann var endur fyrir löngu kosin í nefnd sem fjallar um málið. Sérfræði hans virðist þó af skornum skammti.

Mér er sagt að báðir leikmennirnir hafi beðist afsökunar á því leiðindatilviki sem um ræðir. Þá er spurning hvort ekki sé tímabært að Baldur Kristjánsson prestur biðjist velvirðingar á fráleitum ummælum sínum í málinu og refsikröfum, sem eiga meira skylt við Íranska múlla og þeirra málstað,  en presta þjóðkirkjunnar og trúarviðhorf kristins fólks.


Gleðileg jól

Jólin eru tákn friðar og kærleika í hugum kristins fólks. 

Ég óska öllum gleðilegra jóla hvort heldur þeir eru kristnir eða ekki og vona að fólk fái notið jólahelgarinnar.

Kristið fólk ætti að leiða hugann að trúbræðrum sínum sem þurfa að þola ofsóknir og lifa í stöðugum ótta.

Á þessum jólum ætti kristið fólk og kristnar þjóðir að strengja þess heit að koma ofsóttum trúarsystkinum sínum til hjálpar hvar svo þau er að finna í heiminum.  Þannig að kristið fólk um allan heim  megi eiga gleðileg jól.

Gleðileg jól. 


Ég var rekin af því að ég er kristin.

Kristinn starfsmaður á Heathrow flugvelli var rekin vegna þess að hún er kristin og gerði athugasemdir við kynþáttahatur öfgafullra Múslíma.

Nohad Halawi  vann á Heathrow flugvelli en var rekinn vegna kæru 5 Múslima. Þeir báru hana þeim sökum, að vera á móti Múslimatrú.  Halawi hefur höfðað mál á hendur vinnuveitendum sínum vegna brottrekstursins. Stofnandi og forstjóri "The Christian Legal Centre." segir að þetta sé eitt af alvarlegustu málum sem stofnun hennar hafi fengist við og hefur ákveðið að kosta málalferli Halawi

Halawi segir að Múslimarnir hafi  sagt að hún mundi fara til helvítis. Gyðingar bæru ábyrgð á árásinni á tvíburaturnana. Þá hafi þeir gert grín af þeim sem báru krossa og hæðst að kristinni trú. 

Halawi kom til Bretlands frá Líbanon árið 1977. Hún er tveggja barna móðir og  kristin Maroníti. Hún segir að mál hennar varði spurninguna um það hvort Múslimar hafi annan og betri rétt samkvæmt lögunum en kristnir eða Gyðingar. Hún segir að margt samstarfsfólk hennar sé óttaslegið eftir að hún var rekin vegna þess eins að láta ekki undan öfgafullum Múslimum sem vinna á flugvellinum.

Um 30 vinnufélagar Halawi sumir þeirra Múslimar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir segja að Halawi hafi verið rekin vegna hatursfullra lyga. Samt sem áður gildir uppsögnin.

Það eru fleiri en Halawi sem hafa höfðað mál  eða hyggjast gera það vegna yfirgangs öfgafullra Múslima á Heathreow. Meðal þeirra er kaupmaður af Gyðingaættum sem heldur því fram að múslímskir tollverðir taki hann jafnan í líkamsskoðun þegar hann fer um völlinn  og það gjörsamlega að ástæðulausu og eingöngu til að niðurlægja hann.

Þeir sem vilja þjóðfélag umburðarlyndis og mannréttinda verða að gæta þess að andstæðingarnir nái ekki að eyðileggja þá hugmyndafræði mannréttinda og einstaklingsfrelsis sem vestræn ríki byggja á.

Stefna Samfylkingarinnar og Besta flokksins að banna kristin trúartákn og kristilega umfjöllun í skólum í Reykjavík er því í raun fjandsamleg þeim lífsgildum sem við þurfum að standa vörð og vörn um til að láta aðsteðjandi ofstæki ekki ná tökum í samfélaginu.

Nú mega börnin í skólum í Reykjavík ekki biðja lengur  bænina Faðir vor á jólahátíðinni.

Til hvers eru annars jólin?


Okkar eigin Osló eða hvað?

Við höfum þá staðalímynd af Osló að þar búi nánast eingöngu innfæddir Norðmenn.  Það er rangt.

Meir en einn af hverjum fjórum Oslóarbúum er innflytjandi. Með sama áframhaldi verða innflytjendur einn af hverjum 3 Oslóarbúum árið 2015.

Í Noregi er nú  tekist á um það með hvaða hætti á að taka á vandamálum sem komið hafa upp í skólum þar sem nemendum hefur verið skipt í bekki eftir því hvort þeir eru af norsku bergi brotnir eða innflytjendur. Gagnrýnendur segja að þetta sé aðskilnaðarstefna eða Apartheit, en skólayfirvöld í viðkomandi skólum benda á að þetta sé nauðsyn vegna þess að svo mikið af norskum nemendum skipti annars um skóla.

Norðmenn eru komnir í mikinn vanda með aðlögun innflytjenda að norsku samfélagi. Stórir hópar innflytjenda sérstaklega Múslímar vilja ekki aðlagast neinu en halda sínum siðum og helst eigin lögum og dómstólum. 

Á árunum 1990-2009 fluttu yfir  420.000  innflytjendur  til Noregs eða nánast ein og hálf íslenska þjóðin.

Þeir sem halda að það sé ekki vandamál að taka á móti stórum hópum innflytjenda ættu að kynna sér hvernig norskt samfélag er að þróast.

Hér á landi er háum fjárhæðum skattgreiðenda varið til að reka áróður fyrir fjölmenningarstefnunni. Bækur eru gefnar út á kostnað skattgreiðenda, Háskólinn og fræðafélög gefa út rit eða halda ráðstefnur á kostnað skattgreiðenda þar sem lögð er áhersla á jákvætt gildi innflutnings útlendinga til landsins. Á sama tíma er gert lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja ganga rólega um þessar dyr. Samt sem áður hefur allt komið fram, sem þeir sem vöruðu við miklum innflytjendastraumi hafa sagt.

Af hverju er andstæðum skoðunum hvað varðar fjölmenningarstefnuna ekki gert jafnhátt undir höfði af stjórnvöldum?

Sem betur fer hefur flestum innflytjendum gengið vel að aðlagast íslensku samfélagi og einnig sem betur fer hefur mikið af góðu og harðduglegu fólki komið hingað sem innflytjendur.

Við þurfum samt að gæta varúðar og hafa stjórn á landamærunum annars lendum við innan 5 ára í sömu vandamálum og Norðmenn eru núna. 

Það skiptir líka máli hvaðan innflytjendurnir koma hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Aðlögunin gengur betur og vandamálin verða minni, þeim mun líkari okkur sem innflytjendurnir eru hvað varðar trú og mannréttindi.

Þessar staðreyndir verða alltaf til staðar hversu miklu fé skattgreiðenda er varið til að koma á framfæri röngum og einhliða áróðri fjölmenningarsinna.

 

 

 


Beðið fyrir steikinni

Fræg fatahengilmæna Giesela Bündchen viðurkennir að vera mikil kjötæta og hún elski líka dýr. Þess vegna segist hún biðja fyrir steikinni áður en hún borðar hana. Auk þess segist hún leggja hendur yfir steikina og blessa hana þakklát fyrir að hún skuli eitt sinn hafa lifað.

Það er mismunandi hvernig fólk sækir sér sáluhjálp og aflát misgerða og í sjálfu sér er þetta ekkert fráleitarar en margvíslegt annað ritual. 

Hvað sem þessu líður þá hefur Gíesela þessi fengið þá blessun að vera ríkasta módel í heiminum. Verði henni að góðu.

 


Fyrirgefning

Þegar Norðmaðurinn Leif Hovelsen var 19 ára árið 1943 var hann handtekinn af Gestapo leynilögreglu Nasista og settur í hið illræmda Grini fangelsi í Osló.  Leif var í andspyrnuhreyfingunni og hann sætti hræðilegum pyntingum í fangelsinu, hótunum um aftöku og einangrunarvist af því að hann neitaði að gefa hernámsliði nasista upplýsingar um félaga sína.

Leif segir að þegar hann var handtekinn hafi mamma hans sagt þegar hann var leiddur burt af Gestapo liðum "Leif gleymdu aldrei Jesú." Leif segir að þessi ráðlegging mömmu hans hafi fylgt honum allt líf hans.

Þegar Leif var frelsaður úr fangavistinni 1945 þá var honum boðið að pína kvalara sína, en hann neitaði að gera það.  Leif sagði "Ég vildi berjast fyrir réttlæti en þetta var hefndarþorsti."  Þess vegna bauð hann fyrirgefningu sína þegar hann stóð andspænis kvölurum sínum. 

Leif stóð síðan fyrir aðgerðum til að koma á eðlilegum samskiptum Þjóðverja og Norðmanna og hann hjálpaði mörgum sem höfðu þurft að sæta þjáningum vegna ógnarstjórnar kommúnista.

Leif dó fyrir nokkrum dögum 87 ára að aldri. Hann gleymdi aldrei ráðleggingu mömmu sinnar og gleymdi aldrei Jesú og boðskap hans um mannkærleika. Hann starfaði alla tíð í samræmi við það.

Heimurinn væri betri og öruggari ef það væru fleiri sem fylgdu þessu fordæmi Leif heitins um fyrirgefningu og gættu þess að gleyma ekki boðskap Jesú um mannkærleika og frið.


Kristi úthýst

Borgarráð hefur ákveðið að úthýsa kristinni boðun úr leik- og grunnskólum borgarinnar. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn benda réttilega á að þessar tillögur beri m.a. merki alvarlegra fordóma í garð trúfélaga.

Sumir halda því fram að það skipti engu máli hvaða flokkur er kosinn þar sé sami grauturinn í mismunandi skálum. Þetta er rangt og sú afstaða Borgarráðs að úthýsa kristinni fræðslu úr skólastarfi í borginni sýnir m.a. að það skiptir máli hverjir fara með stjórn borgarinnar og samfélagsins.

Engin vandamál hafa verið í skólastarfi varðandi trúarbragðafræðslu eða trúarlega boðun nema að fámennur en hávær hópur trúleysingja hefur hamast gegn kristinni boðun og trúarbragðafræðslu.  Fulltrúar trúleysingjanna eiga nú sinn meirihluta í stjórn Reykjavíkurborgar þvert á skoðanir meiri hluta borgarbúa.  Sú ákvörðun minni hlutans að úthýsa Kristi úr skólastarfi Reykjavíkur sýnir því að þessu leyti að það skiptir máli hverjir eru valdir í kosningum til að stjórna borg og ríki.

Kristnar lífsskoðanir eru samofnar íslensku þjóðfélagi og menningu. Það verður því erfitt fyrir kennara að framfylgja ákvörðun borgarráðs í daglegu skólastarfi.  Sem dæmi um regluverk Jóns Gnarr og Margrétar Sverrisdóttur um bann við kristinni boðun þá er ákveðið að "Sígildir söngvar o.fl. sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðum skuli halda sínum sessi."  Miðað við þetta er þá má syngja "Heims um ból" og í "Betlehem er barn oss fætt" rétt fyrir jólin en þó ekki af öllum.

Önnur regla borgarráðs segir  "Þá verði þess gætt að nemendur fylgist einungis með en séu ekki þáttakendur í helgisiðum eða athöfnum"  Nemendum verður þannig einungis heimilt að fylgjast með þegar jólasálmarnir eru sungnir en mega ekki sjálfir taka þátt. Það að syngja "Heims um ból" er jú bæði helgisiður og athöfn.

En þetta er ekki nóg. Borgarráð ákveður líka að setja sérstakar tálmanir varðandi áfallahjálp presta og heimsóknir í kirkjur. 

Manni er spurn hvort brýna nauðsyn bar til þessara ákvarðana við stjórn Reykjavíkurborgar? Einnig hvaða hvatir eru að baki svona ákvörðunum Besta flokksins og Samfylkingarinnar?


Júðar nútímans

Á sínum tíma söng John Lennon um að konan væri negri heimsins. Sá tími er liðinn og nú hefur hvíti karlmaðurinn tekið stöðuna sem "Júðinn" hafði á fyrri hluti síðustu aldar. Sér í lagi ef hann er kristinn og gagnkynhneigður. Ef til vill væri rétt að hann gengi með gula stjörnu til aðgreiningar frá almennilegu fólki eins samkynhneigðum og femínistum

Ummæli sem Páll Óskar Hjálmtýsson sá ágæti listamaður lét falla um hvíta kristna mann og hatrið voru óheppileg, en sögð í hita leiksins og vonandi leiðréttir hann ruglið í kring um ummælin.

Hitt kemur á óvart að yfir 2000 manns lýsa yfir ánægju með ummælin og Ómar Ragnarsson skrifar vegna ummæla Páls Óskars að hvítir karlmenn beri ábyrgð á 2 heimstyrjöldum ásamt öðru illu.

Þessi afstaða byggist á þeirri skoðun að hvíti maðurinn eins og Júðinn áður sé fulltrúi fyrir allt hið illa og allri ánauð gagnvart mankyninu. Susan Sontag rithöfundur orðaði þetta þannig árið 1967. "Hvíti kynstofnin er krabbamein mankynssögunar."

Var ekki gleðigangan sem Páll Óskar var talsmaður fyrir hugsuð á grundvelli mannréttinda fyrir alla? Mannréttinda á forsendum mannréttinda einstaklinga en forðaðist að gefa einum hópi forréttindi umfram aðra. Eigum við ekki að halda okkur við það að mannréttindi séu fyrir einstaklinga og virða einstaklinga sem slíka en forðast að fara í rasíska kyngreiningu. 

Þeim sem  líkar við ummæli Páls Óskars og Ómar Ragnarsson má minna á, að fordómar eins og þessir gagnvart hópi eða hópum hafa orðið til þess í mankynssögunni að draga allt það versta fram í fólki og skiptir þá ekki máli hvort um hvíta kristna karlmenn er að ræða eða ekki.

Má minna á fjöldamorðin í Rúanda þegar Hútúar drápu yfir milljón Tútsa af því að þeir voru Tútsar. 


Árásir á kristið fólk og kristni

Þegar við höldum upprisuhátíðina hátíðlega og minnumst fyrirheitsins sem tengist krossfestingunni og upprisunni ættum við líka að hugsa til trúbræðra okkar og systra sem búa við stöðugar ógnir og harðræði. 

Kristið fólk í löndum þar sem mikill meiri hluti er Múhameðstrúar er verulegur.  Um 2 milljónir Sýrlendinga eru kristnir og fjöldi kristinna er í Egyptalandi, Írak og Íran. Í Sýrlandi, Egyptalandi og Írak bjó kristið fólk lengst af við öryggi. Nú hafa aðstæður breyst til hins verra.

Kristnu söfnuðirnir í Sýslandi ákváðu að fella niður skrúðgöngur og helgihald utan dyra þessa upprisuhátið vegna ótta um að öryggi sitt. Kristnu söfnuðirnir í Írak hafa sætt miklum ofsóknum og sömu sögu er að segja frá Egyptalandi. Í öllum þessum löndum er kristið fólk drepið  vegna trúarskoðana sinna.   

Kristið fólk  ætti að huga að því að á sama tíma og Múslimar um allan heim ærast af minnsta tilefni og jafnvel án tilefnis og drepa þá mann og annan sem ekkert hafa til saka unnið, þá eru það ekki Múhameðstrúarmenn sem sæta ofsóknum um allan heim og það er ekki vegið að trúarbrögðum þeirra og þeir eru ekki drepnir vegna trúarskoðana í kristnum löndum eða ofsóttir.

Annað er upp á teningnum með kristnina. Kristið fólk verður að sæta stöðugum ásóknum, harðræði og fjöldi kristins fólks er myrt í viku hverri vegna trúarskoðana sinna sérstaklega í löndum sem játa Múhameðstrú.  Á sama tíma er undanlátssemin allsráðandi í veraldlegum hugsjónalitlum heimi Vesturlandabúa. 

Á grundvelli bullsins um fjölmenningarsamfélagið hafa andstæðingar trúarinnar  leitast við að koma öllu sem minnir á kristni burt úr skólum landsins og opinberum byggingum.  Þá eru viðteknar venjur og siðir um friðhelgi á kristnum helgidögum aflögð að hluta eða með öllu.

Þrátt fyrir allt þá verður ekki hjá því komist að bregðast við hvort sem veraldarhyggjufólki líkar betur eða verr.  Hver kynslóð þarf nefnilega að berjast fyrir frelsinu með einum eða öðrum hætti.

Þeir sem berjast fyrir  mannréttindum sem grundvallast á einstaklingsfrelsi, manngildi  og frelsishugsjónum kristninnar og þeir sem vilja verja trúarlega stöðu kristninnar þurfa að mynda samtök til baráttu fyrir þau sjónarmið og  til að aðstoða í verki kristið fólk þar sem að því er sótt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jón Magnússon
Jón Magnússon

Síðuritari er Hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi alþingismaður.

 

Eldri færslur

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 280
  • Sl. sólarhring: 363
  • Sl. viku: 3334
  • Frá upphafi: 2602871

Annað

  • Innlit í dag: 262
  • Innlit sl. viku: 3112
  • Gestir í dag: 246
  • IP-tölur í dag: 238

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband